Þjóðólfur - 30.06.1905, Side 3

Þjóðólfur - 30.06.1905, Side 3
ÞJ ÓÐÓLFUR. hraðskeytum leyndurn. Félög þau, erfást við þráðlaus samhönd, halda því fram, að þau geti „stillt“ sendi- og móttökutólin þannig, að komist verði hjá þessum agnú- um. En það er áreiðanlega víst, að þegar notað er svo mikið afl, sem nauðsýnlegt er til þess að ná til Færeyja, er eigi jafn- framt hægt að komast hjá því að koma í bága við »stilling“ verkfæranna,. Og þegar „stillt" er verður yfirhöfuð einungis gerður greinarmunur á 3 eða 4 bylgju- lengdum. Að greina í sundur 10 eða 12 eða jafnvel 20 ýmislegar bylgjulengdir, er, að því er eg frekast veit, ómögulegt. En hver ætti iíka að »stilia« verkfærin. Til þess þurfa margbrotin vísindaleg verkfæri, sem yfirhöfuð einungis verkfræðingar með sérþekking geta fengizt við. í septembermánuði 1903 átti eg fyrir hönd hinnar dönsku ritsímastjórnar að vera 3 eða 4 daga við rekstur hins þráð- lausa hraðskeytasambands milli Lófóteyj- anna: Moskeneseyjar—-Yæreyjar—Röst. Menn höfðu gengið að því vísu, að þegar félögin (hið þýzka og franska) hefði tekið að sér að koma á sambandinu, þá þyrfti aðeins að koma fyrir áhöldunum og þá væri allt í lagi. Samt sem áður varð eg að bíða í hérumbil 5 vikur og var við- staddur við margar t i 1 r a u n i r; en það var svo langt frá því að farið yrði að r e k a f y r i r t æ k i ð, að nú sem stendur 1 júnímánuði 1905) er enn ekki farið til þess, og þar var fjarlægðin 30 -j- 30 km. yfir opið haf! Hvernig geta menn þá búizt við að samband á 200 eða 400 km. færi yfir' land, sevn er margsinaiis torveldara en yfir sjó, verði framkvæmt < verki með reglubundnum rekstri? Þvl það er að llkindutn eigi ósk íslendýtga, að ey þeirra verði næstu 4—5 ár leikvöllur fjölda þýzkra eða enskca verkfræðinga, sem gera hverja tilraunina á fætur annari með þráðlaus sambönd. En þ ó að hin glæsilegustu loforð hinna þráðlausu félaga yrðu efnd, þá fitst samt aðeins firð r i t u n a r sambönd milli ýmsra staða, þar sem fyrirtæki það, sem stjórnin hefur áætlað að kosíi hérumbil 500,000 kr. hefur að bjóða t a 1 sambönd frá einum kaupstað til annars, frá einú húsi til ann- Úfrs, frá einni stofu til annarar, frá einu skrifborði til annars. Einungis sú þjóð, sem eigt hefur vanizt á hið afarmikla gildi sem t a 1 samband hefur fyrir öll við- skipti getur hikað við að velja þann kóst- inn, sem heftir þetta menningarhnoss að bjóða. Og einmitt þetta, að hægt er að koma á öruggu talsímasambandi yfir meira en helming eyjarinnar og líklega yfir hana alla, gerir að verkum, að reksturs- kostnaðurinn að því er snertir fólkshald á talsímastöðvunum verður aðeins tíundi hluti af kostnaðinum við fó 1 k sh a 1 d i ð v i ð hið þráðlausa samband, því á flest- um hinum minni stöðvum getur hver og einn, sem kann að lesa og skrifa gætt talsímans. Eg þekki ekki tilboð þau, sem fram eru komin, um þráðlausa firðritun, en eg verð að minna á, að í slíkum tilboðum koma mikilsverð atriði opt ekki greinilega fram: opt er turnunum eða flutningi á efni til þeirra eða vinnulaunum eða öðru slíku haldið fyrir utan; en þó einhverjum trygg- ingartlma sé lofað, þá mun varla standa neitt um hvað eptirlitsferðir og aðgerðir muni kosta þegar tímar líða. Hin óvissu útgjöld hafa mikla þýðingu, þegar um þráðlaus sambönd er að ræða (eg get til að þau megi telja 20—30%) þar sein apt- ur á móti er hægt að sjá íyrir öll útgjöld við rekstur sæ- og landslma. Það sem eg sérstaklega állt að mér beri að vara við, tru loforð, sem hin þráð- lausu félög ef til vill hafa komið fram með um það, að þau vilji koma á sambandinu á eigin ábyrgð. Eg álít nefnilega að áhættan geti aldrei orðið eingöngu félag- anna megin, því áhætta íslendinga er ekki einungis bein peningaáhætta, þvl fari svo að tilraunin(!) misheppnist þá biða Islendingar hið mikla óbeina tjón, sem leiðir af þvi að vera án sambands- ins. Eptir þeirri reynslu, sem fengin er þar, sem einna líkast stendur á, geta menn mjög átt á hættu, að 4—5 ár Kði, áður en mögulegt verður að koma á nokkurn- veginn sambandi við útlönd. Og gott innanlandssamband verður alls eígi fengið þráðlaust, að minnsta kosti nú sem stendur eigi talsamband. Mér er ánægja að láta yðar Excellence í té aðrar og frekari upplýsingar. C. E. Kraruþ. danskur ritsímaverkfræðingur. Ráðanautur stjórnarráðs • íslands. Þingmálafundir í Snæfellsnessýslu voru haldnir þar af þingmanninum Lárusi sýslumanni H. Bjatnason á 4 stöðum: í Neshreppi utan Ennis 14. þ. m., Neshreppi innan Ennis s. d., að Hellnum 16. s m. og í Stykk- ishólmi 19. s. m. A öllum þessum fund- um voru samþykktar ályktanir í ritslma- máhnu, nokkurnveginn samhljóða ogmeð ölium atkvæðum nema á Stykkishólms- fundinum. Þar var tillagan samþ. tneð 15 atkv. gegn 7 svolátandi : »Fundurinn lýsir því yfir, að hann sé hlynntur ritslmalagningu milli landa og innanlands, en skorar jafnframt á alþingi að gæta þess, að landinu verði ekki reist- ur hurðarás um öxl með fjárframlögum í því efni*. A satna fundi var og samþykkt tillaga í undirskriptarmálinS: »Fundurinn lítursveá, sem undirskript- armálið sé og hafi reywst formspursmál, sem ekki sé mikið gerandi úf«. Sams- konar tillaga samþ. á hinutn fundunum, nema í Neshr. utan Ennis, þar kom mál- ið ekki til ttmræðu. Á Stykkishólmsfundinum var felld tillaga < ritsímamálinn, er séra Sig. Gunn- arsson bar fratn, en hún vaf orðrétt sam- hljóða þeim ályktunum < því máli, er dreift hefur verið út nm allt land héðan úr Reykjavik, og valtýsku blöðin eru nú að prenta upp með gleiðletri, því að kjósendur hafa vfða í hugsunarleysi ginið yfir þessari sendingu og látið flekast í bili til að gleypa fluguna. Virðist það bera harla mikinn vott um ósjálfstæði kjósenda í landinu að glepjast á öðru ems. í Ólafsvík var haldin fundarnefna 15. þ. m., og hafði séra Helgi Árnason mest gengizt fyrir þv< að smala nokkrum Val- týingum þangað. Þingmanninum hafði til málamyndar verið boðið á fundinn 35 mln. eptir að fundurinn átti að byrja, en hann gat ekki verið á honum þá um kveldið, en mæltist til að fundinum yrði frestað til morguns og var vel tekið und- ir það, en eptir að hann var genginn burtu, var fundurinn haldinn, og var þv< auðsjáanlega ekki ætlast til, að hann yrði á fundinum, enda voru þar samþykktar þessar alkunnu valtýsku aðskotatillögur, sem menn kunna nú sjálfsagt utanbókar. Þessi Ólafsvíkurfundur virðist vera keim- Kkastur að undirbúningi öllum fundin- um á Stórólfshvoli, sem valtýsku mál- gögnin eru svo hróðug yfir. En á fund- inum á Hellnum, er sýslumaður hélt dag- inn eptir Ólafsvíkurfundinn voru sam- þykktar í einu hljóði tillögur 1 ritsíma- málinu og undirskriptarmálinu, er fóru < allt aðra átt en aðskotatillögurnar á val- týska fundinum, og tveir þeirra, er greitt höfðu atkvæði með þeim 1 Ólafsvík, greiddu atkvæði með Hellnafundartillög- unum(I). Kjánalegur uppspuni er það hjá Isafoldarritstj., að ekkert hafi orðið af amtsráðsfundi í Vesturamtinu, þv< að fundurinn var haldinn < Stykkis- hólmi 6.—8. þ. m. og fór hið bezta fram. Þar komu amtsráðsmennirnir úr öllum sýslum Vesturamtsins nema Norður-ísa- fjarðarsýslu og Strandasýslu og höfðu þeir boðað forföll. Þótt Björn gamli hafi ekki mikla ást á amtsráðsforsetanum í Vesturamtinu, Lárusi sýslumanni Bjarna- son, þá verður hann að gæta þess, að láta ekki gárungana spila svo með sig, að hann verði sjálfur til athlægis fyrir þvætting og lokleysur. Alveg samskonar uppspuni er það í sama virðulega málgagni (»ísaf.«), að Sæ- mundur kaupm. Halldórsson < Stykkis- hólmi hafi orðið samferða L. H. B,, er hann fór heim til sín í f. m. og mislinga- vottorðið gleymdist, sem blaðinu varð svo skrafdrjúgt um. Er þar löng saga um afskipti Sæmundar kaupmanns af þessu þar út á skipinu með óvirðingarorðum og móðgunum um þennan sæmdarmann, sem alls ekki var á skipinu, og fór heim til sln með öðru skip i:/j sólarhring síðar en sýslumaður. En þetta skiptir engu hjá »ísafold« úr því að hún þurfti á sögunni að halda til að skeyta skapi sínu á sýslumanni og Sæ- mundi kaupmanni. SKk ráðvendni í blaða- mennsku, eins og þessi tvö dæmi, er nú hafa verið nefnd er meðal annars talandi vottur þess, hverskonar blað »ísafold« er. Marconi-ioptskeyti. Það varð mikiil fögnuður hér < her- búðum Valtýinga < gær, þó er borinn var urn bæinn fregnmiði frá »Isaf.« og »Fj.k.« með loptskeytafréttitm frá Eng- landi, er kvað hafa komið á stöngina (Marconi-viðtökutólið) hjá Rauðará. Það hafði enginn rengt, að takast mætti að ná hér stöku skeytum frá Englandi, en sönnun fyrir stöðugu, ábyggi- legu sambandi fram og aptur milli Islands og útlanda getur þessi tilraun ekki verið, enda þótt gengið sé út frá, að allt sé með felldu með þessi skeyti. Það skiptir f sjálfu sér ekki miklu, þótt skeyti þessi sem nú eru fengin flytji alls engar mark- verðar fréttir, en hitt er dáKtið athuga- verðara, að flest skeytin, sem hér eru birt í gær (29. júní) virðast vera send frá E n g 1 a n d i (Poldhu < Cornwall) 5 — 6 dægrumáður, eða 2 6 . þ . m. En þetta kemur alveg heim við skýrslu Kra- rups hér í blaðinu, að á löngutn fjarlægð- um gengur stundum langur tfmi til að koma loptskeytunurn alla leið. Það verður að vfsu ekki glögglega séð á fregnmiðanum, hvort tfmatakmarkið á við sendingu skeyt- anna frá Englandi eða móttökutímann hér, en eigi það við hið síðara, sést alls ekki, hve skeytin hafa verið lengi á leið- inni, hvenær þau hafa verið send. Þessa verður hvorttveggja að geta, ef vel á að vera. Það er t. d. lftið var- ið í að geta hremmt hér nokkur, ef til vill margra daga gömul(!) skeyti frá út- löndum endrum og sinnum. — Að sinni virðist óþarft að fara lengra út f þetta mál, því að til þess verður eflaust tæki- færi slðar. Lótlnn er ArnbjAcn Bjarnason hrepp- stjóri á Stóraósi í Miðfirði, sonarson séra Friðriks Þórarinssonar á Breiðabólsstað 1 Vesturhópi, aldraður maður og einn með- al hinna merkustu og greindustu bænda í Húnavatnssýslu. Fjöldi aðkomumanna er < bænum* um þessar mundir, þvf að mjög margir komu með »Vestu« 26. þ. m. Auk tnargra þingmanna, er þá komu, voru með skipinu Bogi Th. Melsteð cand. mag. og Jakob Havsteen konsúll frá Odd- eyri. — Allmargir prestar úr nágrenninu hafa og verið hér á synodus, er haldin var 28. þ. m. Með „CeresV, er kont frá útlöndum 26. þ. m. voru 119 margir farþegar, þar á meðal Helgi Jóns- son grasafræðingur frá Khöfn, Einar Jóns- son myndhöggvari, er verður hér í sum- ar, Ásgrfmur Jónsson málari (fór af skip- inu í Vestm.eyjum) og 8 stúdentar. Blnn- fremtir allmargir útlendir ferðamenn og 4 danskir búfræðingar, er ætla að ferðast hér um land. Ásgrímur málari hefur selt mynd sfna af Hjálp í Þjórs- árðal fyrir 800 kr. Málverk þetta var á Charlotten borgarsýningunni. Frummynd- in var fyrir 2 árum seld þér f Reykjavík. Útskrifaðir úr lærða skólanum í dag: I. Andrés Björnsson I. eink. 103 st. 2. Páll Eggert Ólason I. — 102 - 3- Ólafur Lárusson I. — 101 - 4- Þórarinn Kristjánsson I. — IOO - 5- Þorsteinn Briem I. — 98^ 6. Guðmundur Thoroddsen (utanskóla) I. — 98 - 7' Ólafur Jóhannesson I. — 94 - 8. Guðjón Baldvinsson (ut - anskóla) I. — 93 - 9- Júlíus Havsteen I. — 92 • 10. Sigurður Lýðsson (utan- skóla) I. — 92 - 11. Brynjólfur Magnússon I. — 90 - 12. Ingvar Sigurðsson I. — 88 - 13' Ólafur Óskar Lárusson I. — 86 - 14. Baldur Sveinsson <, I. — 85 - !5- Þorgrfmur Kristjánsson (utanskóla) II. — 75 - 16. Karl Sæmundsen (utan- skóla) II. — 64 - 17. Pétur Sigurðsson (ut- anskóla) III. — 45 - Fyrirlestur fróðlegan og áheyrilegan hélt Blem fólksþingsmaður danskur hér f Bárubúð í fyrra kveld um samvinnu-félagsskap (Ar.delsforeninger) með Dönum. Lýsti ræðumaður því ítarlega, hversu félagsskap- ur þessi hefði orðið Dönum heilladrjúgur, svo að þeir væru nú einhver hin efnað- asta þjóð í heimi. Kvað hann það gleðja sig, að vísir þessa félagsskapar væri hing- að kominn, og tekinn að þróast (smjör- búin). Hr. Blem er meðal hinna nafn- kenndusttt þingmanna Dana og lielzfá frömuður þessa samvinnufélagsskapar þar í laádi. „Friðl»jófur“ kom hingað 27. þ. m. norðan um land með L. Zöllner stórkaupmann og alþing- ismennina Guðjón Guðlaugsson og Jón Jónsson frá Múla. Rödd ur sveitinni. »Af blöðunum er að sjá, sem að tölu- vert lír og fjör sé í ykkur þar í Reykja- vík. Ymsar tnikilsverðar framfarir og fé- lagsskapur, en jafnframt Kka töluvert af því, er miður fer: stindurlyndi og flokka- drættir, samblástur og skrúfur. En kór- ónan á öllti þessu er þó framkoma gamla Björns Isafoldarritstj. gagnvart stjórninni. Eg held að karlinn sé orðinn elliær. Og á því furðar mig, ef ekkert segist á öll- um þeim skömmum, leyfi eg mér að segja, sem málgagn hans hefur ausið úr sér í garð ráðherrans o. fl. í stjórninni. Við aíþýðumenn hugsuðum og vonuðum, að þá er þjóðin hafði fengið óskir sínar að mestu uppfylltar, með því að fá al- innlenda stjórn o. fl., myndu allir verða sáttir og sammála, — þá myndi í póli- tíkinni verða blíða logn. En í þess stað hafa í sumum stöðum dregið upp hinar svörtustu ófriðarblikur, eins og fyrirboði stórviðris rneð þrumum og eldingum. En það er vonandi, að þessir ófriðarseggir fái engu illu á stað komið. — Allir sann- ir föðurlandsvinir ættu að óska þess og styðja að því, að hið nýja stjórnarfyrir- komulag verði landinu og þjóðinni til heilla og blessunar í framt(ðinni«. B. * * t Hi Aths. Greinarstúfur þessi er kafli úr privatbréfi frá mjög merkum bónda f Húnavatnssýslu til ritstj. þessa blaðs, og er því ummæli þessi meir að ntarka, heldur en sumt það, setn blöðunum er ritað og beinlínis ætlað til birtingar. Það er enginn efi á, að fjöldi alþýðu- manna er öldungis á sömu skoðun, eins og þessi heiðraði höf., því að allir skyn- samir og hugsandi menn sjá, að illindt þessi og æsingar, sem nú eru í frammi hafðar af valtýsku málgögnunuin, eru þjóðarböl og þjóðarsmán. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.