Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.08.1905, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 12.08.1905, Qupperneq 2
148 ÞJÓÐÓLFUR. lína kr. 88,000,00. Áætlað alls af um- boðsm. félagsins kr. 878,500,00. Sé þetta eptir fyrgreindum mælikvarða reiknað sem árlegt gjald í 20 ár eru það á ári kr. 65,887,50. Árlegur reksturskostnaður er eptir áætl- un umboðsmannsins kr. 106,692,00. Árs- kostnaður alls kr. 172,579,50. Nefndin er öll á einu máli um það, að ekki væri tiltækilegt að ganga að þessum kjörirm, þar sem kostnaðurinn er svo mik- ill, og meiri hluti nefndarmanna auk þess taldi vafasamt, að þetta reyndist vel, auk þess sem fyrirsjáanlegt var, að leggja þurfti mikið af landlínum frá þessum út- nesjastöðvum, ef landið ætti almennt að hafa gagn af þessu fyrirkomulagi. Til þess var ætlast, að tekjur allar af loptritunum rynni í landsjóð, en rekstur loptritans átti svo stjórn landsins að ann- ast, og umboðsmaður félagsins vildi eigi binda félagið til þess að annast rekstur stöðvanna. Trygging af hálfu þessa félags hefur eigi verið framboðin önnur en að land- sjóður greiddi byggingarkostnaðinn með árlegum afborgunum, er þá mætti halda inni, ef illa reyndist, enda er nefndinni kttnnugt um, að félag það, er hér á hlut að, er mjög áreiðanlegt í viðskiptum og að dómi sérfróðra manna lengst á veg komið allra þeirra félaga, er við loptrit- un fást, að því er sambandsöryggi og ná- kvæmni snertir. Hin önnur tilboð þessa félags eru tal- in svo ónóg og dýr í hlutfalli við gagn- semi, að hér þarf eigi frekar að þeim að vfkja. Þegar því næst litið er til þeirra til- boða, er komið hafa fram af hálfu Mar- coni-félagsins í London, þá er það að eins eitt af tilboðum þess félags, er kom- ið getur til álita, sem sé hið fyrsta. Þar býðst félagið til að setja upp loptritastöðv- ar á Skotlandi og í'æreyjum og koma þeim stöðvum í samband við hina 4 kaup- staði á landinu fyrir {£ 35,000) 637,000 kr. stofnkostnað og áætlar, að árlegur reksturs- og viðhaldskostnaður verði 4,278 £ — 77>859 kr. á ári. En jafnhliða eða til vara býðst félagið til að taka að sér stofnun, rekstur og viðhald sambandsins fyrir árlegt gjald í 20 ár, c. 128,000 kr. á ári. Tekjurnar tilfalli landsjóði og stöðv- arnar séu eign landsins eptir 20 ár. Um hin önnur tilboð af hálfu þessa félags virðist eigi ástæða til að ræða frek- ar, þar sem þau eigi íullnægja þeim kröf- um, að koma á hraðskeytasambandi, er til álita geti komið, utan- og innanlands og gagnsemi þeirra því er minni. Trygging fyrir því, að stöðvar þessa félags reynist áreiðanlegar hefur eigi ver- ið boðin, en félagið heíur um mánaðar- tíma haft viðtökustöð hér við Reykjavík og birt nokkur loptskeyti, er stöðin hef- ur tekið á móti. Þá er þar næst að taka til athugunar væntanlegan kostnað við sæþráð frá Hjalt- landi til Austurlands og talsíma þaðan um Akureyri til Reykjavíkur. Hinn fyrsti liður í þeirri áætlun er hið árlega tillag um 20 ár, 35,000 kr. á ári til sambandsins milli landa. Af sæþræð- inurn hefur landsjóður éigi aðrar tekjur en hinn svonefnda »terminal«-taxta eða landgjald, er ætla má, að verði nál. 7 aurar af hverju orði, eða sé afgreiðsla með þræðinum áætluð 200 orð daglega í 300 daga ár hvert, þá 4200 kr. á ári. Að liðnum þessum 20 árum, er landsjóð- ur, ef félagið eigi heldur áfram án styrks, eigandi að '/3 af sæþræðinum, er áætlað er, að allur muni kosta 1,800,000. Sé nú svo talið, að þráðurinn sé í hálfu verð- gildi eptir 20 ár, en endingartími sæþráða er nokkuð yfir 40 ár að minnsta kosti, þá ætti hluti Islands í þræðinum að vera 300,000 kr. virði. Hinn annar liður í þessari kostnaðar- áætlun er bygging landsima frá Seyðis- firði, landtökustað sæþráðarins, um Akur- eyri til Reykjavíkur. Um þennan kostn- að liggja fyrir áætlanir, og vér álítum, að áætlun sú, er verkfræðingur Olaf For- berg hefur gert, eptir að hann var búinn að rannsaka veginn og kynna sér alla staðháttu, sé hin ábyggilegasta. Vér gerum síðar í þessu áliti enn ítar- lega og sundurliðaða grein fyrir hinum einstöku atriðum í þessari áætlun, en 1 þessum samanburði álítum vér rétt að nefna svo háa upphæð, að vér séum þess fullvissir, að jafnvel þótt eitthvað færi rnjög óheppilega, þá væri upphæðin næg. Vér setjum að efni í og bygging landsím- ans kosti 480,000 alls; þar frá dragast 300,000 kr., sem er tillag M. N. félags- ins, og yrði þá landsjóður að borga í eitt skipti 180,000 kr., sem jafngildir 13,500 kr. á ári í 20 ár (;7'/2%). Það eru eng- ar líkur til, að kostnaðurinn nái þessari upphæð, ef allt gengur þolanlega, hvað þá, að hann fari fram úr henni, eins og ítarlegar verður grein gerð fyrir síðar. Þá er hinn þriðji liður kostnaðarins: Reksturskostnaður, viðhald og fyrning. Þar hefur verkfræðingur O. Forberg, sem hefur um nokkur ár verið yfirmaður yfir land- og sæþráðastöðvum í norðan- verðum Noregi, þar sem líkt háttar til og hér á landi, áætlað 33,375 kr. alls á ári. Þótt vér að vlsu teljum það mjög líklegt, eins og síðar verður gerð grein fyrir, að áætlan þessi reynist nærri vegi, þá vilj- um vér í þessum samanburði hækka hana upp í 39,500, til þess að vera þess full- vissir, að fram úr henni þurfi eigi að fara. Hinn árlegi kostnaður við landsíma og sæþráð er því í hæsta lagi talinn : 1. Tillag til sæþráðar .... 35,000 2. Afb. ogvextir af 180,000 í 20 ár 13,500 3. Rekstur og viðhald landsfma 39,500 Eða alls 88,000 Tekjur allar af landsímanum falla til landsjóðs, og sfminn er allur hans eign. Þess má geta, að eptir skilyrðum þeim, er sett voru af hálfu Danmerkur 1898 og sem alþingi 1899 aðhylltist eða sætti sig við, átti M. N. að hafa tekjur af landsím- anum móts við tillag sitt, 300,000 kr., og eignarrétt að honum eptir sama hlutfalli. Þessi Islandi mjög svo óhagfelldu skil- yrði hafa verið felld burtu, og hefur það mikla þýðing fyrir málið. Því næst er að athuga, hverjar tekjur að líklegt er að landsjóður fái árlega af loptritunum og af símasambandinu. Af loptritasambandinu m i 11 i 1 a n d a gerum vér ráð fyrir að tekjurnar, ef allt reynist vel, gæti orðið allt að 20,000 kr. á ári, en teljum engar líkur til, að þær fari fram úr þeirri upphæð, sérstaklega vegna þess, hve ógreilt sambandið verður yfir hinar inörgu millistöðvar, einkum norðanlands og vestan. Það hefur og talsverð áhrif, hve hátt gjald yrði sett fyrir skeytin. Af sæþræðinum milli landa hefur land- sjóður eigi neinar tekjur, nema terminal- gjaldið, er áður er minnst á. Þegar svo er litið til sarnbandsins inn- a n 1 a n d s , þá er eigi mögulegt að gera ráð fyrir miklum tekjum af Ioptritastöðv- unum. Þær eru á andnesjum úti, f strjál- byggð og langt frá byggðum, og auk þess þarf sérfróða og vel æfða véifræðinga til allrar afgreiðslu. Þær eru þvf alveg óað- gengilegar fyrir allan þorra manna. Sam- bandið innanlands er, vegna hinna mörgu millistöðva, er selflytja þurfa skeytin, á stundum yfir Færeyjar, mjög ógreitt og óáreiðanlegt. Það er því fullhátt í lagt að ætia tekjurnar af innanlandssamband- inu 10,000 kr. á ári, en það fer og nokk- uð eptir töxtum þeim, er settir yrðu. Tekj- urnar af loptritasambandinu utan- og inn- anlands yrði þá nálægt 30,000 kr. á ári. Vér getum eigi ætlað, að þær færi fram úr þeirri upphæð, þó allt færi svo vel, sem bezt yrði á kosið. Um tekjur af talsímasambandinu innan lands má gera sér nokkuð vís- ari hugmynd. Vér setjum svo, að gjald fyrir samtöl yrði (fyrir 3 mínútur); 1. Milli Rvíkur og Seyðisfjarðar . 1,25 2. Milli Akureyrar og Rvíkur eða Seyðisfjarðar.................0,75 3. Milli millistöðva á skemmri leið 0,50 og gerum svo ráð fyrir að meðaltali á dag 20 samtölum á 1,25 kr. 25,00 40--------------- 0,75 — 30,00 40--------------- 0,50 — 20,00 eða alls á dag kr. 75,00 Árstekjurnar yrðu þá af þessu sambandi 22,500 kr. (300 dagar) eða alls af síma- sambandinu utan- og innanlands nál. 27,000 kr. Þegar frá kostnaði við lopt- ritun ......................kr. 128,000 eru dregnar áætlaðar tekjur . — 30,000 verða eptir kr. 98,000 er greiðast ætti árlega úr landsjóði fyrir þetta samband um 20 ár. Þegar frá kostnaði við síma- samband......................kr. 88,000 eins og að ofan er talið, drag- ast áætlaðar tekjur .... — 27,000 verða eptir kr. 61,000 Það mun engum blandast hugur um, að þessi árgjöld leggja landsjóði eigi þá byrði á herðar, sem verði honum eða þjóðinni verulega tilfinnanleg, sérstaklega þegar um er að tefla framgang hins þýð- ingarmesta og víðtækasta velferðarmáls lands og þjóðar, sem um 14 ár hefur ver- ið efst á baugi hjá öllum framsýnni á- hugamönnum þjóðarinnar. Geta má og þess, að þegar nú er létt af landsjóði að minnsta kosti 45,000 kr. árgjaldi til gufu- skipaferðanna, þá verða gjöld hans nær því engu þyngri í framtíðinni fyrir þetta, en þau hafa verið yfirstandandi fjárhags- tímabil. Til þess enn Ijósar að leiða mönnum fyrir sjónir, að hér er ekki reistur þjóð- inni »hurðarás um öxl«, skulum vér til samanburðar benda á, að þjóðin hefur á undanförnum 15 árum lagt á sig gjöld svo miljónum skiptir, og verið undir þeim ánægð, til fyrirtækja, sem engan eyri gefa landsjóði í tekjur, en að allra dómi eru nauðsynleg til þess að efla viðskiptalífið, bæta hag landsmanna og glæða lífið í landinu. Það eru vegir, brýr og skipa- göngur, mál sem í eðli sínu eru hrað- skeytamálinu náskyld. Til þessara mála hefur eptir landsreikningum og fjárlögum verið varið 1891—1905 samtals kr. 2>259>5°°- Meðaltal á ári er : 1891—1895 kr. 82,300 1896—1900 — 181,200 1901—1905 — 188,400 Vér hikum því eigi við, að láta það í ljósi sem vort álit, að símasambandið muni verða hið ódýrasta fyrir landið eins og málið nú liggur fyrir, og eigi baka því nein þau gjöld, er óttast þurfi að verði þjóðinni ofvaxin. Enginn vafi getur leik- ið á því, að talsímasamband innanlands stendur framar öllum öðrum samböndum að gagnsemi fyrir þjóðina. Fyrir atvinnu- og viðskiptalífið hefur það, svo aðgengi- legt og auðnotað sem það er, meiri þýð- ing, en nokkurt annað, og hin »kultúrella« þýðing, sú að glæða lífið meðal þjóðar- innar almennt, verður eigi borin saman við þýðing hinna óaðgengilegu andnesja- stöðva loptritanna. Hvort sem litið er til gagnseminnar fyrir landið og þjóðina eða til kostnaðarins, þá verðum vér að líta svo á, að símasambandið sé svo mikl- um mun betra en hin fyrirliggjandi til- boð um loptritun, að það sé eigi saman berandi. — Að þvf er sambandsöryggi snertir, þá er það fram að taka, að all- ar menntaþjóðir, er vér þekkjum, byggja hraðskeytasambönd sín á þráðum, en nota loptrita að eins þar sem þráðum verður eigi komið við. Vér þekkjum enga þjóð, er byggi sambönd sín á • loptritun ein- göngu. — Vér vitum, að þráðsambandið helur reynzt fullnægjandi fyrir sambands- þörf annara þjóða, þar sem alveg eins og engu betur er ástatt en hjá oss. Það kemur vitanlega fyrir, að þræðir bila, sér- staklega landsímar hinn fyrsta vetur, en eptir reynslu annara þjóða eru eigi þau brögð að því, ef símalínur eru í upphafi traust byggðar, að hnekkja þurfi gagn- semi þeirra. Hitt er og víst, að loptrita- stöðvar hafa opt eigi getað komið skeyt- um stöð frá stöð og það brestur enn mik- ið á, að það samband geti talist reynt að öryggi. Þó að vér höfum gert ráð fyrir, að kostnaður við landsíma frá Seyðisfirði til Reykjavíkur geti, ef illa tekst, farið upp í 180,000 kr. auk tillagsins frá M. N., þá búumst vér alls ekki við, að hann verðí svo mikill, heldur muni áætlun Forbergs fara mjög nærri sanni og þessi útgjöld ekki getá farið upp úr 175,000 kr. Álma til Isafjarðar mundi ekki fara fram úr 125,000 kr. Reksturskostnað og viðhald á landsímunum teljum vér, samkvæmt því sem áður er sagt, fullhátt sett, ef áætlað- ar eru 50,000 kr. á ári, að ísafjarðarálm- unni meðtaldri. Hér fer þá á eptir til yfirlits saman- burður á útgjöldum landsjóðs til símasam- bands og loptskeytasambands: Stofnkostn. Símas.b. 300,ooo1 Capito I. 637,000 Bredow V 878,500 Rekstur og viðhald . . 00 kn 77,859 106,692 Rentur og 20 ára afb. . . 22,5°° 47,775 65,887 Samtals . 107,500 125,6343 172,579 Árstekjur . . 30,000 30,000 30,000 Útgj.byrði á ári 77,500 95,634 142,579 1) Til síma frá Seyðisf. til Reykjav. 475,000 (300,000 kr. frá M. N. F.). Til síma frá Hrútaf. til ísafj. 125,000. 2) Til sæsíma 35,000. Til landsíma 50,000. 3) Félagið býðst til að lána stofnkostnað og annast allan rekstur í 20 ár fyrir 7078 £ — 128,819 kr. á ári. Það er þannig augljóst, að símasam- bandið er miklu ódýrast, og þar við bæt- ist, að gagnið af talsímasambandinu inn- anlands er margfalt á við gagnið aflopt- skeytastöðvunum ; tekjur af því verða vafa- laust eins miklar eða meiri en af lopt- skeytasambandinu í heild sinni (innanlands og til útlanda) og að öllum líkum tals- vert hærri en hér er áætlað. Heimild stjörnarinnar til að gera samning um ritsima. Framkoma hennar í máiinu. Afstaða alþingis.. Vér höfum áður getið þess, að minni hluti nefndarinnar lét þá skoðun í Ijósi, að samningur stjórnarinnar við Mikla norræna ritsímafélagið kæmi í bága við gildandi fjárlög, enda mundi stjórnin hafa getað komizt að betri kjörum en þeim, er felast í samningnum, hefði t. d. ekki átt að veita einkaleyfi ; var það álit minni hlutans að alþingi bæði mætti og ætti að hafna þessum samning. Það er kunnugt, að aðalefni samningsins er þetta: Mikla norræna ritsímafélagið leggur sæsíma frá Hjaltlandi til Þórshafnar, þaðan til Seyð- isfjarðar (eða Reyðarfjarðar) og hefur lok- ið því að öllu forfallalausu 1. okt. 1906. Félagið leggur 300,000 kr. til landsíma frá lendingarstað sæsímans til Reykjavík- ur. Ef sæsíminn bilar, skal félagið svo fljótt sem unnt er gera við hann. Nú er sambandið slitið meira en 4 mánuði, og falla þá öll tillögin úr ríkissjóði og land- sjóði burtu fyrir þann tíma, sem umfram er, ef slitið er milli Hjaltlands og Fær- eyja, en tillagið allt úr landsjóði og */* úr ríkissjóði, ef bilunin er milli Færeyja og Islands. Félagið ber allan kostnað af starfrækslu sæsímans og fær allar tekjur af honum. Hámark gjalda fyrir notkun sæsímans skal ákveðið af samgöngumála- ráðherra í samráði við Islandsráðherra fyrir allt að þvf 5 ár í bili. Við lok hvers reikningsárs ber félaginu að senda stjórnarráði íslands (og samgöngumála- stjórninni) reikning yfir tekjur og gjöld sæsímans um hið liðna reikningsár. Ef ritsími er lagður frá íslandi til einhvers lands utan Evrópu færist landsjóðstillagið niður. Gegn þessu greiðir ísland félaginu 35,000 kr. á ári f 20 ár (ríkissjóður 54,000 kr. árlega). Það annast lagningu land- símans frá landtökustað sæsímans til Reykjavíkur, »og skal hann tilbúinn til starfa 1. okt. 1906 nema óviðráðanlegar eða afsakanlegar tálmanir banni«; land- sjóður verður eigandi landsímans, heldur honum við, kostar starfrækslu hans og fær allar tekjur af honum, Stjórn íslands lætur gera við landsímann svo fljótt sem unnt er, ef hann bilar, en félagið á þó aldrei kröfu til skaðabóta fyrir tekjurýrn- un stafandi af ólagi á landsímanum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.