Þjóðólfur - 22.09.1905, Side 2

Þjóðólfur - 22.09.1905, Side 2
Fylgiblað Þjóðólfs. 22. sept. 1905. að hafa í meðulum og matarsafa til að verja hann skemmdum. Eins og áður er sagt er elixírið eigin upp- fundning hr. W. Petersens. Það er og hon- um að þakka, að nú hefur tekist í þar til gerðum vélum, að fá lyfið sterkara en áður, svo að elixírið, þrátt fyrir hækkaðan toll, er orðið ódýrara en það var fyrrum, þegar það var til búið í Danmörku. Sannleikurinn er sá, að aukningin á styrk- leik lyfsins vegur fyllilega á móti verðhækk- un þeirri, sem af tollinum hlýtur að stafa. Það eru meðmælin, sem ganga mann frá manni, er valdið hafa hinni stórmiklu út- breiðslu á bitter hr. Waldemars Petersens — valdið sigurför hans yfir stór svæði jarð- hnattarins, án fyrirhafnar frá framleiðandans hálfu. Almenningur hefur komist að raun um, að bitter hans er ágætis húsmeðal, sem kem- ur í veg fyrir mikið af sjúkdómum, með því að það gefur líkamanum meira mótstöðuafl, ver yfir höfuð heilbrigðina og eykur hana. Verksvið hr. Waldemars Petersens er þó víðtækara en þetta. I Kaupmannahöfn rek- ur hann stóra vínsölu, sem er í miklu áliti, og hefur söludeildir í flestum bæjum út um alla Danmörk og sjálfstæð verzlunarhús með vöruforða í Bordeaux, Oporto og Barceiona. En þrátt fyrir þessi umfangsmiklu viðskipti hefur hann samt sem áður getað komist yf- ir að leysa tvö mjög svo vandasöm verk- efni, en það er stofnun eimingarverkstofu fyrir kryddlög og ávaxtasafa-verkstofu. Þessi störf og stofnanir hafa áunnið sér mikið álit í Danmörku. En að nafn Waldemars Petersens er orðið svo víðfrægt og vel metið, sem það nú er, það er þó fyrst og fremst Kína-lífs elixírinn að þakka, sem hvarvetna er oiðið vinsælt og ómissandi húsmeðal. íslendingtir. Fiskiveiðaritið ,ÆGIR‘ ættu allir að kaupa. Það fæst í bóka- verzlunum og hjá bókb. Guðm. Gam- alíelssyni í Reykjavík. Uppboðsauglýsing. Föstudagana 15. og 28. september og 13. október þ. á. verður selt við opinbert uppboð hús þrotabús Magn- úsar Eggertssonar í Hnífsdal. Söluskilmálar verða lagðir til sýnis á skrifstofu sýslunnar degi fyrir hvern uppboðsdag. Uppboðin byrja öll kl. 2. e, hád. og verða tvö hin fyrstu haldin á skrif- stofu minni, en hið síðasta við húsið, sem selja á. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 25. ágúst 1905. Magnús Torfason Uppboðsauglýsing. Mánudagana 18. september 2. og 16. október þ. á. verður selt við opin- bert uppboð hús þrotabús Teitsjóns- sonar frá Grundum í Bolungarvík. Söluskilmáiar verða lagðir til sýnis á skrifstofu sýslunnar degi fyrir hvern uppboðsdag. Uppboðin byrja öll kl. 2. e. hád. og verða tvö hin fyrstu haldin á skrif- stofu minni, en hið síðasta við húsið, sem selja á. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 25. ágúst 1905. Magnús Torfason Þrifin, siðsöm og barngóð stúlka, óskast frá 1. okt. Hátt kaup. (íísli Þorbjarnarson Nýtt hus til sölu við Hverfisgötu, lágt verð, góðir skilmálar. tíísli Þorbjarnason. Skipskaðinn á Akranesi hefir minnt menn á það, að sjálfsagt er að Hftryggja sig. Frestið því ekki. Bezta ogódýrasta félagið er Standard. Nánari upplýsingar gefur Pétur Zóp- hóníasson Bergstaðastræti 3, heima 4 — 5 síðdegis. Llkkranzar og kort á Laufásvegi 4. Undirritaður, sem í mörg ár hef þjáðst af slæmri meltingu og maga- kvefi reyndi loks Waldemars Peter- sens ekta Kína-Lífs-Elixír og hefur síð- an liðið svo fyrirtaks vel, betur en nokkru sinni áður. Eg þoli nú að borða allskonar mat og eg get stöð- ugt fengist við vinnu. Eg þori óhik- að að ráða öllum að reyna Kína-Lífs- Elixírinn, þvi að eg er viss um, að hann er bezta meðalið við öllum maga- veikindum. Haarby á Fjóni 20. febr. 1903. Hans Larsen múrari. Biðjið ætíð um Waldemars Peter- sens ekta Kína-Lífs-Elixír. Fæst al- staðar á 2 kr. flaskan. Varið yður á eptirlíkingum. Skiptafundur í þrotabúi Þork. Valdim. Ottesens kaupmanns verður haldinn á bæjar- þingstofunni, laugardaginn 30. þ. m. á hád, og verðnr þá lagt fram og yfiirfarið yfirlit yfir eigur og skrá yfir skuldir búsins. Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. sept. 1905 Halldór Daníelsson. Prentsmíðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.