Þjóðólfur - 29.09.1905, Side 1

Þjóðólfur - 29.09.1905, Side 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. september 19 05. 41. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík ♦ tilkynnir hér með sínum heiðruðu viðskiptamönnum, að hún hefur nú sett á stofn skósmíðavinnustofu, undir stjórn herra skósmiðs Stefáns Gunnarssonar, sem þekktur er að vandvirkni og kunnáttu í þeirri grein. — Á verkstofunni verður því bæði smíðaður allskonar skófatnaður eptir máli, og sömuleiðis tekinn til viðgerðar. Verkið verður fljótt og vel af hendi leyst — Skófatnaðardeild verzlunarinnar verður því hér eptir jafnan birg af vönduðum innlendum. og útlendum skófatnaði af öllum tegundum. Nýlega hefur verzlunin fengið talsverðar birgðir af skófatnaði frá Þýzka- landi. Þar á meðal sterka, vandaða — en þó ódýra verkmannaskó og gutta- perkastígvél til vetrarins. Áreiðanlega verður bezt að kaupa skófatnað í „Edinborg". Áreiðanlega verður bezt að láta smíða skófatnað í „Edinborg". Áreiðanlega verður bezt að láta gera við skófatnað sinn í „Edinborg". Vefurinn rakinn. (Frh.). Auk þessara 4 mála, sem öll eru þess eðlis, að ekkert þeirra hefði átt að vera flokksmál, en voru gjörð að æsingamál- um til þess að vekja óvild til meiri hluta þingsins og stjórnarinnar, mætti nefna mýmörg önnur dæmi, t. d. fyrirspnrnina. »Reykjavík« flutti 9. júlí svolátandi greinarkorn: »Skyldi sá orðasveimur vera sannur, að þeir Birnirnir, Valtýr og landvarnarsýslumaðurinn, ásamt félögum þeirra, hafi samið svo við Marconífélagið, að greiða því 9000 kr., ef ekki tækist að koma samningum á milli félagsins og Is- lands um loptskeytasamband, en félagið greiði þeim 200,000 kr., ef þeir samn- ingar takist. Væri svo, er skiljanlegt þeini væri á- hugamál að ná í krónurnar«. Spurull. Heyrt höfum vér orðasveim þennan, en kunnum hvorki að játa né neita spurn- ingunni. Sumir telja ólfklegt, að þeir hefðu farið að ota fram þýzka félaginu, ef það bakaði þeim 9000 kr. útlát, að það fengi samninginn, en Marconifélagið ekki. — En auðvitað gæti þýzka félagið haldið þá skaðlausa af því og vel það. Ritstj.« Ut af þessum fáu, hræmeinlausu línum hljóp minnihlutinn upp til handa og fóta, og bar upp fyrirspurn til ráðherr- ans um það, hvort hann ætti nokkurn hlut í þessum mútubrígslum. Eins og allir sjá eru mútur hvergi nefndar á nafn. Blaðið flytur að eins orðasveim, sem gengið hafði um bæinn. Og það er hætt við því, að það deyi ekki alveg í kolunum, fyr en minni hlut- inn gjörir opinberlega grein fyrir, hvað- an hann hefur allan þann sand af pen- ingum, sem hann hefur ausið út í sumar og eys enn út. Hvaðan kom það i1/. þús. kr., sem einum konungl. embættismanni kvað hafa verið borgaðar fyrir ferðina á fund Mar- conifélagsins síðastliðið vor? Hvað kostaði að fá Marconistöðina hingað upp og hvaðan komu þeir pening- ar ? Allir vita, að félagið var ófáanlegt til að gera tilraunir fyrir stjórnina nema fyrir ærna peninga. Það setti 36,000 kr. upp fyrir að gera tilraunir í 1 ár. Hvað kostar »Fjallkonan« og »Norður- land« árlega og hvaðan koma þeir pen- ingar ? Hvað kosta allir smalarnir og skipin, sem gerð voru út f sumar til að safna mönnum á »bændafundinn« svokallaða? Og hvaðan komii þeir peningar? Hvað kosta legátarnir, sem sendir hafa verið út í héruðin til að smala undir- skriptum um ritsímann og hóa mönnum saman í »Þjóðræðisíélagið« svo kallaða? Og hvaðan koma þeir peningar ? Hér með er engan veginn sagt eða gefið í skyn, að minni hlutinn á þingi hafi þegið fé á óheiðarlegan hátt. En fjárausturinn hefur verið svo mikill, að sp irningin: Hvaðan, hvaðan er allt þetta fé liggur á vörum margra manna, ekki síður eptir þingfyrirspurnina en áður. Það var lfka gerður ofmikill hvellur út af fyrirspurninni á þingi, og hljóðið of holt í flytjandanum, séra Sig. Stefánssyni, til þess að allir sannfærðust um það, að hann talaði af tómri, heilagri gremju. Það var t. d. nærri skoplegt, að heyra séra Sig. segja með vel taminni rödd og vel felldum svip, beint framan í dags- Ijósið úr vesturglugganum á efrideildar- salnum, að »æra og mannorð« meiri hlut- ans hefði hingað til verið »helgur dómur« fyrir minni hlutanum. Það var því skop- legra, sem »ísafold« sneri þá um sama leyti stórmútusögu úr Amerfku upp á meiri hluta þingsins og stjórnina. Annars gerði ekki að eins minni hlut- inn, heldur jafnvel meiri hlutinn í efri deild, oftnikið úr fyrirspurninni. Hún var ekki þess verð, að taka hana jafn hátíð- lega, þvf hún var ekki annað en pólitisk sjónhverfing, Ifkt og flugan um „réttarástanilið" á Snæfellsnesi. Eins og kunnugt er, hefur »ísafold« og dilkar hennar ofsótt sýslumann Snæfellinga í meira en 5 ár. Hún hefur ausið hann auri nálega í hverju blaði, og auk þess sigað vinnumönnum sínum þar vestra, sér- staklega Helga sfnum, ósleitilega á sýslu- mann, látið hann elta sýslumann nteð málssóknum ár eptir ár á landsjóðs kostn- að, látið hann spana hreppsnefndarmenn sína móti sýslumanni og þar fram eptir götunum. En Helgi var þá ekki helgari en það, að landsstjórnin varð að láta höfða mál á móti honum fyrir rangt tíundarframtal, og að dómarinn, sem hirta átti hrepps- nefndina hans, fann ástæðu til að ákæra hann ásamt hinum nefndarmönnunum fyrir brot á móti valdstjórninni. Svo þegar Helgi er búinn að koma málum þessum á stað — hann vildi ekki sættast á tfundarmálið — ber Isaf. það út um borg og bý, að sýslumaður sé að ofsækja Helga sinn, sendir smöl- um sínum umkvartanir yfir réttarástand- inu á Snæfellsnesi, og skipar þeim að láta samþykkja þær á sfðastliðnum þing- málafundum. Sum af æstustu hjáleiguhéruðunum, sérstaklega Gullbringu- og Kjósarsýsla, gjöra það óðar, en úr Snæfellsnessýslu fékkst engin rödd til að hrópa. Helgi gat ekki einu sinni fengið nímenningana, sem hann kallaði saman á pukursfundinn í Ólafsvfk til þess að láta heyra til sfn hósta eða stunu. Það var samt látið heita svo, sem Snæfellingar væri voðalega leiknir af sýslumanni, þeir stykkju hópum saman af landi burt til Ameríku og hinurn, setn ekki kæmust burtu, lægi við örvinglun. En svo datt botninn úr öllu saman. Þegar á þing kom fékkst ekki einn ein- asti maður til að hreyfa málinu. Sk. 'Thoroddsen gat þess að eins eldhúsdag- inn að »kvartað væri sumstaðar yfir réttarástandinu f landinu«. Lengra fór hann ekki, en þó nógu langUtil þess, að yfirréttarins var minnst þar að makleg- leikum fyrir hina dæmalausu dóma á milli »ísafoldar« og sýslumanns. Þetta voru nú helztu afreksverk minni hlutans á þingi. Alstaðar sami tilgangurinn, alstaðar sama lagið. Tilgangurinn alstaðar, að níða niður fyrstu innlendu stjórnina, fyrstu sjálfstjórn vora um meira en 6 aldir. Lagið eða aðferðin alsstaðar, að skrökva vömmum og skömmum upp á andstæð- inga sína, eða rangfæra orð þeirra og gjörðir, og jafnframt þyrla upp svo miklu ryki, að það sjáist ekki hvað þeir sjálfir eru að aðhafast. Því ekki undarlegt, að flokkurinn hef- ur enn þá einu sinni í ^ skiptið á 4 ár- um breytt um nafn. Fyrst nefndi hann sig valtýska flokkinn. Það var réttnefni. Svo nefndi hann sig Framfaraflokk, þegar hann sá, hvað dr. Valtýr Guð- mundsson var lítil tálbeita. Það var rangnefni. Og þegar almenningur ekki heldur vildi þá beitu, þótt ljós væri, skipti hann aptur um nafn og nefndi sig Fram- sóknarflokk. Það var líka rangnefni. Og nú nefnir hann sig „Þj óðræðisflokk“. Það gerir sá flokkur, sem árum saman barðist fyrir þvl með hnúum og hnefum, að lögfesta stjórn landsins suður í Kaup- mannahöfn og fyrir þvf, að leggja niður landsbankann, en veita útlendum auð- mönnum einokunarvald yfir allri peninga- verzlun landsins um ókominn aldur. Almenningur á að ganga á nýja agnið, nýja nafnið, eins og laxinn á flugusteng- ur veiðimannsins. Veslings laxinn sér fluguna detta í ána og glepsar hana, en það er þá öngull og hann hangir fastur á önglinum. Eins er þjóðræðisheitið. Það er fluga, fluga og ekkert annað, eigi það að þýða annað en þingræði. Eða ætla mennirnir sér, að gera þá breytingu á stjórnarskránni, að þjóðin geti ónýtt lög, sem þingið hefur sett og konungur staðfest? Til þess þurfa þeir fyrst og freinst að afsetja konginn. Og hvernig á þjóðin að fara að því, að ónýta gerðir þingsins. Það er ekki hægt að smala henni allri, þótt lítil sé, saman á einn stað til þess að leita þar samþykkis eða synjunar hennar á gerð- um þingsins. En á þá að safna henni saman eptir landsfjórðungum, á einum slað í hverjum landsfjórðungi, eða eptir héruðum á einum stað í héraði, eða ept- ir hreppum á einum stað f hreppi ? Eða á þjóðin að geta ónýtt gerðir þingsins bréflega t. d. með sníktum undirskriptum ? Eiga konur sem karlar, börn sem full- orðnir, ósjálfbjarga menn sem sjálfbjarga að eiga atkvæðisrétt? Það yrði sjálfsagt svo að vera. Annars réði þjóðin ekki. Svona mætti halda áfram að rekja þennan vef upp, þráð fyrir þráð, eti þess gerist ekki þörf. Þjóðræði er þingræði. Og þingræði er þjóðræði. Þjóðin kýs sér umboðsmenn um nokk- ur ár, þingmennina, til þess að gæta hags- muna sinna, alveg á sama hátt og mað- ur tekur sér umboðsmann til þess að semja við mann, sem maður nær ekki til. Bæði eru bundin, þjóð og einstakling- ar, meðan umboðið gildir. Og báðum jafn frjálst að skipta um umboðsmann, þegar umboðið er úr gildi gengið, en heldur ekki fyr. Þingmönnum enda upp á lagt í sjálfri stjórnarskránni, 31. gr., að fara eingöngu eptir sannfæringu sinni, og ekki eptir neinum reglum frá kjósendum sínum. Þeim er upp á lagt það með eiði. A þennan hátt ræður þjóðin sér sjálf. Og hefur um leið áhrif á stjórnina. Stjórnin þarf að sækja nálega allt til þingsins, bæði fé og heimildir til allrar nýbreytni. Þinginu er frjálst að veita það, sem um er beðið, eða neita því, og setja skilyrði, sem þvf líkar. Það á eng- an húsbónda yfir sér. Þyki stjórninni kostir þingsins of harðir, og haldi þingið sínu máli fast fram, verður stjómin að fara frá. Taki stjórnin hins vegar við kostum þingsins, verður hún að fara ná- kvæmlega eptir reglum þingsins. Stjórnin er með öðrum orðum ekki annað en ráðsmaður á þjóðarbúinu, að vísu skipaður af konungi, en alstaðar, þar sem þingræði gildir, eins og hjá oss, tekin úr flokki þeirra manna, sem fylgja skoðunum meiri hluta þingsins, og þann- ig í rauninni þingkjörin. Þetta er þingræði, og um leið þjóð- ræði. Þjóðin ræður skipun þingsins, og þingið ræður aptur niðurlögum stjórnar- innar. Og þennan kjörgrip, sem kostað hefur flestar aðrar þjóðir strauma af blóði beztu sonanna þeirra, höfum vér nú ómótmæl- anlega fengið. Því er þjóðræðisflagg minni hlutans

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.