Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.09.1905, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 29.09.1905, Qupperneq 2
176 ÞJOÐOLFUR. falskt flagg, .ekki til annars en að villa heimildir á sér og fortíð sinni. Það er nokkurskonar andlitsgríma. Kvillanus blesi á grímuna, en Ögmundur flóki and- iitið. Það er sjónhverfing. (Meira). Athugasemd við Thor. Svart er hvítt og hvítt er svart. Svo segir Thor Tulinius. Þegar vér lásum sparkið úr honum í ísafold 20. þ. m. duttu oss ósjáifrátt 1 hug götudrengir, sem fleygja skarni á þá, sem fram hjá ganga. Það ætti þó að vera ólíku saman að jafna stórkaupmanninum og <götudrengj- unum. En stórkaupmaðurinn er ekki orð- heppinn, þegar hann er að senda Þjóð- ólfi tðninn. Það væri synd að segja. En viljann vantar hann auðsjáanlega ekki til þess að „brúka munn" á óvandaðri ís- lenzku. Og hann skýrir ekki rétt frá málavöxt- um. Því fer mjög fjarri. Byrjar ósannindin með því, að rengja það, að ráðherrann hafi reynt að fá um- ráð yfir framlagi Danmerkur til gufuskipa- ferðanna hingað og veit þó, að ráð'nerr- ann gerði það. Það eru 7 vitni að því, að Th. veit þetta, allir fjárlaganefndar- menn neðri deildar. Hann segist hafa verið „fús á að taka Færeyjar með“, en áskilur þó í bréfi til fjárlaganefndarinnar að losna við þær. Bréfið er prentað í skjalaparti þingtíðind anna bls. 589. — Hann segir að svæðið milli Isafjarðar og Sauðárkróks eða Ak- ureyrar hefði ekki orðið út undan, og seg- ir þó f nýnefndu bréfi til fjárlaganefndar- innar, að Isafjörður eigi að vera enda- stöðin að vestan, en Sauðárkrókur eða Akureyri endastöðin að norðan. Hann segist hafa boðið 7 strandferðir fyrir 25,000 kr., en „sameinaða fél." 30,000 fyrir 4 ferðir. Það er satt, hann bauð 7 strandferðir fyrir 25,000 kr., en hann leyn- ir því vísvitandi, að „sam. fél." bauðjafn- margar strandferðir fyrir 18,000 kr., eins og sjá má í fjárl.nefndaráliti n. d. bls. 590 í skjalapartinum, en hvorugu þvf til- boði þótti takandi, hvorki hans né félagsins. Hitt er ekki annað en heimska að segja, að „sam. fél.“ hafi fengið 30,000 kr. fyrir 4 strandferðir. Það fékk 30,000 kr. fyrir 30 ferðir eða 1000 kr. fyrir ferðina. Hann segir, að ekkert hafi verið um það talað, hvaða skip hann ætti að hafa. En fyrir því eru aptur 7 vitni, allir fjár- laganefndarmennirnir í n. d., að hann sagðist ætla að hafa „Kongana" til strand- ferða, en kaupa eða leigja skip til millí- landaferðanna. Hann segir, að trygging hafi ekki verið nefnd á nafn við sig og er jafnframt kampagleiður yfir því, að heimtuð hafi ver- ið trygging af „sam. fél“., er að vísu eigi 18 miljóna stofnfé, en sé þó ekki vel stætt. Sannleikurinn er sá, að því var hreyft bæði við Th. og „sam. fél.“, að sett væri trygging fyrirefndunum. „Sam. fél.“, sem á 29 milj., ekki j8, gafstrax kost á 100,000 kr., en Th. aftók það, hefur auðvitað ekki haft ráð á neinu tryggingarfé. Hann kallar það illgirnisþvætting, að skip sín séu lakar mennt eða fáliðaðri en skip hins „Sam.“. Og þó veit hvert manns- barn, sem með báðum skipunum hefur ferðast, að það eru rétt helmingi fleiri há- setar á skipum „Sam. fél.“ en á skipum Th. Það situr annars illa á Th., þétt hann sé keppinautur „Sam. fél.“, að stökkva upp á nef sér með ósæmilegum brigzlum og fautalegu fávizkuhjali, þótt Þjóðólfur skýrði satt og hlutdrægnislaust frá tilboð- um beggja keppinautanna, eins og gert var í greininni 9. ágúst. Þá fer nú sann- arlega að færast skörin upp í bekkinn’ þegar samkeppnisóvildin er orðin svo mikil, að blöð þau, sem rita óvilhallt um málið og leiðrétta stórkostlegt ranghermi annara blaða, verða fyrir ósvífnisleguro á- rásum af hálfu þess keppinauts, er ekki gat staðið hinum á sporði í tilboðunum. Það fer að verða nokkuð vandlifað, ef það er gert að óhæfu, að skýra þjóðinni satt og rétt frá málavöxtum. Þingið gat ekki gert annað, en það gerði, sem tiúr ráðsmaður þjóðarinnar, hversu fegið sem það hefði viljað veita Th. styrkinn frem- ur en hinu „Sam.“. En það hefði verið lítt mögulegt að verja þ á ráðsmennsku. Tulinius hefur hingað til verið vanur að skrifa sig Thor en ekki Þórarinn, eins og hann nú kallar sig í „ísafold". Þórarins nafnið er fallegt nafn, en skyldi Thor nafnið ekki eiga betur við. Það er al- þekkt þýzkt nafn, og hr. Thor getur flett upp í orðabókum, hvað það þýðir. K]apta-Skúmur F]a!lkonunnar. I 38. tölubl. »Fjallkonunnar« hefur einhver náungi, sem kallar sjálfan sig Kjaptaskúm1) —og er það líka — ritað greinarstúf með fyrirsögninni: »Nálaraug- að«, svo fullan, þótt örstuttur sé, af lýgi og þvættingi um mig, að eg finn ástæðu til að mótmæla honum opinberlega. Skúmur gefur í skyn, að eg hafi í hjarta mínu verið Landvarnarmaður, en engan þorað að styggja, og segir svo að eg hafi að lokum brennt mln landvarnarskip og »gengið á náðir Hermanns, til þess að ná kosningu hjá Húnvetningum«. Hermanni alþm. Jónassyni og Húnvetningum er jafn- kunnugt og mér um, að þetta eru helber ósannindi. Eg hef ætíð talið æskilegt og rétt, að ráðherrann sæti ekki 1 ríkisráð- inu, en hinsvegar var það atriði í mínum augutn ekki s v o mikilvægt, að eg fyrir það eitt vildi stofna framgangi stjórnarskrár- breytíngarinnar í hættu, og sömu skoðun- ar voru bæði meiri hluti kjördæmisins og samþingismaðuAninn. Þá lætur greinarhöf. mig hafa heykst við áskoranirnar úr Húnaþingi. Kvikindi þessu er sýnilega ómögulegt að hugsa sér, að þingmenn geti í nokkru haldið fram annari skoðun, en kjósendum þeirra er geðfellt, eða þá að öðrum kosti hljóti þeir að gefa sig með húð og hári sem viljalaus verkfæri í hendur stjórnarinnar. En eg skal fræða höfundinn á því, að eins og eg í ritsímamálinu var á gagn- stæðri skoðun við mikinn hluta kjósenda minna, þannig hafði eg innan flokks á þinginu sétstöðu 1 undirskriptarmálinu, og heimastjórnarflokknum var sú sérstaða mín kunnug, áður en nokkrar áskoranir komu að norðan. Um þetta getur allur sá þitígflokkur borið vitni. Þriðja lýgi Skúms — sú ósvífnasta — er það, að eg álíti mér »alltaf inrtan handar að láta Húnvetninga kjósa« mig á þing. Hver heilvita maður getur sagt sér það sjálfur, að engum þingmanni getur slík fjarstæða til hugar komið, hvað þá þéim manni, sem náð hefur kosningu eptir harða kosningarimmu með að eins 12 atkvæða meiri hluta í fjölmennu, vel mönnuðu og mjög sjálfstæðu héraði. Þessi ósvífni áburður virðist heyra undir þær tegundir lyga, sem nefndar eru kosn- ingalygar, og gegnir furðu, hve snemma þær eru á ferðinni. Fjórða lýgi Skúms er í stíl Míinchhaus- . ens og allskemmtileg, þar sem hann Iæt- ur mig segja, að eg hafi verið í Húna- vatnssýslu í sex hundruð ár I, þótt eg sé borinn og barnfæddur f öðrum lands- fjórðungi, og hafi aldrei í Húnaþingi verið. Kveð eg svo þennan Kjapta-Skúm með ósk um, að hann megi taka sem mestum og beztum framförum 1 sannsögli, áður 1) Undir greininni stendur: Loquax. en hann tekur pennann næst til að fræða lýðinn, svo að eigi verði um hann sagt, að hann sé bæði kjöptugur og lýginn. Rvík lS/9 1905. Jón Jakobsson. Tituprjónamál Jóns Jenssonar. I einu valtýska málgagninu, er „Ingólfur" nefnist, hefur hinn alkunni eyðufyllir þess Jón yfirdómari Jensson birt í ritstjórnarinn- ar nafni úrlslit hins svonefnda ,títuprjóna- máls' í hæstarétti. En mál þetta höfðaði Jón (og Kristján Jónsson annað) út af hræ- meinlausri grein í Þjóðólfi 6. febr. 1903 með yfirskriptinni „Pólitískir títuprjónar". Og það var þessi yfirskript, sem hinum virðulegu yfirdómurum þótti einkar móðgandi og mjög saknæm. En þetta var um það leyti, sem viðskipti yfirréttarins og Lárusar Bjarnason sýslumanns hófust, og þeir sem síðar hafa lesið „krítik" sýslumanns á síð- ari dómum yfirréttarins yfir honum, munu eflaust sjá, að lítil vinátta sé milli yfirdóm- aranna J. J. og Kr. J. annars vegar og L. H. B. hins vegar. Þeir voru heldur ekki seinir á sér þessir 2 fyrnefndu herrar að hlaupa í Þjóðólf með málssókn fyrir þessa goðgá, ,pólitísku títuprjónana', annað var ekki hægt að klófesta í greininni. Jón Jens- son fékk undir eins gjafsókn, — þær eru handhægar til pólitiskra ofsókna — en af því honum þótti sektin (50 kr.) hjá hinum skipaða yfirrétti oflág, áfrýjaði hann málinu til hæstaréttar með gjafsókn náttúrlega, því að hann þóttist vita, að málskostnaður mundi þá að minnsta kosti aukast, en ann- ars liefur aldrei jafn lítilsháttar máli verið áfrýjað héðan af landi til hæstaréttar. Það voru auðvitað ekkert annað en ,pólitískir títuprjónar', sem fleyttu því þangað. Það vissu allir. Og hæstiréttur kvað hafa dæmt eins og Halldór Dan.; 100 kr. sekt fyrir ,títuprjónana‘ og 80 kr. til málsfærslu- manns Jóns -j- 10 kr. í dómsmálasjóð. Jón er mjög kampagleiður yfir því, að ,pólitisku títuprjónarnir' hans og Kristjáns hafi kostað mig alls á 4. hundrað krónur. Vitanlega er það nokkur hugfró fyrir hann sérstaklega þegar þess er gætt, að hann hefir orðið að verja mörg hundruð krónum að sjálfsögðu í þjónustu landvarnarfargans- ins, og til þess að komast á þing. Það er von, að honum sárni þau fjárútlát, svona alveg til einskis, því að landvarnarstefnan er dauð og Jón ekki enn kominn á þing og kemst líklega seint. Honum veitti því sannarlega ekki af þessari huggun, sem hann fékk í hæstaxétti. Hann ætti sannar- lega að blessa Alberti, sem veitti honum gjafsóknina þar, því að annars hefði málið aldrei þangað farið. En hann virðist ekki vera sérlega þakklátur fyrir það, sem hon- um er gott gert. Af því að Jón hlakkar svo mjög yfir því, að þessir smásmuglegu póli- tísku títuprjónastingir og þessi ofsókn- arviðieitni hans og Kr. J. hafi kostað mig 3—400 kr., þá ætla eg að leyfa mér að segja honum einn sannleika, og hann er sá, að það mun marga manna mál, að það sé meira en 3—400 kr. virði sá álitshnekkir, sem Jón Jensson hafi beðið, bæði sem em- bættismaður og „prívatmaður“, fyrir hina pólitísku framkomu sína í ræðu og riti á síðustu tímum, ekki að eins meðal Reykja- víkurbúa, sem borið hafa gæfu til að hrista hann þrisvar sinnum af sér við þingkosn- ingar, heldur og meðal allrar alþýðu út um lqnd, er lesið hefur það sem hann hefur látið sér um munn fara ( „Ingólfi".* Þann heiður vill víst enginn frá honum taka. Eg vildi að minnsta kosti ekki skipta. Hannes Þorsteinsson. *') Síðasta sýnishornið kvað vera grein undirrituð X (í Ingólfi 20. þ. m.) um Sogs- brúarvígsluna, ráðherrann o. fl., mjög ófim- lega rituð og naglalega, þ. e. alveg með hárréttu marki Jóns. Það er auðþekkt alstaðar. Beinagröpturinn á Mýrunum. Ritstjóri „Isafoldar" hefur nú ritað 3 grein- ar í blað sitt viðvíkjandi beinagreptri á Alptanesi og í Haffjarðarey. Það voru amerískir vísindamenn, sem að því starfi voru og sem þóttust hafa heimild til þess frá biskupi landsins að því leyti sem til lians tók, þó með vissum varúðarreglum. Þeir sýndu mér meðmælisbréf sitt frá bisk- upi, og gaf eg þeim engin frekari meðmæli en mér skildist það bréf inni halda beint eða óbeint. Ritstjórinn virðist vilja bendla mitt nafn meirog á annan hátt við þennan beinagröpt en eg tel rétt vera, og stafar það sennilega af misskilningi á nefndu með- mælabréfi frá einhverri hlið. Þar eð hann nú hefur, án heimildar frá mér, birt á prenti prívat-bréf þessu máli við- víkjandi, virðist það harla undarlegt, að hann hefur ekki einnig birt hið umrædda meðmæla- eða umburðarbréf biskupsins, sem þessir vísindamenn báru fyrir sig. Finni ritstjórinn ekki hvöt hjá sér til að birta það bréf, véit eg að biskupnum sjálfum er ljúft að gera það til þess að leiða sannleikann í ljós hafi bréf hans verið misskilið. Staddur í Reykjavík 16, sept. 1905. Einar Eriðgeirsson frá Borg á Mýrum. Mannalát. Hinn 20. f. m. andaðist í Odense á Fjóni frú Anna Lucinde John- sen, fædd 1840, dóttir kaupmanns R. Tærgesen, er var kaupmaður hér í bænum langan tíma um miðbik fyrri ald- ar. Hún giptist 1866 yfirkennara Ólafi Hannessyni Johnsen I Odense. Varð þeim tveggja barna auðið: Hannesar Johnsen, lautenants I fótgönguliði Dana og Sigríðar, sem er gipt P. O. Andersen forstöðumanni stjórnardeildarfjármála og ríkisskulda í Danmörku; hann er einn af stofnendum og í stjórn Islands banka félags. Frú A. Johnsen var mesta sæmdar- og merkiskona. Drukknun. Hinn 20. f. m. fórst bátur af Seyðisfirði með 4 mönnum. Formaður var Sigurjón Arnbjarnarson frá Keflavík, en hásetar: Geir Magnússon frá Hæðarenda í Grinda- vík, Jóhann Kristjánsson af Vatnsleysu- strönd og Guðm. V. Guðjónsson frá Garð- húsum. Veltt ppestakall. Sauðanes á Langanesi er veitt af kon- ungi séra Jóni Halldórssyni á Skeggja- stöðum, samkvæmt kosningu safnaðarins. Lausn frá ppestskap hefur séra Guðni. Guðmundsson I Gufu- dal fengið án eptirlattna. Ráðherrann sigldi til Hafnar í gærkveldi með „Vestu" til að fá staðfestingu konungs á lögum alþingis. Guðm. Bjöpnsson héraðslæknir og alþm. fór einnig utan með „Vestu" til Englands og Frakklands og verður fjarverandi í vetur eða nær því. Háskólakandídat I læknisfræði Stein- grímur Matthíasson gegnir embætti hans á meðan. Skritnar sögur berast nú hvaðanæva hingað til bæjarins um undirskriptasmölun „Þjóðræðisflokksins" svo kallaða, hvernig kjósendur hafa verið flekaðir til að skrifa vmdir þessi skjöl, talin trú um hinar hlægilegustu vitleysur, en fjöldi áskorenda ekki lesið það, sem þeir voru að skrifa undir og hafa því enga grein getað gert fyrir því, hvað það var, sem þeir voru látnir krota nöfn sín undir. Prestarnir hafa víða gengið einna ötulast

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.