Þjóðólfur - 02.11.1906, Síða 3

Þjóðólfur - 02.11.1906, Síða 3
ÞJÓÐÖLFUR. 181 Lyngdalsheiði og alla leið til Geysis bættur svo, að sæmilegur reiðvegur verði en frekar ekki, því að ákveðið er, að hin eiginlega Geysisbraut liggi frá Sogsbrú upp Grímsnes og Biskupstungur, en ekki upp í fjöllum eptir Laugardalnum. Frá þessari fyrirhuguðu brautarstefnu hefur áður verið skýrt í Þjóðólfi 15. júní þ. á., samkvæmt mælingum hr. Jóns Þorláks- sonar. Það er þvf algerlega rangt, er stóð hér 1 einu blaði, að akbraut frá Þingvöllum til Geysis ætti að vérða full- búin næsta sumar. Það er að eins braut- arstúfurinn milli Þingvalla og Hrafna- gjár, sem hér er um að ræða. Landiíminn skemmdur. Næstl. miðvikudagsnótt var síminn á Dimmafjallgarði milli Hofs í Vopnafirði og Grímsstaða áFjöllum stórskemmd- ur af mannavöldum, að því er frek- ast verður séð, brotnar 25—30 einangrunar- bjöllur á mörgum staurum og þráðurinn margkubbaður í sundur. Þetta kvað vera í lögsagnarumdæmi sýslumannsins 1 Þing- eyjarsýslu, og veitti nú ekki af að sýslumaður sýndi rögg af sér við rann- sóknirnar og skyti bófúnum alvarlegum skelk í bringu með því að taka nokkuð hörðum höndum á málinu. Væri ósk- andi, að þrælmennskubragð þetta yrði uppvíst, svo að sökudólgarnir fengju mak- leg málagjöld. Að geta ekki séð fyrir- tæki í almennings þarfir í friði, er svo skrælingjalegt og fantalegt, að þjóðin öll má stórskammast sín fyrir að ala slíka spillvirkja sín á meðal. Eða halda þess- ir mannræflar, sem skemmt hafa símann, eflaust af blindu hatri við fyrirtækið, að þeir fái almenning á sitt mál með svona löguðum tiltektum? Nei, svo spilltir eru þó Islendingar ekki almennt orðnir ennþá. Vegna þessara skemmda á símanu/n komu engin símskeyti hingað frá útlönd- um í fyrra dag, og ekki fyr en seint í gærkveldi, en þá var viðgerðinni lokið. „Vesta" fór í gærmorgun frá Akureyri áleiðis hingað, en »Ceres« í fyrra dag austur um. Nýr bruni á Akureyri. í fyrri nótt brann fjárhús á Eyrarlandi við Akureyri og fórust þar 10 kindur. Sagt að eigandinn Magnús Björnsson hafi verið að reykja pípu þar nálægt nokkuð drukkinn og misst niður eldinn úr henni. Dáinn er 12. f. m. elzti maður í Sunn- lendingafiórðungi, eða jafnvef elzti maður hér á landi, Simon Jónsson í Jórvík (Jór- víkurhryggjum) í Á 1 p t a v e r i, hálfs 95. árs að aldri, fæddur í Hlíð í Skaptártungu vor. ið i8r2, og skírði séra Sæmundur Einars- son í Ásum hann síðastan barna þar eystra, áður hann flytti suður til 'Útskála á önd- verðu sumri það ár. Foreldrar Símonar voru Jón Magnússon og Guðríður kona hans, dóttir Odds Bjarnasonar í Seglbúðum í Landbroti. Oddur sá átti fjölda barna, og er af honum mikil ætt komin þar eystra, kölluð Oddsætt. Oddur bjó í Segl- búðum í Skaptáreldi og í Reykjarmóðuharð- indunum (1783—1785) framfleytti hann sér og fólki sínu á veiðiskap úr Grenslæk, er skamt er frá Seglbúðum, og er síðan hylur einn í læknunr kendur við Odd og kallaður „Oddsbúr". Oddur var sæmdarmaður; var hann fæddur 1741 og lézt 14. október 1797 „úr visnunarsótt". Jón Magnússon faðir Sí- monar var eyfirzkur, fæddur vorið 1758 á Auðnum í Öxnadal, sonur Magnúsar Magn- ússonar, er þá bjó þar á Auðnum; bróðir Magnúsar var Guðmundur faðir Magnúsar sálarháska; voru þeir Jón Magnússon og Magnús sálarháski því bræðrasynir. Jón hafði farið erlendis eitt ár og numið þá nokkuð til lækninga, og dvaldi fyrst eptir að hann kom út um eins árs tíma í Eydölum, og hélt svo vestur á héruð og var um fjög- urra ára bil ráðsmaður hjá séra Ögmundi Högnasyni á Krossi og um tíma var hann skrifari hjá Lýð sýslumanni Guðmundssyni f Vík, og fór á þeim árum töluvert með lækningar, og þótti heppnast það vel. En 1794 er hann giptur og farinn að búa á Þykkvabæ í Landbroti, en flytur næsta ár að Seglbúðum, og því næst að Skurðbæ í Meðallandi, og bjó þar nokkur ár ; þaðan flutti hann að Hlíð í Skaptártungu og bjó þar um hríð. En árið 1816 samdist svo með þeim Jóni Magnússyni og Jóni hrepp- stjóra Jónssyni á Geirlandi á Síðu, að Jón Jónsson flytti að Hlíð — og þar hafa niðjar hans búið síðan—, en útvegaði nafna sín- um Kirkjubæjarklaustur til ábúðar. Fluttist Jón Magnússon þá að Klaustrinu um vorið (I816) og bjó þar síðan þar til hann brá búi 1836 og fór að Hörgsdal, en hafði þar skamma vist. Hann and^Sist í Þykkvabæ í Landbroti 2?. septemher 1840 hjá Oddi syni sínum. Jón var gildur bóndi og þótti mikið að’honum kveða; var hann lengi sættamaður og hreppstjóri. Hann var betur að sérj’en alment gerðist, og var þvf af sumum fáfróðum haldinn fiölkunnugur. En þvf er hér sagt svo gjörla frá Jóni Magnús- syni, að menn hafa til þessa lítil deili á honum vitað ; því hefur jafnvel nokkuð al- ment verið trúað eystra, að Jón færi með leynd úr Norðurlandi út úr klömbrum ein- hverjum, og þóttust engir vita með vissu, hvaðan hann væri upprunninn. Símon fluttist 4 vetra gamall með for- eldrum sfnum að Kirkjubæjarklaustri og ólst þar upp með þeim. Þar kvæntist hann og 12. okt. 1832, Guðrúnu Pálsdóttur, og bjó síðan á Klaustrinu í húsmennsku rnóts við föður sinn til fardaga 1836, en næsta far- dagaár 1836—1837 bjó þar móts við Símon séra Jón Sigurðsson „Bægisárkálfur", er Sí- mon kallaði jafnan „séra Jón kálf". En Sí- mon og séra Jón voru systkinasynir, því að Helga á Bægisá, móðir séra Jóns, var syst- ir Jóns Magnússonar. Þegar séra Jon var orðinn stúdent 1826 fór hann austur að Kirkjubæjarklaustri til Jóns Magnússonar móðurbróður síns, og var með honum um hrfð. Voru þeir þá rekkjunautar Sfmon og sér^ Jón, og var frændsemi þeirra hin bezta; gekk og séra Jón að eiga Guðnyju systur Símonar. í fardögum 1837 stóðu þeir báðir, séra Jón og Símon, upp frá Kirkjubæjarklaustri fyrir Jóni umboðsmanni Guðmundssyni, síð- ar ritstjóra Þjóðólfs^ og fluttist Símon þá að Hraunkoti í Landbroti, og bjó þar fram til 1840, en þá um vorið flutti hann sigaðjór- vík í Álptaveri, og þar var hann síðan alla tfð, nema tvö ár (1866 og 1867), sem hann var á Kálfafelli i Fljótshverfi hjá séra Páli Pálssyni, systursyni sínum; var það þá í ráði, að Sfmon yrði prófentumaður hjá hon- unr, en upp úr því slitnaði, þegar á íeyndi, og fór Símon aptur að Jórvík og var þar æ síðan, en hin sfðari ár æfinnar var hann hjá Páli syni sínum, bónda þar í Jórvík, en Páll, sem var heiðursmaður, lézt nú síðastliðið vor. Fylgdi Símon honum til grafar að Þykkva- bæjarklaustri í kalsaveðri- Símon var stórlega einkennilegur maður og ólíkur öðrum mönnum. Af náttúrunnar hendi hafði hann mikið þegið, en af mönn- um lítið. Mentun hafði hann enga fengið, en var bráðgáfaður maður að eðli, orðhepp- inn og skjótur til svars, skýr og minnugur, skemtinn og gamansamur. Kunni vel að haga Orðum sínum með mönnum. Hann var tæpur meðalmaður á hæð, en allra manna knást- ur og snarastur til hverra handtaka sem var, bæði glímu og annars, svo að fáir höfðu að gera í höndurnar á honum. Aldr- ei varð honum misdægurt, enda skemdi hann sig ekki á munaðarvörunum, brúkaði aldrei tóbak og drakk sig aldrei drukkinn. Stóð hann að slætti hin seinustu sumur, og las gleraugnalaust á bók til aldurlags. Aldrei hafði hann mikinn búskap, en bjó ajtaf svo, að hann hafði nóg og sótti ekkert til annara, og verkmaður var hann afbrigða- góður. Börn átti hann mörg, en átti mis- jöfnu láni urn þau að fagna, þótt ekki skorti sum af þeim atgerfi. Gaman hafði Símon stundum af að búa til græzkulausar skrök- sögur — bæði um útilegumenn, skrímsl og annað fleira — og láta einfeldninga hlaupa með, og kunna menn ýmsar af þeim. Skarts- maður var Símon enginn og opt klæddi hann sig afkáralega, hafði spítur eða sauð- arvölur í hnappa stað, hafði stundum ótegld hrútshorn fyrir ístöð og dregið f snæri, þeg- ar hann reið til mannfunda, og að því skapi var annar búningur hans, að það minnir nokkuð á tiktúrur Magnúsar sálarháska, frænda hans. En sá er þeirra munur, að engimí kann frá öðru að segja um Sfmon en öllu heiðarlegu og ráðvöndu f viðskipt- um og um alt far hans. X. FaraDðsali - Vcfnaðaryonir, Hinn 1. jan.1907 verður laus staðan sem farandsali á Islandi fyrir verzlunarhúsið Braunstein & Schibbye, Kaupm.höfn. Þeir sem kynnu að vilja fá hana, og eru vel að sér f verzlunartegundinni, eru beðnir að senda tilboð merkt »R. M. 343« til Aug, i. WolfF & Co. Ann. Bur. ,.Kjöbenhavn. Yfirlit yfir hag íslandsbanka í Reykjavík 30, sept. 1906, Acti va: Kr. a. Málmforði......................485,000,00 4®/o fasteignaveðskuldabréf . 42,900,00 Handveðslán....................438,602,12 Fasteignarveðslán .... 172,886,77 Lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjarfélaga . . . ,. . 138,000,00 Lán gegn veði og sjálfskuld- arábyrgð..................1,081,978,22 Víxlar.......................1,421,061,43 Verðbréf....................... 13,700,00 Inventariekonto.................12,824,57 Kostnaður við seðlagerð . . 33,000,00 Húseign bankans í Reykjavík 127,354,73 Kostnaðarkonto..................28,363,21 Utbú bankans.................1,342,260,29 I sjóði......................... 8,969,07 Samtals 5,346,900,41 Passiva: Kr. a Hlutafé.....................2,000,000,00 Seðlar í umferð.............1,200,000,00 Innstæðufé á dálk og með innlánskjörum .... 744,448,24 Vextir, disconto o. fl. . . . 130,332,84 Erlendir bankar og ýmsir aðrir kreditorar .... 1,244,507,00 Varasjóður bankans . . . 22,222,33 Arður frá fyrra ári ... 5,390,00 Samtals 5,346,900,41 ALFA ber með réttu nafnið y>hið beztaa. Brúkið þessvegna ALF A MARGARINE Til sölu: húsið nr. 49 við Laugaveg, með stórri lóð. Menn snúi sér til Sveins Jóns- sonar Laugaveg 49. íi\ sölu jörðin Litli-Háls í Grafningi, með góð- um borgunarskilmálum. Semja ber við Svein Jónsson, Laugaveg 49. Firma-tilkynning frá skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík. Carl Lárusson, Árni Gíslason, Ari B. Antonsson og Haraldur Lúðvík Möller tilkynnum hérmeð, að við rek- um verzlun i Reykjavik undir firma- nafninu C. L. Lárusson & Co., allir með ótakmarkaðri ábyrgð. Rétt til þess að rita firma félagsins hefur Carl Lárusson, og í forföllum hans geta hverjirtveir af osshinum ritað firmað, pr. „Procura" skrifar Carl Lárusson: C. L. Lárusson & Co. Carl Lárusson. Uppboðsauglýsing. Húseignin nr. 21 við Hverfisgötu hér í bænum með tilheyrandi lóð, eign Marino Guðjónssonar, verður seld eptir kröfu Einars M. Jónassonar yfir- réttarmálaflutningsmanns og samkvæmt fjárnámi, er fram fór 21. sept. þ. á., á 3 opinberum uppboðum, er haldin verða laugardagana 27. þ. m., 3. og 10. n. m. kl. 12 á hád., tvö hin fyrri hér á skrifstofunni, en hið síðasta á eigninni sjálfri. Veðbókarvottorð og söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 18. okt. 1906. Ilalldór DaníeUson. Neitun hr. 0stlunds. Auglýsingin frá 22. þ. m. viðvíkjandi því, að adventistum o. s. frv. væri bannað að koma á spítalann í Landakoti, til þess að • ganga á milli herbergjanna og prédika fyrir sjúklingunum, er fram komin vegna þess, að hinir veiku sjálfir, og eru nokkrir þeirra enn á spítalanum, hafa opt óskað eptir að mega vera fríir fyrir slíkum mönnum. Með því að prívat-viðvaranir nægðu ekki, höfum við séð okkur til neydda að aðvara opin- berlega. Þessi auglýsing var, eins og menn geta séð, sérstaklega stíluð til adventistanna. Fyrir hér um bil tveim vikum síðan varð eg persónulega að sýna adventista nokkrum dyrnar, er áður hafði komið opt- sinnis og verið aðvaraður. Þessi adventisti gekk stofu úr stofu „á milli herbergj- a n n a‘‘ og „ p r é d i k a ð i “ fyrir hinum veiku. Adventistinn sagði mér, að hann væri að uppfræða þá veiku („opbygge de Syge“). Adventistar hafa alls ekki rétt lil að upp- fræða hina veiku á spítalanum í Landakoti. Það tilheyrir 'einungis prestum þjóðkirkj- unnar og frikirkjunnar. Þeim athugasemdum, sem hr. 0stlund kann að unga út í svo kölluðum „Frækorn- um“ eða annarsstaðar, verður ekki svarað framar, en hans fyrri 'rógburði og skrök- sögum um hina kaþólsku kirkju. Slíkum mönnum vilja menn ekki leggja sig niður við að svara. Rvík, 26. okt. 1906. J. Scrvaes. Et fortræffeligt Middel mod Exem er Kosmol. Virker helbredende, giver en klar, ren Hud og Hænderne et smukt Udseende, er tillige et udmærket Middel mod al Slags daarlig Hud og röde eller revnede Hænder. Koster 2 Kr. 50 Öre -f-Porto 50 Öre pr. Flaske og forsendes mod Efterkrav eller ved Indsendelse af Belöbet (Frimærker modtages). Fabriken „Kosmol". Afdeling 13. Köbenhavn. Regnkápur nýkomnar til H. Andersen & Sön. taiir tekur móti innlánsfje gegn 4Vs°/o vöxtum af upphæðum, er nema 500 kr. eða meira og standa eigi » 8kemur en 6 mánuði og gefur bank- inn þá út sérstakt skírteini fjTÍr hverri upphæð. Jryggvi Sunnarsson. iJpval af smekklegum fæð- ingardags., jóla- og nýárs- kortum er á Laugaveg 19. itiiiu iií |ej;« fyrir duglega, áreiðanlega stúllvu, sem talar vel dönsku og er vel kunnug vefnaðarvörum. 50 kr. kaup um mánuðiun. Að eins verulega duglegar stúikur eru beðnar að snúa sér tii Brauns verzl- unar Aðalstræti 9 frá 12—2. Með því að þessar viðskiptabækur við Sparisjóðsdeild Landsbankans eru sagðar glataðar: Nr. 9357 (Z bls. 17) — 11061 (O — 311) stefnist hér með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhöfum téðra viðskiptabóka með 6 mánaða fyrirvara til þess að segja til sín. Landsbankinn í Reykjavík 23. október 1906. Tryggvi Gunnarsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.