Þjóðólfur - 07.12.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.12.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Ávarp til íslendinga frá Heilsuhælisfélaginu. er stofnað var 13. nóv. 1906. Berklaveikin er orðin hættulegastur sjúk- dómur hér á landi. í öðtum löndum deyr 7. hver maður af berklaveiki, en 3. hver maður þeirra, er deyja á aldrinnm 15—60 ára. Hér á landi er veikin orðin, eða verður innan skamms álíka algeng, ef ekkert er aðhafst. Hinn mikli manndauði og langvarandi heilsumissir, sem berklaveikin veldur, bak- ar þjóðfélaginu stórtjón. í Noregi er þetta tjón metið 28 miljónir króna á ári; hér mun það, ef veikin er orðin jafnalgeng, nema um 1 miljón króna á ári. Þar við bætist öll sú óhamingja, þjáningar, sorg og söknuður, sem þessi veiki bakar mönn- um og ekki verður metið til peninga- verðs. Berklaveiki var áður talin ólæknandi, en nú vitum vér að hún getur batnað, og það til fulls, ef sjúklingarnir fá holla vist og rétta aðhjúkrun í tíma í þar til gerð- um heilsuhælum. Það hefur og komið í ljós, að sjúklingar, sem dvalið hafa í heilsuhælum, breiða manna bezt út rétta þekkingu á vörnum gegn útbreiðslu veik- innar, til stórgagns fyrir land og lýð. í öðrum löndum hafa verið stofnuð allsherjarfélög til þess að sporna við berka- veikinni, og alstaðar hefur slíkur félags- skapur borið þann ávöxt, að veikin hefur stórum þverrað. Á Englandi hefur mann- dauði af völdum berklaveikinnar þverrað um helming á 30 árum. Vér erum nú einráðnir í því, að hefja baráttu hér á landi gegn berklaveikinni, og skorum á alla íslendinga til fylgis, skorum á alla menn, unga og gamla, jafnt karla sem konur, að ganga í Heilsu- hælisfélagið. Berklaveikin er komin í öll héruð lands- ins. Hættan vofir yfir öllum heimilum landsins. Þess vegna teljum vér víst, að hver maður, hvert heimili álandinumuni vilja vinna að því, að útrýma þessu þjóðarmeini. Og þess vegna höfum vér sett árgjald félagsins svo lágt, að allir, sem einhver efni hafa, geti unnið með. Félagsgjaldið er a kr. á ári, og vér von- um, að hver og einn skrifi sig fyrir svo mörgum félagsgjöldum, sem efni og ástæð- ur leyfa. í stað vanalegs félagsgjalds, eins eða fleiri, geta menn greitt æfigjald; það er minnst 200 kr. Það er tilgangur Heilsuhælisfélagsins, að hepta för berklaveikinnar mann frá manni og veita þeim hjálp, er veikina taka, einkum með því: — 1) að gera sem flestum kunnngt e'ðli berklasóttkveikjunn- ar og háttsemi berklaveikinnar, hvernig hún berst og hver ráð eru til að varna þvf; — 3) að koma upp heilsuhæli, er veiti berklaveiku fólki holla vist og lækn- ishjálp með vægum kjörum, eða endur- gjaldslaust, ef þess verður auðið og fátækir eiga í hlut. Heilsuhæli handa 40—50 sjúklingum mundi koma allri þjóðinni að stórum notum, en kosta um lao þúsund krónur, og ársútgföld nema milli 30 og 40 þús- Reykjavík, föstudaginn 7. desember 1906. 54. und krónum. Ef hver sjúklingur borgaði með sér rúma i krónu á dag, og flest- um mun hærri borgun um megn, þá yrði tekjuhallinn 16—18 þúsund krónur á ári. Nú vonum vér, að heilsuhælisfélagið eignist að minnsta kosti einn félaga á hverju heimili á landinu, en þá verða árstekjur þess um eða yfir 20 þúsund krónur, og þá getur það rekið heilsuhæli yfir 50 sjúklinga án nokkurs' styrks úr landssjóði. Þá eru og einnig líkur til þess, að komandi þing mundi veita lán úr landsjóði eða landsjóðsábyrgð fyrir láni til þess að koma hælinu upp þegar á næsta ári; enda göngum vér að því vísu, að þingið mnni styðja þessa þjóðar- starfsemi með ríflegri hlutdeild 1 bygging- kostnaði heilsuhælisins. Loks væntum vér þess, að heilsuhælis- félaginu áskotnist gjafir frá öðrum félög- um, frá ýmsum stofnunum og einstökum mönnum. Reykjavík 24. nóv. 1906. Yfirstjórn Heilsuhælisfélagsins Kl. Jónsson Björn Jónsson landritari ritstjóri formaður félagsins. ritari fél Sighv. Bjarnason Ásgeir Sigurðsson bankastjóri kaupmaður. féhirðir fél. Eiríkur Briem G. Björnsson prestaskólakennari. landlæknir. Guðm. Guðmundsson Guðm. Magnússon fátækrafulltrúi. læknaskólakeanari. Hjörtur Hjartarson M. Lund trésmiöur. lyfsali. Mattias Þórðarson Ólafur Ólafsson ritstjóri. frikirkjuprestur. Bókmenntir, Gullöld íslendingn. Menning og lífs- hœttir feðra vorra á söguöldinni. Alpýðu- fgrirlestrar með mgndnm. Eptir Jón Jóns- son sagnfrœðing. 458 bls. 8. Bók þessi mun verða löndum vorum hugþekk og kærkomin, því að hún hefur að geyma mikinn og margvíslegan fróð- leik, í sérstökum köflum, fróðleik, sem ekki liggur opinn fyrir hverjum einum, en safnað er saman úr ýmsum áttum í eina heild. Þetta er einskonar handbók við fornsögurnar, er tekur úr þeim hingað og þangað allt það, er lýsir menningu og lifnaðarháttum forfeðra vorra. Við þetta fá menn svo glöggt yfirlit sem unnt er yfir lífið á söguöldinni. Frásögnin er lipur og ljós, og ekki otþyngd af neinni lærdóms-barlest, getgátum eða heilubrot- um, því að menn verða vel að gæta þess, að þetta eru a 1 þ ý ð u fyrirlestrar, ætlaðir alþýðu til fræðslu og skemmtunar, en er alls ekki nein strembin vísindaleg rann- sókn á sögum vorum, er alþýða mundi hafa lítil not af ogþví minni skemmtun.' Bókin verður því ekki dæmd frá strang- vísindalegu sjónarmiði, heldur sem alþýðu- bók. Og það skiptir ekki svo sérlega miklu, þótt einhverjir kunni að vera á annari skoðun í einstökum atriðum, eða geti ekki fellt sig við allar ályktanir höf- undarins. Höfuðatriðið er, að bókin er góð og gagnleg bók, mjög vel fallin til þess að glæða áhuga manna á fomsög- um vorum, sem á slðari tímum virðist heldur hafa kólnað. Sigurður Kristjáns- son, sem gefið hefur út þessa bók, eins „Sá hlær bezt, er síðast hlær“. Svo hefur það verið, og svo mun enn verða; mun það sannasfc fyllilega á hinum sínra og glæiilega Jílitmi EEINBORKAR, sem nú er opnaður uppi á loptinu í Austurstræti 9. Þar má íá flest það, er hugurinn óskar og hjartað girnist, bæði til gagns og prýði. Pjölsliriiðugri Jólabazar hefur ekki áður þekkst hér, enda er þar sama.n komið mikið úrval af Bazarvörum víða að. Allir óska sér Jólagjafa úr Edinborg, enda er þar sannast af að segja, að þar má fá þær við hvers manns hæfi og smekk. Þar fást meðal annars brúður, sem segja mamma. Gleymið ekki blessuðum börnunum um jólin. og »íslenzkt þjóðerni« eptir sama höfund, hefur réttilega séð það, að bækur þessar voru góð og nauðsynleg uppbót við ís- lendingasögur hans og þeim nátengdar, enda mun hann ekki iðrast þess, þótt hann léti þennan ábæti fylgja. síslenzkt þjóðerni* mun nú hér um bil útselt, og »GuIlöldinni« verður eflaust ekki ver tekið. Ljóðmæli eptir Grím Thomsen. Nýtt og gamalt. 134 bls. 8. í safn þetta eru tekin öll Ijóðmæli Gr. Th., er prentuð voru í Reykjavíkur-útgáf- unni 1880 og auk þess ýms önnur kvæði, sem ekki eru prentuð í Kaupmannahafn- arútgáfunni 1895 og fundizt hafa hingað Og þangað á víð og dreif. I safni þessu eru því flestöll hin bestu og þjóðkunnustu kvæði skáldsins, og er óþarft að lysa þeim hér frekar, því að ekki munu skiptar skoðanir um það, að mörg kvæði Gr. Th. eru einhver hin allra beztu, er vér eig- um og svo ram-íslenk 1 anda, að þar komast fæstir að, en táir eða engir fram yfir. Og þarfnast bókin engra frekari meðmæla. — Nýprentað er og eptir sama höfund: Rímur af Búa Andríðs- syni og Fríði Dofradóttur, er rímnavinum munu kærkomnar, því að þar bregður fyrir sömu skáldskapareinkennun- um, eins og í frumkvæðum höf., þótt vitanlega sé það nokkuð á annan veg. Gígjan. Kvæði eptir Guðrn. Guðmunds- son, ri2 bls. 8. Það er naumast itnnt að hugsa sér ó- líkari íslenzkan kveðskap en Gríms Thom- sens og Guðm. Guðmundssonar. Það eru önnur eins viðbrigði að lesa Guðmurid á eptir Grími, eins og að glímafyrst við stirðan en afarsterkan og fótvissan, íslenzkan bel- jaka, er smámennum er ekki hent að komast í hendurnar á, en leika sér á ept- ir við tágmjúkan og léttfættan, en krapta- lítinn ungling, er ekki hefur fengið nóg af íslenzkri kraptfæðu, og hefur því of- lítinn þrótt f kögglum. En þótt Guðm. standist ekki Grím á skáldavígvellinum, þá er hann nógu slyngur samt á sinn hátt, því að hin leikandi lipurð hans og létt- leiki bætir það upp, er á kraptana skort- ir og verður því Guðmundur mörgum jafnöldrum sínum skeinuhættur, þótt afl- meiri séu. Ekkert hinna yngri skálda hef- ur rírnið og formið jafnvel á valdi slnu, eins og Guðmundur. Að glíma við höf- uðstafi og stuðla, er kemur út svitanum á svó mörgum, það veldur G. ekki mikill- ar fyrirhafnar. Sem rímsnillingur tekur hann t. d. langt fram Þorsteini Erlingssyni, sem opt er vitnað í sem liðugusta rimara nútíðarskálda vorra. En efnið hjá G. er ekki ávallt að sínu leyti jafn-kjarnmikið og kraptmikið, eins og búningurinn er sléttur og fágaður, orðskrúðið ber það opt ofurliða. En stundum feliur þó orð- skrúðið og rímsnildin svo vel saman við elnið, að úr því verður til samans bin fegursta list og sönn unun að lesa það, Má þar t. d. nefna hið fyrsta kvæði bók- arinnar : sVorgyðjan kemur!«, stillt á svo samróma, hljómfagra og titrandi strengi, að það getur með réttu kallast ein af hinum skærustu perlum íslenzks skáldskap- ar. Af erfiljóðum, sem allmörg eru í bók- inni, skara langt fram úr öðrum : »Við lát móður minnar« og erfiljóðin eptirVil- hjálm Jónsson. Annars er erfiljóðagerð »eptir pöntun« eitthverthið lélegasta »hand- verk«, er nokkurt skáld getur lagt sig ept- ir og góðri skáldskapargáfu til niðurdreps. Enginn skáldskapur gengur til hjartans, nema hann kom frá hjartanu, sé sprott- in af innri hvöt, innri þörf. Með því að G. G. er ekki trúarskáld, eins og t. d. séra Matthías Jochumsson, þá verða mörg erfiljóð hans nokkuð dauf á bragðið og hversdagsleg. En víða tekst honum þó vel upp, einnig þar. Sögur herlteknisins. Eptir Zacharias Topelíus. III, Bindi. Matth. Jochumsson þýddi. Kostnaðarmaður Sigurður Jónsson o. fl. 40^ bls. 8. Þetta sagnasafn Topeliusar er viðurkent snilldarverk og hefur því verið snúið á margar tungur. Þykir hvarvetna mikið til þess koma, enda er vandfundin jafn- skemmtilega og snilldarlega rituð bók. Hún ber eins og gull af eiri af skáld- sagnarusli því, er hrúgað hefur verið á íslenzka markaðinum nú upp á síðkast- ið. Það þolir engan samanburð við þess- ar sögur. Þýðingin er mjög vel af hendi leyst, lipur og látlaus. Eiga útgefendurn- ir miklar þakkir skilið fyrir að koma þess- ari ágætu bók í íslenzkan búning. Fjallarósir og MorgunbjarmJ. Höfund- ar: Jens Sœmundssan og Magnús Gísla- son. 64 bls. 8. »Fjallarósir« eru ljóðmæli eptir Jens, ungan trésmið hér í bsenum.en »Morgun- bjarmuljóðmælieptirMagnúsGíslason ljós- myndara og stutt saga eptir hann. Höfund- arnir munu hafa gefið út kver þetta sér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.