Þjóðólfur - 10.05.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.05.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 79 Cggcrt Qlaessan yflrréttariálallntningsiaðnr. Læbjargrötu 12 B. Venjulega heima kl. io—ii og 4—5. Tals. 16. vors elztu lögum varðaði það tullri sekt, ef maður kyssti frjálsa konu að óvilja hennar, eða kvað mansöng til meyjar, er honum var ekki heitin. M. J. Sala á ísl. kjöti erlenðis. í síðasta hepti Búnaðarritsins hefur Her- mann alþm. Jónasson ritað allfróðlega skýrslu um sölu á ísl. saltkjöti, er Sigurði Jóhannessyni stórkaupm. 1 Kaupmanna- höfn var sent næstl. haust. Höfðu hon- um verið sendar til sölu 3000 tunnur af kjöti, og lætur hann vel yfir fráganginum á því yfirleitt, en þó vanti enn hjá flest- um mikið á, að hreinlætis og nákvæmni sé gætt, eins og þyrfti. Um 1400 tunnur komu frá R. P. Riis á Borðeyri og feng- ust 63 krónur fyrir tunnuna fyrir nær helming þess (560 tunnur). Telur S. J., að óvenjulega vel hafi verið gengið frá því kjöti. Fyrir kaupfélögin setdi S. J. 1098 tn., en það kjöt var mjög mismunandi. 64 tn. af því kjöti seldust á 63 kr. hver, 180 tn. á 61 kr. og svo þaðan af minna, lægst á 50 kr. 4 tn. seldust á 40 kr. hver, en þar var komin ýlda í kjötið fyrir of- litla söltun. Af lærum seldist bezt 89 kr. 60 au. tunnan, að eins 4 tn. Af „rúllu- pylsum“ seldist ein tunna á 109 kr. 76 a. og 3 tn. á 107 kr. 52 au., en ein tunna af „slögum" á 49 kr. 28 au. Segir Hermann, að „slög“ ætti ekki að senda, því að það hafi gefizt illa. S. J. álítur, að ef nauð- synlegt lag komist á meðferð kjötsins og sölu þess, svo að það gangi beint frá fram- leíðanda til neytanda, þá ætti vanaleg- ast verðáísl. saltkjöti að minnsta kosti að verða 60—70 kr. fyrir tunnuna. Kjöt það, er „Samfélag danskra sam- eignarkaupfélaga" hafði pantað, en það voru 420 tn., seldust á 65 kr. hver, nema tvær tunnur, er bilaðar voru, og hafði kjötið 1 þeim því skemmzt. Á. síðastl. hausti voru sendar frá ís- landi yfir 2000 tunnur af saltkjöti, er með- terð var svo góð á, að þær seldust á «60 til 65 kr. tunnan, og má það kallast góð framför frá þvf sem áður var, þvf að kalla mátti, að það væri bæði ilt og lítið, er áð- ur var sent af ísl. saltkjöti til sölu er- lendis, enda var verðið eptir þvf. Að markaðurinn hefur nú aukizt stórum, með- ferð kjötsins orðin vandaðri og útlit fyrir, að það geti orðið átitleg og ábatavænleg verzlunarvara í framtíðinni, er eingöngu að þakka kjötsölutilraunum Búnaðarfélags- ins og utanferð Herm. Jónassonar 1 þeim erindum haustið 1903. Það verður því ekki annað sagt, en að hún hafi borið góðan árangur, og því fé, sem til hennar var varið hafi ekki verið á glæ kastað. Veðurátta afarköld, norðanbál sfðustu dagana og eflaust hrlðarveður til sveita síðan á mið- vikudag. Veðrið nú að lægja. Hafís sagður nærri landi vestra. Prestkosnlng er um garð gengin á Skeggjastöðum. Séra Ingvar Nikulásson, fyr prestur í Gaul- verjabæ, kosinn, enda ekki aðrir umsækj- endur. FerOamenn eru hér allmargir þessa dagana úr fjar- lafjgum sveitum, þar £ meðal þrfr prestar úr Dal'asýslu: séra Ásgeir í Hvammi, séra Jólhannes á Kvennabrekku og séra Ólafur í Hjarðarholti, ennfrernur Magnús Frið- riksson óðalsbóndi á Staðarfelli. Mannalát. Hinn 21. f. m. andaðist á Isafirði séra Jón Jónsson uppgjafaprestur, er síðast hélt Stað á Reykjanesi á 78. aldursári. Hann var fæddur á Leysingjastöðum í Húna- vatnssýslu 22. ágúst 1829, og voru foreldr- ar hans Jón stúdent, síðar prestur á Barði í Fljótum (f 5. febr. 1849) Jónssott pró- fasts á Auðkúht Jónssonar biskups Teits- sonar, og kona hans, Guðrún dóttir Björns Ólsens umboðsmanns á Þingeyrum. Séra Jón heit. ólst lengi upp hjá föðttrbróður sínum, Þorsteini Kuld kaupmanni í Reykja- vfk, er kostaði hann til menningar. Var hann útskrifaður úr skóla 1854 með 2. eink- unn, dvaldi síðan á ýmsum stöðum við kennslustörf, var um tíma hjá Jósep lækni Skaptasyni á Hnausum og nam hjá hon- um nokkuð í læknisfræði, en gekk aldrei á prestaskólann, var perstvígður sumarið 1870 til Dýrafjarðarþinga og hafði þá einn um fertugt, bjó þar á Gerðhömrum, fékk Sanda 1882, en Stað á Reykjanesi 1884 og fékk lausn frá prestsskap 1895 og var ept- ir það lengstum á Isafirði. Hann var kvæntur Sigríði Snorradóttur frá Klörobr- um í Vesturhópi Jónssonar Snorrasonar prests á Hjaltastöðum Björnssonar, og lif- ir hún mann sinn. Son þeirra er Run- ólfur Magnús prestur á Stað f Aðalvík, en ein dóttir þeirra er gipt Jóni Auðunni Jóns- syni bankaféhirði á Isafirði. Séra Jónvai vel að sér í mörgum greinum, einkum tungumálum t. d. í frakknesku. Hinn 28. f. m. anflaðist séra Emil G. Guðmundsson uppgjafaprestur á Kvfabekk á 42. aldursári, fæddur á Torfastöðum í Vopnafirði 26. júní 1865, sonur Guðmund- ar bónda Stéfánssonar og Júlíönu Jensínu Schou. Hann var útskrifaður úr læroa skólanum 1888 með 2. einkunn og af prestaskólanum 1891 með 3. einkunn, fékk veitingu fyrir Kvfabekk s. á. og prestvígð- ur vorið 1892, en fékk lausn fráprestskap 1906 vegna heilsuleysis. Hann var kvænt- ur Jane Marfu Margréti, dóttur séra Steins Torfasonar Steinsen, er síðast var prest- ur í Árnesi (f 1883). Kína-lífs-elixír. Undirritaður, sem mörg ár hefur þjáðst af matarólyst og magakveíi, er nú orðinn albata við stöðuga notkun Kina-lífs-elixírs hr. Walde- mars Petersens. Hlíðarhúsum 20. ág. 1906. Halldór Jónsson. Gegn uppköstum ogverkjumfyrir bringspölunum hef eg notað Kína- lífs-elixir hr. Waldemars Petersens og er við notkun hans orðinn heill heilsu. París 12. maí 1906. C. P. Perrin stórkaupmaður. Konan min hafði um hálft ár þjáðst af taugaveiklun, sem einkum lýsti sér á þann hátt, að henni veitti örðugt að ganga, fann til máttleysis og þess konar. Eptir að hún hafði tekið inn úr tveim flöskum af Walde- mars Petersen ekta Kína-lífs-elixír, fór henni tafarlaust að batna og með því að halda því áfram, er hún nú orðin alhraust. Borde pr. Herning, 13. sept. 1904. J. Ejbye. Kína-lífs-elixír er því að eins ekta, að á vörumerkinu sé Kinverji með glas í hendi og nafn verksmiðju- eigandans: Waldemar Petersen, Fredrikshavn — Köbenhavn, og sömuleiðis innsiglið 'LLL í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið á- vallt flösku við hendina, bæði heima og annarstaðar. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. ílaskan. Almannarómur: Bezt er að verzla við Ben. S. Pór. Reynslan kennir það hverjum, er reynir, að bezt sé — það borgi sig bezt, — að eiga öll vínkaup og brenni- vínskaup við vínverzlun Ben. §. Þórarinssonar. q r z l u n Helga Magnússonar& Co. 6 Bankastræti 6, Talsimi 75, hefur stórt úrval af allskonar pípum galv. og ógalv., dælum, krönum og yflr höfuð að tala öllu sem að vatns- og hitaleíóslum lýtur; vöskum, máluðum og emailleruðum, asf. skólppípum og leirrörum. Vér tökum að okkur að gera áætlanir um og setja upp vatnsleiðslur, hitaleiðslur og skólpræsi, alt fyrir mjög sanngjarnt verð. Virðingarfyllst. Helgi Magnússon & Co. Alfataefni, buxnaeíni, vestisefni, reið- jakkaelm, sumarfrakkaefni, regnkápur, regnhlífar, göngustaíir, hanskar hv. og misl., nærfatnaður og peysur. Till>iiin karlmannsföt af ýmsum stterðum. hálslín með óvenjumiklu af öllu því tilheyrandi, hjá Ander$en & 5ör\. Eins og kunnugt er, sendi »Hið íslenzka kvenfélagt í janúarmánuði þ. á. áskoranir til ýmsra kvenna út um landið þess efnis að safna undirskriptum á bónarskjal til al- þingis um aukin kvennréttindi. Með því að kvennréttindamálið varðar alla þjóðina, leyfum vér oss enn á ný að skora á allar þær konur, sem áskoranir þessar hafa verið sendar, og sömul. á all#r aðrar kon- ur, giptar og ógiptar, að sýna, að þær hafi áhuga á málinu, með því að safna sem flestum undirskriptum á téð skjal. Hið íslenzka kvennfélag var stofnað 1894, og sendi 1896 út um landið áskor- anir um jafnrétti karla og kvenna, er þá var engu sinnt af þinginu, en nú hreyfir það máli þessu 1 annað sinn með von um betri árangur, og þótt svo fari, að oss gangi ekki allt að óskum í kvennréttinda- málinu, skulum vér ekki vera sofandi, heldur vel vakandi og halda kröfum vor- um áfram í von um sigur. Kvennréttindamálið verði vort mesta áhugamál á hinu nýbyrjaða sumri, er vér óskum, að verði gieðilegt og heillaríkt öllum íslenzkum konuro, Reykjavík 7. maí 1907. I stjórn »Hins íslenzka kvennfélags* Katrín Magnússon forstöðukona. Gutjrún Drynjólfsd. Ingibjörg Bjarnason. Ingibjörg Johnson. Jarprúður Jónsdóltir. Maria Pórðarson. Pálína Porkelsson. Sigprúður Kristjánss. Thedora Thoroddss. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Sýnishorn ikeypis aí vefnaðarvörum. „Messen“ i Kaupmannahöfn sendir alstaðar til Færeyja og íslands ókeyp- is sýnishorn af: Baðmullarlérepti bl. og óbl., Dowlas, Dregil, Lérefti og öllum öðrum lín- vörum, svört og mislit Kjólaefni, Ox- ford, Baðmullardúka, Þvottadúka og Flónel yfir 2000 mismunandi gerðir, Gardínutau, Húsgagnafóður, Flauel og allar aðrar vefnaðarvörur. Skrifið eftir sýnishornum, Skrifið eptir sýnishornum. Kjpbmagergade 44, Messeu, Kjpbenharn. Yörubirgðir og útsala í 62 bæjum. Sunnudaea: Kl. ó1/* e. h. Fyrirlcstur. Midvtkuaaga: Kl. 8V« e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibltulestur. Bústýru, sem getur veitt litlu heimili for- stöðu, óskar miðaldramaður í Reykjavík. Tilboð með sem nákvæmustum upplýsingum sendist blaðinu sem fyrst í lokuðu umslagi merlctu X.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.