Þjóðólfur - 27.09.1907, Blaðsíða 4
i6o
ÞJOÐÓLFUR
Sísin irissi
yfirréttarmálaflutningsm.,
Kirkjustr. lO,
tekur að sér öll málfærslustörf, kaup
og sölu á húsum og lóðum o. s. frv.
Heima kl. lO1/^—og 4—5.
l'íikkíiráviirp. „Sjúkur var eg og þér
vitjuðuð mín“. Síðan eg varð fyrir hinum
óvæntu slysum í ágúst sumarið iqoó, að
hrapa úr fuglabjargi og liggja rúmfastur
margar vikur, og síðan að fótbrotna í síð-
astl. júnímánuði á ferð undir Eyjafjöllum,
hafa fjöldamargir, bæði nær og fjær, rétt
mér og konu minni bróðurlega og óverð-
skuldaða hjálp í orði og verki. Einkum vil
eg nefna heiðurshjónin Markús heitinn
Loptsson í Hjörleifshöfða og konu hans
Áslaugu Skæringsdóttur, sem við fyrra slysið
veittu mér einkar nákvæma hjúkrun og að-
hlynningu. Einnig þau hjónin á Fit undir
Eyjaíjöllum: Guðm. Einarsson og Vigdísi
Pálsdóttur, er hýstu mig og fæddu á bæ
sínum endurgjaldslaust nær 5 vikna tíma
eptir síðara slysið. Þessum velgerðamönn-
um okkar og öllum öðrum, er á margvís-
legan hátt hafa glatt okkur og hjálpað,
vottum við innilegasta þakklæti okkar, og
þó eg ekki nafngreini fleiri, þá vitum við
það, að drottinn þekkir sína og að hann
muni af miskun sinni launa þeim öllum, er
þannig hafa leitazt við að létta okkur byrðar
sorgar og þjáninga og hjáipa þeim, þegar
þeim liggur mest á. Þess óskum við af
heilum huga.
Vík 20. september 1907.
Högni Högnason. Steinunn Jóhannsdóttir.
Rauðblesótt hryssa 8 vetra göm-
ul, aljárnuð, mark: blaðstýft apt. h., hefur
tapazt frá Bústöðum aðfaranóttina 21. sept.
Hver sem hitta kynni er beðinn að
skila henni til Jóns Ólafssonar á Bústöðum
eða Kára Guðmundssonar á Felli í Biskups-
tungum.
Hestur týndur úr Rvík, fagurrauður að
lit með stjörnu í enni og hvíta díla aptan
við bóga, meðalhestur að stærð með vetr-
arfaxi, járnaður, mark: grófgerð sneiðing
apt. v. — Finnandi geri svo vel og skili
honum mót sanngjarnri borgun til eigand-
ans Sig. Þorsteinssonar á Eyrarbakka eða
að Reykjafossi í Ölfusi.
Til leigm
allt húsið uppi á lopti í Hafnar-
stræti 16, annaðhvort í einu eða
tvennu lagi. Semja má við Magnús
Guðmundsson cand. jur.
byrjar 1. okt.
Frá 1. okt.
tek eg undirrituð kostgangara, leigi
hús til funda og brúðkaupa. Enn-
fremur fást leigð einstök herbergi.
Sigríður Sigurðarð.
Kirkjustræti 8.
Riklingur.
Enn nokkuð óselt af mínum á-
gæta rikling.
Jóh. Jóhannesson
Bergstaðastræti 11 A.
Til leign i. okt.
Búð og íbúð við Laugaveg nr. 38.
Sísíi þorBjarnarson.
Dn p a
• JL# m JL • A JL®
Verð á olíu er í dag:
5 og 10 potta írösar 16 anra pr, pott „Sólarskær Stanðard Wbite“
5-10 — — 17------------- „Pennsylyansk Standard Wtiiteíf,
• 5 - 10 — — 19---------- „Pennsylyanst fater Whitefí.
1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum.
c'Rrúsarnir lánaéir sRiftavinum óRaypis!
Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsunum sje
vörumerki vort, bæði á hliðunum og tappanum.
Ef þjer viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki
hjá kaupmönnum yðar.
II 1
hefir nú fengið miklar birgðir af
Unglinga- og karlmannsfatnaði.
Verð frá 14,00—35,00 krónur,
Einnig: Erfiðisbuxur fyrir fullorðna og unglinga margar teg.
Verð 2,40—5,00 kr.
Ullarpeysur, allar stærðir 2,00—4,30 kr.
Nærfatnaður ágætur fyrir karlm og lc^enfóllc
og margt fl.
Allir vilja fá sér sterk, falleg en ódýr föt, og ættu því
að líta fyrst á fatnaðinn í Austurstræti 1, áður en
þeir festa kaup annarsstaðar.
Ásg. G-. Gunnlaugsson & Co.
Rúmfatnaður.
Birgðir af nýjum rúmfatnaði — vönduðum og ódýr-
um til sölu hjá undirrituðum. Mikið af fiðri væntanlegt.
Jóh. Jóhannesson
Bergstaðastræti 11 A.
Bækur.
Gleymið ekki að selja undirrituðum sögu- og ljóða-
bækur, eldri og yngri, þótt brúkaðar séu; þær verða borg-
aðar samstundis með peningum.
Jóh. Jóhariaessoa.
Bergstaðastræti 11 A.
Stí
fyrir ágætt
Sápudupt
óskast alstaðar
(íslenzkar umbúðir)
Tilboð merkt „Bápudupt 5042“ sendist Aug. J. Wolff & Co.
Ann. Bur. Kjöbenhavn.
Skrauthýsi.
Húsið nr. 32 við Lindargötu fæst
keypt og til íbúðar nú þegar. Kaup-
verðið fæst mest allt lánað gegn veði
í húsinu.
Semjið sem fyrst.
Gísli Þorbjarnarson.
Tapazt hefur á veginum frá Húsatópt-
um upp í Tungur böggull með tveimur sjöl-
um, svuntu og fleiru. Hver sem fundið hef-
ur, er beðinn að gera viðvart að Bóli í Bisk-
upstungum eða Reykjavöllum í Flóa.
Hyað er líflð án heilsunnar ?
Eg hef mörg ár þjáðst af and-
þrengslum og leitað læknishjálpar
við því árangurslaust, en eptir að
eg næstliðin 3 ár hef neytt Kína-
lífs-elixírs Waldemars Petersens, er
eg nú hér um bil laus við sjúkdóm
minn.
Holeby, 11. september 1906.
Dagmar Helvig f. Jacobsen,
eiginkona hr. N. P. Helvigs skósmiðs.
Undirritaður, sem í mörg ár hef
þjáðst af slæmri meltingu og maga-
kvefi, reyndi að lokum ekta Kína-
lífs-elixír Waldemars Petersens og
hefur síðan liðið ágætlega vel, miklu
betur en nokkurn tíma áður. Eg
þoli nú allskonar mat og get allt af
stundað atvinnu mína. Eg þori ó-
hræddur að ráða hverjum manni
að reyna Kína - lífs-elixírinn, því
að eg er þess fnllviss. að hann er
ágætt meðal við öllum magakvillum.
Haarby á Fjóni
Hans Larsen rnúrari.
Undirrituð, sem er 43 ára gömul,
hefur í 14 ár þjáðst af nýrnatær-
ingu, og þar af leiðandi óreglu í
þvagláti, vatnssýki og harðlífl, höf-
uðverk og almennri veiklun. Eg
hef lagt mig undir læknishníf og opt
legið rúmföst. Á milli hef eg samt
verið á fótum, og mér hefur fund-
izt eg styrkjast við það, að nota
Kína-lífs-elixír Waldemars Peter-
sens, og það hefur gefið mér til-
efni til að nota hann að staðaldri.
Með því hefur mér síðustu árin tek-
izt að halda veikindunum niðri, en
þau hafa tekið að ágerast apturjafn-
skjótt og eg hætti að nota elixírinn;
þó hafa verkanir hans hvað eptir
annað haldizt lengur, svo að það er
fullkomin sannfæring mín, að hann
muni að lokum algerlega lækna mig
af veikindum mínum.
Simbakoti á Eyrarbakka
17. maí 1905.
Jóhanna Sveinsdóttir.
Biðjið berum orðum um Walde-
mars Petersens ekta Kína-lífs-elixír.
Fæst alstaðar. Varið yður á eptir-
stælingum.
Fœst alstaðar á 2 kr. fiaskan.
rvýtt liótel-
I íahns Missionshótel
Badstuestrœde 9. Kjöbenhavn.
Herbergi frá 1 kr. 25 a.
Fæði og húsnæði 3 kr. 50 a. á dag.
1.
Sunnudaga-. Kl. 6V2 e. h. Fyrirlestur.
Miðvtkudaga: Kl. 8r/4 e. h. Bibliusamtal.
Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bœnasamkoma
og bibliulestur.
Eigandi og ábyrgðarm.:
Hannes Þorsteinsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.