Þjóðólfur - 17.07.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.07.1908, Blaðsíða 3
afsalað, er eigi hefðu verið af hendi látin áður. Mcð Gamla sáttmála gera íslendingar yerzlnnarsainning fyrir hönd landsins yið ionnng sinn sem kaupmann — sem getur verið álitamál, hvort var heppilegt eða ekki — en þeir afsala sér engnm yfirráðnm yflr ntanríkismálum sínum. Með Uppkasti samhandslaganefndarinn- ar er utanríkismálnm íslands afsalað í hendnr stjórn og löggjafarvaldi Dana nm aldnr og æíl takmörkunarlanst. Með Gamla sáttmála yar áskilið, að ís- lendiugar væru lausir allra mála, ef sátt- málinn yæri ekki haldinn af konungs hendi. k Uppkastinu er engin auð smuga til þess að losa utanríkismálin ut nm. Sambandslaganefndin sjálf hin íslenzka hefnr fram á seinnstu forvöð hahlið þvi drengilega fram, að íslendingar ættu ept- ir Gamla sáttmála fornan rétt á því að ráða utanríkismálum sínum einir, þó að meiri hluti nefndarinnar svignaði fyrir að síðustu. Ncfndarmennirnir hafa því sjálfir kannast við, að það yæri réttaraf- sal, að fá Dönnm ntanríkismálin í heud- nr nm aldur og æfi. Af Galtarholtsfundinum, er getið var f slðasta bíaði, hafa nú bor- izt frekari fregnir, eptir manni, er þar var staddur og skýrir svo frá: Sigurður sýslum. Þórðarson setti fund- inn og var hann kosinn fundarstjóri. Var fjölmenni, yfir ioo kjósendur, auk margra kvenna og yngri manna. — Böðvar Jóns- son cand. í Einarsnesi bar fram tillögu um'það, að menn töluðu í fyrsta sinn ekki lengur en J/2 stund eða 3/4 stundar, þar sem hér mundu vera margir ræðumenn samankomnir, og kjósendur mundu vilja heyra sem flesta, en úr öðrum stöðum hefðu þær fregnir komið, að menn töluðu þar tímum saman og kæfðu með því fund- ina. — Ekki vildi fundarstjóri bera þessa tillögu undir atkvæði, en skaut þvf til fundarmanna, að vera sem stuttorðastir. — Stungu menn saman nefjum um það, að fundarst. vildi láta ráðherra njóta sín sem bezt og ekki takmarka mælsku hans. Jón Jensson talaði fyrstur, og eindregið fyrir frumvarpinu óbreyttu, kvað þar fengið allt það bezta, sem vér æskjum og hefðum óskað. Annars var þessi orðaslitringur, sem hann hreytti út úr sér, mestmegnis skammir og gremjuyrði um ísafoldarblað, sem hann tók upp hjá sér, og var að rífast við. Óvíst taldi hann, að hann gæfi kost á sér til þings þó á sig hefði verið skorað. Enginn rómur var ger að máli hans, og enginn klappaði, sem flestum hinum var síðar gert. Með frumvarpinu talaði og Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu, er bauð sig þar fram til þings. Auk þeirra talaði ráðherra bæði opt (4 eða 5 sinnum) og lengi og varði frum- varpið af móði og mælsku. Mót ráðherra og þeim Jóni töluðu þeir Böðvar Jónsson f Einarsnesi og Jón Sigurðsson hreppstj. á Haukagili, Einar Hjörleifsson og Sig- urður bróðir hans, Ari Jónsson ritstj. og Þorsteinn Erlingsson. Þegar umræður höfðu staðið hátt á fjórða tíma, bar Jón Sigurðsson á Haukagili fram tillögu þá, er birt er í síðasta blaði. Undir þessa tillögu höfðu þeir skrifað, auk flutningsmannsins: Jón Tómasson f Hjarðarholti, Jón Guðmundsson á Val- bjarnarvöllum, Gísli pr. Einarsson, Þórður læknir Pálsson, Böðvar Jónsson í Einars- nesi, Sig. Sigurðsson cand. í Arnarholti, Hall- grímur og Sveinn Níelssynir á Gríms- stöðum, Guðm. Ólafsson á Lundum, Har- aldur Bjarnason á Álptanesi, Stefán pr. Jónsson, Hermann Þórðarson á Glits- stöðum, Sigurður Jónsson á Haugum og Jón Samúelsson á Hofstöðum. ÞJOÐULFUR. i2i Þá stóð upp ráðherrann og telur tillög- una óþarfa sökum þess, hve óákveðin hún sé að orðalagi. Segir sig og alla aðra vilja þetta, og þetta alt veiti frumv. okkur. — Við þetta kom kurr f menn og kröfðust þess, að till. væri borin undir atkvæði, en sýslumaður hefur upp orð ráðherra og neitar því með öllu. — Þessu gerræði fund- arstjóra svöruðu tillögumenn með þvf, að skora á fundarstjóra að bera það undir at- kvæði, hvort tillagan skyldi vera borin upp, en því neitaði fundarstjóri al^, og eptir nokkurt þjark sleit hann fundinum. Líkaði fundarmönnum afarilla framkoma fundarstjóra, og er talið, að fremur hafi þar verið spillt en bætt íyrir málstað þeirra frumvarpsmanna. Af fundahöldum í Snæfellsnessýslu hafa komið þær fréttir, að á fyrsta fund- inum, er Lárus H. Bjarnason hélt á Þverá í Eyjahrepp, hafi verið samþykkt tillaga m e ð frumvarpinu með 28 atkv. gegn 1, á næsta fundi á Búðum samsk. till. með 13 atkv. gegn 12, en á fundi í Ólafsvík tillaga gegn frumvarpinu með 35 samhljóða atkv. Lárus var þá genginn af fundi og einhverjir hans manna. Á fundi á Grund í Eyrarsveit greiddu 8 af 22 kjósendum atkvæði með frumvarpinu, en 2 á móti. Hinir greiddu ekki atkvæði. Á fundi í Stykkishólmi kvað hafa verið felld till. meðfrv. með 44 atkv. gegn 28,ensamþykkttillagagegn því með 44 atkv. En ekki kvað Lárus hafa beðið þar atkvæðagreiðslunnar og fundarstjóri (Guðm. Eggerz settur sýslumaður) litlu síðar gengið af fundi og tekið fundarbókina með sér. Mælt var, að L. H. B. hefði ætlað að halda síðasta fundinn á Skógarströnd, en óvíst, hvort orðið hefur úr því. Honum hafa líklega þótt undirtektirnar þar f sýslu ekki sem beztar. €rlení símskeyti til I’jóðólfs. Kaupm.hö/n 15. júlí. kl. S /. h. Forsetaefni lýðvaldssinna f Bandarfkjunum er Bryan (sá er áður hefur verið forsetaefni þeirra). Norðmenn og íslendingar. Blaðið »Dannebrog« átelur afskipti Norðmanna af fslandsmálum. Ferðalög ráðherra. Það sem af er þessum mánuði, hefur ráðherrann verið á stöðugu ferðalagi hér um nærsýslurnar 1 þarfir sambandslaga- frumvarpsins. Fyrst fór hann austur 1 Árnessýslu með Jón sagnfræðing til að- stoðar og var þar á fundinum við Ölfus- árbrú 2. þ. m., sem skýrt var frá í síð- asta blaði. Því næst hélt hann upp á Mýrar með Jón Jensson, og var þar á Galtarholtsfundinum 7. þ. m., sem skýrt er ítarlegar frá 1 þessu Iilaði. Á suður- leið þaðan fór hann um Borgarfjarðar- sýslu og hélt fund á Grund í Skorradal 9. þ. m. Þar kvað hafa verið samþykkt tillaga m e ð frumvarpinu, er fékk 25 at- kv. af 50—60 á fundi. Hinir greiddu ekki atkvæði. Daginn eptir (10. þ. m.) hélt hann fund á Akranesi. Þar var sam- þykkt tillaga g e g n frumvarpinu með 34 samhljóða atkvæðum. Einhverjir þá gengnir af fundi. Eptir 2 daga heima- vist hélt ráðherrann svo austur í Rangár- vallasýslu 13. þ. m., og hafði þá þriðja Jóninn (Jón Ólafsson) með sér til aðstoð- ar. Var þar fundur við Þjórsárbrú 14. þ. m., og eru þær fréttiraf honum komn- ar, að þar hafi verið samþykkt með 26 atkv. gegn 15 sú einkennilega tillaga, að fundurinn teldi »óráðlegt, að hafna kost- um(!) sambandslagafrumvarpsins«. Skyldi slík tillaga hafa verið borin upp af frum- varpsmönnuui fyrir i’/s mánuði ? Aðrir segja, að engin regluleg atkvæðagreiðsla hafi farið fram á þessum fundi. í gær átti að verða annar fundur á Seljalandi undir Eyjafjöllum, en ekki fór ráðherr- ann né J. Ól. þangað. Stutt athugasemd. í frásögn blaðsins »Reykjavík« erkomizt svo að orði viðv. atkvæðagreiðslunni á stjórnmálafundinum hér 28. f. m.: »Og ekki hafði mjög hörð smalamennska af hendi H. J., er barst mjög mikið á« o. s. frv. Mér verður á að spyrja: Blaðrar blaðið þetta svona út í loptið, eða hefur það fengið þetta slæma uppkast af ógleði yfir fundarfréttinni ? Sannleikurinn er sá, að eg hafði ekki nefnt atkvæðagreiðslu við e in n e i n - asta mann, hvorki fyrir fundinn eða meðan hann stóð yfir. Þetta er mér auð- velt að sanna ef vill. Hitt er lfka ósatt hjá blaðinu, að eg hafi sagzt þekkja »mína menn«. En hitt sagði eg: »Eg er óhræddur um það, hvernig atkvæði falla hér 1 þessu máli — og má tillaga mfn því gjarnan bíða. — Eg þekki menn- ina«. — Þetta sagði eg —og þurfti ekki að afbaka það. Það er satt: Eg þekki Stokkseyringa og Eyrbekkinga að sjálf- stæði og góðri greind. Þegar eg nú einn- ig vissi, að þeir, margir hverjir, höfðu kynnt sér rækilega sambandsmálið, þá fannst mér enginn efi geta á því leikið, hvernig atkvæðin féllu á fundinum. Þar að auki hlaut ræða hr. L. H. B. að sann- færa þá, sem óljósast var málið áður, sannfæra þá um það, hvílík fásinna slíkt er, að mega ekki einu sinni ympra á göllum þeim, sem ómótmælanlega eru á blessuðu Uppkastinu. Annars munu kjósendur sjálfir svara aðdróttun þeirri, sem felst í frásögn blaðsins, en eg hugsa helzt, að þeir geri það einungis með bláum krossi — á rétt- um tíma og réttum stað. Ur því að út í þessa sálma er komið, get eg getið þess, að eg hef nýl. verið beðinn (með góðu auðvitað) að ganga í Uppkastsliðið. Þetta er öll sú smalamennska, sem eg heí orð- ið var við 1 þetta sinn, Hvað því viðv., sem blaðið segir, að eg hafi borizt mikið á þarna á fundinum, þá er það nokkuð, sem ekki hefur komið fyrir áður. Fyrir þetta skal eg samt ekki þræta, en ósjálf- rátt mun það þó hafa orðið — og líklega af eptirhermu-óvana! En hafi mér tekizt eptirhermurnar illa í þetta sinn, þá víl eg biðja afsökunar á því. Stokkseyri 8. júlí 1908. Helgi Jónsson. Sterling kom frá útlöndum 14. þ. m. með all- marga farþega, þar á meðal voru Friðrik Jónsson kaupm., Bogi Th. Melsteð cand. mag., stúdentarnir Geir Zoéga, Georg Ól- afsson og Guðmundur Ólafsson, 20 þýzk- ir kennarar, karlar og konur, er ferðast til Geysis og Gullfoss. Slysföi-. Á sunnudaginn var (12. þ. m.)drukkn- aði 1 sundlauginni hér við Laugarnar Ingimar Hoffmann snikkari hér i bænum. Hafði steypt sér ofan í dýpri sundlaugina, án þess menn sæju til hans, og fannst þar að vörmu spori örendur. Hafði verið lítt eða ekki syndur, og tölu- vert ölvaður að sögn. Embœttispróf i læknisfræði við læknaskólann í Reykjavík hefur Sigvaldi Stefánsson tekið fyrir skömmu með 2. eink. Próf við Hafnarháskóla hafa þessir íslendingar tekið nýlega: Fyrri hluta lögfræðisprófs: Magn- ús Gíslason með 2. eink. Fyrrihluta læknaprófs: Guðmund- ur Thoroddsen rneð 1. eink. og Björgólf- ur Ólafsson og Vernharður Jóhannsson með 2. eink. Fyrri hluta prófs í mannvirkja- f r æ ð i (við fjöllistaskólann) Geir G. Zogga með 1. eink. Heimspekipróf: Ásgeir Gunn- laugsson, Pétur Halldórsson, Sigfús Marí- us Jóhannsson og Sveinn Valdimar Sveins- son með ágætiseinkunn, Alexander Jó- hannesson með 1. eink. og Jón Jónasson með 2. eink. Ný niðursuðuverksmiðja ei netnist »Kjalarnes» verður bráðlega sett á stofn í Brautarholti á Kjalarnesi. Höfuðstóll 150,000 krónur, bæði norskt og íslenzkt fé, og er meginið af hluta- bréfunum þegar selt. Formenn félagsins eru Sturla kaupm. Jónsson, eigandi Braut- arholts, er mestan þátt á í stofnun þessa fyrirtækis, og Thor Lútken hæstaréttar- málaflutningsmaður í Kristjaníu. Verk- smiðjan ætlar aðallega að sjóða niður fisk og kjöt o. fl. Ráðgert er að byrja á húsbyggingu í sumar í Brautarholti. Um kolanámuna hjá Níp á Skarðsströnd hefur ekkert frétzt nýlega, en á fjöru nágrannajarðar- innar Heinabergs hefur fundizt, undir kvartilsþykku leirlagi, stórt, steingert tré, tólf álna langt og 1*/» al. á breidd. Sig- urður Jósúa, sá, er fyrir námugreptinum stendur á Nip, fullyrðir, að það sé sedr- usviður, og eru sýnishorn af því komin hingað suður til rannsóknar. £r surtar- brandur mikill í jörðu alstaðar á þeim slóðum. Munu ráðstafanir verða gerðar til þess að ná tré þessu upp í heilu lagi, Prestkosning er um garð gengin 1 Ólafsvíkurpresta- kalli og hlaut Guðmundur Einarsson kand. kosningu með 121 atkv. Séra Sigurður aðstoðarprestur Guðmundsson fékk 30 atkv. Kveikt í húsi. Aðfaranóttina 1. þ. m. kviknaði í húsi á tsafirði, verzlunarbúð Bjarna nokkurs Sigurðssonar frá Borg. Með því að elds- ins varð vart allsnemma komst fólk, er bjó yfir búðinni út á nærklæðunum, og var því næst eldurinn slökktur, án þess húsið skemmdist til muna. Með því að grunsamlegt þótti um uppkomu eldsins var eigandinn (Bjarni Sigurðsson) settur í varðhald og játaði hann þá, að kveikt hefði verið í húsinu að hans ráði og hefði hann fengið til þess formann sinn, Sigvalda Guðmundsson. Með „Prospero ', er kom norðan og austan um land í fyrra dag, kom frá Akureyri prófastsfrú Sigríður Sæmundsson með bæði börn þeirra hjóna, ennfremur frú Guðrún Jóns- dóttir kona Péturs Zóphoniassonar banka- ritara og frú Ágústa Sigfúsdóttir (kona Sighv. Bjarnasonar bankastj.). Frá Nor- egi kom Jón H. ísleifsson cand. phil. Dáinn er 11. jþ. m. Ólafur Sigurðsson dbrm. í Ási í Hegranesi, fyrrum þing- maður Skagfirðinga (1865—67), nálega 86 ára að aldri (f. 19. sept. 1822), valin- kunnur maður í bændastétt og fróðar um margt. Þrír synir hans eru á lífi, þar á meðal Björn augnlæknir í Reykjavík. Póstmeistari Sigurður Briem lagði af stað héðan 1 gær norður í land og ætlaði að fara Sprengisand. Samferða honum verður Sigurður Ólafsson sýslumaður í Kaldaðar- nesi, en Guðjón Sigurðsson úrsmiður fylgd- armaður þeirra. Koma heim aptur um 10. ágúst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.