Þjóðólfur - 24.07.1908, Qupperneq 1
60. arg.
Reykjavík, föstudaginn 24. júlí 1908.
34.
ii.
Um hermálin er sagnfræðingurinn fá-
orðari, en segir að þau fylgi „konungi
persónulega", eins og hann telur utanrfkis-
málin gera. En um þau er það að segja,
að fornu, að á þau er ekki minnst einu
orði í hinum gömlu sáttmálum né í lög-
bókunum, og það kemur hvergi fram, að
nein íslenzk hermál séu í rauninni til, og
því síður, að konungur sé að neinu leyti
yfirherforingi hvað Island snertir. Varnir
landsins eru hvergi nefndar. Landsmönn-
um er auðsjáanlega ætlað sjálfum að verja
landið, og konungur hefði auðsjáanlega
engan rétt og engar skyldur til þess, að
hafa þar neitt hervald, öðruvísi en þá til
þess að halda lögreglu í landinu, og allir
vita, að engan rétt hafði hann til að fá
neinn styrk til hernaðar erlendis af ís-
landi (sbr. Einar Arnórsson: Ríkisréttindi
bls. 178 79 og 202). Það eru heldur ekki
umboðsmenn konungs, er verja landið
fyrir útlendum ágangi, heldur er það
venjulega gert af samtökum landsmanna
sjálfra- Það bólar fyrst á því á dögum
Kristjáns II., að konungur hafi ætlað að
setja hér upp hervirki og setja höfuðs-
mann sinn yfir, en úr því varð þó ekkert,
þegar til kom.
Sagnfræðingurinn segir, að það sé sam-
kvæmt Gamla sáttmála, að utanríkismálin
og hermálin séu sameiginleg málmeðNorð-
mönnurn; en hann mun vera einn um þá
skoðun, og öðruvísi hafa allir beztu og
jqerðustu íslendingar litið á þetta mál; og
nli síðast farast prófessor Birni M. Ólsen
svo or^ * ^tnn fróðlegar riti s(nu „Um
upphaf konungsvalds á íslandi" (Rv. 1908)
bls* 68, um það, hvað felist f Gamla sátt-
mála: „Það liggur í augum uppi, að allar
skuldbindingar íslendinga í þessum sátt-
mála eru eingöngu miðaðar við persónu
konangsins, og að þeir ganga honum
sjálfum á hönd, en ekki Noregsrfki. Eng-
inn Norðmaður annar en konungur sjálf-
ur, hifur eptir sáttmálanum neitt yfir ís-
lendingum að segja. Það má jafnvel segja,
að Norðmenn séu afskiptir í þessum sátt-
mála gagnvart íslendingum, sem fá ýms
ný hlunnindi í Noregi, en Norðmenn eng-
in á íslandi. Annars eru íslendingar og
Norðmenn hvorir oðrum óháðir, og hafa
ekkei't annað sameiginlegt, cn konung-inn1).
Sambandið milli landanna er hreint per-
sónusamband •
Ráði landsmenn nú hvorum þeir trúa
betur, prófessor Birni Ólsen í hlutdrægnis-
lausu og stillilega skrifuðu fræðiriti, þar
sem að eins er verið að leita sannleikans,
eða Jóni sagnfræðingi í æstri blaðagrein
og flugriti.
Viðbætir.
III.
í 29., 30. °g 32- tbl. Lögréttu hefur ann-
ar sagnfræðingur landsins, mag. Bogi Th.
Melsteð, einnig tekið sér fyrir hendur að
rita um Garnla sáttmála og vald konungs
eptir honum. Um þessar greinar meistar-
arans er Ktil þörf að ræða, afþvíað hann
1) Leturbreytingin gerð af oss. Höf.
gerir vald konungs hér á landi alt annað
og miklu meira heldur en átti sér nokk-
urn stað eptir hinum fornu sáttmálum og
lögbókum landsins. Það gffurlega vald,
sem hann ætlar konungi hér á landi, sýn-
ist hann taka eptir ýmsum ákvæðum í
norrænum lögum, sem ekkert gildi höfðu
fyrir Island, og meðal annars býsna mikið
eptir Hirðskrá Magnúsar lagabætis, sem
eingöngu var lög fyrir hirðmenn og hand-
gengna menn, en engin allsherjar lands-
lög. Hann kemst og sumstaðar éheppi-
lega og margvíða ofgffurlega að orði.
Meðal annars farast honum svo orð á
einum stað: „Noregskonungur átti með
öðrum orðum, alveg eins alt konungsvald
sitt, eins og goðarnir á íslandi höfðu átt
goðorð sín, en þau voru eign þeirra á
sama hátt eins og hestar þeirra, kýr, sauð-
fénaður eða búshlutir". Goðorðin mátti
selja, og voru þau vald, en ekki fé. Gat
þá konungur, eptir að hann var orðinn
allsherjargoði landsins, selt vald sitt yfir
landinu hverjum sem hann viidi?
Hann misskilur og gersamlega þýðingu
algengra orða, þar sem hann ætlar að
skýra fyrir mönnum, hvað í orðtækjum
laganna felist. Segir hann á einum stað,
að konungur hafi með Gamla sáttmála
„fengið alla þegnskyldu, eða rétt ættarinn-
ar til bóta og manngjalda11.
Hér ruglar hann saman tvennu óskildu,
þegnskyldu og þegngildi. Þegnskyldu
hafði konungur náð af Islendingum með
Gamla sáttmála, það er að skilja, að þeir
höfðu heitið honum trúnaði sem þegnar,
og að gjalda honum skatt eða kaup fyrir
að vera konungur þeirra.
Rétt til þegngildis eða bóta fyrir vegna
þegna sína hafði konungur hins vegar alls
ekki fengið með sáttmálunum. Þann rétt
öðlaðist hann fyrst með alþingissamþykkt
1269 og síðan með lögbókunum.
Meistarinn klifar mikið á því, að bera
saman stjórnarfyrirkomulagið innanlands
eptir Gamla sáttmála og það stjórnarfyr-
irkomulag, sem nú er, og hvað hið nú-
verandi stjórnarfyrirkomulag sé miklu
betra. En þetta kemur málefninu ekkert
við, því að það, sem nú er um að ræða, er
ekki stjórnarfyrirkomulagið innanlands
eða þingskipun, heldur er hér að ræða um
sjálfstæði landsins út á við. Fram á það
hefur heldur enginn farið, að breyta inn-
anlandsstjórn nú í það horf, sem hún var
eptir að landið gekk undir konung.
Yfir höfuð eru þessar greinar meistara
Boga svo meinblandnar af skrafi, sem
kemur málefninu öldungis ekkert við, og
þar er ruglað inn þeim ókjörum af óvið-
komandi hlutum, að greinar þessar taka
því ekki að verja tíma upp á það, að
hrekja þær, Enda er alt í þeim, er ein-
hverju máli skiptir, þegar hrakið áður.
Það er vant í milli að sjá, hvor þessara
sagnameistara landsins hafi tekið öðrum
fram í þv( að hauga saman staðleysum í
þessu máli, og er bezt að láta þá sjálfa
metast um það, fivor þeirra hafi orðið
snjallari.
Aðalmunurinn á Gamla sáttmála og Upp-
kasti sambandslaganefndarinnar er sá, að
með honum skuldbindum vér oss ekki til
neins um alla ókomna tíð, heldur er kon-
ungssambandið laust, sé sáttmálinn ekki
haldinn af konungi. En samkvæmt Upp-
kastinu afsölum vér oss og Dönum í hend-
ur um aldur og æfi — að ógleymdu öllu
öðru, er að Uppkastinu má finna— utan-
r(kismálum og hermálum, og eigum þess
enga von, að geta losað um þau nokkru
sinni sfðan.
I I. kafla þessarar ritgerðar var í nokkr-
um eintökum í síðasta blaði misprentað ár-
talið 1537 í staðinn fyrir 1527 (um verzl-
unarsamninginn við lýðríkið 1 Hamborg)og
á öðrum staði: „Friðriks konungs annars"
í stað Fr. konungs fyrsta, eins og sést af
sambandinu, þar sem talað er um samning
milli hans og Hinriks 8. Englakonungs 1532.
Ofurkappið.
Hvað á allt þetta mikla ofurkapp að
þýða.sem ísl. nefndarmennirnirleggjaáþað,
að knýja fram frumvarpið óbreytt?. Svo
hafa margir spurt og spyrja enn, án þess
að fá nokkra viðunanlega úrlausn á þeirri
spurningu. Nefndarmennirnir sjálfir hafa
hliðrað sér hjá að svara, farið undan í
flæmingi, en látið helzt í veðri vaka, að
þeir væru svo sannfærðir um ágæti frum-
varpsins, að þeir vildu verja öllum kröpt-
um sínum til að knýja það áfram, eins
og það er, alveg breytingalaust, því að
þessi handaverk þeirra séu það dverga-
smíði, er hvergi eigi sinn líka í víðri
veröld. En þeir leysa alls ekki úr spurn-
ingunni með því, að telja fólki trú um,
að það sé að eins umhyggjan fyrir föður-
landinu, er hleypi þessu ofurkappi í þá,
og þeyti þeim og fylgifiskum þeirra lands-
hornanna á milli á fleygingsferð, til að
lemja fagnaðarboðskapinn um frumvarpið
inn í þjóðina. Mikils þykir þeim við
þurfa. Það er þvf alls engin furða, þótt
ýmsum komi til hugar, að hér sé svo um
hnútana búið, að nefndarmönnum sé
fargan þetta ekki með öllu sjálfrátt, og
að þeir hafi skuldbundið sig til þess við
Dani, að knýja frumvarp þetta áfram til
samþykktar öldungis óbreytt. A það
benda meðal annars ummæli sumra nefnd-
armanna, undir eins og þeir voru heim
komnir, og enda slðar, að frumvarpið
s k y 1 d i verða samþykkt óbreytt. En
vitanlega gátu hvorki né máttu ísl.
nefndarmennirnir nokkru um þetta lofa
eða nokkra skuldbindingu gefa, því að
þá hefðu þeir tekið fram fyrir hendur
þjóðarinnar, sem ein á að ráða úrslit-
um þessa máls. Það var öðru vísi ástatt
fyrir dönsku nefndarmönnunum en hinum
íslenzku í þessu. Dönsku nefndarmenn-
irnir gátu jafnan ráðfært sig við flokks-
menn sína á þingi, og fengið ákveðin
loforð þeirra um fylgi við frumvarpið,
meðþvíað nýjar kosningar til ríkisþingsins
fara ekki fram þetta ár. En hér var aðstaða
fsl. nefndarmannanna öil önnur. Hvorki
gátu þeir ráðgazt við flokksmenn sína,
eða borið undir þá einstök atriði, meðan
á samningum stóð, eins og Danir eflaust
hafa gert við sína rnenn, og svo vissu
þeir, að nýjar kosningar áttu að fara
fram hér í sumar og þeim var þv( ómögu-
legt að fullyrða neitt um flokkaskipun
eptir þær kosningar. Þeir gátu því ekki
gefið Dönum nokkurt loforð um, að þessi
samningur þeirra skyldi verða samþykktur
hér á alþingi. En ef til vill hafa þeir
reitt sig heldur mikið á það, að mót-
spyrna mundi lítil sem engin verða hér
heima, úr því að þjóðræðismennirnír í
nefndinni urðu hinum samferða. Og þótt
undarlegt megi virðast, þá Ktur út fyrir,
að allir nefndarmennirnir hafi verið stór-
hrifnir af fylgi dr. Valtýs við frumvarpið
og talið það vinning afarmikinn, enda
mun doktorinn ekki hafa látið það liggja
í láginni, að hann mundi skipa »sínum
rnönnum* að vera með frumvarpinu, hann
skyldi ábyrgjast þá. Og svo hafa nefnd-
armennirnir ætlað að öllu væri borgið,
og óhætt væri að segja Dönum, að þetta
s k y 1 d i ná fram að ganga. Það hefur
ekki verið athugað þá rétt í bili í sigur-
voninni og sigurgleðinni, að sá málstaður
hefur jafnan verið dauðadæmdur, sem dr.
Valtýr hefur léð eindregið fylgi sitt. Ráð-
herrann hefur ef til vill ætlað, að hann
gæti nú leyst doktorinn úr þessum álög-
um fyrir krapt frumvarpsins, á sama hátt
eins og hann nokkru áður hugðist að
leysa úr pólitiskum álögum annan ná-
unga, alþekktan og snoðlíkan dr. V., með
því að gera hann að konungkjörnum
þingmanni, en mistókst alveg, sem von
var, því að sKk kraptaverk eru ekki á
mennskra manna færi.
En hvernig sem þessu er varið, og hvort
sem ísl. nefndarmennirnir eru bundnir eða
óbundnir við nokkur heitorð gagnvart
Dönum, þá hefðu þeir átt sjálfs sín vegna,
eins og tekið hefur verið fram fyrir löngu
í Þjóðólfi, að fara miklu stilltar og gæti-
legar 1 þetta mál, en þeir hafa gert, og
ekki beita jafnmiklu ofurkappi í því, að
halda frumvarpi þessu óbreyttu svo fast
að þjóðinni, eins og þeir gera, því að
það gerir ekkert annað en æsa enn frekar
mótspyrnuna gegn því, og koma þeirri
trú inn hjá almenningi, að frumvarpið sé
í meira lagi athugavert og ískyggilegt, þá
er svona óvenjumiklu kappi er beitt til
að reyna að smella þessu á þjóðina öld-
ungis óbreyttu, og henni harðbannað að
víkja þar við einu einasta orði. Það þykir
mönnum auðsær vottur um, að málstað-
urinn sé í meira lagi seyrður, þola
alls ekki slfkt ofbeldi, slíkt valdboð, og
rísa því öndverðir gegn því, með öllu þv(
þreki, allri þeirri festu, sem enn er til
hjá íslenzkri alþýðu, og brýzt fram í
þungum straumi, er ekkert stenzt fyrir,
og sópar öllum dönskum stýflum og vörzlu-
görðum burtu. Hvenær þessi þunga-
straumur ( íslenzku þjóðlífi brýzt fram í
fullum krapti, skulum vér láta ósagt, en
fyrirboða hans þykjast ýmsir sjá í undir-
tektum þeim, er leiðangur nefndarmann-
anna urn landið hefur fengið vlðast hvar.
Sérstaklega þykir mörgum kunningjum
Hannesar Hafsteins óheppilegt,hversuharð-
lega hann hefur lagt sjálfan sig og sitt
persónulega fylgi fram með frumvarpinu,
og ofmjög um skör fram að margra dómi,
vegna þess, að sá ákafi verður flestum
lítt skiljanlegur. En svo mun því háttað
um marga, er ekki hefur geðjazt að öllunt
stjórnarráðstöfunum hans, að þeim er alls
ekkert höfuðkappsmál að steypa hon-
um af stóli, þótt þeir sporni gegn yfir-