Þjóðólfur - 31.07.1908, Blaðsíða 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 31. júlí 1908.
Ný veiðibrella?
Ef uppástunga hr. Lárusar H. Bjarnason
í næstslðasta (31.) tölubl. >Reykjavlkur«
um, að landssjóði sé gefin heimild til að
kaupa allar útistandandi verzlunarskuldir
á landinu á ekki að vera aðeins veiði-
b r e 11 a til þess að afla frnmvarps-upp-
kastinu alræmda fylgis landsmanna, þá
hefur greinarhöfundurinn leyst þessa rit-
smlð sína hörmulega illa af hendi. Þvl
ef tilgangurinn með uppástungunni væri
í raun og veru s á, sem látinn er uppi 1
greininni, þá finnst mér æði stór eyða
vera óútfyllt ( því máli, — auk þess, sem
töluverð ósamkvæmni í skoðun höfundar-
ins á möguleika manna til að verzla
skuldlaust, kemur fram í greininni. —
Efni uppástungunnar er þó f sjálfu sér
ekki svo lítilvægt, að því leyti sem
það snertir eitt stærsta og þýðingarmesta
málefni vort: verzlunarmálið, sem sjálf-
sagt bæði hinn háttv. greinarhöfundur og
aðrir eru sammála um, að þarf rækilegr-
ar umhugsunar og endurbótar við. En ef
það er nú tilgangurinn með uppástung-
unni, að koma verzluninni úr þvf slæma
ásigkomulagi, sem hún er í, þá þykir
manni það kynlegt, að greinarhöfundur-
inn skuli hafa svo stóra glompu í því
máli, að bæði honum og öðrum hlýtur
að vera hún auðsæ.
Eg ætla þó ekki að benda á hana nú,
en vænti þess, að höfundurinn vilji reyna
að fylla upp í hana, ef maður á að trúa
því, að hér sé f raun og veru um hans
hjartans áhugamál að tala, sem sé það,
að bæta verzlunina, en ekki þ a ð, að
kaupa Uppkastinu fylgi. En eptir því,
sem greinarhöf. gerir grein fyrir þessari
uppástungu sinni, getur maður fyllilega
fundið einn ákveðinn tilgang með
henni, sem sé þann, að vinna Upp-
kastinu fylgi — því hann veit það,
— eða v o n a r það að minnsta kosti —,
að maður, sem skuldaði 600 kr., en væri
móti Uppkastinu alræmda, mundi hugsa
sig um, áður en hann greiddi atkvæði,
hvort hann ætti nú ekki að styðja frum-
varpið, ef hann með því móti gæti losn-
að við 400 kr. af skuldinni, þvf höf-
undurinn gleymir svo sem ekki að taka
það fram, — eða hann gefur það fylli-
lega í skyn —, að þvf að eins sé hægt
að koma þessari uppástungu sinni í fram-
kvæmd, að sambandslagafrumvarpið verði
að lögum, með því að verja til þess þess
ari r'/* ruiljón kr., sem við eigum að fá
samkvæmt frumvarpinu. — Það er ekki
hægt að neita því, að uppástungan inni-
felur svo ótvírætt í sér þann tilgang, að
k a u p a frumvarpinu fylgi- — Enda er
það aðalefnið í henni — auk þess, sem
mönnum er með henni vakin v o n um
að geta losnað við “/3 hluta verzlunar-
skulda, en alls ekki gefin nein v i s s a.
Það er ekki mjög mikil ástæða fyrir
skulduga kjósendur, að greiða atkvæði
með Uppkastinu af þ e i m ástæðum, því
margt er líklegra en það, að slík heim
ildarlög landsjóði til handa, sem greinin
ræðir um, verði nokkurntíma gefin út;
enda tel eg vfst, að verja mætti þessari
1 */a miljón króna betur, ef stjórnina lang-
ar svo mjög til að ráðstafa henni strax
En auk þess sem mér virðist þetta muni
vera a ð a 1 tilgangurinn með uppástung-
unni —, sem þá er ærið ósæmilegur —,
þá sýnist mér enn fremur, að hún geti
verið nokkuð viðsjál fyrír þjóðina í heild
sinni, ef hún yrði að lögum.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja,
hversu mikið kapp stjórnir, þar sem þing-
bundin stjórn er, leggja á, að sitja sem
lengst að völdum, að fá sem flestum af
þeim málurn, sem þær berjast fyrir fram-
gengt, hversu sem þau geta komið í bága
við vilja og hag þjóðanna; yfir höfuð að
ráða sem mestu. Menn vita, að til
þess spara þær hvorki nafnbætur, heið-
ursmerki, né ýms önnur ráð. — Nú vita
allir, hversu mikil hætta frelsi og þroska
einnar þjóðar, bæði í andlegu og efna-
legu tilliti, er búin með því, ef stjórnin
getur að miklu leyti verið einráð í land-
inu, í stað þess, að þjóðarviljinn á
að ráða þar. En af því er það þá apt-
ur auðsætt, að til þess að þ j ó ð i n geti
ráðið í landinu, en e k k i einráð — stund-
um spillt — stjórn, er fyrsta skilyrðið, að
hún (þjóðin) sé alveg óháð stjórninni.
— því óþarfi er að treysta göfuglyndi
stjórnanna í þvf, að beita ekki valdi sínu,
ef þær hafa það. Reynslan hefur sann-
að, að þær misbeita því optast.
Það er með tilliti til þessa atriðis —,
sem allir sjá, hversu er stórvægilegt—, að
mér sýnist uppástunga Lárusar Bjarna-
sonar um, að gera allan fjölda lands-
manna að skuldunautum landsjóðs, ærið
athugunarverð, — eða ákveðnar sagt: al-
veg óhafandi. —
Sýslumenn eiga að innheimta árgjaldið á
manntalsþingum.
— Það má víst ekki gera ráð fyrir, að
mörgum yrði nokkuð erfitt um greiðsl-
una? Allir muna, hversu hægt mönnum
hefur orðið að greiða þinggjaldið, en ætli
það verði hægra þegar 20—30 kr. bæt-
ast við? — En þegar nú skuldunautar
gætu ekki borgað, hverjir eru það þá,
sem hafa réttinn og v a 1 d i ð, skuldu-
nauturinn eða valdstjórnin ?
J. s.
Fregnbréf úr Dalasýslu.
Skýrsla um Búðardalsfundinn.
°V7. Tíðarfar hér er hið ákjósanlegasta.
Allan fyrra helming þessa mánaðar voru
sterkjuhitar og þurkur. Hitinn marga daga
yfir 20 stig. En svo hafa verið votviðri til
23. þ. m. og kom það sér á margan hátt
vel, og nú er kominn þerrir aptur. Útlit
með grasvöxt á engjum er gott, og tún eru
sæmilega sprottin, en búa á mörgum stöð-
um allmikið að brunaskemmdunum frá í
fyrra, og því er grasið eigi nærri svo gott,
sem við mætti búast eptir þær inndælu
tlðir. Sláttur byrjaði almennt um 11. sumar-
helgina, og er heyskaparútlit sem stendur
mjög gott.
Heilsufar manna er einnig í góðu
lagi. En verzlun er erfið, því ull er f afar-
lágu verði, en útlend vara fremur dýr.
Hinn 15. þ- m- kl. 7 e. hád, var haldinn
fundurum sambandsmáliðí Búð-
ardalskauptúni. Til fundarins hafði fyrv.
sýslumaður Lárus Bjarnason boðað, og mættu
þar yfir 70 kjósendur úr 5 syðstu hreppum
sýslunnar. Fundinn setti Björn Bjarnarson
sýslumaður, og kvaðst hann hafa skrifað
Lárusi og beðið hann að koma hingað
til að útskýra sambandslagauppkastið fyrir
fólki. A fundinum var og Bjarni Jónsson
frá Vogi, þingmannsefni vort. Fyrst hélt
Lárus langa tölu um uppkastið grein fyrir
grein og lofaði það á allar lundir. Því
næst hélt Bjarni tölu og andmælti Lárusi
kröptuglega. Sýnd' hann hlífðarlaust fram
á galla uppkastsins. Þá steig sérajóhannes
á Kvennabrekku upp á ræðupallinn, og var
hann eini innanhéraðsmaður, er bað um
orðið á fundinum. fJann lýsti Þyl skýrt, að
á uppkastinu væru svo miklir gallar, að ó-
hæfa væri að samþykkja það óbreytt. Tók
hann síðan skilmerkilega fram, hverjar breyt-
ingar hann vildi hafa á ýmsum greinum
þess, og gengu sumar þeirra talsvert lengra
en breytingartiilögur Skúla. Þar næst tal-
aði Iugólfur faktor 1 Stykkishólmi nokkur
orð, og var ræða hans mest andmæli gegn
því, er blaðið „ísafold" hafði sagt um það,
að honum væri af stjórnarhöfðingjunum
ætluð þingmennska í þessu kjördæmi. Svo
kom Lárus aptur að ræðustólnum og tal-
aði nú i'/a klukkustund, og reyndi að hrekja
það, sem þeir Jóhannes og Bjarni höfðu
mælt á móti Uppkastinu, en furðu kænlega
sneiddi hann" fram hjá atriðisorðunum í ræð-
um þeirra, er helzt hefði þurft að hrekja.
Loks steig Bjarni aptur í ræðustólinn og
hrakti með rökum mótbárur Lárusar, en
honum vannst eigi tími til að tala svo lengi
sem hann vildi, sökum þess, að gufubátur-
inn „Geraldine", sem þeir Lárus og séra
Jóhannes ætluðu með út í Stykkishólm,
blés þá til brottferðar. Var svo fundi slitið
án þess að nokkur ályktun væri borin upp
eða samþykkt, og var sú aðferð höfð eptir
samkomulagi forspraklcanna úr báðum flokk-
um. Þessi fundur fór ágætlega fram, og
hlýddi fólkið á ræðumenn með mikilli at-
hygli, og stóð hann þó yfir í fulla 4 klukku-
tíma. Flestum fundarmönnum líkaði betur
allt tal Bjarna en Lárusar, enda munu miklu
fleiri kjósendur fylla þann flokkinn. Sér-
staklega hefur Heimastjórnarmönnum stór-
um fækkað í Suðurdölunum, sem var höfuð-
hæli þeirra 1 þessu kjördæmi, en Landvarn-
armönnum að sama skapi fjölgað þar, og
er sú breyting eflaust mest að þakka séra
Jóhannesi. Bjarni er því viss með að ná
hér kosningu. Flokkaskipun er hér þannig,
að Heimastjórnarmenn almennt talað vilja
samþykkja Uppkastið óbreytt, en Landvarn-
armenn samþykkja það með allmiklum
breytingnm.
„Valurinn“
danski fór í fyrra kveld með landrit-
arann norður á Akureyri til að halda þar
áfram skattanefndarstörfunum. Sjálfsagt
geta skrifstofustjórarnir í stjórnarráðinu
og aðstoðarmennirnir þar ásama hátt látið
»Valinn« flytja sig landshornanna á milli,
þá er þá langar til að taka sér ssumar-
frí«. Því betra næði hafa þá botnvörp-
ungarnir til að veiða í landhelgi meðan
á sllkum flutningum stendur. Það geta
eflaust fleiri ráðherraundirtyllur, en land-
ritarinn, orðið aðnjótandi slíkra hlunn-
inda.
Jts 36.
Tveir feðgar
af góðu, íslenzku bergi brotnir og au-
fúsugestir komu hingað með »Ceres« 25.
þ. m. Það voru þeir Einar Bessi
Baldvinsson, sonur Baldvins Einars-
sonar (-j- g. febr. 1833) og Baldvin
sonur hans. Einar Baldvinsson er fædd-
ur í Kaupmannahöfn 30. marz 1831 og
var því tæpra 2 ára, er faðir hans dó, en
móðir hans var af dönskum ættum, Jo-
hanne Hansen að nafni, og giptist hún
1838, 5 árum eptir dauða Baldvins, Lohse
tollembættismanni í Altona. Var hún
fædd 1803 og andaðist i8g7,94ára göm-
ul. Árið eptir lát föður síns, 1834, fór
Einar til Islands og var fyrst hjá afa sín-
um, Einari Gúðmundssyni dbrm. á Hraun-
um, en síðar lengst hjá Lárusi Thoraren-
sen sýslumanni í Enni á Höfðaströnd og
um tíma hjá Benedikt prófasti Vigfússyni
á Hólum. 1840 fór hann héðan aflandi
burt til móður sinnar og stjúpföður og
ólst upp hjá þeim í Holsetalandi, gekk
á skóla I Gliickstadt, bjó um hríð í Tön-
der, en 1869 fékk hann embætti við toll-
heimtu í Altona, er hann þjónaði 33 ár,
en fékk lausn frá því starfi 1902. Hann
var kvæntur danskri konu, Lauru Frand-
sen (f. 1844,-1*1906) ættaðri frá Born-
holm. Baldvin einkason þeirra er fædd-
ur í Tönder 11. okt. 1868 og hefur nú
embætti á stjórnarráðsskrifstofu í Berlín,
en býr utanbæjar, kvæntur þýzkri konu.
Hann ferðaðist til Þingvalla og lét mjög
vel yfir, en faðir hans hélt hérkyrru fyrir
hjá frænda sínum, Páli Einarssyni borgar-
stjóra. Er karl hinn ernasti, fjörugur í
anda og kvikur 1 öllum hreyfingum, þótt
nær áttræður sé, svo að ætla mætti, að
hann væri yngri miklu. Er það allein-
kennilegt, að sonur Baldvins Einarsonar
skuli hér kominn í heimsókn til ættlands
síns fullum 75 árum eptir lát föður síns.
Það er eins og hálfgleymd fortlð flytjist
nær manni á þann hátt. Þeir feðgar
fara héðan með »Ceres« annað kveld.
Ræða keisarans.
Eptirfarandi ræða var flutt af Þýzkalands-
keisara á konunglegaskipinu “Hohenzollern",
þegar því var siglt frammi fyrir strönd mið-
nætursólarinnar 1 fyrra. (Noregsförin).
Eins og kunnugt er, er Þýzkalandskeisari
einn af mestu og beztu þjóðhöfðingjum, sem
nú eru uppi, og með því að ekki er ólík-
legt, að hann heimsæki ísland áður en mörg
ár ltða, birtist hér þessi ræða hans, eins og
hún kemur fyrir í blaðinu „The Chicago
Tribune", sem út kom fyrir skömmu. Á
ræðu þessari geta menn séð, hversu inni-
lega trúaður maður keisarinn er, og yfir
höfuð stefnu hans í trúmálum.
Umræðuefni keisarans var þetta: „Og '
þeir bentu félögum sínum, sem voru á öðru
skipi, að þeir skyldu koma og hjálpa þeim.
Og þeir komu og fylltu bæði skipin, svo
það lá við að þau sykkju". Lúk. V.—7.
Keisarinn sagði, að „bending á sævi" væru
heppileg orð til þess að leggja út af. Það
er gleðibending vegna hins mikla afla, er
fiskimönnum veittist; það eru þögul, en jafn-
framt hvetiandi orð, er kveikja áhuga til
starfs og framtakssemi, hvetja til hjálpar á
víxl til þess, að nota sér hinn mikla afla;
það er hvöt til sameiginlegs starfs, sem
leiðir til sameiginlegrar blessunar. „Og
þeir fylltu bæði skipin, svo það lá við að
þau sykkju".