Þjóðólfur - 18.12.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.12.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. desember 19 08. JS 59. ■T Næsta blad kemur út 23. þ. m. (á Porláksmessu). Tarnir ráöherrans. Svo látandi símskeyti var blaðskeyta- sambandinu sent frá Kaupmannahöfn í gærkveldi: „Bcrlingske segir flokksmótmælin frá gömlu thjodræðisstjórninni. Ólafur Björns- son upplýsti nýja stjórnarkosning 1 haust. Berlingske rengir, kallar tjodolfsstjóra „overlöber". Austra vilja hafa setu ráð- herrans". * * * Svo mörg eru þessi orð. Svona lagaðar eru þá varnir ráðherrans, þá er hann fer að réttlæta ummæli sín frammi fyrir „dansk- inum". Það hefur komið sér hálf-ónota- lega mótmælaskeytið, er getið var um í síðasta blaði. Úrræðin f fyrstu ekki önn- ur en þau, að skeytið sé ekkert að marka, það sé frá gömlu þjóðræðisstjórninni, er ávallt hafi viljað ráðherra feigan, en þá er það er upplýst, að ný stjórn (bráða- birgðarstjórn til þings) hafi verið kosin 1 haust, og f henni ekki forhertari þjóðræðis menn en t. d. dr. Jón Þorkelsson, Bjarni Jónsson frá Vogi og ritstjóri þessa blaðs, þá er farið að rengja það, lýsa það ósann- indi, að nokkur ný stjórn hafi verið kosin, eptir þvf sem helzt má ráða af skeytinu. Og svo á „Austri" að vilja hafa ráðherran kyrran í sessi. Einmitt það. Ekki minn- umst vér að hafa séð því þar haldið fram, en Hannesi Hafstein er ef til vill kunnugt um það. Auðvitað skiptir það nokkru, hvað „Austri" vill f því efni, en naumast mun það ríða baggamun á þingi. Að „Ber- lingur" titlar ritstjóra Þjóðólfs „Overlöber" (þ. e. liðhlaupa eða jafnvel verra), verður auðvitað að skrifast á reikning þess, er þetta ritar í Berlingi eða spýtt hefur þessu 1 ritstjórnina, sem að lfkindum er ráð- herrann sjálfur, en að svo stöddu viljum vér þó fremur eigna einhverjum hlaupaseppa hans slfk uminæli, því að ráðherranum er þó ætlandi að vita, að nefndarfrumvarpið var alls ekkert flokksmál, þá er flokkarnir 1 nefndinni runnu saman, og að Þjóðólfur varð einmitt fyrstur blaðanna hér til að láta uppi ákveðna afstöðu gegn frum- varpinu, áður en menn vissu nokkuð um undirtektir þjóðarinnar, eða hvernig hún mundi snúast við málinu. En rithöf. í Berlingi er auðvitað að fræða Dani a þvf, að ritstj. þessa blaðs hafi gerzt „Over- löber", hlaupið flið frumvarpsfénda(I), þa er meiri hlutinn hafi verið fenginn gegn frumvarpinu(l), og sé þvíekkimikið á þeim náunga að byggja. Það er dálítið vafa- mál, hvort ráðherrann verður fastari 1 sessi fyrir svona lagaðar varnir, fyrir róg- mæli og öfugmæli um menn og málefni hér heima, er hann eða hlaupaseppar hans bera 1 Dani. Það sést slðar. Utan úr heimi. ókyrrðin á Indlandi virðist stöðugt vera að færast í vöxt, og óánægjan með yfirráð Breta þar í landi festa dýpri og dýpri rætur. Fjórar at- rennur hafa verið gerðar með skömmu millibili til að ráða landstjórann í Bengal, Audrew Fraser, af dögum, hin sfðasta 7. nóv., er mistókst sem hinar fýrri. En ekki var múgurinn velviljaðri landstjóran- um en það, þá er hann sakaði ekki af tilræðinu, að hann æpti að honum, og varð hann að aka heimleiðis í mörgum krókum til að komast hja þvf, að verða grýttur af múgnum. Er símað frá Kal- cutta 3. þ. m., að Fraser haldist þarekki lengur við og sé að leggja af stað til Englands, en þrír Hindúar hafi verið teknir höndum í hafnarstaðnum, þar sem Fraser ætlaði að leggja í haf, og þykir enginn vafi á því, að þeir hafi ætlað að taka hann af lífi. Kvað hann einnig vera orðinn smeikur um, að hann komist ekki burt af Indlandi heill á húfi. Nú eru og Indverjar farnir að læra þá list af stjórn- leysingjum frá Norðurálfu, að varpa sprengi. kúlum. Hafa nokkrir Evrópumenn beðið bana fyrir þessum sprengitólum, er Minto arl, vísikonungur, segir að ekki hafi áður pekkzt á Indlandi. — Æsingar eru mjög miklar í blöðunum, og eru þau gerð upp- tæk hvert af öðru. Eitt blað, sem tvisvar hafði verið gert upptækt í Kalcutta, færði sig til Chandar, sem Frakkar hafa umráð yfir, og er nú gefið þar út. Lætur rit- stjórinn líma eintök af blaðinu upp á al- mannafæri og skýrir »Times« frá inni- haldi þess þannig, að hin einasta áskript er blaðið krefjist, sé sú, að hver lesandi þess komi með al höggvið höfuð afEvrópumanni, Af þessu má dálítið marka tóninn meðal innborinna manna þar. — Líkneski Viktorlu drottningar 1 skemmtigarðinum í Nagpur var eina nótt stórskemmt, andlitsdrætt- irnir skafnir burt, veldissprotinn mölvaður og líkneskjan ötuð sorpi. »Tirnes« segir 4. þ. m., að það komi ekki til nokkurra mála, að samsæri sé enn myndað meðal alls þorra almúgans, en neitar því ekki, að stúdentasveit Hindúa sé til alls búin og vissara sé að^hafa gát á öllu þar eystra. Sextíu ára stjórnaraíraœli Franz Jóseps Austurríkiskeisara var haldið hátlðlegt í Vfnarborg og annarstaðar í Austurríki 3. þ. m. og mikið um dýrðir. Varð svo mikil þröng manna við flugelda- sýningar 1 Vln um kveldið, að menn tróðust undir, og marðist þar einn þingmaður til bana, og gömul kona, en 60 manns meidd- ust, þar ú meðal 25 alvarlega. Frans Jósep keisari hefur setið lengur að völd- um en nokkur annar þjóðhöfðingi hér í álfu á síðari árum, auk Viktorfu drottn- ingar. Nárauslys stórkostlegt vatð nálægt Pittsburg í Ame- ríku 28. f. m., og voru 275 manns niðri 1 námunni, þá er í henni kviknaði, en að eins einum manni vaið bjargað. Forsetakosningin í Bandaríkjunum. Bryan keppinautur Tafts tekur ósigri sínum með stillingu, og hefur óskað Taft til hamingju með kosninguna. Baráttan var í þetta skipti ákatari en nokkrusinni áður, og kostaði offjár. Samkvæmt skýrslu, sem nýlega er birt um kosningasjóð flokk- anna, höfðu 12,000 manns skotið saman f sjóð Taftsflokksins, þar á meðal ýmsir nafnkenndir menn, og nam sú upphæð rúmlega 5,940.000 kr., eða nálega 6 milj- ónum, auk 2,232,000 kr., er stjórnin lét útbýta meðal ýmsra fulltrúa sinna. Hæstur á samskotalistanum f kosningasjóðinn var C. P. Taft fra Cincinnati, bróðir nýja forsetans. Hann gaf 396,000 kr. Auð- mennirnir Carnegie og Pietpont Morgan gáfu 72,000 kr. hvor, og Roosevelt for- seti skrifaði sig fyrir 3,600 kr. I kosningasjóð »demokrata« (Bryans- manna) höfðu 100,000 manna lagt sinn skerf, en þó var sá sjóður miklu minni en hinn, því að samskotaupphæðin var alls rúmlega 2,230,000 kr., og gekk það allt til þurðar í kosningahrfðinni, og ef- laust meira til. — Taft tekur við forseta- embættinu 4. marz næstkomandi, og þá er Roosevelt hefur skilað því af sér, legg- ur hann af stað til að skjóta dýr í Afríku, og þaðan mun ferðinni heitið til heim- sóknar nokkurra þjóðhöfðingja í Norður- álfu. Norðurlieimskautsför. Noiðmaðurinn Roald Amundsen, sem frægur er frá Gjöaleiðangrinum, ætlar innan skamms að leggja af stað í norður- heimskautsleit á »Fram«, skipi dr. Nan- sens. Ætlar hann af stað frá Noregi í ársbyrjun 1910, og vera kominn í júlí eða ágúst að Barrowhöfða nyrzt á Alaska, en þaðan ætlar hann að láta skipið reka með ísnum til útnorðurs þvert yfir heimsskautið, því að hann þykist hafa sannanir fyrir, að hafstraumarnir liggi þannig, að þetta geti tekizt. Hann gerir ráð fyrir að vera 5 ár í þessum leiðangri, en »F'ram« á að hafa vistir til 7 ára. Amundsen vill engan vísindamann hafa 1 förinni, að eins röska og vana sjómenn. Standard Oil félagið. Eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu, var Standard Oil félagið í Chi- cago (steinolíuíélag Rockefellers) sektað um 29 miljónir dollara (104,400,000 kr.) í máli, er Bandarlkjastjórn höfðaði gegn því fyrir margháttaðan fjárdrátt. En nú hefur félagið unnið málið fyrir hæstarétti Bandarfkjanna, er hefur ónýtt fyrri dóm- inn og fellt hina stórkostlegu fjársekt niður. Stjórnin hefur sótt um að fá málið tekið upp að nýju, en rétturinn hefur synjað henni um það. Bindindisraálið á Englandi. í f. m. var til umræðu í enska parla- mentinu frumvarp um takmörkun áfengis- sölu á sunnudögum 1 Lundúnum, en þeir voru ekki alveg á þvf, ensku lávarð- arnir, og skáru frumvarpið niður 27.fi m. með yfirgnæfandi meiri hluta (272 atkv. gegn 96). Skotar hafa veitingahús lokuð á sunnudögum, en Englendingar halda þeim opnum allan daginn, og vilja enga | takmörkun á því hafa. Einn þingmaður (Robertson lávarður) kvaðst aldrei geta samþykkt nokkurt lagaákvæði, er meinaði fátæku fólki að njóta þeirrar skemmtunar, sem hinir betur efnuðu nytu. Hvað skyldu fást mörg atkvæði fyrir algerðu aðflutn- ingsbanni í enska parlamentinu ? cffíanníjón. Tín menn drukknað. Nú eru komnar hingað vissar fregnir um, að fiskiskútan »Golden Hope« hefur farizt á leið héðan til Englands, llklega milli Islands og Færeyja, með 10 manns. Skip þetta var eign Eiíasar Stef- ánssonar o. fl. hér í bæ, og fór héðan frá Reykjavík 16. okt. síðastl. með fisk- farm til Englands, er var vátryggður fyrir 18,000 kr., en skipið sjálft var vátryggt fyrir 12,000 kr. í þilskipaábyrgðarfélagi Faxaflóa. Við Straumey á Færeyjum hefur rekið brot af nafnspjaldi skipsins og part úr þilfarinu með áföstum bita og tölu- stöfum á, er menn kannast við, að séu af þessu skipi. Formaðurinn var Hall- dór Steinsson frá Oddhól á Rangárvöll- um, 29 ára gamall, mesti röskleikamaður og myndarmaður, einhver hinn ötulasti og heppnasti skútuformaður hér sunnan- lands. Þeir sem með honum fórust voru: Gtsli Gíslason stýrimaður á skip- inu og Arnór Gíslason bróðir hans, frá Hliði á Akranesi, hafði einnig stýri- mannspróf og hafði verið skipstjóri, Árni Kr. Einarsson og Páll Hreiðarsson báðir úr Rvlk, Bjarni Þórðarson ættaður úr Kjós, Gísli Gíslason uppeldissonur Árna Glslasonar pósts 1 Lækjarhvammi, og Guð- mundur og Vilmundur Oddssynir, bræður frá Presthúsum á Akranesi. Þessir 3 síð- astnefndu voru farþegar á skipinu. Allir voru skipverjar ókvæntir og barnlausir á bezta aldri, milli tvttugs og þritugs flest- allir. Er mikið tjón að svo mörgum rösk- um drengjum, og þungur skattur, er Ægir tekur á ári hverju af þessu fámenna landi. Tvö sklpströnd. Hinn 14. þ. m. síðdegis fór íslenzka botnvörpuskipið »Coot« héðan af höfninni með fiskiskútuna »Kópanes« í eptirdragi, en hún hafði verið hér til viðgerðar í í dráttarbrautinni og miklu til þeiirar aðgerðar kostað. Átti hún að fara 1 vetrarlægi 1 Hafnarfjörð. En svo óheppilega tókst til, er skipin voru kom- in suður á Hafnarfjörð utanverðan, að »Kópanes« slitnaði aptanúr, en strengslitrin flæktust í skrúfuna á »Coot« og gat því hvorugt skipið enga björg sér veitt, og rak hæði á land við Keilisnes seint um kveldið, en mannbjörg varð. Haldið að bæði skipin verði að algerðu strandi. »Coot« var eign hlutafélags í Hafnarfirði og Reykjavík, og áttu mest í því, auk skipstjórans Indriða Gottsveinssonar, þeir Einar kaupmaður Þorgilsson 1 Óseyri, séra Jens í Görðum, Þórður Guðmunds- son frá »Glasgow«, Árni Eirlksson verzl- unarstj. o. fl. Það var vátryggt i Höfn fyrir 33,000 kr. Hafði verið hér við botn- vörpuveiðar 5 ár og gengið vel. »Kópa- nes« er eign miljónafélagsins P. Thor- steinsons & Co., og var óvátryggt að sögn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.