Þjóðólfur - 17.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.12.1909, Blaðsíða 2
2C 6 ÞJOÐOLFUR „Leri^i getur^ott batriað"! Svo má segja um verðið á Skófatnaðinum I, Á R U S I LÚÐl ÍG§§¥& I. Frá mínu alþekkta lága verði gef eg mikinn afslátt til jóla. T. d. sel eg nú Karlm.-Boxcalfstígvél, falleg og vönduð, á kr. 8,75. Kvennstígvél, alveg skínandi falleg, á kr. 7,00. Barnastígvél traust, nr. 27, 2,95; nr. 31 á 3,70. — Kvenn-skóhlífar, nýjar, fallegar og sterkar, á 2,25. Karlm.skóhlífar á 3,40 Auk þess fylgir kaupbætir hverju pari. Lítið í jólagluggann og þér munuð áreiðanlega sjá það, sem þér ættuð helzt að gefa skyldmennum yðar og vinum í Jólagjöf. Virðingarfyllst. ‘ IjARUS G. LUÐVWSSON, Pingholtsstrœti nr. 2. ríkisins, hefur efri málstofan brotið stjórnar- skránaoggengið á rétt neðri málstofunnar«. Var honum tekið með dynjandi lófaklappi og kepptust menn við að sýna Asquith sam- úð stna. Daginn eftir (2. des.) var tillagan samþykt t neðri málstofunni með mjög miklum atkvæðamun. Haldane hermálaráðherrasagði íræðu, að Lansdowne hefði skorað frjálslynda flokkinn á hólm og hann hefði tekið við áskoruninni. Hann bæðist ekki griða og hann gæfi heldur engin grið. Edvard Grey utanríkisráðherra sagði í ræðu á öðrum stað, að aðfarir efri málstofunnar bæru ekki vott um neina stjórnvizku, heldur væru þær eins og teningskast spilamanns, sem hættir öllu sínu. Elokk- stjórn frjálslynda flokksins hefur sent út áskorun, þar sem sagt er, að synjun fjár- laganna í efri málstofunni hafi í för með sér hin alvarlegustu stjórnarfarsvandræði, sem landið hafi komiz} t stðan fyrir meir en tveim öldum, og nauðsynlegt sé að tákmarka neitunarvald það, sem lávarð- arnir hafi nú. Það má ganga að því vísu, að kosn- ingabaráttan muni verða sótt af óvenju- lega miklu kappi. Ríkisréttarákæran gegn J. C. Christensen og Sigurd Berg hljóðar svo: Þjóðþingið ályktar, að fyrveraudi ráða- neytisforseta, landvarnarráðherra o g mill bilsfjármálaráðherra Jens Chrislian Christ- ensen og fyrv. innanríkisráðherra Sigurd Berg skuli stefnt fyrir ríkisrétt (landsdóm) til þess að sæta refsingu og annari ábyrgð fyrir embættisrekstur sinn árin 1906—08 að því er snertir þáverandi dómsmála- ráðherra, fangann Peter Adler Alberti. Akærunni er beint gegn a. Hr. ./. C. Christensen 1. fyrir það, að hann reyndi ekki sem ráðaneytisforseti og landvarnarráðherra að koma í veg fyrir, að Alberti misbeitti eiubœtlisvaldi sími til hagsmuna fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína, heldur siuðlaði að pví, eða að minnsla kosti hirti ekki um að koma i veg fyrir, að leyfið til landbúnaðarhlutaveltunnar vœri veitt práll fyrir pað, þótt upplýsingar þær, sem komu í ljós við umræðurnar um veit- ingu leyfisins til landbúnaðarhlutavelt- unnar, hefðu getað vakið og átt að vekja grun hjá honum. 2. fyrir það, að hann sem ráðaneytis- forseti aptraði páverandi innanrikisráð- herra frá pví, að gegna embœttisskyldu sinni eða að minnsta kosti hirti ekki um að lwelja hann til pess pó að honum væru kunnug atvik og upplýsingar, sem hefðu getað vakið og átt að vekja grun hans um, hvernig for- mennsku Albertis fyrir „Sparisjóði sjá- lenzku bændastéttarinnar" væri háttað. 3. fyrir það, að hann sem ráðaneytisfor- seti ekki að eiits vaurœkti að liita hefja rannsókn gegn Alberli, heldnr jafnvel snerist eindregið gegn pví, að síík rann- sókn vœri hafm, pó að mjög þungar sakir værti bornar á Alberti, bæði í ríkisþinginu 1907 —08 og i blöðunum og fyrir það, að hann hélt Alberti í ráðherrasœti til 24. júlí 1908 prált fyrir þessar ákærur og þau grun- samlegu atvik, sem komið höfðu í Ijós viðvíkjandi formennsktt Albertis fyrir sparisjóðnum. 4. fyrir það, að hann sem millibiis- fjármálaráðherra veitti y>Sparisjóði sjá- lenzku bœndastétlarinnara lán úr ríkis- sjóði, að upphœð Pf miljón króna í heimildarleysi, og pó að fram væru komin atvik og upplýsingar, sem hefðu getað vakið og hefðtt átt að vekja hjá honum grttn gegn Alberti. b. hr. Sigurd Berg fyrir það, að pó að fram væru komin at- vik og upplýsingar, sem hefðu getað og hefðu átt að vekja grun hjá honum urn, hvernig formennsktl Albertis fyrir „Spari- sjóði sjálenzkra bænda" væri háttað og pó að hounm hlyti að vera Ijóst, að í reikningi sparisjóðsins 31. marz 1906 var brotin 4. gr. sparisjóðslaganna frá 28. maí 1880 og auglýsing útgefin af innaurfkis- ráðaneytinu samkvæmt þeirri grein 31. jan. 1881 um reikningsfyrirmynd fyrir sparisjóði hefur hann sem innanríkisráðherra van- rœkt að átelja lagabrot petta og að fram- kvœma annað nauðsynlegt eptirlít, par á meðal 'að láta umsjónarmann sparisjóð- anna rannsaka hag sparisjóðs pessa. Dndirskriptaleiðangurinn o. fl. Tveir bréfkaflar úr Árnessýslu. Slokkseyri 10. des. Nú með póstinum kom undirskrlptaskjal mikið og er nú farið að hampa því óspart framan ( fólkið. Það er ekki komið á vakk í Stokkseyrarhreppi ennþá, enda hygg eg það væri til lítils, því við erum engir und- irskripta aplakálfar hér. Eg skoða pcssar undirskriptirj sem ein- beraun hégóma,hvernig svo sem þessu banka- fargani liður. Að svo komnu er það bráðræðisverk að við, utanveltubesefarnir, förunt að leggja (sleggju)dóm á mál, sem allt virðist á reiki ennþá. I dagfréttieg að þeir séu að skrifa undir „í óða önn" á Eyrarbakka. Þeir hafa lengi „lötrað seigt“ þar út frá — í þá átt- ina. — En það er ekkl nóg með það — eptir því er sagan segir — að þeir ætla að hrópa ráðherrann niður, heldur hafa þeir líka á prjónunum dálitla ádrepu handa þingmönn- um Árnessýsltt. Auðvitað verður ekki reynt að finna peirri áskorun nokkur rök. Ofs- inn og athugaleysið hjá fólkinu er á svo háu stigi að ekkert er athugað —- en stór sómi þykir að því að íiskrifa undirtt. Það er líka orðið rnóðins nú é dögum. — -— — Mér er annars óskiljanlegur allur þessi úlfaþytur — að svo komnu. Auðvitað á ráðherra enga hlffð skilið, ef hann reynist óhapparáðh., en um slikt er þingið bært að dæma og á að dæma. Eptir öllu að dæma verður að fara að út- búa reglugerð handa hverjum þingmanni, sem hann svo auðvitað má ekki út af breyta. Það virðist ódæði að .hafa nokkra sann- færingu! Mjög margir hafa látið í ljósi við mig, að þeir hefðu megnan viðbjóð á öllurn aðförum minnihlutans: bessum látlausu skömmum í blöðum þeirra, skrípamyndun- um svivirðilegu etc. Blaðasnáparnir, Alaska- roðh.... og Þ. G. eru alveg vitstola af heipt, aí þvi aðallega að vera í minnihluta(P) Eg skal ekkert urn það segja — að svo komnu— hvort rétt hafi verið að fara svona geyst að bankastjórninni, en hitt segi eg: Sæki þeir og verji mál sitt með rökum, en þyrli ekki framan í okkur persónulegum skömmum etc". Sandvíkurhreppi 12. des. Fátt ber til tíðinda hér um slóðir, hverfur líka hvað eina fyrir viðburðum og æflntýr- um frá ykkur þarna úr höfuðstaðnum, eink- um nú upp á síðkastið. Héðan ekki neitt að skrifa, sem hrifið gæti hugi manna á móti því. Nú með síðasta pósti kom allmikið hingað af eyðublöðum þess efnis að undir- skrifa þau af kjósendum og lýsa með því yfir vantrausti á ráðherra. — — — — Hérf hreppi hygg eg aðum áskoranir þessar fari líkt og með undirskriptirnar sælu í „Lög- réttu" að þær verði lítt til sóma fyrir kjós- endur, og ekkert til stuðnings fyrir hinn frá- farna ráðgjafa. Nú til dæmis fékk ég vit- neskju um það í gær, að á Eyrarbakka væri byrjað á rækilegri undirskriptasmölun og gengi mjög vel. — Þar á móti ekkert viðlit að reyna með þetta á Stokkseyri. — Mörgum hér finnst „Þjóðólfur" ræða mál þetta af mestri stillingu, og alveg æsinga- laust, svo báðir megi vel við una, — svo þarf það að vera. Nú er hér hvarvetna verið að baða sauð- fé, og heyrist hvergi, það eg til veit hin minnsta möglun um þá fyrirskipun stjórn- arinnar; þyrftu stík þrifaböð að vera árlega á öilu yngra fé; mundi það margborga sig. Það lakasta við þetta tóbaksbað er hin feikilega eldiviðareyðsla við suðuna á því. Væri annað baðefni fyrir hendi, sem hefði minni hitun í för með sér væri afarnauð- synlegt að innleiða það hér, enda væri það jafnt að gæðum. Heilsufarfólks yfirleitt gott, veikindi sama sem engin, afkoma bænda yfirleitt sæmileg. Eg held fénaði fjölgi alstaðar hér um, og skuldir munu að minnsta kosti ekki hafa vaxið í ár, en ekki er það að þakka félög- unurn hér frekar en vant er, svipað verð hjá þeim sem í fasta verzlunum, enda ekki annars að vænta, þar sem öll vinna við þau fer frani á svipaðan hátt og hjá fastakaup- mönnum. Umboðsmenn afardýrir o. fl. Hér austan fjalls, svo að segja stöðugar gæftir til róðra í haust, en svo að segja afia- laust. — Mætti ætla að þetta yrði tilefni f harðindi við sjávarsíðuna, en svo mun þó ekki verða, aðallega vegna þess, að vinna sjávarfólks er stöðug og góð í sveitinni upp af kauptúnunum, og hitt, að sauðfénaður fer mjög í vöxt með sjávarströndinni, að ó- gieymdri framför í allskonar jarðrækt, tek- ur þuð þó helzt til Stokkseyringa, Þeir rífa nú upp hina stórn Stokkseyrarheiði, með plægingaráhöldum, þar að auki hafa þeir fengið hentugan mann tíl samvinnu nfl. Jón Jónatansson fyrv. bústj. frá Brautarholti Hefur hann haldið, í þarfir búnaðarfélag- anna hér í sýslu, fyrirlestra i hverjum hreppi um plægingar o. fl., sem að gagni má koma í ræktunaraðferð jarðvegarins, mjög vel lát- ið af frammistöðu hans og talið víst, að- fyrirlestrar þessir og umræður út af þeim á eptir vekji áhuga og glæði félagsvinnu í hvívetna. Umsækjendur um 2. prestsembættið í Reykjavfk eru: séra Bjarni Hjaltested, Bjarni Jónsson cand. theo). skólastjóri á Isafirði, séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði, séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, séra Krist- inn Danfelsson á TJtskálum og séra Þor- steinn Briem aðstoðarprestur í Görðtim i Gleymið ekki að koma Þar er svó hiargt hentugt og smekkiegt tll •lólag'jaía. : 1 m\. DAGSBRDN. «1 J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.