Þjóðólfur - 11.03.1910, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.03.1910, Blaðsíða 4
44 ÞJOÐOLFUR. Ýmislegt timbur fær Timbur- og- kolaverslunin „Reykj avík“ með „Prospero44 12.--14. |>. m. íriggja herbergja ibúð ásamt eldhúsi og geymslu, er til leigu frá 14. Maí næstk., við eina af aðalgötum bæarins. Leigan aðeins 25 kr. með vatni. Semjið við Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19. um döguns. Að austan (frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn) er að frétta mjög góðan afla. línusnarlog gjöl. Sigurðurbók- sali Erlendsson hefur gefið heilsuhælinu á Vífilsstöðum húseign sína, nr. 26 við Laugaveg, ásamt stórri lóð. Eignin er virt á 7,500 kr., og hvllir lítið veðdeildar- lán á henni. Sektaðir hotnvörpunga 1*. „Valurinn" kom hingað 8. þ. m. með tvö botnvörpuskip („Aberdeenshire" og „Chait- nesshire"), bæði frá Aberdeen, er hann hafði hitt að veiðum í landhelgi við Dyr- hólaey. Skipstjórarnir voru hinir þver- ustu og varð „Valurinn" að skjóta þrem skotum á eftir öðrum, áður en hann gafst upp. Hér, fyrir rétti, neituðu þeir þver- lega, en það kom fyrir ekki, og voru þeir sektaðir hvor um sig um 1200 kr. og afli og veiðarfæri gert upptækt. Mannalát. I gærmorgun andaðist hér í bænum, Jón Árnason, fyr bóndi í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, hálfsjötug- ur að aldri (f. 14. febr. 1845) sonur Arna Arnasonar bónda 1 Vestri-Garðsauka og Elínar Jakobsdóttur. Jón bjó alllengi rausnarbúi f Vestri-Garðsauka, en flutti hingað til bæjarins fyrir 12 árum, og hér misti hann (22. apríl 1905) konu sína, Sigríði Skúladóttur læknis á Mó- eiðarhvoli Thorarensens. Þrjú börn þeirra eru á lífi: Elín, Ragnheiður og Skúli, öll ógíft. — Jón heit. var vel að sér, hygginn og dugnaðarmaður. Þinglýsingar 24. f. m. Bjarni Jónsson trésmiður selur Jónatan gullsmið Jónssyni lóðareign sína við nr. 25 við Laugaveg fyrir 900 kr. Dags. 8. Okt. f. á. Gísli Gíslason bóndi á Hjalla í Ölfusi, selur Sigurði bónda Guðmundssyni á Sela- læk húseign sína nr. 27 B. við Laugaveg fyrir 2715 kr. Dags. 4. Nóv. f. á. Hannes Þorsteinsson ritstj. selur Eirfki Þorkelssyni húseign sína nr. 49 B. við Laugaveg með öllu tilh. Dags. 18. Des. f. á. Jóhannes Nordal íshússtjóri og Ami Einarsson versl.m. selja Magnúsi kaupm. Þorsteinssyni húseign sína nr. 12 við Bankastr. með öllu tilh. fyrir 5855 kr. og 65 aura. Dags. 31. Jan. Kristján S- Sigurðsson trésmiður selur Ingvari Þorsteinssyni bókb. húseign sína með tilh. lóð fyrir 5702 kr. 33 aura. Dags. 17. s. m. Magnús Magnússon múrari selur Stein- grími húsasmiði Guðmundssyni húseign sína nr. 20 við Frakkastíg með öllu tilh. fyrir 4000 kr. Dags. 26. Jan. Þinglýsingar 3. þ. m. Guðjón Jónsson selur Guðmundi Kr. Jónssym Mýrarg. 3, 1 4 hluta húseign sína nr. 2t við Nýlendu- götu fyrir 1100 kr. Dags. 28. f- m. Hlutafél. Völundur selur Lárusi Bene- diktssyni húseign sína nr. 5 við Miðstræti með öllu tilh. fyrir 32,398,64. Dágs. I. þ. m. J. E. Jensen bakari selur Lárusi Bene- diktssyni uppgjafapr. húseign sína nr. 15 við Hvefisg. með öllu tilh. fyrir 16,400 kr. Dags. 1. þ. m. Jón Sigmundsson gullsm. selur Sturla kaupm. Jónssyni hálfa húseign sína nr. 46 við Hverfisg. með öllu tilh. fyrir 4500 kr. Dags. 4. Maí 1909. Lárus Benediktssyni uppgjafapr. selur hlutafél. Völundi húseign sfna nr. 15 við Hverfisg. með öllu tilh. fyrir 17,900 kr. Dags. 1. þ. m. Lárus Benediktsson uppgjafapr. selur J. E. Jensen bakara allan rétt sinn til brunabóta fyrir húsið nr. 23 í Þingholts- stræti og nefnda lóð fyrir 24,500 kr. Dags. 1. þ. m. Marfn Jónsdóttir selur Samúel trésmiði Jónssyni, Gunnari trésmiði Gunnarssyni og Guðm. steinsm. Sigurðssyni hálfa hús- eign sína nr. 46 við Hvefisg. fyrir 2,886,79. Dags. 19. f. m. T>ir. Jón l*orlcél»*»on landskjala- vörður hefir legið veikur fyrirfarandi daga, en er nú á góðum batavegi. Guðmundur Magnússon læknaskólakennari og kona hans, frú Kat- rín Skúladóttir, liggja veik í lungnabólgu, en eru á batavegi. Urilloixln. konsúll er nýkominn til bæarins, kom með kolaskipi. Síðan hann kom er talin von um, að hinn svonefndi „franski banki" komist á fót. Nánar vik- ið að því síðar, er ljósar fregnir og vissa er fengin. Barnahælið. Skemtun til ágóða fyrir það var haldin á Miðvikudagskveld- ið og Fimtudagskveldið. Þar sungu: Pét- ur Halldórsson bóksali og ungfreyumar Valgerður Lárusdóttir (prests Halldórs- sonar) og Anna Klemensdóttir (landritara Jónssonar). Hannes Hafstein bankastjóri las þar upp kvæði, og gerði það snildar- lega. Frú Stefanía Guðmundsdóttir las og upp; vel að vanda. fíóðtemplarareglan. Yfirstjóm Reglunnar, hástúkan, hefir nýlega felt úr gildi úrskurð um Mörk Carlsberg o. fl. drykki, er stórtemplar kvað upp 1 vor, og stórstúk- an hafði samþykt. Er templurum því hér eftir óleyfilegt, að drekka þá drykki, og lög Reglunnár hin sömu í því efni og þau voru eftir stórstúkuþingið á Akureyri 1907. Bæarstjóruarkouningin er ennþá óúrskurðuð af stjórnarráðinu. TriiloíoLd eru Jósef Magnússon tré- smiður og ungfrú Gaðríður Guðmunds- dóttur. Oskar Johansen, skemtir mönnum næsta Föstudag 1 Báruhúsinu. Þorvaldur .1 éiiHSOii læknir á Isafirði kom til bæjarins í morgun með skipi Edinborgarverslunar Mannalát vestan hafs. Kristján Jónsson læknir i Clinton í Iowa 1 Bandaríkjunum andaðist aðfara- nótt 27. f. m., og fékk mágur hans, Geir Zoéga kaupmaður hér í bænum símfregn um það á Sunnudaginn. Kristján varfæddur 14. Nóvember 1862 á Stóra-Armóti í Flóa, sonur Jóns bónda Eiríkssonar og Hólmfríðar Árnadóttur á Stóra-Ármóti, Magnússonar í Þorlákshöfn Benteinssonar. Hann útskrifaðist úr skóla 1884 með 2. eink. og tók próf af lækna- skólanum 1888 með 1. eink., sigldi síð- an til Kaupmannahafnar og var þar á spítölum 1889—1890, en gerðist þá skips- læknir á útflutningsskipi milli Danmerk- ur og Vesturheims og var þar í 2 ár. Síðan settist hann að í Clinton og varð þar yfirlæknir á sjúkrahúsum og hafði með höndum ýms trúnaðarstörf. Var Kristján vel metinn og drengur hinn besti að dómi þeirra manna, er kyntust honum. ÁLNA-'sa wVARA ætíð best í verslun Síuríu cJónssonar. og öll olíuíöt seljast mjög ódýrt í verslun Síuríu úónssonar. Gardínutau, mikið úrval. Selt með óvanalega lágu verði. Síuría clónsson. Frepmiii frú Jarðskfálftarnir i hitt id fyrra hafa valdid því ad s. I. 2 dr hafa hinar frœgu eklii flutst til borgarinnar. LOKSINS er nú hót rádin á því óhappi, þvi nú með s\s Ceres fékk VERSLVNIN BREIflABLIK miklar byrgðir af Jlfíessf na-blóð -appelsinum. Ibúðir, smáar og stórar, til leigu í miðbæn- um frá 14. maí nk. Sigurjón Sig- urðsson snikkari, Lækjargötu, visar á. Allar l»lenskar sögu- og ljóða- bæknr kaupi eg fyrir p eni nga samstundis. Jóh. Jóhannesson, LangaYeg 19. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóníasson . Prentsmiðjan Gutenberg. c&unóur í vcFram“ laugardaginn 12. Mars. Umræðuefni: Atvinnuliorfuriiar. £eikfélag Beykjaviknr: Sínnaskifti, Leikið í Iðnaðarmannahús- inu Sunnudag 13. Mars, kl. 8 síðdegís. Tekið á móti pöntunum á aðgöngu- miðum í afgr. ísaf. Kopar og eii*. Undirritaður kaupir háu verði kopar og eir, fyrir peninga út í hönd. Bjarnhóðinn Jónsson, járnsmiður. Stúkan Verðanði nr. 9. Á næsta fundi syngja Fóstbrœður. Stúkan óskar að félagar sínir fjöl- menni. Herl>ei-”ri. móti suðri, óskar einhl. maður til leigu nú þegar. Uppl. Gutenberg. Barnfóstra. 12—14 ára gömul stúlka óskast í sumar til að gæta barns á öðru ári. — Ritstjórinn ávísar. kaupi eg, hvar sem þær eru í bæn- um, og borga þær að nokkru með peningum. Á þeim má aðeins hvíla veðdeildir. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19. Æfisaga Benjamíns Franklíns verður keypt háu verði. Tr. Gunnarsson. verða seldar með verksmiðju- verði nú næstudaga í verslun Síuríu Sónssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.