Þjóðólfur - 23.03.1910, Side 1

Þjóðólfur - 23.03.1910, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR. 62. árg. Reykjavík, Miðvikudaginn 23. Mars 1910. M 13. mótor-steinoliu í bj ii Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé best? Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinoliu ta? frá Skandinavisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab, Kongens Nytorv 6. Köbenhayn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. Járnbrautar-skraj. Varðar mestu: — athöfn, orða undirstaða rétt sé fundin. Forspil. Út af grein Vigfúsar Guðmundssonar (frá Haga), góðkunningja míns, birtri í Ísafold 16. þ. m., vil eg gera nokkrar almennar athugasemdir. Eg ætla mér nfl. ekki þá dul, að eg sé fær um að rökræða það mál frá sér- fræðilegu sjónarmiði. Fer því ekki að þrasa við hann né aðra fræðimenn um »teknisk« járnbrautarbyggingar-atriði. En það er ýmislegt annað, í þessu ís- lenska járnbrautarmáli, sem við alþýðu- menn ættum að geta að skaðlausu tekið þátt í að ræða um, ef við gætum hófs og viljum styðja að því, að »undirstaða rétt sé fundin«. V. G. tekur sér tilefni af tveim blaða- greinuro, þar sem honum þykir um »járn- braut austur í Árnessýslu« rætt »æði blekkjandi og tálvonir gefnar«. Hann á- lltur að »almenningsálitið eigi að ráða mestu í slíkum stórmálum«. En til þess að það »fari eigi vilt vegar«, finnurhann köllun hjá sér til þess að »benda á skugga- myndir og stefnugalla«. Orð þau, er eg hér hefi tilfært úr inn- gangi ritgjörðar V. G., eru að skoða sem vörður eða sundmerki, er hann markar með stefnu sína í þessu máli. Enerhann, samkvæmt þeim, á réttri stefnu? Hann er sjálfur sannfærður um það. Annars leyfði hann sér ekki að dæma svo, að aðrir færu með »blekkingar«, gæfu »tál- vonirs oghefðu ranga stefnu(»gallaða«). Það er gott, og oft nauðsynlegt, að hafa traust á sjálfum sér, en það getur líka orðið »of mikið af þ v 1 góða«. En lítum nú á »almenningsálitið í slíkum stórmálum«. Fyrsti gallinn á þvf er sá, að það er ekki til, og getur ekki orðið til nema það sé skapað — af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert slíkt er til að byggja það á. Hugmyndir geta menn að vísu gert sér um járnbraut- ir, en þeir sem ekkert slíkt hafa séð eða reynt, gjöra þær fjarri öllum sanni flestir, eins og eðlilegt er — V. G. ekki undan- tekinn. Almenningi hér hættir við að hugsa: »S 1 í k t geta stórþjóðirnar auðugu veitt sér til þæginda, en hér . . . við höfum ekki ráð á slíkri eyðslu«. — Og þessari trú (— ekki skoðun) er auðveldara fyrir V. G. einan að viðhalda með skugga- mynda-»sýningum«, en xoo spekinga að útrýma henni með ljósmyndauppdráttum. Lítil dæmi: Fyrir nokkrum árum var byrjað á gufubátaferðum um sumartím- ann upp í Borgarfjörð, með bátkrýli, sem hét »Faxi«. Þá var notkun slíkra ferða óþekt og »almenningur« þar uppfrá sagði: »Gufubátsferðir hingað eru aðeins fyrir Reykvíkinga til að leika sér; við höfum ekkert við þær að gera, notum þær aldrei«. — En nú fer margfalt stærri gufubátur x—2 ferðir á viku hverri sömu leið alt árið, og hefir mikið að gera. Hann hefir fiteytt trúnni hjá fólkinu íþað almenn- 'ngs á 1 i t, að ferðirnar séu ómissandi. Hvernig var »almenningsálitið« í síma- málinu 1905? Og hvernig var það (til- veruleysi þess) notað þá af mótstöðu- mönnum stjórnarinnar (ekki málsins; það var skálkaskjól) ? Er óhætt að fullyrða, að hefði þá verið borið undir »almennings«- atkvæði, hvert símann skyldi leggja, væri það ógert enn. En hvernig e r það n ú, eftir að reynsla er fengin, og um álit getur verið aðræða? Nú vilja allir fá'síma- samband, en enginn hafna þvf. Nú vita menn af reynslunni, að það á mjög vel við hér; er hentugasta samgangnafæri (fyrir hugsanir = orð) til að tengja fjar- læga landshluta. En áður voru hugmyndirnar (trúin) um síma hér alveg eins og um járnbrautir: að þeir væri aðeins fyrir stórþjóðirnar, ættu hér ekki við. Og enn eitt dærni: Hafa ekki ferðalög og flutningatæki breyst síðan akbrautirnar komu ? Það þ e k k i r V. G.. Og hvf efast hann þá um, að járnbraut gæti enn breytt þessu ekki slður, og það til ekki minni hagsmuna ? Jú, hann efast um það af vanþekk- i n g u á málinu — eins og eðlilegt er. En svo skynsamur maður, sem hann er, ætti að finna þetta. En þessi vanþekking virðist mér vera þráðurinn, sem gengur gegnum greinar hans um járnbrautarmálið. Hún er sú þoka, sem glepur sjón hans svo, að hann sér þar einungis »skuggamyndir« og »stefnugalla« — leiðir hann til að skapa vitlaust álit hjá almenningi. Leiðin. Þorv. Krabbe telur best brautarstæði: Mosfellssveit — Mosf.heiði — Þingvalla- sveit — Grímsnes — Sogsbrú — Ölves — Ölvesárbrú. V. G. kannast við, að það muni þarna »skárst« (»best« er víst of bjart orð?). Þ. Kr. segir, aö þarkæmi brautin til að liggja »um bygðir og byggi- leg svæði, nær alla leið«. Þetta er rétt. En V. G. »trúir« ekki oðru, en að það sé »blekking«. Hann segir að »kunnugum muni þó sýnast svo, að Mos- fellsheiði verði aldreí byggileg af sínum gæðum*. Þetta er einn ókunnugleika- votturinn hjá V. G. Mosfellsheiði er ekki fjall, heldur flatt hálendi (heiðlendi; heiðar eru líka til í Flóanum), sem varla verður vart nokkurs halla upp á eða niður af, þar sem braut- arstæðið er fyrirhugað. Nyrst á þessu há- lendi er daldrag, Leirvogsvatns-daldragið, og liggur þar saman bygðin í Kjalarnes- hreppi og Þingvallasveit (rösk bæarleið milli Stardals og Fellsenda). Þarna er landið ein samfeld graslendisbreiða (t. d. Sauðafellsflói, Bugðubakkar, Sogin og Jónssel), afbragðs slægjulönd, og mætti þar heya (er oft heyað) svo hundruðum hestburða skifti árlega, eða jafnvel þús- undum, ef vel væri nýtt. Eftir syðri brún þessa daldrags er brautarstæðið hugsað. Gamall kunnugur bóndi hér hefir sagt, að þetta svæði væri byggilegasti blettur sveitarinnar. Og víða er bygt óbyggilegra land í Qærsveitunum. En þetta er kirkju- eign (Mosfells) og nú að mestu notað sem afrétt. Þá þykir V. G. »hraunin 1 Þingvalla- sveit ekki álitleg til ræktunar«. — Vikið er þar við orðum Þ. Kr. En til þessa hefir sveit sú þótt »byggileg«, þrátt fyrir hraunin. Þar er fiskisælasta veiði- vatn landsins, og sveitin ein hin besta sauðfjársveit á Suðurlandi. Þá valda »melarnir í Mosfellssveitinni« ryki í augum V. G. — En þá er nú flestu orð á gert; þvf varla er J/ioo af landi sveitarinnar melar: örfáir smáblettir, einkum þar sem gamli vegurinn liggur um neðantil í sveitinni. Þetta er of berleg viðleitni til að sýna »skugga- myndir« og »villu«, Vigfús minn góður! Snjórinn. Næst lendir V. G. 1 snjónum. Mér kemur ekki til hugar að neita því, að komið geti fyrir, að snjór teppi ein- hvern tfma umferð á járnbraut hérá landi. Það kemur fyrir 1 flestum löndum Norð- urálfunnar og víðar, og þykja engin býsn. Þar hygg eg Þ. Kr. hafi rétt fyrir sér, að »ferðum muni ekki þurfa að fresta lengi vegna snjóa«. Því þótt talsvert snjói á járnbrautir, eru þær plægðar áður en snjórinn nær að festast; eða, ef þaðekki dugar á bletti (skafli), er þar hreinsað á annan hátt. Járnbrautir eru vfða um heim á snjó- sælli svæðum, en hér er um að ræða, og eru nothæfar þó. Að öðru leyti fer eg ekki út í snjóalagafræði V. G. néjárn- brautalagningarvísdóm. En út af þeirri »skuggamynda -villu-stórhrfðar-gaddbyls-- krapahlessu« höf,, að »eyddar ytðu mil- jónirnar áætluðu, áður en slfk braut kæmist miðja leið á fjöll og óbygðir« —1 mætti minna á, að þessi Árnessýslubraut á alls ekki að liggja um neiu fjöll né óbygðir, samkv. áætlun Þ. Kr., heldur »um bygð og byggileg svæði«. Landa-svipir. Vanþekkingar-vandkvæðin koma þó fyrst verulega til sögunnar, er til saman- burðarins við Noreg kemur: Af því »hann er voru landi næstur og líkastur að landslagi*!! Bágt er að sjá, hvað nálægðin hefir að þýða 1 þessú tilliti. En hitt væri áviti bygt, e f landslag væii Ifkt. Ó1 í k a r a getur það tæplega verið en í Noregi víð- ast hvar, borið saman við það landslag, sem hér er um að ræða. I Noregi er yfirleitt mjög óslétt ása og fjallalandslag, Undirlagið er mjög hörð bergtegund (Gneis), miklu harðari og tor- unnari, en bergtegundir hér (gengur næst Granit). Við járnbrautalagning þar verð- ur iðulega að grafa jarðgöng gegnum þessa hörðu ása, (á Björgvinarbrautinni minnir mig þau séu 15 á fyrstu (norsku) mflunni), en hlaða upp eða brúa yfir lægðirnar. I Noregi verður víða, og á löngum köflum, að yfirbyggja brautirnar, vegna snjóskriða í fjallahlíðunum og snjó- þyngsla á háfjöllunum, þar sem brautirn- ar eru svo víða niðurskornar í hinu öld- ótta landslagi. Þar liggja brautir um »fjöll og óbygðirs, en ekki hér, að sinni. Hér er hið fyrirhugaða brautarstæði jafnlend flatneskja, svo að jarðgöng þyrfti líklega hvergi að gera. Undirbygging brautarinnar yrði líkust algengri vegar- gjörð, að undanteknum brúm á árnar og- nokkurri auka-fyrirhöfn við Almannagjá og Hrafnagjá. Og þótt fara ætti undir þær í jarðgöngum, væri enginn samjöfn- uður á þeirri vinnu (f mjúku hrauni) og jarðgangagjörð 1 Gneis-bergin norsku. Þ. Kr. hefir, að minni hyggju hlotið að taka fult tillit til kostnaðaraukans við aðflutning efnis frá öðrum löndum m. fl., úr því áætlunar-rnunurinn er ekki meiri en 2—3 í Noregi móti 1 hér. Miklu nær sanni væri að miða við brautalagning f Jótlandi eða á Skáni, gagnvart þessari fyrirhuguðu Árnessýslu- braut. Það er skaði, að SV. G. hefir eigi átt

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.