Þjóðólfur - 22.04.1910, Side 2

Þjóðólfur - 22.04.1910, Side 2
66 ÞJOÐOLFUR Vér munum fremur hafa haft á oss það orð, og líklega með réttu, að vér séumheldur kaldir og daufir, eða þá heimspekilega sinnaðir í trúarefnum. Ekki heldur hefur prestastéttin í lút- erskum sið kynt sig að trúarofstæki, og til þess er hún ekki líklegri hér eftir en hingað jil. Og eitt má benda á: Alstaðar þar, sem trúarofsi og æsingar hafa gengið, þá hafa staðið að þeim og í þeim einna síst mentaðir menn, heldur mest- megnis lítt — eða illa — eða ómentaðir menn. Eg held því ennfremur fram, að alveg eins megi gera ráð fyrir ofsatrú og trúar- vingli jafnvel hjá kennarastéttinni, þótt hún komi ekki nærri prestsverkum, ef gert er ráð fyrir, og til þess ætlast, að hún sé skipuð trúuðum mönnum. Fyrir mitt leyti tel eg þetta reyndar alls ekki Iíklegt, og óttast það eigi — því síður, sem þessi stétt yrði betur mentuð. En annars má altaf hugsa sér, að oftrú og trúaræsing geti komið upp hjá hverjum manni og hverri stétt og hverj- um flokki manna. Og meira að segja: meðal lítt trú- aðra manna og trúleysingja getur engu síður komið upp gagnstæð heimsku- æsingí vantrúar- eða trúleysisofsi, ærsl og ofbeldi. Það er því alls ekki gerandi neitt úr þessu sffelda trúarofstækistali í sambandi við presta og prestkennara, fremur en aðra menn og mannflokka, nema síður sé, ef prestkennar yrðu yfir- leitt öðrum fremur vel mentaðir. Þeir mundu aldrei verða æstir né þröngsýnir trúarefnum; þeir mundu ekki stríða gegn viðurkendum vísindum né sönnuðum og sannanlegum sannleika, og þeir mundu aldrei fordæma nokkra eðlilega og ærlega eftirgrenslun sannleikans, sem mannsálina þyrstir eftir eins og eftir guði. Nei, »mentuð trú og trúuð mentun« elskar og þráir sannleikann, Ijósið og skilninginn, og leitar hans alstaðar og í öllu. Og hún trúir þessu orði sjálfs Frelsarans: »Sann- leikurinn mun gera yður frjálsa« — auð- vitað a n d 1 e g a frjálsa fyrst og fremst. Hvað vilja menn þá vera að hræða fólk með hættu andlegs ófrelsis frá vel- mentuðum og trúuðum kennurum, fyrir þ a ð e i 11, að þeir gegni prestsverkum ? En þegar þetta er ekki hægt með á- stæðu eða sanngirni, þá er komið með hina grýluna, klerkaveldisgrýluna, sem á að hræða menn með því, að prestar, og einkum prestkennar, mundu, líklega eins og katólski klerkdómurinn fyrrum, bráð- lega reyna að ná ofurvaldi yfir sálum og samviskum fyrst ungdómsins, og síðan yfir öllum landslýð, fjármunum hans og loks öllum verslegum yfirráðum í landinu, mynda ríki í rlkinu o. s. frv. Naumast er það! Eg segi það frekast, að þeir sem búa til þessa grettu grýlu, og leiða hana fram, mönnum til ógnunar, þeir gera sér ekki mikla trú eða glæsilega von um mentun og menningu þjóðarinnar yfir höfuð, um þing og stjórn; ekki heldur um mentun þá og manndóm, sem kennaraskólinn muni veita; og ekki heldur um kristindóm þann, eða þá kristilegu lífsskoðun, sem prestaskólinn muni innræta nemendnm sínum. Eða hver ástæða er nú til, að ætla þetta þessari e i n u stétt fremur en öðr- um stéttum manna? Sjálfsagt er að vita og játa það, að þeir, sem staðið hafa og munu standa fyrir kristindómsmálum hér á landi Og annarstaðar, þeir hafa verið og munu verða meir eða minna ófullkomnir menn, með öllum mannlegum tilhneigingum, og að þeir því hafa oft og víða reynt að ná og einnig náð undir sig hverskyns yfir- ráðum, völdum, fé og veraldar-upphefð, og að svipuð viðleitni muni líka geta geit vart við sig hjá þessari stétt hér eftir. En eg veit ekki betur, en að alveg hið sama hafi veriðeðli og á- stundun einnig allra annara stétta. Þær hafa allar til þessa sífelt verið að togast á umyfirráðin, auðinnog heimsdýrðina, og hefir á ýmsu oltið um yfirtökin. Og eg fæ ekki betur séð eða skilið, en að þannig muni og ganga hér eftir, þangað til meiri hluti manna í öll- um stéttum hefir öðlast það, sem f s a n n- 1 e i k a má kalla imentaða trú og trúaða mentun«, er veitir og viðurkennir fult jafnrétti og jöfnuð allra, bæði fyrir guði og mönnum. Það er því ranglátt að tiltaka klerka- stéttina og óttast hana e i n a f þessu efni. Það má með öldnngis s a m a r é 11 i tilnefna konunga og kotunga, tigna og ótigna, bændur og borgara, og jafn- vel húsbændur og hjú o. s. frv. Því að allir þessir mannflokkar, eða stéttir, hafa frá upphafi sagna og til þessa verið að reyna að viðhalda og efla hver sfna til- veru, og þá oft lítið hugsað um eða fundið til, þótt eigin dýrð væri bygð á annara rýrð. Og ýmsir hafa sigrað á víxl. Og hví ætli mætti þá ekki líka hugsa sér eða hræðast » kennara- v e 1 d i «, þegar komin er upp og stað- föst orðin fjölmenn kennarastétt, enda þótt hún megi ekki koma nærri prests- verkum ? Hún á þ 6 að koma nærri ungdómnum og verka á hann, ef til vill einnig 1 trúarbragðaefnum. Og þetta mun hún eðlitega gera, eins og hún vill og getur. Eins og hver önnur stétt hefir hún einn- ig sín sameiginlegu áhugamál, og mun lfkt og aðrar, vilja og reyna að efla og hefja tilveru sína. Mætti þá svo, fara, að hún með tímanum næði, eins og prest- kennurum er ætlað, fyrst ungdómnum og síðan yfirborði þjóðarinnar í lið með sér, og myndaði þannig, ekki k 1 e r k a - ríki, heldur k e n n a r a rfki í ríkinu o. s. frv. En hver getur líka synjað fvrir, að einnig trúarbrögðin g e t i komist hér að, þótt enginn í þessari stétt megi vera prestur? Eg veit þó ekki betur en að trúarbrögðin, komist a 1 s t a ð a r að ; og eg veit ekki betur, en að hver einasta stétt hafi til þessa tekið trúarbrögðin á einhvern hátt, og að einhverju leyti, með inn í baráttuna fyrir tilveru sinni, sjálfri sér til liðs, en til óliðs þeim og því, sem móti var að strfða. Og þannig mun þetta ganga upp og niður, afturábak og áfram og á víxl meðal stéttanna, þangað til trúin er orðin ment- uð og mentunin trúuð í raun og veru hjá meiri hluta manna í hærri stétt, eins og fyr er sagt, og kristindómurinn hefur gert alla að því, sem þeir eiga að vera samkvæmt hugsjón hans. Þá hætta menn og stéttir að bítast og berjast og togast á um »ríki veraldar og þeirra dýrð«, en fara að unna hver öðrum og hjálpa til jafnra réttinda og lífsgæða. En að hugsa sér, að ein stéttin kúgi aðrar stéttir andlega og líkamlega t i 1 langframa hér eftir, eins og nú er komið sögunni, það held eg að sé varla hægt, og alls ekki samboðið nokkrum manni sem trúir á andlega líkamlega framför manna og þjóða, og allra síst er slfkt mögulegt eða samboðið þeim mönn- um, sem trúa á kærleiksmátt og blessun- aráhrif kristindómsins um tíma og eilífð. Og þá er það slíkum mönnum ekki frem- ur samboðið, að hræða sjálfa sig og aðra með þeirri getsök, að þeirri stéttinni, sem á að standa fyrir kristindómsmálum, og framkvæma erindiJKrists öðrum frem- ur, prestsstéttinni, Ynuni verða hættara til ofríkis en öðrum stéttum. Það liggur þó sannlega síst í eðli Krists og kristindómsins, að vilja beita nauðung og kúgun, eða sigra heiminn með ytra valdi og ofbeldi. Kristsríki var og et og verður aldrei »af þessum heimi«, held- ur var hann »kominn til að bera sann- leikanum vitni«, og vinna hugina og hjörtun með ljúfu valdi kærleikans í sann- leik og réttlæti. Þetta, sem kirkja og klerkdómur hefur til þessa misbrúkað stöðu sfna, meðal annars til að ná undir sig jarðnesku of- urefli o. s. frv., það verður nánast að tileinkast barnaskap og skilningsleysi f kristindómnum, ellegar þá því, að skort hefir meir eða minna á sanna kristilega trú í kirkjunni eða hjá hennar mönnum. En nú er þó og fer að verða víða, og vonandi einnig hér hjá oss, öldin önnur og betri í þessu efni. Menn yfir höfuð skilja nú og fara að skilja betur Krist sjálfan og kristindóminn, aðal kjarn- an, andan og lífið í honum; og vér, kristnir menn, vonum allir og trúum, að eftir því, sem lengur líður, eftir því fari einnig kristninni fram, og að fólkið yfir- leitt verði meir og meir og betur og bet- ur kristið; og einmitt á þessari von og trú byggjum vér margir einnig von vora um alla aðra sanna fullkomnun manna og framför, menning og farsæld í bráð og lengd. En ef vér höfum þessa von og trú, þá hljótum vér einnig að vona og trúa, að kirkja og klerkdómur taki lfka sömu framförum, og að þessi stétt skilji bráðum svo vel stöðu sína og þann, sem hún á að þjóna, að henni mætti trúa, ekki sfður en öðrum stéttum, til þess að misbrúka ekki þessa stöðu öðrum stéttum til hróplegrar undirokunar. En setjum samt svo, að kirkjan og klerkdómurinn drægist aftur úr á fram- farabrautinni, og gengi miður en öðrum að skilja og tileinka sér Krist og erindi hans, sem þó er ekki líklegt, og færi þessvegna að sýna sig í því að vilja »drotna harðlega yfir arfleifði drottins«; hvar og hver væri þá menning og dáð hinna annara stétta, ef þær leyfðu eða liðu henni slíkt ? En þetta er harla ó- líklegt úr þessu, og eg fyrir mitt leyti hvorki vil né get búist við því að óttast það. Og eg tel trúarofstækis- og klíkuveldis- grýluna vera ástæðulausa fmyndun, og bera fremur vitni um vantrú á kristin- dómi og menningu, og á framför þeirra. Og óttann við þessar grýlur tel eg ann- aðhvert uppgerð eða hjátrú. (Niðurl.). Bréfkafli úr Árnes- sýslu. ig. apr. igio. Fátt um fréttir héðan að austan. Norðan- rok og kuldi með degi hverjum f hálfa aðra viku. Frostið þetta 6—7° C. Fer þetta kuldakast illa með jörð og fénað. Flestir þó nokkurnveginn byrgir með hey, og margir vel stæðir. Hefir þó verið stöðug innigjöf hér í neðanverðri sýslunni, svo að segja fyrir allar skepnur í 20—22 vikur Er það orðinn Iangur gjafatími, og hefði einhverntíma haft slæm eftirköst. Aflabrögð hér austanfjalls hafa verið góð þessa vertíð. í Þorlákshöfn komnir um 600 hlutir, mest þorskur. Á Eyrar- bakka og Stokkseyri munu hæstu hlutir vera 400—500. Og á Loftsstöðum 200— 300. Sýslufundur nýafstaðinn. Stóð hann yfir 12.—16. þ. m. Til meðferðar voru þar um 74 málefni. Flest sýslu- og inn- anhéraðsmál, svo sem vegabætur innan sýslu, skýrslur um refaveiðar, hundalækn- ingar, fjárskoðanir, hestakynbætur o. fl. Erinúi um sauðfjármörk sá sýslunefndin ekki fært að eiga við. Minnst var á stofnun sjúkrahúss eða sjúkraskýlis austan fjalls. Kosin nefnd til að athuga það mál. Skorað á alþingi að breyta vega- lögunum og heimila sýslunefnd að leggja á brúartoll. Mælt með verðlaunabeiðn- um til Ræktunarsjóðs. Tveir bændur sóttu um verðlaun úr sjóði Kristjáns kon- ungs IX. Mælt með báðum. Um fundinn, eða í lok hans, flutti Sigurður Sigurðsson alþingism. erindi á Eyrarbakka um landsmál, og pólitiskar horfur. Mintist hann á flokks- æsingarnar og flokkshatrið í landinu og vítti mjög. Fáu væri að trúa af þvf, er blöðin segðu. Flokkshatrið og blaðalyg- arnar eitruðu líf þjóðarinnar, og útilok- uðu rólega hugsun og yfirvegun. Sam- bandsmálið komið í óvænt efni sem stæði. Taldi réttast, úr því sem komið er, að reyna með stjórnarskrárbreytingu að fara svo langt er auðið væri í sjálfstæðisátt- ina gagnvart Dönum. Vonandi, að báð- ir flokkar yrðu samtaka um það á næsta þingi, að gera verulegar breytingar þar að lútandi á stjórnarskránni. Skýrði ræðu- maður í því sambandi uppástungur þær, er komið hefðu fram, að því er snerti breyting á fyrirkomulagi æstu stjórnar f landinu, bæði landstjórafyrirkomulaginu og fjölgun ráðherra, án landstjóra. Taldi hann núverandi fyrirkomulag óviðunandi, og leiddi rök að því. Hallaðist að þvf að ráðherrarnir væru fleiri en einn, helst þrír. Sagði æskilegt, að þing væri haldið á hverju ári. Þá mintist hann lítið eitt á bankafarg- anið. Sagði, að flestum kæmi saman um, að bankarannsóknin hefði verið nauðsyn- leg. Um frávikning bankastjórnarinnar til »bráðabyrgða« væri heldur ekki neitt um að segja. Hitt væri enn órannsakað, hvort frávikningin fyrir fult og alt hefði við þau rök að styðjast, er réttlættu hana. Að því er aukaþingshald snerti, lagði ræðumaður alla áherslu á, að hið reglulega alþingi kæmi saman á réttum, tilteknum tíma. Áleit frestun þess gjör- ræði. Kvaðst hins vegar telja það skyldu sína, að styðja að þvf, að aukaþiag yrði haldið, ef áskorun um það kæmi frá meirihluta kjósenda. — Var gerður góð- ur rómur að erindi þingmannsins, er þóttá óhlutdrægt og öfgalaust. Árnesingur. Ojöf frá ísleHdingi vestan hafs- Minningargjaiir komi í stað „kransa“. íslenskur maður í Chicago, A.J. Johnson að nafni, hefur sent mér að gjöf skrautlega bók og fagra hugmynd framan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á líkkistur, í heiðursskyni við minn- ingu hins látna og samhrygðar- skyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fylgir sá ó- kostur, að þar fer mikið fé til ó- nýtis, í moldina. Höldum því, sem fagurt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið tii þess er það, að láta minningargjafir koma í stað kransanna, svo að það fé, sem nú fer til ónýtis, komi að einhveiju góðu gagni. Bókin, sem mér er send heitir Ártíðaskrá Heilsuhœlisins*. Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (alskinnuð), pappirinn af bestu gerð strykaður til hægðarauka og með prentuðum fyrirsögnum efst á hverri síðu. Er svo tilætlað, að blaðsíð- urnar í vinstri hendi verði ártíða- ’) Nafninu og gerð bókarinnar hel eg fengið að ráða.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.