Þjóðólfur - 04.06.1910, Blaðsíða 2
90
ÞJOÐOLFUR,
Þingmaðurinn hélt svo snjalla og ít-
arlega tölu um stjórnarástand það, sem
nú er, sagði alla sögu bankarannsókn-
arinnar og annara stjórnarafskifta af
Landsbankanum frá síðustu stjórnarskift-
nm til þessa dags. Gerðu fundarmenn
góðan róm að máli hans.
Eftir nokkrar umræður voru bornar
upp og samþyktar eftirfarandi tillögur:
1. Með þvi það er álit íundarins: Að
ráðherra hafi brotið bankalögin, er
hann heimildar og ástæðulaust vék
frá þingkosnu gæslustjórunum, þvert
ofan í ótvíræð lagafyrirmæli, og skip-
aði nýa.
Að hann hafi að vettugi virt dóms-
vald landsins.
Að hann hafi misboðið valdi og
rétti þingsins.
Að hann hafi spilt fjárhag lands-
ins og veikt álit þess út á við.
Að hann hafi í mörgu fleiru mis-
beitt framkvæmdarvaldi sínu og, að
alþingi eitt hafi rétt til að kippa
þessu f lag— þá krefst fundurinn
þess, að alþingi verði kallað saman
til aukafundar svo fljótt sem því
verður við komið á þessu sumri.
Tillagan samþykt raeð 21 atkvæði
— enginn á móti.
2. Fundurinn væntir þess, að auka-
þingið sjái um, að Björn Jónsson
láti af ráðherrastörfum jafnskjótt
sem það kemur saman. Samþ. með
21 atkv.
3. Fundurinn væntir þess fastlega, að
aukaþing f sumar geri nauðsynlegar
breytingar á stjórnarskránni, sam-
kvæmt marg-yfirlýstum óskum þjóð-
arinnar. Samþykt í einu hlj.
4. Fundurinn skorar á væntanlegt auka-
þing, að hlutast til um, að verslun-
arráðunauturinn verði kallaðurheim
og fé það sparað, sem óeytt er af
Ijárveitingu sfðasta þings til þess
starfa. Samþ. í e. hlj.
5. Fundurinn lýsir yfir fullkomnu trausti
á þingmönnum kjördæmisins og
þakkar þeim sérstaklega fyrir fram-
komu þeirra í sambandsmálinu. Sam-
þykt í einu hlj.
Auk kjörbréfa, fundarályktana og
fundargerða frá kosningafundunum, barst
fulltrúafundinum ávarp, undirskrifað af
22 mönnum í Búðahreppi,1) sem skora
á fundinn, að »koma í veg fyrir auka-
þing í sumar«, en f þessum hreppi
höfðu 27 kjósendur kosið menn, sem
halda aukaþingskröfunni fram, á fundi,
þar sem andstæðingar þeirra höfðu að-
eins 15 atkv.
í fundarlok kom á fundinn símskeyti
frá 19 kjósendum í Mjóafjarðarhreppi
svo hljóðandi: »Höfum eigi ráðrúm2)
senda fulltrúa mótmælum aukaþingit.
Samþykt að síma tillöguna nr. 1 til
ráðherra íslands strax að loknum fundi.
Þá er fundurinn hafði staðið yfir í
fullar 4 kl.stundir og fleira lá ekki fyrir
til umræðu, var fundi slitið.
p. t. Búðareyri í Reyðarfirði
12. maí 1910.
G. Högnason.
Páll Jónsson.
Úlafur Oddsson.
Sveinn Björnsson yfirréttar-
málaflutningsmaður hefir skýrt oss frá því,
að hann hafi eigi fengið tilkynningu um,
að hann hafi verið kosinn í stjórn Thore-
lélagsins, eða viti til að svo hafi verið.
Hann segist vera málaflutningsmaður fé-
lagsins. Eigi segist hann vita hver hafi
verið kosinn í stjórnina f stað Glosemodt.
1) Meðundirritaður Ó. O. gerðiáfund-
inum athugasemdir við 5 af nöfnum
þessum. G. H. P. J. Ó. O.
2) Oss er kunnugt, að Mjófirðingar,
eios og aðrir hreppar kjördæmisins fengu
í tæka tíð áskorun um, að taka þátt í
fnndinum og kjósa fulltrúa til hans.
G. H. P.J. Ó.O.
Afsökun.
Herra ritstjóri »Þjóðólfs«!
Ekki ætla eg að grípa fram fyrir hend-
ur þfnar að svara grein V. G. í Þjóðólfi
20. þ. m. En eg vil út af athugasemd
þinni láta í ljósi, að mér lfkar vel — og
svo er um marga — að blaðið sé ekki
lokað fyrir andmælum þeirra skoðana,
sem blaðið aðhyllíst.
Sé maður viss um málstað sinn, og
treysti sér að verja hann, er gott að fá
andmæli. Þau skýra málið.
Mér þykir leiðinlegt, að Vigfús minn í
Engey hefir ekki haft tíma til að minn-
ast á neitt, sem máli skiftir, af því sem
eg fann að hjá honum. Eg var fyrir löngu
(í Þjóð., 2. bl. á eftir) búinn að leiðrétta
vegalengdarvilluna, og símamálið mintist
eg aðeins á sem dæmi, m. fl., svo þau
atriði skiftu ekki máli. Því síður það,
hvar menn hafa áfangastaði, hve langt
má fara á 16 stundum með óákveð-
inn þunga að »undanskildum« hvíldum
(eða skyldu þær ekkert lengja tímann?),
ne það, hvort V. G. hefir fundið til kinn-
roða eða ekki, fyrir afskifti sín af síma-
málinu, úr þvf hann kannast ekki við
»vanþekkingu« sfna á þvf. Hefi eg
þvf ekki ástæðu til að skifta mér neitt af
svari hans frá járnbrautarmálsins hlið.
Eg er hræddur um að andmæli mín
hafi komið öðruvísi við minn góða V. G.,
en eg vildi, eða hann misskilið tilgang
minn, og það vil eg mega leiðrétta.
I innganginum eru orðatiltæki, sem eg
kann ekki við, út af þræddu almennu
máli, eins og grein mín var, nfl. orðin
»sjálfsálit . . . deilur um menn og flokka
. . . getsakir . . . háðglósur . . . skítkast*
o. s. frv. — og síðar »vera svo mál að
svaras o. s. frv.
Hreinskilnislega, eins og mér er best
lagið, skal eg þá skýra frá hvernig á því
stóð, að eg »svaraði« honum.
Þá er eg hafði lesið 1. kafla greinar
hans í ísaf., sagði eg við sjálfan mig:
»Nú er Vigfús minn að hlaupa í gönur.
Eg skal gera honum greiða: hnippa dá-
lítið í hann nú þegar, ef ske kynni, að
að hann áttaði sig. Ef að vanda lætur,
er þetta ekki svo fljótt búið í ísaf., og
getur hann þá bætt sig á sfðari köflunum,
ef hann vill«, — Og svo greip eg penn-
ann til að »hnippa í hann«. En með
því eg hefi ætfð, síðan eg kyntist V. G.
fyrst, haft mætur á honum, var það fjarri
mér að vilja gera honum ilt: geta neinna
saka, hæða hann, né hefja persónulega
eða flokkalega deilu. Hafi hann eða
nokkur getað skilið orð mín svo, þá er
það af óheppni minni eða vanþekkingu.
T. d. mundi eg ekki lifandi vitund eftir,
að hann hefði komið nálægt sfmamáls-
andþófinu, fyr en kunningi okkar beggja
minti mig á það (20. þ. m.).
Það er háttur minn, þá er eg rita um
þyrrið umtalsefni, að skrifa létt, liðugt og
dálftið glettið, til að gera málið læsilegra;
því það má vera okkar mesta mein, blaða-
skrafaranna, ef enginn vill lesa eftir okk-
ur. En þetta þola sumir ekki, sem ekki
hafa lag á, að »svara f sama tón«.
Til að sýna það, að ekki var meining
mín, að fara illa að V. G., eða illa með
hann, ætla eg nú að láta þessari grein
hans ósvarað — eins og hann þó 1 e g g u r
sig á skurðarborðið, og býður sig fram,
til að »takast í gegn« 1 ,
Eg vil alls ekki firta hann frá að skrifa;
en eg hef það álit á sjálfum mér, að eg
sé ekki ofgóður til að rétta nýtum dreng
hönd, ef eg þykist sjá, að hann er að
fara sér að voða.
Og þótt batamerki sjáist ekki á þessu
svari V. G. til mín, vona eg samt að
hann hafi gott af því framvegis, að eg
>hnipti f hanm.
Féþúfan.
»Féþúfa varð símalagningin einstökum
mönnum«, segir V. G. — Fáa veit eg
þá, er á henni græddu, framar algengum
vinnulaunum, og er eg k'unnugri því,en
hann.
En þetta mun vera meint til mín, og er
Vigfús minn ekki einn um þá hugsun.
Einhver »Norðurlands«-höf. hefur sagt, á
þingeysku(?) skrúðmáli,að Hafsteinsstjórn-
in hafi »kastað í mig beini«, og fleiri hafa
mælt f lfka átt.
Því máli er enginn kunnugri en eg; en
það get eg rökstutt, að fyrir starfsemi
mína til framkvæmda landsímalagningar-
innar t a p a ð i eg beinlínis a. m. k. 900
kr. og fékk auk þess þann heilsuhrekki,
er eg bý að og bíð baga við alla æfi, er
einnig hlýtur að verða talsvert styttri
þess vegna; svo eg veit ekki til, að neinn
hafi lagt meira f sölur fyrir það
fyrirtæki, en einmitt eg.
Kenning.
Son minn!
Þú skalt ekki fæðast fyr, en fullþroska
þú ert,
og farðu ekki’ að rumskast, nema glað-
vakandi sjert;
heilsubótarmeðal aðeins heilbrigðum sé
veitt;
og horfðu ekki’ í bók, fyr en þú kant
að lesa greitt;
snertu ekki’ á penna, fyr en »skrifar
skýrt og rétt«,
og skift’ þér ekki’ af árum, fyr en »dag-
leið« rærð’ í sprett’.
Og heimska er að byggja vegi, brýr og
skip og — »höfn
við Bakkann eða Stokkseyri*, þótt róleg
sé þar dröfn;
því »búast má við því, að verði biðin
ekki löng«,
uns berast menn á öldum »lofts« með
»flokka«-sigursöng!
»Bfðum! bfðum, bfðum«.
23/s — ’io.
B. B.
Vestur-jsUnðingar
mótmæia Landsbankaráðstöfunum
Björns Jónssonar.
Hinn 5. f. m. flytur blaðið »Lögberg«
svohljóðandi fundargerð:
»Þann 30. Mars 1910 var fundur hald-
inn að Leslie, Sask, til að ræða um
stjórnmálaástand Islands, og sérstaklega
um framkomu núverandi ráðherra, Björns
Jónssonar, f bankamálinu.
Til fundarstjóra var kosinn dr. Sig. Júl.
Jóhannesson, og til skrifara Grímur Lax-
dal.
Eftir að afstaða þessa máls hafði ver-
ið rædd og skýrð eftir föngum fyrir fund-
armönnum, með tilvitnunum til laga frá
18. Sept. 1885 og 9. Júlí 1909, sem hvort-
tveggja virðist benda til þess, að ráð-
herra í framkomu sinni gagnvart fyrver-
andi bankastjórn hafi gengið feti framar
en lög leyfa, var borin upp og samþykt
í einu hljóði eftirfarandi
Yíirlýsing.
Sökum þess, að vér viljum vera sannir
íslendingar, þótt vér búum fjarri ættjörð
vorri, og
sökum þess, að oss hryggir alt það,
sem þjóð vorri og landi voru er til hnekk-
is og vansæmdar, og
sökum þess, að vér lltum svo á, að
Björn Jónsson, núverandi ráðherra íslands,
hafi sýnt það og sannað, meðal annars
með afskifturn sínum af Landsbankanum
og framkomu sinni við fyrverandi banka-
Aðalfnndur Áburðarfjelagsins
verður haldin í B-árbúð föstudag-
inn 10. Júní, kl. 7 e. h. Reikning-
ar framlagðir. Áríðandi fjelagsmál
rædd. Stjórn og endurskoðunarmenn
kosnir. STJÓRNIN:
stjórn, að hann sé alls ekki þeim vanda
vaxinn, sem stöðu hans er samfara;
vottum vér hér með innilega samhygð
vora þeim mönnum á íslandi, er krefjast
þess, að þing verði kallað saman á kom-
andi sumri, og ráðherraembætti fengið í
hendur færari manni«.
Ovenju sorglegur atburöur.
Móðirin finnur þrjú elstu börnin sín
druknuð í krapablá.
Á annan í hvítasunnu vildi það hörmu-
lega slys til, að þrjú börn þeirra hjóna
Þórðar bónda Þórðarsonar á Þorbrands-
stöðum í Vopnafirði (bróður séra Einars
á Bakka) og konu hans Bergljótar Gests-
dóttur, systur frú Sigrúnar, konu Stefáns
Eiríkssonar hins oddhaga, druknuðu í
krapablá, örskamt frá bænum.
Heima á bænum var svo ástatt, er
sorgarleikur þessi gerðist, að Árni hrepp-
stjóri Steinsson á Brúnavík f Borgarfirði
austur, náfrændi húsmóður, kom í kynnis-
för til frændfólks síns þar, um miðja að-
faranótt 2. dags hvítasunnu, og svaf vært
fram eftir um morguninn. Móðirin hafði
fært börnin í hátíðaklæðin og sagt þeim
frá komu frænda þeirra, og má geta
nærri, hvort börnin hafi ekki hlakkað til.
Elstu börnin þrjú, Sigrún 11 ára gömul,
Hjördfs 9 ára og Gestur 8 ára, gengu út
að leika sér um morguninn, og með þeim
systir þeirra, er Þóra heitir, nokkru yngri.
Að litlum tíma liðnum kom Þóra ein til
baka; en engum datt annað í hug, en að
hin börnin væru einhversstaðar að leik-
um í grend við bæinn.
En þegar gestur fjölskyldunnar, Árni í
Brúnavík, vaknar, hygst húsfreya að sýna
honum börn sín; svipast hún eftir þeim.
en finnur hvergi; fara síðan fleiri að
leita; faðir húsfreyu, bændaöldungurinn
Gestur Sigurðsson, nágrannabóndinn Ein-
ar Helgason 1 Teigi o. fl., en finna ekki.
En á meðan þeir eru á brottu, reikar
móðir barnanna, húsfrú Bergljót, upp á
melkamb, sunnan við bæinn; sér hún þá
ofan á höfuð Hjördísar litlu, í bolla ein-
um fullum af krapi; þykist hún þá vita
hvers kyns sé. Snýr heim til bæar, nær
í karlmennina, sem þá voru heim komnir,
og segir þeim hvernig komið var. Fer
síðan alt fólkið upp að bollanum; en afi
barnanna, Gestur Sigurðsson, nær þar
upp úr krapinu tveim þeim yngri — en
elsta barnið, Sigrún, var sokkin, og náðist
ekki lfk hennar, fyr en krapabláin hafði
verið rist fram.
Börnin hafa víst leikið sér þarna oft
áður, og hafa að líkindum í þetta sinn
rent sér niður eftir fönn, er var sunnan
við bollann, en hvítur íshroði hefur legið
yfir þessum afarfátíða feigðarhyl — og
þau þessvegna ekkert óttast.
Alveg óvenjulega nærgöngult má það
vera fyrir móðurina, að þurfa að draga
þrjú efnileg börn sín upp úr krapablá, —
öll saman dáin.
Beiskjublandin hefir hvítasunnugleðin
verið foreldrum hinna látnu systkina, afa
og ömmu, og annara ástvina í þetta sinn.
E. P. J.
íþróttafélng Reykjavíkur
sýnir leikfimi í portinu við Barnaskólann
kl. 2 á morgun. Aðgangur 25 aura.