Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 1

Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 8. Júlí 1910. JS 28. €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Khöfn 5. Júlí. Nýa dansba ráðaneytið. Það er þannig skipað: Claus Berntsen yfirráðherra og varnar- málaráðherra, Ahlefeldt-Laurvigen utanríkisráðherra, N. Neergaard fjármálaráðherra, Fr. Biilow hæstaréttarmálaflutningsmað- ur, dómsmálaráðherra, Anders Nielsen landbúnaðarráðherra, Jensen-Sönderup innanríkisráðherra, Thomas Larsen samgöngumálaráðherra, Jacob Appel lýðháskólastjóri frá Askov, kenslumálaráðherra og Oscar B. Muus stórkaupm., verslunar- málaráðherra. * Einungis þrír af þessum mönnum hafa ekki áður setið í ráðherrasæti. Þessir þrír eru O. B. Muus stórkaupmaður (f. 1847), er verslun hefir rekið hér á landi, Appel lýðháskólastjóri og Biilow hæsta- réttarmálaflutningsmaður, er varði þá ráð- herrana Christensen og Berg, er ákærðir voru fyrir ríkisdómi. Hann er ungur maður að aldri, ekki nema 38 ára gam- all, og yngstur hinna núverandi ráðherra. Hinir ráðherrarnir sex hafa allir tylt sér snöggvast í ráðherrasæti áður en gjör- breytingaflokkurinn (radikale) tók við stjórninni f fyrra haust. En ekki.sátu þeir að völdum nema nokkuð á annað ár, þeir er lengst komust, Neergaard og Anders Nielsen, og var hinn fyrnefndi lengst af ráðaneytisforseti, en einn þeirra (Thomas Larsen) varð ekki nema mánaðar- gamall í tigninni. Núverandi stjórn hefir réttan helming fólksþingsins (neðri deildar) með sér. Það er því ekki að vita, hversu langgæð hún kann að verða. Dr. Rolf Nordenstreng ritar í »Aftonbladet« (í Stokkhólmi) um íslensk stjórnmál. Fellir hann mjög þung- an dóm yfir stjórnarflokknum og telur fyrirlestrastarf Bjarna frá Vogi aumlegt og óábyggilegt. * Khöfn 7. Júlí. Krabbe og gjörbreytingaflokburinn. Gjörbreytingaflokkurinn (»radikale«)hef- ir neytt Krabbe til þess að ganga úr flokknum og leggja niður þingmensku vegna þess, að hann var sæmdur kammer- herranafnbót eftir ósk sjálfs hans. * * * Kristofer Krabbe var landvarnarráðherra f Zahle-ráöaneytinu, er nú fór frá völdum í Danmörku. Hann var elstur þingmanna í þeim flokki (kominn undir áttrætt) og mest virtur. Eru það þvf eigi alllítil tíð- indi, að hann skuli hafa verið neyddur til að ganga úr flokknum og leggja niður þingmensku. Zahle-ráðaneytið tók upp þá uýbreytni að klæðast ekki einkennis- búningi og veita ekki orður og titla, nema af mjög skornum skamti. Má telja það góða reglu og lofsverða, en hálf- undarlegt, að hún skuli vera gerð að slíku meginatriði, að besti maður flokksins skuli vera hrakinn úr honum fyrir þann hégóma, að hann tekur við kammerherra- nafnbót. Barnajrxðslumál. Eftir séra Jóh. L. L. Jóhannesson. Svör til Brynjólfs og Finns »g sr. Ófeigs, og svo ineira. II. Grein Finns gengur og öll í þá átt, að rífa niður það, sem eg hef sagt um galla þeirrar fræðslu og er ekkert um slíkt að fást, en ókosturinn á grein Finns er það, að hann beitir stundum útúrsnúning meira en rökum gagnvart máli mínu; á slíku græðir þó enginn, hvorki menn né málefni. I ritgerðinni hafði eg sagt, a ð a 1 - ment hefði h e i m a f r æ ð s 1 a n aldreináð lengra, en að gera börnin nokkurn veginn staut- andi og að láta þau læra s p u r n i n g a k v e r i ð utanbókar í þ u1u. Það er nú auðsætt, að með þessu á eg við það eitt, að börnin hafi lært kverið þannig, að þau k u n n i þ a ð áeftir í þulu utanbókar, en allseigi hitt, að þeim hefði verið kent kverið b ó k a r 1 a u s t, en þó snýr Finnur þessu þannig sem eg hefði sagt, að börnin hefðu eigi numið barnalærdóminn á kver- unum, heldur með munnlegri kenslu. En slíkt datt mér eigi í hug að segja, þótt afarmörg dæmi væri fyrrum til slíks kver- náms. Hafi hér verið óglögt orðalag hjá mér, þá er víst um það, að Finnur hefir eigi lesið í málið. En svo spyr hann, hvar börnin, sem eg hafi fermt, hafi lært skrift og reikning. Nefnilega, hvort það hafi verið í barnaskólum eðavið heimatilsögn, skilst mér helst. En því er fljótsvarað, að flestöll þeirra hafa lært þetta hjá f a r k e n n u r- u m og því hvorki í barnaskólum né við heimilisfræðslu. Samt má vissulega telja farkensluna til skólakenslu fremur en heimilafræðslu. Ekkert veiteg.hvað Finnur kallar stórlýtalausan lestur, né hversu víða hann er kunnur, en varla þekkir hann í þessu efni mikið víðar til heldur en eg. Skilja hlýtur hann, að eg hafi kynst unglingum og fólki yfirleitt víðar að, en úr þessu prestakalli. Hann segir, að sumir unglingar fyrrum hafi kent sér sjálfir skrift og reikning. Mér vitanlega hefir enginn neitað því. En ef þetta á að sýna óþarfleik allra fræðslulaga, þá skil eg eigi, að Finnur fái marga á band sitt. Að minsta kosti haggar þetta eigi einu orði af því, sem eg hefi sagt um ónógleik heimilafræðslunnar alment, til að menta fólkið f landinu. Það er sorglegt, að jafnmætur maður, sem kunningi minn Finnur, skuli gerast sem einn af þeim sljóskygnu mönnum, er kalla það að skamma almúg- a n n, þegar rithöfundar segja afdráttar- laust til gallanna hjá þjóðinni, alveg eins og þeim finst sannast og réttast. Sann- sýnir menn hljóta þó að skilja, að slfkt hræsnislaust aðfundningarmál er alls eigi flutt í eigingjörnum tilgangi, né til að dramba af yfirburðum sínum, heldur í þeim góða tilgangi að laga meinin hjá þjóðinni. Eg man eftir öllu því illgjarna uppnámi hérna um árið, er varð út af orðum Guðmundar skálds Friðjónssonar um veikleik íslenskra kvenna gagnvart útlendingum. Það var eigi sparað að rangfæra orð mannsins, leggja þau út á verra veginn til að geta inn í þau skap- að alt annað en hann vildi segja með þeim, en hvað það var, hlaut hverjum góðgjörnum lesara að vera bersýnilegt. Maðurinn var að finna að einum alt of- sönnum þjóðlesti, (sem íslenskir karlmenn eru líka samsekir í), og þetta gerði hann vitanlega f því augnamiði, að heldur yrði umbætt. En svona gekk með þetta þá og svona er það þvf miður enn hjá of- 'mörgum. Eg hafði á einum stað í ritgerðinni sagt, »að það eitt væri sönn mentun, sem elskar kristin- dóminn og virðir líkams- vinnuna«. Trúlegt væri nú, að þessi setning hefði mátt standa óáreitt hjá trúuðum manni, svo sem eg hygg Finn vera. En eftir að hafa tekið þessi orð upp eftir mér, segir hann: »Þetta er það sem prestarnir hafa verið að kenna, eru að kenna og eiga að kenna íslensku þjóðinni, og mætti því ætla, að húnværi eigi alveg mentunarsnauð«. Hvað segja menn nú um svona rökfærslu ? Beint eftir orðum mínum átti eg augsýnilega við þetta, »að sú mentun ein væri sönn, er hefði þetta hvort- tveggja til að bera«. En hina vitleysuna datt mjer náttúrlega ekki í hug að segja, að það eitt út af fyrir sig, að elska kristindóm- inn og virða líkamsvinnuna, væri sönn mentun, þótt alla fræðslu vanti. Orð mfn gefa ekk- ert efni í þann skilning. Svo þótt gert sé ráð fyrir því, að prestarnir hafi dyggi- lega kent íslensku þjóðinni þetta og líka hinu, að fólkið hafi rækilega gert þetta, þá er alls eigi þar með sagt, að þjóðin sé mentuð. Þvert á móti er víst, að hún er það ekki (hversu gott sem um hitt er), ef nægilega fræðslu í öðru vantar. Svona fella orðaflækjurnar sjálfa smiði þeirra, þegar minst varir. Ekki segist Finnur vita nokkurt dæmi til þess, að góður prestur hafi verið óhæfur barnafræðari, og ætlar hann sér bersýnilega með þessu að sanna það, að gott sé að prestarnir hafi hina almennu barnamentun á hendi, semeg af mörgum ástæðum hefi álitið vera fjar- stæðu, eins og nú er komið í landinu. En hér er sá skuggi í málinu, að orðið barnafræðari getur haft fleira en eina merkingu og þá þarf að vita í hverri þeirra það er haft. F'innur notar orðið þarna auðsýnilega í þeim báðum merk- ingum, er það hefir; slíkt gerir hugsun- arvillu. Þegar talað er um presta og trú- fræðslu þeirra, er það orðin föst mál- venja, að orðið er eingöngu haft í þeirri merkingu: »hann er góður að fræða börnin í kristindómin- um«, en aldrei f sömu merkingu sem »góður barnakennari svona al- ment«; en Flnnur hefur það í máli sínu líka í þeirri þýðing, en sem ekki getur verið rétt samkvæmt áðursögðu. Sé aft- ur um ýmiskonar fræðslu að ræða, er stundum sagt um þenna eða hinn, (hvort sem hann er prestur eða annað), að hann sé »góður að fræða börn«, og þá þýðir orðið sama sem »góður barnakennari*. Frá sjónarmiði málfræðinnar, er það eðlilegt, að orðið hafi, er um presta ræðir, fengið þessa sérstæðu merkingu, af því kristindómskenslan var hér um bil eina fræðslan, er þeir veittu. Eg er nú náttúrlega samdóma því, að góður prestur sé líka góður barnafræðari í orðs- ins sérstöku merking (0: fyrir kristindóm- inn). Aftur er alls eigi víst, að hann sé um leið góður barnafræðari, ef það tákn- ar sama sem góður barnakennari í ýms- um námsgreinum. Orð mín um þetta atriði eru því alveg óhrakin fyrir þessu tali um góðu prestana. Skattamál. Einsogkunnugter, varákveðið á alþingi 1907, að skipa 5 manna nefnd til að endurskoða skattalög landsins. Nefndin vann á árinu 1908 allmikið að þessu starfi og afgreiddi það ár, síð- ari hluta sumars, tillögur sínar og 17 laga- frumvörp til stjórnarráðsins. Alþingi 1909 treysti sér ekki til að taka lagafrumvörp þessi til meðferðar yfirleitt; aðeins einu lagafrumvarpinu kipti það út úr hópnum, frumvarpinu um sóknargjöld, og gerði það að lögum með litlum breytingum. En skattamálanefndin hafði í niðurlagi bréfs sfns, dags. 19. Agúst 1908 kveðið svo að orði: »Um leið og málið, eins og það nú liggur fyrir, er afgreitt til stjórnarráðsins, geymir nefndin sér rétt til að taka það til nýrrar athugunar og endurskoðunar eftir þeim bendingum frá þjóð og þingi, er síðar kunna að koma fram«. Þennan »geymda rétt« hefir nú skatta- málanefndin notað sér nýlega, haldið fund á Akureyri í Júnímánuði síðastliðn- um, og eftir því sem stjórnarblöðin, Norð- urland og ísafold, skýra frá, heldur hún fast við hinar fyrri tillögur sínar (o: laga- frumvörp þau, er hún hefir áður samið). Þá viðbót vill hún þó gera láta við tolllagafrumvarp sitt, »að upp í það verði tekin óáfeng ávaxtavín, með 50 aura tolli af hverjum potti eða þrem pelum«. Nefndarmenn tóku aðallega til fhug- unar, á hvern hátt landssjóði verði heppi- legast bættur upp sá tekjumissir, er leiðir af samþykt aðflutningsbannslaganna. Hún segir: »Þann tekjumissi má eðli- lega bæta upp á marga vegu, en nefndin hefir sérstaklega tekið 3 ráð til íhugunar, og hefir þeirra allra heyrst getið áður. Ráðin eru þessi: x. að leggja á farmgjald af aðfluttum vörum, svo sem um var talað á síðasta þingi. 2. að leggja á alment verslunargjald, og 3. að hækka toll á kaffi og sykri*. Þó þorir nefndin ekki að ráðleggja neitt ákveðið um það, hvern kostinn þessara þriggja taka beri. Hún telur

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.