Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. neitt sé hægt að sanna; en likur þyki mér rhér frekar til, að svo hefði ekki orðið, og líkurnar byggi eg á þessu. B. J. var sá eini af'ísl. blaðamönnum, austan hafs og vestan, sem sýndist þurfa að átta sig á því, á hvora sveifina hann ætti að hall- ast. Allir aðrir óháðir ritstjórar — þar á meðal H. Þ. ritstjóri Þjóðóls, ÞorsT. J. G. Skaftason ritstj. Austra — sem fylgdu þó báðir Hafstein að málum, að mestu leyti, alt fram að þessum tíma — tóku eindreg- ið 1 strenginn móti frv. í sama blaðinu og þeir birtu það. í þessu tilfelli þurfti eng- inn að sjá önnur skjöl eða skilríki en frv. sjálft; svo ber voru innlimunarákvæðin í þvf. Síðan B. J. varð ráðherra, sýnist hann frekar hafa ótta af Dönum, eða í það minsta ekki vilja gera mikið á móti vilja þeirra. Er forsetaförin þar gott sýnishorn, og þá ekki síður auðsveipni hans, að því er botnvörpusektirnar og viðskiftaráðu- nautinn snertir. Fyrir þessa auðsveipni við vilja Dana, — og sem óvíða kemur betur framj en í bréfi hans til utanríkis- ráðherrans, út af B. J. frá Vogi — hefir hann líka fengið rnarga sjálfstœðismenn á móti sér, þar á meðal stúdentana í Höfn, sem manna mest börðust á móti upp- kastinu. Að þessu athuguðu tel eg mikið tvísýni á, að B. J. hefði orðið Sk. sammála í nefnd- inni. Fyrir mitt leyti hefði mér ekki kom- ið til hugar að treysta honum betur en t. d. Stefáni kennara. Þá þykir NI. það fullyrðing, er eg segi, að ýmsar stjórnar- ráðstafanir mundu hafa snúist öðru vísi í höndunutn á „jafngætnum manni og Sk. Th. er“. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Skúli hefir litið alt öðrum augum en B. J. á þær stjórnarráðstafanir, er hæstum hvelli hafa valdið. Skúli vítti eindregið lausmælgina í Höfn. Það mun engum detta í hug að halda því fram að sú „komedía" hefði verið leikin þar, ef Sk. hefði orðið ráðherra. Líkt er að segja um bankarannsóknina. Hann hafði ekki á móti henni, en vildi láta hana fara fram í kyrþey. Sjálfsagt hefði það verið miklu hyggilegra og heppilegra, en alt mátt laga það er aflaga fór, alveg eins fyrir því, og engu síður. En þá hefiði að öllum líkum hávaðinn orðið miklu minni, en raun hefir orðið á, og scm er þjóðinni til stórrar minkunar. B. J. braut líka eina almenna reglu við skipun nefndarinnar — sem tíðk- ast í það minsta hér — nfl. þá, að skipa 1 nefndina menn, er náðir voru öðrum aðilanum, menn úr stjómarráðinu (og þá ekki færri en 2 af 3), undirmenn sína. Hér er það talin stjórnfarsleg ogjsiðferðis- leg skylda, þegar þannig lagaðar nefndir eru skipaðar, að allir nefndarmennimir séu al- gerlegaóháðir báðum málsaðilum. Ekki ó- svipað má segja um fleira, er B. J. hefir sætt rnestum ákúrum fyrir, Sk. hefir litið á það alt öðrum augum, þó ekki hvað síst alla framkomu, er snertir sjálfstæðismálið. Getur nú hver maður séð, að A. J. J. lítur svo á, sem frammistaða „af- reksmannsins“í erísafold nefnir svo, hafi ekki verið svo óaðfinnanleg, sem blað þeirra ráðherra segir. Hér er ekki heldur flokksæsingu eða hlutdrægni til að dreifa, því að maður þessi ill- mælir H. Hafstein og hans flokki á margar lundir, bæði út af frumvarpi milliríkjanefndarinnar og ýmsu öðru. Afleiðing þessarar gagnrýni A. J. J. á „afreksmanninum", ráðherranum.hlýt- ur að verða sú, að hann (A. J. J.) hlýtur að fella svipaðan dóm yfir „hfls- körlum“ hans, er nú vilja verja hann og halda honum uppi, þrátt fyrir stefnu- Þreytingar hans, er A. J. J. rökstyður svo vel, og misstig hans, bæði í um- Sengni hans við Dani (sbr. blíðu-atlot hans við þá í forsetaförinni, botnvörpu- sektirnar og sendiherramálið Bjarna Cgcjari (Slaessen jfirréttarmálaflntflíngsiDaDiir. Pógthnsstræti 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—c. Tals. 16 frá Vogi), og í sumum stjórnarfram- kvæmdum hans hér (t. d. alt Thore- félagsbraskið, bankamálið o. m. fl.). Þegar A. J. J. ræðst að heimastjórn- arflokknum, þá lítur hann vitanlega of einhliða á málavöxtu. Og þá er hann góður hjá Isafold. Eftir er að vita, hvort hann er jafngóður, þegar hann tekur sér fyrir hendur að „kriti- sera“ stjórnarháttu „afreksmannsins". En það eitt, að hr. A. J. J. sér og birtir annmarka þá, er hann finnur í fari „afreksmannsins", Björns Jónssonar ráðherra, sýnir, að hr. A. J. J. vill vera óhlutdrægur. Og honum tekst líka furðanlega vera það, þar sem hann lýsir framkomu Björns Jónssonar. A. J. J. vildi láta hr. Sk. Th. yerða ráðherra. Það er líka hætt við, að atferli hans gagnvart Dönum í Dan- mörku hefði orðið samrímanlegra fram- komu hans í garð þeirra hér heima. Eins er ekki ólíklegt, að hann hefði orðið nokkru hávaðaminni í stjórn sinni hér heima en B. J„ og hefði þó eigi orðið óþarfari. Ritstj. Norðurl., Sig. Hjörleifsson, bróðir Einars skálds Hjörl., sem allir þekkja, er að baslast við að verja ráð- herrann fyrir A. J. Johnson, en það er af veikum mætti gert. Ritstj. Norðurl. finnur auðsjáanlega til þess, að það er ekki auðvelt starf, að verja sumar að- gerðir Björns Jónssonar, og stefnubreyt- ingum hans — eða stefnuleysi, eins og A. J. J. kallar það — verður ekki vel mótmælt. Isaf. talaði stundum eflaust svo, að sjálfum B. J. mætti nú þykja nóg um. — Auðvitað gefur A. J. J. hvergi í skyn, að B. J. hafi breytt stefnu af öðru en saanfæringu í það og það skiftið. Honum þykir aðeins lítt teyst- andi þeim manni, er sannfæring hans er svo laus fyrir, að hún breytist áður en atvikin hafa breytst svo frá sjónar- miði almennings, að grundvöllurinn sé fallin undan henni. Þess vegna hafa mörgum komið skoðanabreytingar hr. B. J. á óvart. Þeir sem betur hafa þekt manninn, hafa þó oft getað skilið þær. Þeir vissu, að maðurinn var ákaflega 'or- geðja, fljótur að átta sig á yfirborðs- atriðum hvers máls, fljótur að taka af- stöðu, mjög oft fremur af tilfinningum sínum en skynsemd — líkt og konur. Svo blés ef til vill úr annari átt um sama málið. Þá komst sveifia á til- finningar mannsins. Þá fanst honum alt hið síðara réttara hinu fyrra. Þannig stendur á hinum mörgu og snöggu skoðanaskiftum hans. Hr. A. J. Johnson þekkir Iíklega ekki B. J. nægilega, og því hefir hann eins og hálf furðað sig á framkomu B. J. síðan hann varð ráðherra. Hon- um hefir gramist ósamræmið. En flokksmenn B. J. þektu hann, margir þeirra að minsta kosti. Þeir vissu, hversu maðurinn var veikur fyrir að þessu leyti — þrátt fyrir góða kosti aðra, sem flokksmaður. Þeir hefðu þess vegna ekki átt að gera hann að ráðherra, ekki einungis vegna hans sjálfs, heldur líka vegna flokksins. Það er víst, að þeir gátu fundið marga í flokki sínum betur fallna til ráðherrastöðunnar en B. J. Og ef til vill voru flestir í flokknum honum betur fallnir til þeirrar stöðu. ]3ankamálið dæmt í yíirdómi. I ____ Landsbankinn var 11. þ. m. dænidur að greiða Kristiáni Jónssyni gæslustjóra- laun frá 1. Jan. síðasíl, Dóminn í heild sinni birtum vér hér orðréttan. Eftirrit úr (lúmabók hins kgl. íslenska lands- jfirdóms. Ár 1910, mánudaginn 11. Júlí var í landsyfirdóminum í málinu: (23/1910). Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson bankastjórar gegn Kristjáni Jónssyni há- yfirdómara kveðinn upp svofeldur dómur: Með úrskurði fógetaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum 4. Jan. þ. á., var stefnda Kristjáni Jónssyni háyfirdómara eftir kröfu hans, en gegn mótmælum áfrýj- endanna, þeirra Björns Kristjánssonar og Björns Sigurðssonar bankastjóra, veittur aðgangur að húsi Landsbankans, bókum og skjölum, til þess að hann gæti framkvæmt . eftirlitsstarf sitt, sem gæslustjóri bankans, og var úrskurður þessi staðfestur með landsyfirréttardómi 25. apríl. þ. á. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp, krafðist stefndi þess af áfrýjendum, að þeir greiddu sér af fé bankans gæslustjóralaun fyrir Janúar- mánuð 1910, T/x2 hluta af 1000 kr. eða 83 kr. 33 aura, sem venja hefur verið að greiða fyrir fram i byrjun hvers mánaðar. En áfrýjendur synjuðu hon- um um þá greiðslu, og höfðaði hann þá mál þetta á hendur þeim fyrir hönd Landsbankans fyrir bæarþingi Reykja- vikur; lauk því með dómi þess réttar, uppkveðnum 7. april þ. á., þannig, að áfrýjendurnir voru samkvæmt kröfu stefnda dæmdir til að greiða honum 83 kr. 33 aura með 6% ársvöxtum frá 6. Jan. 1910 til borgunardags og í máls- kostnað 25 krónur. Þessum dómi hafa áfrýjendurnir skotið til yfirdómsins með stefnu dags. 23. april þ. á. og krafist þess, að hann verði með eða án heimvísunar úr gildi feldur og honum hrundið og breytt þannig, að þeir verði algerlega sýknaðir af kröfum stefnda, og að hann verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir báð- um réttum eftir mati yfirdómsins. Aftur á móti er það krafa stefnda, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur í öllum greinum og honum dæmdur máls- kostnaður eftir mati réttarins. í fyrgreindu úrskurðarmáli var því haldið fram af hálfu áfrýjéndanna, að stefnda hefði verið vikið frá gæslustjóra- starfinu við Landsbankann til fullnaðar með stjórnarráðstöfun 22. Nóv. f. á„ og ætti hann úr þvi engan rétt á að taka neinn þátt í stjórn bankans. Sömu skoðun halda áfrýjendur enn fram í þessu máli, þó að eigi séu færð nein ný rök fyrir henni; en með þvi að þessi skoðun í fyrtéðum landsyfirréttardómi var eigi talin á rökum bygð og henni því hrundið, verður þetta málsatriði, sem er útkljáð með óvefengdum dómi, eigi tekið til úrlausnar af uýu í þessu máli. En jafnhliða, eða til vara, halda áfrýjendur því fram, að stjórnarráðstöf- unin 22. Nóv. hafi verið gerð með heim- ild í lögum um stofnun Landsbanka 18. Sept. 1885, 20. gr„ og hana beri því að skilja þannig, að hún nái eigi lengra eða sé eigi víðtækari en þetta laga- ákvæði heimilar, en þó að það eigi á- lítilst veita landstjórninni frekara vald heldur en til þess, að víkja stefnda frá um stundarsakir, þá setji lögin þó engin ákveðin takmörk fyrir því, hvað orðin »um stundarsakir« tákni langan tíma innan tímabilsins til næsta þings, en um nauðsynina á þvi, að láta frávikninguna standa lengri eða skemri tíma, verði landstjórnin ein að taka ákvörðun, og hún h^þ látið í ljósi, að frávikningin skuli standa fram yfir til 1. Jan. þ. á. ii5 Vald landstjórnarinnar samkvæmt bankalögunum 1885 til að víkja frá gæslustjórum bankans um stundarsakir var afnumið með lögum nr. 12, 9. Júlí 1909 um breyting á fyrnefndum lögum, en stefndi lítur svo á, að ráðstöfun | stjórnarráðsins 22. Nóv. f. á. geti ekki ! átt sér lengri aldur en lagaheimild sú, er hún var bygð á, og hún hafi því verið á enda, þegar síðarnefnd lög gengu 1 gildi 1. Jan. þ. á. Stefndi var kosinn gæslustjóri Lands- bankans á alþingi 1905 um 4 ár frá 1. Júlí 1906 til jafnlengdar 1910 og aftur á alþingi 1909 um næstu 4 ár til 1. Júlí 1914. Við hinni fyrri kosningu var ekkert haggað á alþingi 1909, þó að stofnlögum bankans væri þá að ýmsu leyti breytt, sérstaklega ákvæðunum um stöðu gæslustjórauna við bankann. Sú kosning átti því eftir tilætlun alþingis að standi í fullu gildi kosningartímann á enda til 1. júlí þ. á. í annan stað er það vafalaust, að hin nýa skipun á bankanum, sem gerð var með lögum þessum, átti að koma til framkvæmdar í öllum greinum um leið og lögin gengu í gildi. Bráðabyrgðarráðstöfun stjórnar- innar, frávikning stefnda um stundar- sakir 22. Nóv. f. á„ varð því að falla niður 1. Janúar þ. á. af því að eng- in heimild er fyrir henni í hinum nýu bankalögum, sem komu til framkvæmd- ar þann dag. Það er eftir þessu rétt álitið í hinum áfrýjaða dómi, að um- boð stefnda sem gæslustjóra frá 1. Jan. þ. á. verður að meta eftir lögunum frá 1909, og að honum því beri gæslustjóra- laun fyrir Janúarmánuð þ. á„ sem hann hefur krafist, en um upphæð þeirra, kr. 83,33, er enginn ágreiningur. Það ber því að taka kröfu stefnda til greina, eins og bæarþingsdómurinn hefur gert, og með því að yfirdómurinn einnig felst á málskostnaðarákvæði dómsins, ber að staðfesta hann í öllum greinum, ogeftir þeim úrslitum þykir rétt, að áfrýjendur greiði stefnda og málskostnað fyrir yfir- dómi, er ákveðst 30 krónur. Því dæmist rétt vera: Bæarþingsdómurinn a að vera órask- aður. Áfrýjendurnir Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson bankastjórar fyrir hönd Landsbankans greiði stefnda Krist- jáni Jónssyni háyfirdómara 30 krónur 1 málskostnað fyrir yfirdómi. Dóminum ber að fullnægja innan & vikna frá löglegri birtingu hans að við- lagðri aðför að lögum. 1 stað justitiarii. Jón Jensson. Rétt eftirrit staðfestir Reykjavík 11. júlí 1910 Halldór Daníelsson. Ritlaun 75 — sjötiu og fimm aur. H. D. Bæar-annáll. Aðalíundur Reykjavíkurdeildar Bókmentafélagsins var haldinn hér 8. þ. m. Stjórn félagsins (dr. B. M. Ólsen, Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri, dr. Bjöm Bjarnason og Sigurður Kristjánsson bók- sali) var endurkosin, sömuleiðis vara- stjórnin. Endurskoðunaimenn voru kogn- ir Hannes Þorsteinsson alþingisforseti og Klemens Jónsson landritari. — Yfir « 100 félagsmenn sóttu fundinn, og höfðu hvorir- tveggju pólitisku flokkarnir smalað vand- lega, því Bókmentafélagið er orðið eins og flest annað hér pólitísk. líi-illoiiin, franski konsúllinn, hefir hvað eftir annað óhlýðnast byggingar- samþykt bæarins. Stjórnarráðið ritaði 8. f. m. bæarstjórninni og vildi miðla mál- um, en bæarstjórnin svaraði þeirri mála- leitun með því að samþykkja á fundi 7. þ. m. svohljóðandi tillögu: „Bæarstjórnin felst á aðgerðir borgar- stjóra út af hinu nýa broti Brillouins kon- súls á byggingarsamþyktinni, og felur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.