Þjóðólfur - 02.09.1910, Síða 1

Þjóðólfur - 02.09.1910, Síða 1
 ÞJOÐOLFU R. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 2. September 1910. JS 36. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | BOGI BRYNJÓLFSSON J J yflrréttarmálafiutningsmaður J ♦ Austurstræti 3. J ♦ Tals. 140. Helma 11 — 12 og 4—5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Jjörn jónsson. Brot úr 8tjórnmála- og menningarsögu íslands. V. Outuskipakaup landssjóðs. A alþingi 1895 var samþykt að leigja gufuskip á landssjóðs kostnað. Aðrir vildu kaupa skip. Það þótti í ofmikla tvísýnu ráðist, með því að ekki væri víst um gróðann afþví, en áhættan mikil. Þá segir B. J.: „. . . Kapp er bezt með forsjá, og ekki skulum vér dyljast pess, að allvarhugaverð virðist oss niðurstaða meiri- hlutans í peirri deild (o. neðri deild, er vildi kaupa skip) viðvíkjandi skipakaupunum". »Eins og vér höfum áður tekið fram, virðast oss samningar við eitthvert gott félag, helzt brezkt félag [B. J. síunuli síðiint til ÍO íii-tt, við tvö dönsk] mun fýsilegri en útgjörð á kostnað landssjóðs eins, með hverjum hætti sem sú útgerð annars væri. . . . og neðri deild finst ekki ráðlegt að veita fé til siglingastyrks út i bláinn handa ein hverju félagi, sem stjórninni kunni að takast að semja við. Og er pað sist láandi, ekki meiri röggsemi en stjórnin hefir sýnt af sér í pessu mikla velferðar og áhugamáli pjóðarinnar«. B. J. þótti pað þó víst ekkert varhuga- vert af þinginu 1909, er það veitti honum heimild til að binda landið IO — tíii — ár við eitthvert félag, enda mun það ekki hafa verið gart „út 1 bláinn", því að »Thore« mun frá öndverðu hafa verið hið „útvalda" félag, er semja átti við. B. J. heldur svo áfram í sömu grein: »pótt vér færum að láta smiða skip með pvi fyrirkomulagi. sem vér 111't hyggjum, að bezt mundi samsvara pörfum vorum, er engin trygg- ing fyrir pvi, að pað skip yrði viðunanlegt til frambúðar«. Þessi annmarki var ekki nefndur af B. J. eða fylgdarmönnum hans veturinn 1909, þegar kaupa átti skipin af „Thore“. Tóre- skipin voru líka skip, er svöruðu til kröfu nútímans, þar á meðal „Pervie" og „Kong Helgi“, og áttu víst að hafa þann fáheyrða kost, að halda áfram von úr viti að gera það. B. J. heldur áfram: »Oss vantar alla reynslu i pessu efni — ekki svo mikið sem vér getum [par neitt verulega bygt á reynslu annara pjóða. t*vi að pótt sumir pingmenn hafi gert mikið úr pvi, hve hugir annara pjóða séu farnir að hneigjast í pá átt, að eignast sjálfar samgöngufærin, pá er ekki mikið á sliku byggjandi. Það er mestmegnis enn bolla- leggingar, sem mæta hinni römmustu mótspyrnu hjá öllum porra peirra manna, er pjóðirnar bera mest traust til. Og sannarlega virðist oss sem vér íslendingar stöndum ekki betur að vigi en aðrar pjóðir með að aðhyllast pá stefnu, meðan ekki er nánari og ánægjulegri samvinna milli stjórnar og pjóðar en nú á sér stað«. Sama reynsluleysið 1909, en þá var ekki verið að horfa í það. Allir þekkja líka sam- vinnu milli stjórnar og þjóðar í landinu nú. »Að pví er gróða landssjóðs snertir af skips- útgerðinni rennum vér með öllu blint i sjóinn. . . . Það jgetui- farið svo, að vér sjáum oss hagkvæmara að hætta skipaútgerðinni, pegar fjárhagstimabilið er á enda. Þá mund- um vér finna pað, að skipseignin yrði oss nokk- uð pung i vöfum. Og, eins og áður er sagt, getur lika svo farið, að skipið sem vér hefðum kostað stórfé til að eignast, hefði reynst alt annað en hagkvæmt, enda pótt vér vildum halda útgerðinni áfram«. ÖII þessi varfærni var horfin hjá Birni Jónssyni 1909. Atvik þó sömu, nema 1895 var talað um kaup á einu skipi. 1909 á mörgum. »Oss furðar á, að gætnir menn vilji leggja priðjung pess fjár er landssjóði hefir safnast i fyrirtæki, sem ekki er tryggilegra til fram- búðar en petta«. 1909 vildi B. J. leggja meira en þriðj- ung þess fjár, er landssjóði hafði safnast, í enn glæfralegra fyrirtæki en umtalað var 1895. Hann ætlaði að láta landið taka lán til slíks. »0g pó bætist pað við . . . [sa mikli ann- marki, að vér höfum engan mann, er nokkur trygging sé fyrir, að sé pví starfi vaxinn að standa fyrir slíkum skipakaupum«. Hver gat það 1909? Tulinius ætlaði að selja, en hann hefir kanske lika átt að vera umboðsmaður islands gagnvart sjálf- um sér, þegar væntanleg kaup yrðu gerð. »Oss blandast pvi eigi hugur um pað, að pað væri mun hyggilegra að leggja eigi út í skips- kanp að pessu sinni". ísaf. XXII, 65. ísaf. XXII, 73 segir: Eins og ísafold hefir áður i Ijósi látið er það ósfi vor o<i' von, jií) eig:i |>ui*li til l>t‘ss að koina að lagt verði út í eímsilííjm kaup íi. kostnað landssjóðs. — Vér höfum áður bent allítarlega á, hve varhugaverð slik nýbreytni sé, svo ekki er ástæða að fjölyrða um pað að pessu sinni. Með útgerðinni einni er sannar- lega nóg í ráðist til að byrja með meðan alla reynsluna vantar«. En hvers ósk og von var að taka upp þessa „varhugaverðu nýbreytni" 1909? Hverir voru þeir menn, er svo reiddust þegar Sk. Th. og minnihlutinn á þingi 1909 kistulögðu Thorefarganið, að þeir ætluðu ( hefnd fyrir það að skera háskóla- málið við trog, eftir því sem dr. Jón Þor- kelsson sagði 1 þingræðu í neðri deild. (Alþ.tíð. B, II, bls. 864). Hver var það, sem lá hér um hálfan dag yfir tveimur trúlitlum og hringlanda- legum flokkskindum sínum til þess að reyna að sannfæra þær um ágæti Thore- skipa-kaupanna: Hverir börðust helzt fyrir því máli á þingi? Björn Jónsson efstur á blaði, Björn Krist- jánsson, Voga-Bjarni, Magnús Blöndahl (með hái). Seljandi var Þórarinn Tulinius og milli- göngumaður við væntanlega sölu var — Sveinn Björnsson, sonur Björns Jónssonar ráðherra. Það var auðvitað, að vini B. J. og syni mundi létt veitast að sannfæra hann um það, að hann hefði alveg farið með rangt mál um sama efni 1895. Hann hefir ekki altaf þurft 14 ára frest til þess að skifta um skoðun á einu og sama málinu og að óbreyttum atvikum. Skoðanirnar eru ekki vanar að vera svo djúpt gróðursettar í honum. £óðarmál griltouins og ráðherrann. Nýtísku verndarbréf. Frá því snemma í fyrra sumar hefir mönnum hér í bæ orðið tíðrætt um viður- eign þeirra Jóns Jenssonar yfirdómara og franska konsúlsins, herra Brillouins, en fæstir hafa þó vitað með nokkurri vissu, hvað það er, sem þeim ber á milli. Hér skulu því stuttlega rakin aðalatriðin í þessum frægu deilum og afskiftum þeim, er hr. Björn Jónsson ráðherra hefir haft af þeim, því eg get þess til, að mörgum muni þykja það fróðleg saga. í fám orðum sagt horfir málið þannig við: Haustið 1908 keypti hr. Brillouin lóð af Jóni Jenssyni, hér um bil 12000 ferálnir, og fylgdi með í kaupunum strandlengjan fram undan þessari lóð, og auk þess lóð undir veg frá konsúlatinu og upp á Lauga- veginn, svo að alls varð sú lóð, sem konsúllinn fékk með samningum nál. 20000 ferálnir. I samningnum er það skýrt tekið fram, að lóð þessi sé seld sem alger og kvaðalaus eign. Samningurinn er úndirskrifaður 10. Október 1908. En daginn áður, 9. Október, gaf bæarstjórn- arfunöur samþykki sitt til sölunnar; eg geri ráð fyrir, að samningurinn í heild sinni hafi ekki verið lagður fyrir fundinn, en nokkuð er það, að bæarstjórnin lýsti því yfir á þessum sama fundi, að bærinn ætti þessa fyrumgetnu strandlengju, frá sjávarmáli og 45 álnir uppeftir, en skyldi þó leyfa konsúlnum afnotarétt að þessari lóð, þangað til bærinn vildi sjálfur taka hana til notkunar. Hr. Jóni Jenssyni var fullkunnugt um þetta, því að hann sat þá sjálfur í bæarstjórn og var á fundinum. En er hr. Brillouin varð þess vísari, að reykjavíkurbær taldi sig vera réttan eig- anda að nokkrum hluta lóðar þeirrar, er honum (Br.) hafði verið seld semóskoruð og kvaðalaus eign og að seljandinn vissi, er salan fór fram, að svona var ástatt, þá þóttist hann hafa verið brögðum beitt- ur, og vildi nú fá leiðrétting mála sinna. Hr. Brillouin mun hafa þótt málið þess eðlis, að full ástæða væri til að hið opin- bera tæki það til meðferðar. Hannsneri sér því til ráðherra fyrri part vetrar í fyrra, áður en hann fór til Frakklands, og fór þess á leit við hann, að Stjórnarráðið léti gera rannsókn. Sem svar upp á mála- leitun sína fékk hann þá bréf það, er hér fer á eftir: »Stjórnarráð Islands. Reykjavik d. 8. Nov. 1909. I Anledning af den franske Konsul, Hr. I. P. Brillouins Bortrejse ud af Lan- det, skal Ministeren for Island erklære, at der fra Ministeriets Side vil blive udviste alle mulige Bestræbelser for, under Hr. Konsulens Fraværelse, at bevare og for- skaffe ham de ham tilkommende Rettig- heder i alle Sager, der endnu ved hans Bortrejse maatte væri uafgjorte, eller som under hans Fraværelse maatte opstaa her i Landet, hvad enten de versener mellem ham og det offentlige eller I’rivate. (sign.) Björn Jónsson. Indr. Einarsson. Hr. Konsul I. P. Brillouin, Det franske Konsulat Reykjavik*. (A íslensku: í tilefni af ferð frakkneska konsúlsins, hr. J. P. Brillouin, af landi burt, lýsir ráðherrann fyrir ísland yfir því, að frá stjórnarinnar hálfu skal vera gert alt sem mögulegt er, til að varðveita óskertan rétt herra konsúlsins í fjarveru hans og út- vega honum óskertan rétt þann, er hon- um ber í öllum þeim málum. sem enn kunna að vera óútkljáð við brottför hans, eða upp kunna að rísa hér á landi í fjar- veru hans, hvort sem mál þessi eru milli hans og hins opinbera eða einstaklinga). Eftir þetta var hr. Brillouin aðgerðar- laus um mál sín, og þóttist nú öruggur um, að alt mundi vera gert, sem unt væri, til að hrinda málum hans áleiðis; skömrau síðar fór hann til Frakklands og dvaldi þar þangað til snemma í marsmánuði í ár, í því trausti, að rannsókn yrði hafin í fjarveru sinni. En er hann kom aftur hingað til lands í Marsmánuði, komst hann að því, sér til mikillar undrunar, að alt sat við sama og þegar hann fór, og að málum hans hafði ekkert miðað áfram; mmt honum þá hafa fundist lítið til um orð- heldni ráðherra. Hann sneri sér því í vor til bæarfógeta og kærði yfirdómar- ann fyrir brot á 26. kap hegningarlag- anna (um svik), sendi með kæru sinni skjöl og skilríki máli þessu viðkomandi, og ætlaðist til, að opinber rannsókn yrði hafin gegn hr. Jóni Jenssyni. En svo fór, að bæarfógeti vísaði málinu írá sér og úrskurðaði, að málið skyldi skoða sem einkamál (civilt mál). Þá sneri konsúll- inn sér til Stjórnarráðsins með málið ; en þar fór á sömu lund, ráðherra kvað sér þá ekki koma málið við og taldi það einkamál, eins og bæarfógeti hafði gert. Þessi er nú í fám orðum saga málsins, sem hér er höfð eftir nákunnugum manni, og er hún að mörgu leyti einkennileg. Hér skal nú látið alveg ósagt um það, hvor þeirra herra Brillouins og Jóns Jens- sonar hefir á réttu að standa í þessu máli, enda er ekki auðvelt að dæma um það, nema eftir að málið hefir verið rann- sakað. En það sem eftirtektarvert er í þessu máli, er einmitt það, að eftir að út- sendur konsúll erlends ríkis hefir kært fyrir Stjórnarráðinu einn af æstu dómur- um landsins og sakað hann um svik í viðskiftum og látið fylgja með f kæru sinni skjöl og skilríki þessum áburði sín- um til sönnunar, þykir ráðherra þetta ekki skifta svo miklu máli, þrátt fyrir áður útgefið verndarbréf sitt, að hann fáist til svo mikils, sem að láta rannsaka málið. Nei, Björn Jónsson telur sér það óviðkomandi, er yfirdómari við landsyfir- rétt íslands er sakaður um að hafa gert sig sekan í svikum! Og þetta er sú sama stjórn, sem hefir talið sér það helst til

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.