Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.09.1910, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 02.09.1910, Qupperneq 3
ÞJOÐOLFUR. 143 verið við sjómensku í Hníísdal, en hvarf þaðan fyrir nokkru. Tídariar hefir verið gott fyrir vest- an nú um tíma. Nýting á heyi og fiski því í bezta lagi. .Vflabrögð íi Austf)örðum hafa verið ágæt, sérstaklega á Vopnafirði og Bakkafirði. 130 hvali var Elleísen á Asknesi við Mjóafjörð búinn að fá seint í f. m. Stúllra drnknar í mógröi. A Krossi á Berufjarðarströnd vildi það slys til nýlega, að stúlka að nafni Mar- grét Magnúsdóttir féll i mógröf og drukn- aði. (Fjallk.). HeilsuhœliS á VifilsstöSum tekur til starfa 5. þ. m. Bæar-annáll. X>inglýsingar 18. Ágúst: íslands- banki fær uppboðsafsal fyrir húseigninni nr. 38 við Vesturgötu með tilheyr. fyrir 5,800 kr. Dags. 12 Ágúst. Sami selur konsúl Kr. Þorgrímssyni og trésmið Einari J. Pálssyni sömu húseign með tilheyr. Dags. 15. Ág. Jóhann kauptnaður Jóhannesson selur Kristbirni Einarssyni húseign nr. 2. við Spítalastíg með tilh. fyrir 3500 kr. Dags. 24. Ágúst. Þingl. 25. Ágúst: Ari Þórðarson Hvg. 18 c. selur Sig- urði Guðmundss. Hvg. 28 b. húseign sína nr. 18 við Óðinsgötu, með öllu tilh. Dags. 23. Ágúst. Guðm. Egilsson trésmiðnr selur Magn- usi Sæmundssyni lóð við Grettisgötu nr. 22 B., ca. 525 ferálnir fyrir 525 kr. Dags. 22. Mars. Gunnar Gunnarsson trésmiður fær upp- boðsafsal fyrir húseign nr. 46 við Hverfis- götu með tilheyr. fyrir 4400 kr. Dags. 19. Ágúst. Islandsbanki fær uppboðsafsal fyrirhús- eign nr. 4 við Kirkjustræti fyrir 9100 kr. Dags. 13. Ágúst. Islandsbanki selur Steingr. Guðmunds- syni húseign sfna nr. 4 við Kirkjustræti. Dags. 18. Ágúst. jón Magnússon bóndi í Gaulverjabæ selur Ara Þórðarsyni húseign sína nr. 18 við Óðinsgötu með öllu tilh. fyrir 2611,06. Dags. 7. Maí 1910. Kristján Teitsson trésmiður selur Sól- mundi Kristjánssyni, húseign sína við Bjargarstfg með öllu tilh., fyrir 10,500 kr. Dags. 18. þ. m. Magnús Sæmundsson Bergst.str. 26. B. selur Jóhanni kaupmanni lóð við Grettis- götu 22 B., ca. 525 ferálnir fyrir 525 kr. Dags. 24. Ágúst. i2. Ágúst: Gunnar Þor- steinsson ungbarn. Túngata. S. d. Barn Þórðar Gddgeirssonar cand. theol. óskírt. 17. Ágúst Nielsen barn l.augaveg 27. S. d. Guðrún Hannesdóttir kona Aust- urstræti 3. 23. s. m. Vilborg Sigurðardóttir gift kona Selfandsstíg 4. S. d. Ragnar Kristinn Sæmundsson ungbarn Bergst.stíg 48. Sttictentíir. Til Kaupmannahafn- ar fóru með Botnlu og Sterling þessir stúdentar: Björgólfur Ólafsson, Brynjólf- j ur Árnason, Guðm. Kamban, Guðm. Thoroddsen, Júlíus Havsteen, Jakob Jó- hannesson, Laufey Valdimarsdóttir, Ól- afur Jónsson, Páll Sigurðsson, Sighvatur Blöndahl og Sigurður Nordal. Gittiiigiu'. 13. f. m. giftu sig hér hr. Ivar Vennerström ritstjóri frá Sví- þjóð ogungfrúÓlafía (Lóa) Guðmundsdóttir frá Nesi, þau sigldu með Flóru sfðast. 27. f. m. giftu sig í Kaupmannahöfn hr. Pétur læknir Bogason og ungfrú Lára Indriðadóttir (skrifstofustjóra Einarssonar). Vér óskum báðum þessum brúðhjónum til hamingju. S. d. giftu sig hér Jóhann Pétur Pét- ursson frá Sjávarborg og ungfrú Jóhanna Eyólfa Ólafía Symour Sigurgeirsdóttir. Sigurjón Pétursson glfmukappi hefir um síðastl. helgi gengið austur á Þingvöll og niður Grímsnes og yfir Hell- isheiði á rúrnum 20 tímum. Eru það 159 kílómetrar (21^/5 dönsk míla) og fór hann því rníluna á tæpri klukkustund. Er það röskleg ganga. Alls var hann 33 tíma á ferðinni, en i2,(5 hatði hann til hvíldar og borðhalds. Lárus Thorarensen cand. theol. verður vígður n. þ. m. og fer til Vesturheims 16. þ. m. og tekur þar við prestembættum. Tímarelltniiifjur ráðherr- uiiK. Margt er merkilegt við ráðherr- ann okkar, og eitt meðal annars er það, hvernig hann reiknar tímann. í sumum vikum er ekki nema einn dagur og jafn- vel ekki nema hálfur, en í öðrum eru 25 dagar eða jafnvel meira. — Það muna líklega allir eftir i'/A-u-gufuskipaferðunum hingað, sem Isafold var svo gleið af í fyrra haust, þegar hún var að skýra frá afreksverkum ráðherrans í gufuskipamál- inu. Til útlanda fer hédan ekkert af skip- um Thore- eða Sameinfél. fyr en 16. Sept., en hið siðasta fór 23. Ágúst og pd norður um land til útlanda, — og 17 ilagar líða uú milli ferða frá útlondum. Þatr eru nokkuð langar vikurnar þessar. Bissliiipsivíja'faila. Síðastl. Sunnu- dag var síra Valdimar Briem vígður til vígslubiskups hér í dómkirkjunni af Þór- halli biskupi Bjarnarsyni. Vígsluvottar voru þeir Jens Pálsson og Jóhann Þor- kelsson, Eirlkur Briem og Jón Helgason. — Jens Pálsson lýsti vígslu, en Jóhann var fyriraltari; biskup flutti vígsluræðuna, en vfgsiubiskup prédikaði. — Við bisk- upsvfgsluna voru 14 prestar skrýddir messuskrúða, auk biskupanna, þeir: Ámi Þorsteinsson á Kálfatjörn, Friðrik Frið- riksson, Eiríkur Briem, Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, Jens Pálsson í Görðum, Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, Jón Helgason prestaskólastjóri, Jón Thorstein- son á Þingvöllum, Magnús Helgason skólastjóri, Magnús Þorsteinsson á Mos- felli, Ólafur Briem á Stóra-Núpi, Ólafur Magnússon í Arnarbæli, Ólafur Sæmunds- son í Hraungerði og Þorsteinn Briem í Görðum. Spui-iiiiigai-. 1. Hverer dr. Öst- lund, sem Lögrétta talar um 31. f. m.? 2. Hvað var Jón Magnússon bæarfóg- eti g a m a 11 þegar hann f æ d d i s t ? Átta ára kom hann fyrst að Skorrastað, en Óðinn segir hann fæddan á Skorra- stað. Var hann þá 8 ára þegar hann fæddist. 3. Hvers son er prófessor Björn Magn- ússon Olsen? Óðinn segir hann vera Runólfsson, sonar Magnúsar Ólsens á Þing- eyrum. 4. Hver var fyrri kona Stefáns Jóns- sonar verslunarstjóra á Sauðárkróki ? Lögr. segir að hún hafi verið Óiöf Hallgríms- dóttir prests Thorlaciusar, en aðrir segja, að hún hafi verið dóttir Hall- gríms Kristjánssonar smiðs á á Akureyri. Sög-iiíélagið hélt aðalfund 27. f, m, Einar Arnórsson lagaskólakennari var kosinn í stjórn félagsins í stað Guðm. bókbindaraGamalíelssonar; Jóhann Krist- jánsson og Pétur Zóphóníasson kosnir varamenn, en endurskoðunarmenn voru þeir kosnir Sighvatur Bjarnason og Matth. Þórðarson fornmenjavörður. Ársbækur félagsins eru þessar: Biskupa- sögur Jóns próf. Halldórssonar í Hítar- ardai, og er Skálholtsbiskupum nú lok- ið. Eru í þessu hefti myndir af þeim Stúika óskast. Dugleg og þrifin stúlka getur feng- ið vist nú strax í góðu húsi. Ritstj. ávísar. Sveitamenn! þegar þið komið til bæarins, þurfið þið ekki að ómaka ykkur til að fá ykkur vindla og aþskonar tóbak búð úr búð, heldur farið beint í Tóbaksrerslnnina í Austnrstræti 4 því hvergi fást vindlar og allskonar tóbak tretra og ódýrara en í Tóbaksverslun R. P. Levi, Austurstræti 4. Munið það ! biskupunum: Brynjólfi Sveinssyni, Jóni Vídalín, F’inni Jónssyni, Hannesi Finns- syni og Geir Vídalín. — Guðfræðingatal eftir Hannes Þorsteinsson, og er því nú lokið. — Prestaskólamenn eftir Jóhann Kristjánsson; það eru æfiágrip aiira þeirra, er burtfararprófi hafa lokið á prestaskól- anum til 1909. — Loks er Lögfræðingatal eftir Klemens Jónsson, nær yfir alla þá, er lokið hafa lögfræðisprófi síðan 1883, að Lögfræðingatal Magnúsar Stephensen kom út í Tímariti Bókmentafélagsins. Auk þessa fá allir félagar Sögufélagsins Skrá yfir skjöl og bækur í Landskjaiasafninu, III. bindi. — Nýir félagsmenn fá alt, sem félagið hefir gefið út frá upphafi, yfir 200 arkir fyrir einar 15 kr., auk árstillags 1910. Þeir, sem vilja ganga í félagið snúi sér til formanns félagsins, dr. Jóns Þorkelssonar, og sendi gjöld sín ti! gjaldkera þess, Kle- mens landritara Jónssonar. — Afgreiðslu á bókum félagsins hefur Jóhann Krist- jánsson á hendi. Grötiilýsingriii. Kveykt var í fyrsta sinni á öllum gasluktunum í gærkvöldi. Birtan er góð, og mikil íramför að þessu; en luktirnar eru of fáar. Þennan mánuð á að loga á þeim frá 8—12 á kveldin. Hannes Hafstein bankastjóri og frú hans komu með „Austra" í fyrradag. Hefir hann dvalið á Akureyri síðan í vor, og verið þar útbússtjóri. Dr. Ölafur Dan Danielsson kom með „Austra" frá Akureyri. ..Austrl" ter í strandferð / fyrra- málið. 41 þótt vænt unt það ef eg hefði dáið og bægt hefði verið að hafa skrípa- !eik við gröfina, en eg vildi sýna hvort eg væri sá er þeir álitu". Það var orðið framorðið, og klukk- an var orðin tólf, Bræðurnir sátu hver á móti öðrum. Loks lifti Albert glasinu, klyngdi við bróður sinn og, sagði: „Og síðan hefur þú sýnt það að þú ert ekta Trott með líferni þínu". „Ekta Trott" endurtók hann hæðn- islega. „Eg veit ekki, hvert það hefði ykkur ætíð verið geðfelt að telja mig meðal þeirra. Lífsferillinn hefir verið litföróttur bróður sæll, fyrst minnir mig að eg væri vinnumaður hjá veitinga- húsi nokkru en það leiddist mér. Hvernig röðin hefir verið man eg ekki, en óðalsbóndi, veitingaþjónn og hesta- sveinn hefi eg verið, og síðasta stað- an hún líkaði mér, þar átti eg heima. Hestar hafa lengi verið mitt líf og yndi, og hestaverslunin átti við mig. Albert var mjög undrandi og glápti á hann. 42 „Þú getur þó ekki í alvöru haldið að eg hafi gengið í gegnum skóla lífs- ins þar vestra með ilmandi glófa á höndunum! Hungrið ræður mannfé- lagsreglunum, og eg hafði mörg æfin- týri þar. Eg var mánuðum saman hjá rauðskinnum, og eg hlaut virðingu þeirra sem góð skytta og veiðimaður. Á meðal spánverja í Mexico var eg glaðvær félagsbróðir eða ofurhugi sem ekki var vert að koma of nærri — allt eftir því hvað best átti við í hvert sinn. Og heimilið, laungunin, ángrið og ergelsið — allt bliknaði og fölnaði við atburði þá er koma daglega fyrir nieð erfiðum lífskringumstæðum. En nú er komið nóg um mig — nú kem- ur til þín. Eg hefi sagt þér áður að mér lfst vel á þig. Er það alvara þín að ganga að eiga stúlku sem ekki er jafnborin þér að fæðingur" Albert hnykti við. „Hvað veist þú um Matthildi? Þekt- ir þú hana?“ „Nei, en eg hef reynt að læra að þekkja hana. Eg veit ekki fyrir víst 43 hvað þú hugsar, því síðan eg kom hingað heim aftur, þá hefi eg orðið þess var hversu loftið og hin háa menning ykkar lamar og deyfir allar mannlegar tilfinningar í ykkur". Albert andvarpaði og leið mjög illa. Hann hafði hingað til lítið hugsað um það, hver endirinn yrði. Oskir hans voru brennheitar, vonirnar miklar en endirinn — já hver gat hugsað svo langt. Þessi óheflaði bróðir hans var svo frammúrskarandi stærðfræðislega ná- kvæmur í öllum skoðunum sínum, og eg tók ekki tillit til neins við máls- yfirvegunina. Ætli það sé nú ætlun hans að blanda sér í ástamál mín? Og hvað ætli frændi gamli segi er hann veit að hann er kominn aftur til landsins. Alment var álit manna að Albert væri erfinginn, og það var ekki nokkur sál er hugsaði um burtfarna manninn. Vitanlega hafði það borið við endur og sinnum að okrararnir höfðu sagt við Albert: „Það er sagt að lautin- 44 antinn eigi eldri bróðir; ef þér gæt- uð útvegað oss dánarvottorð hans, þá væri hægra að koma öllu vel fyrir". Hingað til hafði Albert litið svo a, að þetta væri gert til þess eins að reita af honum hærri vexti. En nú var þessi náungi spillifandi fyrir fram- an hann. í kveld var hann eigi svo skarpur, að hann gæti gert sér ljósar allar afleiðingar af því. Þrátt fyrir það íór hann að útskýra fyrir bróður sínum málið, og skýrir honum frá ást sinni á Matthildi með sterkum orðuni. Hann vildi fyrir hvern mun ná í hana. En aðalatriðið væri, hvert frændi gamli vildi sam- þykkja það. Hingað til hafði frændi hans ætíð hegðað sér gagnvart hon- um eins og járnkarl, alveg ósveigjan- legur og óbiðjandi, og fyrirgaf ekki léttúð unglinganna og hafði ekki sömu lífsskoðun og þeir. Það brá einkennilegum svip fyrir á andliti Ameríkumannsins. Hann lét aftur í pípuna og kveykti á henni, hringdi svo á veitingaþjóninn og Ijet

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.