Þjóðólfur - 16.09.1910, Page 2

Þjóðólfur - 16.09.1910, Page 2
156 ÞJOÐOLFUR. Að endingu vil eg taka fram nokkur atriði til skýringar upp- hæðum þeim, sem nefndar eru í skýrslum mínum. Eg hefi sjálfur fengist svo mikið við kaup og sölu fasteigna hér á landi, og séi'staldega byggingarióða og húsa í Reykjavík, að eg þykist hafa fult svo vel vit á því sem hver annar, hvað verðmæti eigna er. Eg hefi meðal annars sagt, að 2 kr. mundi geta fengist fyrir □ alin í byggingarlóðum, þegar þeirra er þörf, undir hús. Ennfremur álít eg, að telja megi verð eign- ar eftir þvi, hvað hún gefur af sér, en ekki eítir því, hvað hún hefir kostað. Húseign sú, sem eg hefi selt félaginu, hygg eg að muni vera sú fasteign á öllu endilöngu íslandi, sem langmest leiga getur fengist af, og þó jeg hafi selt hana félaginu fyrir mikið minna verð, en hún hefir kostað mig, veit eg vel hve mikils virði hún verður, fyrir það hvar hún er sett í Reykjavík og hvernig hún er löguð til verslunar. Um hafnir og veiðistaði er erfitt að segja, hve mikils virði þeir geta verið. Reynslan verður að skera úr því, hvort það hefir verið fjarri sanni, sem eg hef sagt um þær. En getið skal þess, að skýrslu- þýðandinn hefir rangþýtt það, er hann segir, að eignirnar muni »mjög bráðlega« verða þess virði, sem skýrslurnar nefna, i stað þess að þar stendur, að þær ættu að verða það á »nálægum framtíma«. Það er margt í þýðingunni, sem er orðað svo, að það getur valdið misskilningi og færst á verra veg, auk þessa sem eg hefi nú tekið fram, en eg verð að sleppa því að fást við það. Mér stendur það og á litlu, og flestir réttsýnir menn munu geta séð á því, sem að framan er sagt, að þýðingin mun ekki vera áreiðanleg yfirleitt. Að endingu skal eg taka það fram, að það er eftir beiðni minni og tilhlutun, að enskir hliithctfar félagsins hafa komið hingað til þess að rannsaka og sjá með eigin augum alt það, sem skgrslur mínar eru gerðar um. Fyrst eftir það, að þeir hafa gengið úrskuggaum, hvernig öllu er varið, verða gerðar þær ráðslafanir til fulls ytra, sem ætlun fé- lagsins er að koma í framkvæmd. Eg hygg að þeir, er koma vilja fé inn í landið, áður en alt hryn- ur hér og verður einskisvert fyrir skeytingarleysi undanfarinna tíma um það, að sjá landsmönnum fyrir hæfilegum peningastofnunum, muni, um það er lýkur, sjá, að eg hefi unnið fult svo þarft verk með því að vekja athygli breskra auðmanna á því, hvað gera má hér með peningum, eíns og hinir, er nú vilja vekja tortrygni og draga úr kost- um landsins í augum útlendinga, alt hvað þeir geta. Ástæðan til þess, að eg hefi skrifað það sem hér að framan stendur, er einungis sú, að eg hefi viljað reyna að sporna á móti þessari óþörfu iðju þeirra góðu herra, sem eru únægðir með ástandið eins og það er. Reykjavík, 15. September 1910. Einar Benediktsson. Peningamálanefndin nýa. Landstjórnin og Einar Benediktsson. Eins og kunnugt er, var milli- þinganefnd einni hleypt at stokk- unum fyrir nokkrum dögum. Það var í orði kveðnu samkvæmt á- skorun 6 — sex — þingmanna1). Þessi nefnd átti í orði kveðnu að rannsaka peningamálefni landsins og gefa þeim leiðbeiningar, er veila vildu »framleiðslufjármagni« inn í landið. Engir, hvorki fylgismenn né andstæðingar ráðherra, fengu um nefndarskipun þessa að vita hjá honum, né heldur að eiga kost á að koma með tillögur um það, hverir skipa skyldi þessa nefnd. Um hið síðarnefnda fékk ekki held- ur þingmannakúgildið, sem fengið var til að undirrita áskorun til stjórnarinnar um nefndarskipunina, að vita. Ráðherra hleypur þvl eftir áskor- un einna 6 — segi og skrifa sex — þingmanna án þess að vila nokkurn skapaðan hlut um vilja eða álit nokkurra annara þingmanna. Það er meira að segja pukrað með þessa merkilegu nefndarskipun til þess að menn skuli alls ekki geta fengið að vita um hana eða hafa áhrif á skipun hennar. Eftir þessu ætti ekki að þurfa annað en að smala saman 5—6 þingmönnum lil þess að fá milli- 1) Þeír voru: Bened. Sveinsson, sr. Jens Pálsson, Jón Jónsson frá Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson og Magnús Blöndahl. Ritstj. þinganefndir skipaðar i fleygiferð hjá þessum ráðherra1). Hver eru tildrög þessarar nefnd- arskipunar? Þau, að Einar Bene- diktsson, sem hér œtii að vera al- kunnur orðinn, þykist hafa stofn- að verslunar- og jarðakaupafélag, er stai'fa skuli hér á landi. Þeir herrar Sveinn Björnsson, ráðherra- sonur, og Eggert Claessen eiga að verða viðriðnir félag þetta og vit- anlega fá aura fyrir. Einar Bene- diktsson hefir ennfremur ritað skýrslu um sig sjálfan, eignirsínar o fl., er færa á Englendingum heim sanninn um fyrsl og fremst hann sjálfan, þann dýrðiega mann, og auðlegð hans og eignir, þar á meðal nokkur vottorð, sem hér á landi verða til þess að setja suma vottorðsgefendur í gapastokkinn, en stórvillandi fyrir ókunnuga menn. Stjórnin, ráðherra, hefir heitið Einari fylgi sínu gegnum þykt og þunt, eftir því sem í nefndri skýrslu stendur. Skýrslan öll er ein ný y>Heljarslóðarorusta«, eða 14. aldar riddarasaga í eyrum íslend- inga, en í eyrum Englendinga kann hún að liljóma sem sannleikur, þangað til reynsla þeirra færir þeim heim sanninn. Ráðherra veit ekk- ert um þessi »plön« Einars Ben., eftir því sem hann hefir skýrt flokki sínum frá. Pó hefir hann heitið E. B. fylgi sínu. E. B. stýr- ir því — bakdyramegin —, að skor- að er á ráðherra að skipa þessa nefnd. Sveinn, sonur Björns, sann- 1) Á síðasta þingi var stungið upp á að skipa milliþinganefnd i peningamálum, en það var fell, svo að nefndarskipun þessi virðist vera í bág við vilja þingsins. Ritslj. færir ráðherra um nauðsyn hennar, en tekur honum vara fyrir að taka aðra til ráða með sér. Þannig er nefndarskipunin til komin. Mennirnir, er skipaðir eru í nefndina, eru svo þessir: 1. Landritari Iilemens Jónsson formaður. Um hann er það að segja, að í oftnefndri »Heljarslóðar- orustu« E. B. eru hötð eftir hon- um loforð um styrk og lofsam- legt álit á »plönum« Einars Ben. Enda þótt ráðherra hafi ekki vitað þetta, þá átti ekki að skipa þenna mann og engan stjórnarráðsmann, því að þeir eig að meta óhlutdrægt tillögur þessarar — og allra annara milliþinganefnda— sem verkamenn og ráðunautar ráðherra. En auk þess er það mjög svo »taktlaust« af landritara að taka sæti í nefnd, sem vitanlega fyrst og fremst á að athuga þessi »plön« E. Ben., þar sem landritari — hingað til ómót- mælt — er sjálfur siðferðislega víð- riðinn þau. 2. Jón Magnússon bœarfógeli, ó- viðriðinn. 3. Magnús Rlöndahl. Þessi mað- ur er fjárhagslega nátengdur E. Ben. Auk þess er liann riðinn við fyrirtæki hans, því að hann hefir gefið honum vottorð og heitið honum styrk, til að koma fram málum hans á þingi, samkvæmt því, er stendur í »Heljarslóðai'- orustu«, og hingað til er ómót- mælt —, og er því siðferðislega íiðinn við fyrirætlanir E. B. Auk þess ei’ M. Bl. við annan fjármála- félagsskap riðinn, og er bágt að vita, hvernig þessi herra ætlar að þjóna tveim herrum og vex'a báð- um trúr1). Hann hefði þvi, sóma síns vegna, átt að skorast undan að taka sæti í þessai'i einkennilegu nefnd. 4. Eggert Claessen. Ilann hefir mörg ár verið umboðsmaður E. B. hér á landi, á að verða foi’stjóri2) við eitt fyrirtæki E. B., og ráða- maður við jarðakaup félags þess cins, er E. B. kallast hafa stofnað, hér á landi. Honum er því ekki vel trúandi til að lita alveg óháðum augum á önnur málefiíi, semj;fyi'ir nefndina kynni að koma, ef ein- hver kynni að sýna svo mikla ein- feldni eða bai’naskap, að birta henni einhverjar málaleítanii’, er fjármál snerti. Með öðrum orð- um, stjói'nin skipar þenna mann, eins og ráðhex'rasoninn, til að dæma i sjálfs síns sök. 5. Sveinn Björnsson. Þetta er nú sá dýrmæti ráðherrasonur. í fyrsta lagi má sá maður í ráðherra- sæti vera brjóstheill, er skipar son siiui í slíka nefnd. Ráðherra hefir þó væntanlega vitað um frœndsemi þeirra Sveins, Ilvort ráðherra hefir ennfremur vitað um íoi’stjórastöðu Sveins í þessum félagsskap, er oss að vísu ekki fullkunnugt um, þótt ólíklegt sé, að sonur ráðherra hafi 1) Ör því að nefndin var skipuð, vareftir þessari stjórnarreglu sjálfsagt, að skipa fleiri af »fi'anska banka« mönnum í neíndina, eða þá ein- göngu menn, er hvorugum flokkn- um tilheyrðu. Ritstj. 2) Eptir upplýsingum, er vér höf- um fengið hjá hr. E. Claessen eru þeir Sveinn Björnsson og E. Claes- sen ekki í stjórn félagsins Brilish North Western Synd. Lim., heldur hafa þeir aðeins tekið að sér að liafa á hendi venjuleg málaílutnings- störf fyrir félagið hér á landi. Ritst j. Söluturninn; Stílabækur. Blýantar. Þerripappír. »Bréfsefni«. Bréfspjöld. Spjaldbréf (margföld). Pappír allskonar. Umslög. Frímerki. Vindlar. »Cigarettur«. Sælgæti, allskonar. Gott verð á öllu f Söluturninum. dulið föður sinn allskostar um afstöðu sína gagnvart E. B. og fé- lagi hans, þegar ráðherra veitti félagi E. B. einu leyfisskrá þá, sem um getið er í »Heljarslóðarorustu« Einars Ben. Þá er ósennilegt, að Sv. B. hafi þar hvergi nærri kom- ið. Auk þess var Sveinn búinn að úthella hjarta sínu fyrir E. B. um ágæti brasks hans (E. B.) í vetur, eftir því, sem skrifað stend- ur i »Heljarslóðarorustu«. Og þessi úthelling Sv. B. er svo hjartnæm, að jafnvel E. B. vill ekki smyrja henni ofan á kökuna, vill eigi láta hana á »þrykk út ganga«. Það geta allir getið nærri, hvaða »figuru« þessi herra muni gera í nefndinni. Eru nú 4/s nefndar þessarar ó- móimœlt að meira eða minna leyti riðnir við þetta brask Einars Ben. Hirðum vér eigi að lýsa fjár- málaþekkingu nefndar þessarar. Vér skulum aðeins taka það fram, að það er vendilega sneitt fram hjá þeim mönnum öllum, er stjórnin sjálf hefir trúað fyrir peningastofn- un landsins, Landsbankanum. Nefndin á meðal annars að leið- beina þeim mönnum, er »fram- leiðslufjármagni« hugsa að veita inn í landið. Einn þessara manna þykist E. B. vera. Hún á að leið- beina Einari Ben.! Hún kveðst þó ekki, fremur en ráðherra, hafa séð »Heljarslóðarorustu »Einars »sem slík«. Á það líklega að skiljast svo, sem sumir nefndarmanna hafi »Heljarslóðarorustu« séð, en megi ekki bera sig saman i nefndinni um efni hennar. Og að lokum má slá einu föstu: Ráðherrann þekkir — samkvœmt eigin játningu — ekki »Heljarslóð- arorustu« Einars Ben. né kaup- sgslubrask hans nánar. Pó heilir hann honum slyrk, veitir honum leyfisskrár (»Koncessionir«) eða fé- lagi hans. Dugnað Einars Ben. verður þó að viðurkenna. Það þarf áræði í hans sporum til þess að taka slik vottorð af mönnum sem þau sum, er í »Heljarslóðarorustu« standa. Það þarf lag til þess að fá stjórn eins lands — nema kanske hér á landi — til að heita máli fylgi sínu og veita sér leyfisskrár, áður en nokkur áætlun eða nokkurt álit sérfróðs manns eða banka er fyrir hana lagl um lyrirlækið, og til þess að sannfæra hana um það, að þeir menn, sem við fyrirtækið eru per- sónulega riðnir og ætla sér að hafa peningahagnað af því, séu færastir til að gefa óhlutdrægar skýrslur

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.