Þjóðólfur - 04.11.1910, Síða 4

Þjóðólfur - 04.11.1910, Síða 4
ÞJ OÐOLFUR. 186 Því næst var kosin ný stjórn og hlutu þeir Sæm. Bjarnhéðinsson lækn- ir, Eggert Ciaessen og Magnús Sig- urðsson yfirdómslögmenn kosningu. Fundi slitið. Hr. Þórður J. Thoroddsen hefir beðið Lögr. fyrir eftirfarandi athuga- semd: „Vegna ummæla þeirra, er fram hafa komið um formensku mína í Reykjavíkurheild Heilsuhælisfélags- ins og enda tortrygni af hálfu yfir- stjórnar félagsins, fékk eg þá Pétur Halldórsson bóksala og Pétur Zóp- hóníasson ritstjóra til þess að endur- skoða reikninga deildarinnar áður en eg skilaði þeim frá mér, og hafa þeir gefið svolátandi vottorð: „Við undirritaðir höfum yfirfarið kvittanabækur og höfuðbók Reykja- víkurdeildar Heilsuhælisfélagsins, fyr- ir 1909, það ár, sem læknir Þ. J. Thoroddsen hafði innheimtu og reikn- ingsfærslu á hendi, og borið það saman við skrá þá yfir tillög með- lima, er hann sendir með aðalreikn- ingnum. Lýsum við því hér með yfir, að við þann samanburð höfum við eigi fundið neitt verulegt að athuga. Eins og skrárnar bera með sér, er greinileg framför í deildinni. 1909 greiða 922 meðlimir 2632 kr. 50 a. í tillög, en 1908 greiða 794 meðlimir 2432 kr. Framförin er 128 meðlimir og 200 kr. 50 a. í tillög. En aðgætandi er, að margir meðlimir 1908 hafa þá lækkað tillög sín, sumir um helming, og nokkrir um enn meira, auk þess er ýmsir hafa gengið úr. Innheimta sýnilega betri. Pitur Halldórsson. Pétut /.óphón íasson". Þetta „ekki neitt verulegt" er sam- kvæmt athugasemdum þeirra í því fólgið, að 1 félagi var oftalinn á skrá sem borgaður, en var óborgað- ur, 3 félagar höfðu aldrei verið krafðir og fyrir 2 voru kvittanir glat- aðar, en sem þó vitanlega ekki höfðu borgað. Rvík 27. Okt. 1910. Þ. J. Thoroddsen. Hýárið nálgast óðum, og þá fara menn að eiga von á nýársgj öfum. »Fjk.« mun vera farin að fmna það á sér, því þægðin við ráðherra, eða það sem hún hyggur vera hans vilja, eykst dag frá degi. Meðal annars hygst hún vinna ráðherra þægt verk með því, að telja fólki trú um, að Arnesingar hafi viljað láta þing ekki koma saman á réttum degi. Hún hefir skrifað langt mál um það í hverju blaði, sfðan Ölfusárbrúarfund- urinn var haldinn, en ekki hefir hún samt getað neitt átt við frásögn Þjóðólfs um hann í síðasta blaði, sem heldur ekki var von, þar sem hún var há-rétt í alla staði. En til að breiða yflr þenna vanmátt sinn, kallar hún frásögn Þjóðólfs »kvikindis- lega« og »telur enga ástæðu til að virða hana svars(!). Hún (o: frásögn Þjóðólfs) hlýtur að mæta fyrirlitningu hjá öllum«, segir »Fjk«. Slík fúkyrði eru jafnan handhæg, þegar sannanir brestur. En sllkt hendir eigi ó- sjaldan »Fjk.« Eina bótin er það, að hún hefir mikið og auðugt orðasafn í mál- gagni síns mikla lærimeistara, »afreks- mannsins« þjóðnýta* og »þjóðholla«. Veit og líka, að hæfileg ástundun í því að nota það, hlýtur að fá sín laun um síðir. Bæar-annáll. öiftingar. 15. Okt.: Geir Guð- mundsson frá Geirlandi 1 Vestm.eyum og ym. Guðrún Pétursdóttir. S. d.: Óskar Lárusson verslunarm., Ing- ólfsstræti 3, og ym. Anna Sigurjónsdóttir. 16. Okt.: Sveinbjörn Oddsson prentari og ym. Viktoría Ingibjörg Pálsdóttir. 20. s. m. Arent Claessen verslunarm. og ym. Helga Kristín Þórðardóttir, Tjarnar- götu 3. S. d.: Jörundur Brynólfsson kennari og ym. Þjóðbjörg Þórðardóttir, Nýlendug. 23. 21. s. m.: Jakob Guðjón Bjarnason véla- stjóri og ym. Guðrún Sesselja Árroanns- dóttir, Bergstaðastræti 66. 22. s. m.: Eiríkur Gísli Eiríksson skip- stjóri og ym. Sigurlína Guðrún Eiríks- dóttir, Selkoti. S. d.: Þorsteinn Jónsson, Austurkoti, Kaplaskjóli, og ym. Ólafía Eiríksdóttir. S. d.: Bsnteinn Thorlacius Bjarnason söðlasmiður og ym. Lngibjörg Ólafsdóttir Vesturg. 26. Þýskur botnvörpungur sektaöur. 26. f. m. kom Valurinn inn með þýskan botnvörpung, er hann hefði hitt í landhelgi suður í Garði. Neitaði skipstjóri þverlega að hann hefði verið að veiðum í landhelgi og urðu lang- ar vitnaleiðslur og lauk málinu fyrst 1. þ. m. og fékk skipstjóri 1800 kr. sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skip- ið heitir Jupiter frá Gestemiinde, en skip- stjóri Ernst Harder. 8kipaí©röii*. »Flora« fór vestur og norður um land 31. þ. m. »Pervi« kom úr strandferð í gær með farþega og flutning úr»Austra«, er komst eigi lengra en á Eskifjörð, og fór þaðan utan. Sterling varð honum samferða. »Botnia« fer til útlanda á morgun. (Galoscher) | gjöri eg við og kosta: karlm.hælar 0,90 do sólar 2,10 kvenhælar 0,70—0,80 do sólar 1,80. Smærri viðgcrðir á yfir- [gummi og botninn fyrir sann- |gjarnt verð. Láfus G. Liíövíysson. Pingholtsstr. 2. Stúlka óskast í vetrarvist. Afgr. vís- ar á. Framfarafélag Reykja- víkur heldur fyrsta vetrarfund sinn á Hótel ísland sunnud. 6. nóvemb. kl. 6 e. h. Tr. Gunnarsson. aj klxðum og kjölaejnum, ábreiðum, jéðurtauum, lérejti °s baðmullarðúkum frá BrðMin, w i SveDborg, Danioarlí iw i ynt vönðuðustu vörur. Ulí og tuskur tekuar í skiítum. ^Úisala í Basardeildinni. t>ar eru allar vörur seldar með m afslættL Ennfremur verða ýmsar VEFNAÐARVÖRUR, FATNAÐIR, REGNKÁPUR, NÆRFÖT, HÖFUÐFÖT og 1 margt fleira selt í 1 V efnaðarvörudeildinni með Thomsens I Magasln. I J Pantið sjálíir fataeíiii yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-14 L FT) fi í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir ciiuingis ÍO kr. 2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 Mtr. 135 Ctm. brcitt, svart, myrkblátt eða gráleitt liamóðins efni í sterk og falleg karlmannsföt fyrir aóeins 14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. *&> H' Gasstöð Reykjavíkur hefur falid Timbur- og kola- m versluninni Reijkjavík sölu á Kokes trá stöðinni. m Mj GASSTÖD REKJAVIKUR. w @tío cfiaétfia Gasstöðvarstjóri. Samkvœmt ofanskrifaðri yfirlýsingu, seljum vér áaglega Kokes frá Gasstöð Reykjavíkur heimkeyrð til kaupenáa í hænum fyrir kr. 4,20 skippunðið. Verðið er lægra í stærri kaupum. Peir, sem þurfa mikils með, œttu að gefa sig fram sem jyrst. Koksin geymast í húsi cZimður- og Rola~versl iStoyRjaviR. '4>/ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: E*étur Zóphóníasson. Prentsmiðjan Gutenbreg,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.