Þjóðólfur - 09.12.1910, Blaðsíða 2
204
ÞJOÐOLFUR.
Best er að kaupa JÓLAGJAflU
1TEBSLBIHNI DAG5BUÚN
«
Afsláttur af öllu frá 10°|0 til 25°|0.
S. d. Ólafur Sæmundsson Vesturg. 15
og ungfrú Halldóra Bergsveinsdóttir.
3. Des.: Klemens Klemensson Bergst.str.
66 og ungfrú Margrét Guðmundsdóttir.
S, d.: Kristján Vídalín Brandsson 1
Hafnarfirði og ungfrú Guðbjörg Pálfna
Þorláksdóttir.
Sklpaferðir. »Vesta« fór til ísa-
fj&rdar 3. þ. m. Með henni fór Grímur
Jónsson cand. theol., er kom hingað
snöggva ferð.
»Sterlingc fór til útlanda 5. þ. m. Meðal
annara fóru kaupmennirnir R. Braun, Jón
Björnsson með frú sinni og L. Kaaber,
Sveinn Björnsson málafl.m., Páll Stefáns-
son umboðssali og Guðm. Hlfðdal verk-
fræðingur.
»Botnía« kom frá útlöndum og Aust-
fjörðum 7. þ. m, P. J. Thorsteinsson
stórkaupm. og Bjarni Jónsson frá Vogi
komu frá útlöndum. Frá Austfjörðum
komu margir farþegar.
Dánir: 8. Okt.: Jens Gíslason sjó-
maður, Njálsg. 28.
9. s. m.: Katrín Sigurðardóttir, ógift,
Laufásveg 47.
10. s. m.: Jóna Guðrún Jónsdóttir, ungb.,
Njálsg. 35.
13. s. m.: Hjörleifur Einarsson upp-
gjafaprestur.
15. s. m.: Jón Guðmundsson gamal-
menni, Brunnholti.
S. d.: Guðfríður Guðmundsdóttir, ung-
barn, Tjarnarg.
19. s. m.: Bjarni Guðmundsson tómth.-
maður í Stóra-Skipholti.
91. s. m.: Ólöf Þórðardóttir, ungb.,
Hverfisg. 58 B.
24. s. m.: Sigurgeir Kristinsson, barn,
Kárastíg 4.
28. s. m.: Bjarni Jónsson, barn, Bræðra-
borgarstíg 39 B.
S. d.: Guðrún Friðriksdóttir frá Hrapps-
stöðum í Svarfaðardal, sjúklingur á Holds-
veikraspítalanum.
S. d.: Jón Jóhannsson skipasmiður, Kl.-
stfg 17.
S. d.: Kjartan Ólafsson Jóhannsson,
barn, Lv. 63.
31. s. m.: Hrefna Kjartansdóttir, ungb,
Hvg. 20 B.
11. Nóv.: Guðrún Egilsdóttir, ógift, Lv.
45-
12. s. m.: Hulda Bjarnadóttir, ungb.,
Seli, Rvfk.
19. s. m.: Bjarni Sigurðsson ekkjum.,
Bergstaðastr. 35 (74 ára).
20. s. m.: Guðrún Guðmundsd., ekkja
í Skálholti (75 ára).
22. s. m. Dr. J.Jónassen fyrv. landl.
23. s. m.: Sigríður Jónsdóttir (lands-
bókavarðar Jakobssouar) (11 ára).
25. s. m.: Katrín Einarsdóttir, ungb.,
Lindarg. 5.
2. Des.: Jóhann Heilmann fyrv. kaupm.
(f. 15. Nóv. 1836). Kvæntist 25. Nóv. 1868
Marlu Dorotheu Rasmusdóttur Lynge, og
eru börn þeirra á lífi: Soffía, kona Ey-
vindar trésmiðs Arnasonar, Guðrún, kona
Jóns kaupm. Þorsteinssonar, og Davíð
prentari í Kaupmannahöfn.
^.jjs.'m. Björn Guðmundsson sjóm.,
I.indarg. 1.
5. s. m.: Áini Árnason, ungb., Gríms-
stöðum.
Skylduverk.
(Frh.). ----
XX.
1. Á k æ r a: Bankastjórnin hefir vanið
menn á hirðuleysi í fjármálum og upp-
rætt varkárni með víxlum og víxilábyrgð-
um.
2. Svar: Þetta er staðlaus sleggju-
dómur. Sanni nefndarmennirnir það,
ef þeir geta.
XXI.
1. Ákæra: Viðskiftamenn bankans
hafa verið látnir sjálfir ákveða afborgun
á víxlum og til hve langs tíma nýu víxl-
arnir skyldu vera.
2. Svar: Þetta eru hrein og bein 6-
sannindi. Reyni nefndarmennirnir að
sýna fram á ,að það sé rétt.
XXII.
i.Ákæra: Bankastjórnin kvað eng-
ar sérstakar tryggingar hafa verið heimt-
aðar fyrir stærri vfxillánum.
2. S v a r: Þetta er skáldskapur nefnd-
arinnar. Bankastjórnin hefir aldrei sagt
neitt þesskonar. Hitt er satt, að það eru
til þau félög, sem háir víxlar liafa verið
keyptir af, án þess að heimta sérstaka
tryggingu aðra en þá, sem lá í félaginu
sjálfu. Þetta er bæði löglegt og trygt.
XXIII.
1. Ákæra: Bankastjórnin hefir gert
sig seka í þeirri óskiljanlegu óvarkárni,
að kaupa víxla af hlutafélögum, án þess
að nokkurt annað nafn sé á víxlinum en
hlutafélagsins sjálfs.
2. S v a r a: I einu tilfelli er þetta rétt.
Hlutufélagið á stóreignir, er í uppgangi
og ber auðvitað ábyrgð sjálft á víxlinum.
Telji þeir þetta rangt sem vilja.
XXIV.
1. Ákæra: Bankinn tapar (hefirtap-
að, stendur sumstaðar) 400,000 kr. af úti-
standandi lánum. Menn, sem engar
eignir eiga eða þá veðsettar fyrir fullvirði
og fyrirsjáanlegt erum, aðþeir
geti aldrei eignast neitt, sem
þeir geti látið af hendi rakna, og þó
sumir hafi nokkurt fé undir höndum, eiga
þeir hvergi nærri fyrir skuldum. Þessir
menn, 460 að tölu, skulda bankanum
1,380,000 kr. í sjálfskuldarábyrgum og
víxlum. Af þeim tapast (eru tapaðar)
400,000 kr.
2. Svar: Menn, sem eru öreigar og
fyrirsjáanlegt er um, að þeir aldrei geta
eignast neitt, sem þeir geta látið af hendi
rakna, skulda 1,380,000 kr., og af því
tapast (eru tapaðar) 400,000 kr. Þessir
menn geta þá borgað afganginn, sem
verður 980,000 kr. Er nokkurt vit í
þessu? Nær það nokkurri átt? Sýnir
það ekki fljótfærni eða ranghermi, eða
vanþekking netndarinnar, svo ekki sé tek-
ið dýpra í árinni ? Er hægt að kalla þá
menn öreiga, sem fyrirsjáanlegt sé um, að
aldrei geti eignast neitt, sem þó geta
borgað 980,000 kr. ? Hvers vegna ekki
að segja, að þessar 1,380,000 kr. töpuð-
ust eða væru tapaðar? Þá hefði nefnd-
in þó verið sjálfri sér samkvæm.
Bankastjórnin neitar því, að nokkur lán
K 11 nÓQ“
IVlCllp^UIM ,, rxci u |Jci l
Norðlenskt saltkjöt. Baldwins e p 1 i.
Norðlensk svið. Appelsínur.
Norðlenskt slátur. V í n b e r.
Alt fyrirtak ai pæim og veröi.
Verslunin „ K a u p a n g u r “.
hafi verið veitt án þess að hún sé f nokk-
urri sök um það, þótt bankinn kunni að
tapa. Það er alls ekki borið á móti því,
að bankinn geti tapað einhverju, en því
er neitað, að það sé fyrir nokkra vangá
bankastjórnarinnar. Það væri kraftaverk,
ef þessi banki tapaði engu. Vafasamt,
hvort nokkur banki hefir nokkurntíma
verið til f nokkru landi, sem ekki hafi
tapað neinu. Það er með bankana eins
og aðrar verslanir, að nokkuð af skuld-
um hlýtur að tapast, hversu varlega og
skynsamlega, sem að er farið.
Bankinn átti að styðja að framförum
atvinnuveganna (sjá 1. gr. bankalaganna),
og það hefir hann gert.
Bankinn átti samkvæmt til gangi sín-
um að reyna að styðja og varðveita skifta-
vini sína og bjarga því í viðskiftalffinu,
sem ekki var til ólífis sjúkt, og það hef-
ir hann gert.
Menn hafa verið að brjótast í, að bæta
jarðir sínar og auka sjávarútveg sinn.
Þeim hefur bankinn hjálpað samkvæmt
lögum sfnum og tilgangi.
Bankinn átti að vera bjargarstofnun
landsmanna, og það hefir hann reynt að
vera. En þess hefir ávalt verið gætt, að
fylgja lögum hans og reglum, ekki ein-
ungis eftir bókstafnun, heldur líka eftir
andanum, ef svo mætti segja.
Áfelli þeir bankastjórnina fyrir það sem
vilja
XXV.
1. Ákæra: Verðbréf, sem tilheyra
varasjóði, þurfa að vera kauphallar papp'-
írar, en bankastjórnin hefir ekki fylgt
þeirri reglu.
2. Svar: í lögum bankans erhvergi
neitt ákvæði um, að svo skuli vera. Fyrir
fé varasjóðs skal kaupa konungleg skulda-
bréf eða önnur áreiðanleg verðbréf, er á
skömmum tíma má koma í peninga (sjá
24. gr. endurskoðaðrar reglugerðar Lands-
bankans í Reykjavík, 8. apríl 1894). Kaup-
hallarverðbref er oft örðugra að selja en
önnur verðbréf.
XXVI.
1. Ákæra: Varasjóður máekktvera
1 bankavaxtabréfum Landsbankans, af því
að til þess tíma hefir verið mjög erfitt
að sélja þau. Þetta hefir bankastjórniu
brotið.
2. Svar: Þetta er algerlega rangt.
Bankinn hefir selt bankavaxtabréf svo
miljónum króna skiftir, og aldrei verið
neitt erfitt að selja þau.
Laus prestaköll.
1. Grundarþingí Eyafirði,
nú Grundar, Munkaþverár ogKaupangs-
sóknir, en samkvæmt prestakallaskipunar-
lögunum legst Saurbæarprestakallvið, er
losnar, með Saurbæar, Möðruvalla, Hóla-
og Miklagarðs sóknum.
Prestssetrið er um sinn Hrafnagil og
er ákvæðisverð eftirgjalds 140 kr. Á
hvílir lán til íbúðarhúss upphafleg 2000
kr., tekið í sparisjóði Akureyrar; er 100
kr. afborgun á ári, auk vaxta og verða
eftir í næstu fardögum 7 afborganir.
2. Kirkjubærí Hróarstungu
í Norðurmúlaprfd., nú Kirkjubæarsókn,
en samkv. prestakailaskipunarlögunum
legst Hjaltastaðarprestakall við með
Hjaltastaðar- og Eiðasóknum.
Erfiðleika-uppbót 200 kr., greiðist ekki
fyr en sameiningin kemst á.
Ákvæðisverð á afgjaldi prestssetursins
Kirkjubæar er með ítökum 220 kr. Á
hvílir lán til íbúðarhúss, upphaflega
6000 kr., tekið úr landsjóði 1898 og
1899 með 6% árlegri greiðslu, eða 360
kr. á ári f 28 ár.
3. E y d a 1 i r í Suðurmúlaprófastsd.,
nú Eydalasókn, en samkv. prestakalla-
skipunarlögunum legst Stöðvarpresta-
kall við, er það losnar, með Stöðvar-
sókn.
Ákvæðisverð á eftirgjaldi prestsseturs-
ins Eydala með hlunnindum er 744 kr. og
af tveim hjáleigum að auki 104 kr. 30 au.
Á hvílir lán til íbúðarhú'ss, upphaflega
2975 kr., tekið í Islandsbanka 1907 og
endurborgast á 25 árum með 211 kr.
9 a. á ári.
Öll þessi prestaköll veitast frá far-
dögum 1911 með launakjörum hinna
nýu prestslaunalaga og skyldu til að
ganga að breytingunum, þegar mögulegt
verður að koma þeim á.
Umsóknarfrestur til 8. Febr 1911.
Atvinna er nú með minsta móti
hér í bænum og þar af leiðandi til-
finnanleg peningaekla manna a milli,
það kemur sér því sérlega vel að
Lárus G. Lúðvígsson Þingholtsstræti
nr. 2, býður allar sínar fjölbreyttu
skófatnaðarbirgðir með 10—20% af-
slætti til 16. Des. n. k.
Söjnunarsjóður jsianðs.
Samkvæmt lögum um Söfnunarsjóð
íslands dags. 10. Febr. 1888 16. gr.
verður fundur haldinn á skrifstofu
sjóðsins í Lækjargötu 10, Fimtudag-
inn 29. þ. m. kl. 5 síðdegis, til að velja
endurskoðara fyrir hið komandi ar.
Reykjavík 9. Des. 1910.
Eipíkur Briem.
aj mörgura tegunðum
hjá
Árna Eiríkssyni
Austurstræti 6.