Þjóðólfur - 03.03.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.03.1911, Blaðsíða 1
63. árg. Reykjavík, Föstudaginn 3. Marz 191 1. J!S 9. 6—:-------------------- Vifsaían I hjá Árna Eiríkssyni Austurstrœti 6, er nú bráðum á enáa, því er afaráríðandi að menn noti tæki/œrið þessa fáu daga sem eftir eru. ÍO—400/o afsláttur. J Vantraustsyfirlísingm. Samþykt í neðri deiid með 16 atkr. gegn 8. Ráðherrann beðið nra lausn. Vantraustsyfirlýsingin til ráðherrans var á dagskrá í neðri deild 24. þ. m. og fóru leikar svo, að hún var sam- þykt þar með 16. atkv. gegn S. Stutt ágrip er hér birt af ræðunum, en ómögulegt rúmsins vegna að gera það ítarlega. Benedikt Sveinsson: Margir sjálfstæðismenn eru óánægðir með ráð- herrann fyrir framkomu hans utanlands og innan, en hefðu heldur kosið, að hann legði niður völd með góðu. En það vill hann ekki. Avítti fagurmæli hans 1 for- setaförinni, er kæmu illa heim við fram- komu hans hér. Sagði, að hann hefði viljað strax á þingi í fyrra halda undan í sambandsmálinu með því að láta ekki samþykkia neitt frá þinginu — hefði gert það fyrir Neergaard, og enga heimild haft til að segja, að við vildum ganga að einhverri ívilnun til konungssambands. Hefði haldið illa fram þingfrestunarmál- inu og látið danskt vald ráða þar íslensk- um sérmálum. Vildi láta rannsaka Is- landsbanka og sparisjóði á sama hátt og Landsbankann — taldi undanhald og ósamræmi þar. Lögin seint búin — 5 dögum fyrir þing — og það á dönsku, og auk þess undirbúin í Danmörku. Ekk- ert gert í stjórnarskrármálinu, aðskilnaði ríkis og kirkju o. fl. málum, er óskað hefði verið á síðasta þingi. Fann að Hafnardvöl hans, framkomunni 1 Skræl- ingjafélaginu og fyrirlestrunum á Jótlandi. —- Taldi ráðh. hafa brotið stefnuskrá flokksins, en skyldu, að fylgja flokkn- um, en ekki einstökum manni, er um ágreining væri að ræða. Jón Jónsson frá Múla (talaði i rúma 2 tíma): Sagði það hefði verið hörmuleg mistök, að setja B. J. í valda- sessinn. Vítti fagurmæli hans við Dani og taldi ummælin um skilnað óhyggileg og hreyfingu þá meiri en ráðherra gerði úr henni. Meðferð ráðh. á botnvörpu- sektamálinu vítaverða — annars að efni samþ. ráðh. Taldi óheppilegt, að ráð- herra áfrýaði til hæstaréttar dómum, þar sem báðir réttir hér væru sammála, og margir vildu losna við hæstarétt. Vítti Hafnarsetuna og framkomu hans i pen- ingamálum. Benti þar ^ hringlandahátt hans í franska og enska bankamálinu og afskifti hans af Landsbankanum og hluta- bréfakaupum íslandsbanka. Fann að óein- lagni hans og ósannindum og benti þar þar á botnvörpu-Ieynisamninga-ósannindin, skeytaþvættinginn og hin taumlausu ó- sannindi Isafoldar. Minti á Thoreskipa- kaupin sælu og málaferlafarganið gegn ritstjórunum — fyrirmyndin Alberti. Taldi ekkert nýtilegt nýmæli í þessum illa und- irbúnu dönsku lögum, er ráðh. legði fyrir þingið. Sýndi fram á galla Thore- samningsins, á milli ferða til útlanda frá Reykjavík liðu 36 dagar milli komudaga mest, og 75 dagar milli fardaga mest. Þetta væru vikuferðirnar loflegu. Og 2 skip kæmu 12. Maí, og 2 15.—16. Júní. Þetta væru ekki kássuferðirnar. Mintist, hversu ráðlauslega hefði verið farið með silfurbergið o. fl. Þessari óstjórn vildi enginn halda við. Og þau siðspillandi áhrit hefði hún haft, að nú töluðu menn um, að allskonar pólitiskir labbakútar gætu orðið ráðherrar. Jóh. Jóhannesson: Féllst á marg- ar ástæður B. Sv. og Jóns. En eitt þyrfti að vfta betur. Það væri fram- koma ráðh. gegn embættismönnum í ísaf. Þar væri leikið á lægstu strengi og reynt að vekja tortrygni og öfund, en alt væri það hégómi, er tram væri hald- ið. Tók dæmi til að sýna, hversu mis- jafn ráðherra væri, og svo hreykti hann sér í viðureigninni við þá, er lítið ættu undir sér. Eftirlitið ekki eins glæsilegt og hann vildi vera láta. Þannig hefði hann haft með sér lista, saminn í stjórn- arráðinu, yfir þær bækur, er sýslumenn eiga að halda, á yfirreið sinni. Ráðherra: Sagðist ekkert ilt hafa sagt um embættismennina. Hélt hann gæti séð, hvernig bækur sýslumanna væru færðar. Taldi ástæður andstæðinga smá- vægilegar og hlægilegar. Sagðist ekki lesa mótstöðublöð sín — þau væru tóm- ur rógur og níð um sig. Dönsku blöðin flyttu sama níðið um sig — eftir lönd- um vorum. Sagðist eingönga hafa lofað að bera fram botnvörpusektirnar, en ekki að fylgja því fram. Danir segðu, að hér væri um samning (Overenkomst) að ræða. Alþingi ræður, hvað það gerir í því efni. Annars er réttara að slaka til um smámuni, sem þessa, við Dani, þá verður samkomulagið betra. Smámunir og vitleysa væri þetta um viðskiftaráða- nautinn. Hann eigi ekki að vera kon- súll. Svarið til dönsku ráðherranna að- eins kurteist og rétt. Mikið af frumvörpum hefði verið undir- búið hér og mikið í Danmörku, en veik- indi orsök að því, hversu þau kæmu seint. Sagði það ekki skyldu og ekki sið í Dan- mörku, að koma fyr með þau. Sagði sparnað að semja þau á dönsku og þýða síðan. Um stjórnarskrána það að segja, að hún næði jafnvel betri framgangi sem þingmannafrumvarp — og það hefði verið í samkomulagi við flokkinn. Taldi hlægi- legt, ef ráðherra íslands vildi ekki mæta á fundi í Skrælingjafélaginu og þar hefði hann skammað kapt. Schack. Appel hefði boðið honum til Askov, en kona hans hefði ein verið þar heima, er hann hefði komið þangað. Þar hefði hann talað um »dag- legt líf á íslandic. Haldið svipað erindi tyrir Arne Möller. Áleit skrítið, ef telja ætti þá flokkssvikara, er ekki berðu í borðið, töluðu hátt og beittu ónotum við Dani. Alt þetta væri fyrirsláttur, yfirvarp eða átylla til að klóra yfir hina sönnu ástæðu — þætti ekki henta að hafa hátt um hana. Taldi dómara hér ekki geta verið óhlutdræga — því nauðsyn á hæsta- rétti og áfrýun þangað. Talaði um bankamálið svipað og í efri deild og las upp vottorð frá bankastjórum Landsbank- ans og Ól. G. Eyólfssyni um ummæli dönsku bankastjóranna. Skýrsla þeirra j væri nú komin og yrði lögð fyrir þingið. Sagðist aldrei hafa sagt, að H. H. hefði gert leynisamning um botnvörpungasekt- irnar. (Hefir ísaf. þá logið því upp á ráðh. ?) Sagði fjármálahygnastu menn deildarinnar hefðu viljað kaupa Thore- skipin. Minti á urnmæli sín í hirðisbréf- unum um konungkj. þingm. Taldi Thore- samninginn góðan. Franska tilboðið hefði aldrei verið til og Brillouin ekkert um- boð haft. Varði Svein í enska málinu. Sagði. að ýmsir vinir sínir hefðu ráðlagt sér að stefna mótstöðublöðunum — þess vegna hefði hann gert það. Sjálfur ekki lesið þau1). Ræða þessi stóð yfir 3 kl.tfma. Björn Kristjánsson sagði smá- um og stórum atriðum blandað saman. Flestar ásakanir eldhúsverk ein, og ekki nægil. nema tvö atriði til afsetningar, er hann vildi minnast á. Franska tilboðinu hafði hann ekki vitað af fyr en í þing- lok, sér vitanlega aldrei til stjórnarinnar komið. Lánið of dýrt, og auk þess ýms- ar kröfur, frestun bannlaganna, fá að ganga inn 1 lægsta landsvinnuboð og fyrir- tekt mála Jóns Jenssonar. Thore jafndýr og tilboð Sameinaða. Öllum skilyrðum fjárlaganna fullnægt. 2 kælirúm hjá Thore og 1 hjá Sam. Ferðirnar meiri og betri. Hamborgarferðirnar spöruðu 10—15°/« í fragt á þýskum vörum. Fólk ætti að kæra til landstjórnarinnar, ef skipin ekki fylgdu áætlun — það hefði ekki verið gert. Traust Landsbankans hefði ekki minkað. Bréfaviðskifti hans við útlönd þrefaldast og innheimta stóraukist. Sparisjóður, þrátt fyrir alt, 200,000 kr. meiri 1 fyrra. Yfir 200 bréf hefði bankinn fengið nú 1 Janúar. Skúli Thoroddsen: Gert var hið ítrasta til að firra því, að vantraustsyfir- lýsingin kæmi, fá ráðh. til að fara frá með góðu. Hefði ekki getað skilið ráðb. öðru vfsi en hann færi frá, er meiri hluti flokksins óskaði þess, og það hefði hann gert með leynilegri atkvæðagreiðslu. En ráðh. vildi sjálfur fá vantraustsyfirlýsingu. 1) Trúgjarn er hann. Vítti framkomu hans út á við. Hann hefði enga heimild haft til að bjóða ívilnanir i sambandsmálinu. Það væri stefnuskrá flokksins, að halda því vakandi. Það stældi kraftana og gerði þjóðinni ómetanlegt gagn. Taldi Dani fá fult eftirlit fyrir strand- gæsluna með fiskiveiðaréttinum. Viðskifta- ráðunauturinn væri íslenskur embættis- maður og kæmi Dönum ekkert við — mætti tala um stjórnmál ef hann vildi. Því einu hefði ráðh. átt að svara. Til þess hefði líka Bjarni Jónsson verið fall- inn; og það hefði verið meining þingsins, en ekki til verslunar. Gæta yrði vendi- lega sérmála vorra fyrir Dönum. Ávítti aðgerðarleysið um stjórnarskrármálið, af- sakanir ráðh. þar aðeins fyrirsláttur. Svo vantaði tolla og skattamál, er bannlög kæmu, því tekjuhalli yrði. Rannsóknin á bankanum hefði átt að vera 1 kyrþey, og ráðh. átt að láta sér nægja, að vfkja Tr. G. frá. Gæslustjór- arnir trúnaðarmenn þingsins, ráðh. óvið- komandi, og áleit lögbrot frávikning þeirra. Sagði að dönsku bankamennirnir hefðu ekkert getað sagt af viti og þekk- ingu, nema um bókfærsluna. Alt um tapið eftir öðrum. Þótti vottorðið við- sjárvert og kynlegt, þar sem skuld Landsb. hefði verið um 326 þús. kr., en Land- mandsbankinn haft í sínum vörslum um um 816 þús. í verðbréfum. Hefði ekkert átt í hættu. Sagði að fallið hefði verið frá skilyrðunum um franska lánið. Tók í streng með Jóni í Múla um skilnaðinn. Sagði að allir ættu að greiða atkv. með vantraustsyfirlýsingunni, flokksins vegna. Þeir, er það vildu, gætu samt haldið lof- ræðurnar. Jón Jónsson á Hvanná: Ráðh. átti að fara, er hann misti traust flokks- ins, og er óheppilegt, að hann sitji leng- ur að völdum, og frágangssök að vinna með honum. Hefði ekkert gert í sam- bandsmálinu. Vítti frásagnir ísafoldar. Ráðherra: Sagðist hafa lofað að sleppa þessu hnossi, er þá langaði marga í —, en skilyrðunum ekki fullnægt. Sagð- ist aldrei hafa fengið meiri hl. af flokki | slnum móti sér — það væri skáldsaga.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.