Þjóðólfur - 06.05.1911, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLF
63, árg.
Reykjavík, Laugardaginn 6. IVIaí 1911.
JV 18.
Alþingi.
X.
Stjórnarskrárraálið
var afgreitt til fulls irá neðri deild á
miðvikudaginn.
Helstu breytingar er sarnþyktar þar
voru:
1. Að bera sambandslög, ef al-
þingi samþykkir þau, undir alla kosn-
ingabæra menn í landinu, til samþykt-
ar eða synjunar, sþ. 14 : ix (Eggert,
Einar, H. H., Jóhannes, J. Hvanná,
J. Múla, J. Magn., J. Ól., J. Sig., Pét-
ur og Stefan).
2. að hjú hefðu kosningarrétt, sþ.
16 : 9, (Eggert, B. Kristj., H. H.,
Jóhannes, J. Múla, J. Magn., J. Ól.,
Pétur, og Stefan).
3. að þingið komi ekki saman 17.
Júní, heldur „lögmæltan dag" (15.
Febr ), sþ. 16 : 9 (Eggert, Bened.,
Bjarni, Björn Jónss., Björn Kr., Bj.
Sigf., Halfdán, M. Bl. og Þorleifur).
4. að halda óbreyttri núverandi
aðferð með fjárlög á þinginu, að allir
megi koma með breytingartillögur,
sþ. 19.
Helstu feldar tillögur:
1. að allir efri deildar þingmenn
væru kosnir með hlutfallskosningum
um land alt, feld 13 : 12 (Eggert,
H. H., Jóhannes, 4 Jónar, (Múli,
Magn., Ól., Sig.), Ólafur, Pétur, S.
Gunn., Sig. Sig. og Stefán).
2. að 7 efri deildar þingm. væru
kosnir svo (í stað 10 í frumvarpinu),
feld 13 : 12 (Bened., Bjarni, Birnirnir
allir 4, Hálfdan, J. Hvanná, J. Þork.,
Magnús, Skúli, Þorlnifur).
3. að þeir væru kosnir til 6 ára
(í stað 12), feld 13 : 12 (sömu menn).
4- að binda kjörskilyrði til efri
deildar við 25 ára aldur (í stað 30
ára), feld 18:7 (Bjarni, Bened, Björn
J., B. Sigf., J. Þork., M. Bl., Skúli).
Frumvarpið var síðan samþykt f
heild sinni með nafnakalli með 19 : 6.
Já sögðu:
B. Þorláksson
E. Palsson
Bjarni Jónsson
P. Sigfússon
Einar Jónsson
H. Hafstein
HálfdáD Guðjó
Nei sögðu:
Bened. Sveinsson
Björn Jónsson
Björn Kristjánss.
J. Jónss. Hvanná
Jón Þorkelsson
Magn. Blöndahl
Jóh. Jóhannesson
Jón Jónsson Múla
Jón Magnússon
Jón Ólafsson
Sig. Sigurðsson
Ól. Briem
Pétur Jónsson
Sig. Gunnarsson
Sig. Sigurðsson
Skúli Thoroddsen
St. Stefánsson
Þorl. Jónsson
Efri deild fær nú málið til fullnað-
armeðferðar og úrslita.
Vfirskoðunarmcnn landsreikn-
inganna
hafa verið kosnir í efri deild: Lárus
181
Arni Eiríksson
Austurstræti 6,
Reykjavík,
liefur nú fenffið feiknin öll af
Vefnaðar- og HreinlætisYörum
með síðustu skipum.
Par íer sninnii verð og vörugæði.
Hvergi í bíeimm betra nð versla.
Best nð koma íiú í tíma.
cjóéi og óéýri.
cJltiRlar Sirgéir Romnar qftur.
Sturla Jónsson.
H. Bjarnason lagaskólastjóri með 6
atkv., Hannes forseti Þorsteinsson fékk
5 atkv. (Sjálfstæðismenn), 2 seðlar
auðir, og í neðri deild: Skúli Thor-
oddsen ritstjóri með 15 atkv. Hannes
forseti Þorsteinsson fékk io atkv.
(Heimastjórnarmenn).
Gæslustjóra Landsbankans
bar að kjósa f neðri deild í ár í stað
Eir. Briem, er verður þar til 31. Des.
næstk. Kosinn var Vilhjálmur Briem
prestur á Stað á Ölduhrygg með 13
atkv. Jón Gunnarsson samabyrgðar
stjóri fékk 10 atkv. (Heimastjórnar-
menn), 2 seðlar auðir.
Kosning þessi mun víða þykja harla
einkennileg, þar sem hr. Jón G. hefir
gegnt þessum starfa síðan á nýári og
hlotið almanna lof, auk þess er hann
er gamall og æfður fjársýslumaður og
sá er sjálfstæðismenn kusu í efri deild,
en f stað hans er kosinn prestur ofan
úr sveit, er ekkert hefir við slík efni
fengist og er því með öllu óreyndur.
Gæslustjóra Söfnunarsjóðsins
hefir neðri deild endurkosið Magnús
Stephensen fyrv. landshöfðtngja með
nærfelt öllum atkvæðum.
Yflrskoðunarmaður Landsbankans
var kosinn í sameinuðu aiþingi Bene-
dikt Sveinsson alþm. með 21 atkv.
Jón kaupm. Laxdal fékk 17 atkv.
Itankaráðsmaður íslandsbanka
vat kosinn á Alþingi á Laugardaginn
fyrir tfmabilið til 1. Jan. 1914: Sig-
urður alþm. Hjörleifsson með 20 atkv..
Lárus H. Bjarnason alþm., er hefir
verið það, fékk i9.atkv.. En fyrir
tímabilið er endar 1. Jan. 1915 var
endurkosinn Ari alþm. Jónsson með
22 atkv. Stefán skólameistari Stefáns-
son fékk 15 atkv.
Fjáraukalögin 1910—11
voru afgreidd í efri deild á mánudag-
inn til sameinaðs þings. Loftskeytin
voru feld þar með 7 atkv. gegn 4
(Gunnar, Kr. Dan., Ari, S. Hjörl.).
Blönduósskólinn var feldur með 7 : 4.
Samþykt var með 9 atkv. að veita
Guðm. mag. Finnbogasyni 1000 kr.
til að sækja þúsund ára hátíð Nor-
mandís sem fulltrúa íslands.
Konnngkjörnu þingmennirnir.
Á fundi í sameinuðu þingi á Laug-
ardaginn lýsti ráðherra Kristján Jóns-
son þvf yfir, að til þess að taka af
allan efa um það, hvort konungkj.
þingm. ættu að sitja til 29. Apríl eða
3. Maí eða 1. Júlí, sem hann áliti
vera rétt, því kjörtími þeirra væri að
sinni skoðun miðaður við I. Júlí, þá
hefði konungur framlengt skipunartíma
þeirra til þingloka.
Engar umræður urðu um þetta mál.
Feld frumvörp:
Frumvarp til laga um ölgerð og
'ólverslun var felt í efri deild með 6
atkv. gegn 5.
Frumvarp til laga um prentsmiðjur
var felt í efri deild.
Frumvarp til laga um ráðherra-
eftirlaun var felt í efri deild.
Deildirnar gátu ekki komið sér sam-
an um lækkunina.
Lðg frá Alþiugi.
16. Um úrskurðarvald sáttanefnda.
1. gr. hljóðar svo:
„í skuldamálum, þar sem skuldar-
hæðin nemur eigi meira en 50 kr.,
skal sáttanefndin kveða upp úrskurð,
ef skuldheimtumaður krefst þess:
a. Þegar kærði kemur eigi á sátta-
fund, þrátt fyrir löglega birtingu fyrir-
kallsins, og sáttanefndin hefir eigi á-
stæðu til að ætla, að hann hafi lög-
leg forföll, er meini honum það eða
manni fyrir hann.
b. Þejjar sáttanefnd hefir eftir árang-