Þjóðólfur - 06.05.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.05.1911, Blaðsíða 2
70 ÞJOÐÖLFUR. urslausa sáttatilraun skorað á skuldu- naut, að veita skýlaus svör um skuld þá, sem hann er krafinn um, og hann viðurkennir afdráttarlaust að skylt sé honum að greiða hana, en vill þó eigi sættast, eða eigi er auðið að koma á sátt um ýms auka-atriði, svo sem greiðslufrest, vexti og ómaksþóknun til skuldheimtumanns og kostnað. Sáttanefnd ritar í sáttabók og les fyrir málsaðilum . kröfur skuldheimtu- manns, svo og viðurkenningar skuldu- nauts og mótmaeli hans. Fyrirmælin gilda þó ekki samkv. 2. gr.: a. „Þegar skuldheimtumaður hefir gert það til að tryggja kröfu sína, að hann hefir beitt kyrsetningu eða lög- banni, sem mótmælt er af skuldunaut. b. Þegar fleiri en einn hafa kærðir verið við sáttanefnd um sömu skuld, og allir kannast eigi við að hún sé rétt'. 27. Um forgangsrétt kandídata frá háskóla íslands til embætta. 1. gr. hljóðar svo: „Eftir að háskóli íslands er tekinn til starfa, hafa þeir einir rétt til em- bætta hér á landi, er tekið hafa em- bættispróf við háskólann. Þó á þetta aðeins við þær fræðigreinar, sem þar eru kendar og próf er haldið í“. Undanþágu frá fyrirmælum I. gr. má landstjórnin veita, sé um kennara- embætti við háskólann að ræða, enn- fremur læknisfræðingum, er hafa aflað sér nægrar þekkingar f læknisfræði og þeim, er hafa lokið embættisprófi við Hafnarháskólann innan 5—6 ára eftir að háskólinn tók til starfa. 28. Um eiða og drengskaparorð. 2. gr. hljóðar svo: „Vitnaframburður skal að jafnaði eiðfestur. Eiður sá skal unninn svo, að vitnin lyfti upp hægri hendi, réttir upp 3 fyrstu fingurnar og mælir svo: „Það sver eg og vitna til guðs al- máttugs, að eg hafi sagt satt eitt og ekkert undan dregið“. Og 3. gr. svo: „Vitni, sem eigi er í neinu trúar- félagi hér á landi og enga trú játar, skal staðfesta framburð sinn með dreng- skaparorði, og fer staðfestingin fram á þann hátt, að vitnið tekur í hönd dómarauum og segir: Það legg eg undir drengskap minn og mannorð, að eg hefi sagt satt eitt og ekkert undan dregið”. 29. Um s'ólu á prestssetriru Húsa- vík nteð kirkjujörðinni Þorvaldsstöð- um. Heimilað að selja Húsavíkurhreppi téðar jarðir fyrir minst 25000 krónur. 30. Um breyting á lögum um skipun lœknishéraða. Nýtt hérað, Norðfjarðar hérað. 3 x. Um erfðafjárskatt. Skattur sá hækkaður að miklum mun. 32. Um vélagœslu á íslenskum skipum. Ákvæði um hverjir megi hafa vél- gæslu á hendi og annað er þar að lítur. 33. Um heimild jyrir lántöku jyr- ir landsjóð. Landstjórninni heimilað að taka alt að 500000 kr. lán fyrir landsjóðs hönd. 34. Um gjöld til holrœsa og gang- stétta í Iieykjavik o. jl. Þau hljóða svo: 1. gr. Þar setn bæarstjórnin hefir lagt holræsi í götu á kostnað bæar- sjóðs, er hverjum húseiganda skylt, að gera á sinn kostnað ræsi, er flytji alt skolp frá húsi hans út í göturæsið. Skulu þau ræsi ekki vera lakari að gerð en göturæsin og gerð undir um- sjón bæarverkfræðingsins, samkvæmt reglugerð, er bæarstjórnin setur um tilhögun skolpræsa innan húss og ut- an. Má í þeirri reglugerð ákveða, að regnvatn skuli leitt í göturæsið. Van- ræki nokkur að gera þetta innan hæfilegs frests. sem bæarstjórnin set- ur, getur bæarstjórnin látið vinna verk- ið á kostnað húseigenda. 2. gr. Kostnaður við holræsagerð í götum bæarins greiðist sumpart úr bæarsjóði og sumpart af lóðareigendum. Lóðareigendur skulu greiða: a. 2!/20/00 af fyrstu 10,000 krón- um af brunabótavirðingarverði hús- eigna, sem standa á lóð þeirra. 2°/oo af næstu 10,000 krónum af brunabótavirðingarverðinu. 1 °/oo af þeirri upphæð er brunabóta- virðingarverðið fer yfir 20,000 krónur. Sama gjald skal greiða af húsum þeim, er síðar verða bygð við götu, sem holræsi er þegar lagt í, og sé eldra hús rifið niður, greiðist gjaldið af mismun virðingarverðs húsanna. b. 45 aura fyrir hvern meter af lengd lóða þeirra meðfram götu, þó því aðeins, að lóðin nái fram að götu. Gjaldið greiðist, þegar búið er að gera holræsi í þá götu, sem lóðin telst til. Húseignir og lóðir, er liggja við þær götur, sem holræsi hafa verið lögð í áður en lög þessi öðlast gildi, skulu einnig vera gjaldskyldar eftir þessari grein, ef eigendurnir hafa eigi áður greitt neitt gjald í þessu skyni. 3. gr. Steinlímdar, hellulagðar og aðrar jafnvandaðar gangstéttir skulu kostaðar að 2/3 úr bæarsjóði, en að V3 af þeim, sem lóðir eiga, er teljast til götunnar þeim megin, sem gang- stéttin er. Kostnaði þeim, sem lóðareigendum ber að greiða, skal jafnað niður fyrir götu hverja eða þann hluta götunnar, sem gangstétt hefir verið lögð f, eftir lengd lóðanna meðfram götunni. 4. gr. Kröfur þær, er bæarstjórnin fær í hendur Ióðaeigendum og hús- eigendum samkvæmt 1. og 2. gr., eru trygðar með veðrétti í húseignunum, og hefir sá veðréttur forgangsrétt að öllum veðskuldum eftir samningi. Bæ arstjórnin getur veitt alt að xo ára gjaldfrest á kröfum þessum, enda greiði skuldunautur þá alt að 5% ársvexti. 5. gr. Bæarstjórnin getur tekið að scr sorphreinsun og salernahreinsun í öllum bænum eða nokkrum hluta hans, og má fela einstökum mönnum eða félögnm að framkvæma það. Til þess að standast straum af kostn- aði þeim, sem af hreinsuninni leiðir, má leggja gjald á hús þau, sem hreins- að er fyrir, eftir gjaldskrá, sem bæar- stjórnin semur og stjórnarráðið stað- fes;ir, og sé hún miðuð við það, hve oft er hreinsað. Húseigandi greiðir gjaldið. 6. gr. Allar kröfur og gjöld sam- kvæmt lögum þessum má taka lög- taki sem önnur gjöld til bæarsjóðsins. Gjöf Jóns Sigarðssonar. Til þt-ss að meta til verðlauna rit þau, er bárust sjóði Jóns Sigurðssonar hafa verið kosnir: dr. Jón Þorkelsson, Björn M. Ólsen prófessor, Hannes Þorsteinsson forseti. Samþyktar þingsályktanir. 1. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga, er innihaldi almenn ákvæði um rétt til notkunar vatns til áveitu og framræslu, svo og um rétt- indi og skyldur landsdrotna og leigu- liða hvorra gagnvart öðrum, þegar um kostnaðarsöm vatnsveitingafyrir- tæki er að ræða. 2. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landstjórnina að semja og og leggja fyrir næsta Alþing frumv. til laga um það, að læknar hér á la'ndi séu framvegis skipaðir f embætti sam- kvæmt kosningu héraðsbúa þeirra, er hlut eiga að máli. Samþ. 11 : 6. Hvað er að frétta? Stórstúkiikosningar. Fulltrúar til þess þings hafa verið kosnir hér í bæ síðan síðasta blað kom út, Indriði Einarsson skrifstofustjóri (Bifröst), Ein- ar Hjörleifsson skáld, Þorv. Þorvarðs- sson prentsmiðjustjóri og Þorst. Gísla- son ritstjóri (Einingin). Minnisvarðanefnd Jóns Sigurðs- sonar fer nú að setjast á rökstóla um hvar líkneskið eigi að standa. Margir vilja láta það standa fyrir framan Stjórnarráðið, eða Lækjartorgi. 17. Júní ætla Vestur-ísfirðingar að halda hátfðafagnað á Rafnseyri — fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, og er í ráði að reisa honum þar minnis- varða. Þar verður sungið nýtt kvæði eftir H. Hafstein með nýu lagi eftir Sigfús Einarsson. Norður-Þingeyingar hafa þá og fagn- að á Axarfirði. Bæarstjórnin hér hefir kosið Tryggva Gunnarsson Og Katrfnu Magnússon til þess, ásamt borgarstjóra, að sjá um hatíðahald hér. Eldlir. Á Sunnudaginn kviknaði í húsinu nr. 45 við Bergstaðastræti hér í bæ, en varð slökt stax. Kviknaði upp á efsta lofti. TTúlofuð eru Magnús stud. theol. Jónsson (prests frá Rip Magnússonar) og ungfrú Benedikta Lárusdóttir (prests frá Selárdal Benediktssonar). Mokafli er nú stöðugt hér við Suð- urland. Öll skip er til fiskar ganga eru hlaðin er þau koma að landi, og geta oft ekki flutt allan aflann. Slys. Maður fjell út af fiskiskip inu „ísabella", frá Edinborgarversl- un, siðastl. laugardag, og druknaði. Hann hét Ólafur Þorvarðsson. Jón Stefánsson ritstjóri á Akur- eyri kom hingað landveg að norðan f gær. Segir slæma færð á fjöllum, sérstaklega yfir Holtavörðuheiði. Hafís. í fyrradag kom skip frá ísafirði til Akureyrar, var það vöru- skip frá Edinborg. „Vestri" lá þá Aðalvík á norðurleið, og tók skip þetta 14 farþega af „Vestra" og flutti þá til Akureyrar. Norskur Tarakonsúll á ísafirði er Guðm. Hannésson lögfræðingur ný- lega skipaður. Pingslit er búist við að verði á Þriðjudag. Sextugur varð Indriði Einarsson skrlfstofustjóri 30. f. m. Hann er enn unglegur og ern. Stjórnarskrárbreytingarnar voru samþyktar f dag frá þinginu Ráðherrann hefirafturkallað „Lands- bankamalin" svonefndu, innsetning gæslustjóranna, fyrir hæstarétti. Mannalát. Á fimtudagskvöld lést hér í bæ hr. Árni Gíslason leturgraf- ari. Hann var fæddur 18. Okt. 1833 í Kaldárholti í Rangárvallasýslu. Bjuggu þar foreldrar hans. Faðir hans var Gísli bóndi Árnason í Kaldárholti Þor- steinssonar á Rauðalæk Gíslasonar á Brekku Sæmundssonar á Sumarliðabæ Ásmundssonar á Minni-Völlum Brynj- ólfssonar Jónssonar Eiríkssonar Torfa- sonar sýslumanns í Klofa Jónssonar sýslumanns Ólafssonar Loftssonar ríka á Möðruvöllum, en Loftur ríki var f beinan karllegg af Húnboga í Skarði bróður Ara hins fróða. En móðir Árna var Ingibjörg Erasmusdóttir prests á Skúmstöðum Snorrasonar á Varmalæk Ásgeirssonar prests á Lundi Hákonarsonar sýslumanns á Fitjum Björgólfssonar lögréttumanns á Fitjum Þorkelssonar vellings. Árið 1859 flutti Árni heit. hingað til bæarins og varð þá strax lögreglu- þjónn, og gegndi þeim starfa til 1875. Strax, er Árni var barn að aldri, fór hann að grafa letur. Eitt hið fyrsta, er hann gróf, var rúmfjöl, og var fyrirmyndin að henni einn borð- inn í Steinsbibiblíu, og er hann var 12 ára gamall, bjó hann til fyrsta signetið, gróf hann það með þjöl í kopar og vorú það gotneskir stafir, mjög fallegir og vel gerðir, og mundi margur æfður grafari hafa viljað svo gert geta. Má svo segja, að Árni verði öllum frítímum sínum til þessa á unga aldri, enda varð hann hik- laust sá snildar leturgrafari, að vér ís- lendingar höfum aldrei átt annan eins, og þeir munu færri vera, sem ekki eiga einhverja gripi grafna af honum. Og þó Árni væri orðinn gamall mað- ur, þá var hann samt svo ern enn, að hann gróf altaf jafnvel. Árni heit. var einstakt lipurmenni og samvinnuþýður, enda ákaflega vin- sæll. Hann var hagmæltur vel, og eru meðal annars kvæði eftir hann í „Iðunni“, en mjög lítið notaði hann þá gáfu sína. Hann var einn af elstu templurum landsins og um eitt skeið regluboði fyrir stórstúkuna, en heitasta þrá hans var aðflutningsbannið; mun hann fyrstur manna hafa hreyft því máli á stúkufundum. Hann var vel máli farinn, talaði Ijóst og skipulega. Kona hans hét Guðlaug Grímsdóttir hér úr bænum og voru þau í hjóna- bandi yfir 40 ár. Tvö börn eignuð- ust þau. Annað þeirra dó ungt, en hitt, Glsli, er á lift í Ámeríku. Síöasta umræöa fjárlaganna í neðri deild var í fyrradag, og varð henni fyrst lokið er klukkan var 1,45 í í nótt, eða með öðrum orðum kl 1,45 árdegis í gær. AHs komu þar fram tæpar 80 breytingartillögur, margt af því nýtt. Fjarlögin fara til efri deildar, og verða rædd þar likl. á Mánudaginn og Þriðjudag í sameinuðu þingi Þar má aðeins ræða þær breytingar, er efri deild gerir næst á því. 1. Að veita 10.000 kr. til flutninga- brautarinnar í Skagafirði hvert árið 16 : (Jón Ólafsson). 2. Að veita Árneshreppsíbúutn 300 kr. árlega til þess að sækja lækni, sþ. 18. (Styrkurinn til Hólmavikurlækn- isins þar með fallinn). 2. Að veita 4000 kr. á ári til reglu- bundinna gufuskipaferða milli Sviþjóðar og fslands, sþ. 16 : 1 (Hálfdán, J. Múla).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.