Þjóðólfur - 28.07.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.07.1911, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 106 ofan í samninga og viðteknar venjur, og stafa af því að svo miklar viðsjár voru með þeim annars vegar og bandamönn- um þeirra, og hins vegar Frökkum og þeirra fóstbræðrum, að til vandræða þykir horfa. Einkum láta Englending- ar svo sem yfirgangur Þjóðverja og ofsi gangi mjög úr hófi. Það er og mála sannast, að Þjóðverjar halda sér mjög fram hin síðari ár; þeir hafa haldið málum til streitu gegn hinu mesta ofurefli og haft þau fram, þó ekki hafi komið til ófriðar. Veldur því mest hnekkir sá, er Englendingar biðu út af ófriðnum við Búana og Rússar í viðureigninni við Japansmenn. Þykjast hvorir um sig miður til vígs búnir en áður. Rússar vilja þar á ofan vera viðbúnir að fást við ná- granna sína eystra, Kína og Japan, ef eitthvað kynni f að skerast, og forð- ast þess vegna að eiga ilt við aðra granna sína; en um Frakka er það að segja, að þeir stunda nú friðarins iðju sem kappsamlegast, safna fé og lána víðs vegar um heim, svo að þeireiga skuldastaði í hverju landi. Þar að auki stendur þeim ógn af hinu mikla herbákni Þjóðverja, og telja sig varla muni við því rísa af eigin ramleik. Af þessu öllu þykir mega spá því með sæmilegri vissu, að þessa nýjustu ófrið- arbliku muni draga frá, með því að allir, sem hlut eiga að máli, munu fúsari til samninga heldur en vopna- viðskifta. Hjómanna-verkfallið. Sjómenn á Englandi hafa öðru hvoru verið að gera verkfoll síðan snemma í júní síðastl., en lítið orðið ágengt. Dró til sátta öðru hverju með þeim og gufuskipafélögunum, svo að verk- fallið var talið til lykta leitt 25 júní, en fimtudaginn 29. júní hófst það á ný með meiri samtökum en áður, svo að allar siglingar teptust frá Bretlandi tii Ameríku. Fjöldi farþega, svo sem krýningargestir o. fl. teptust. Allan- línan varð allra fjelaga fyrst til að ganga að kröfum verkfallsmanna, og teptust því skip hennar stutta stund. Önnur fjelög vildu ekki sinna kröfum þeirra og horfði til hinna mestu vand- ræða. Allar nauðsynjavörur stigu geysilega í verði, en matvæli, sem átti að flytja til eða frá, skemdust og varð af mikið tjón. Miklar samningatil- raunir voru gerðar, og fór svo, að verkfallinu lauk 3. þ. m. og fengu sjó- menn nokkra launahækkun og önnur hlunnindi.— Róstusamt var nokkuð í mörgum hafnarbæjum Bretlands með- an á verkfallinu stóð, svo að lögregl- an átti fult í fangi með að skakka leikinn oft og einatt. Xirkjan og konurnar. Laugardaginn 3. júní síðastl. sendi hin natnkunna kvenrettindakona, Miss Anna Shaw frá Ameríku, norska stjórnarráðinu skriflega beiðni um að mega prédika í »Vor Frelsers Kirke« 1 Kristjaníu. Kirkjumálastjórnin neitaði henni um leyfi og bar það fyrir sig, að hún vildi ekki leyfa útlendum konum að prédika þar í kirkjunni á meðan innlendar konur mættu það ekki. Þegar þetta svar kirkjumálastjórnarinn- ar barst til eyrna Konow forsætisráð- herra, lét hann i ljósi óánægju út af því, að kirkjumálastjórnin hefði ráðið þessu máli til lykta, án þess að spyrja stjórnar- ráðið í heild sinni um álit þess. Konow kallaði stjórnarráðið saman, og urðu þar allharðar umræður. Þrír af ráð- herrunum, Konow, Benge og Darre Jen- sen, mæltu íast með því, að miss Shaw yrði leyft að tala í kirkjunni, en hinir 5 mæltu á móti og réðu þeim úrslitum. Miss Shaw hefir sagt í viðtali við norsk- an blaðamann, að menn mættu reiða sig á, að þetta yrði til þess að opna kirkj- urnar fyrir konum, svo þær fengju alveg eins að tala þar og karlmenn, ef þeim byði svo við að horfa. Þetta mál hefir vakið mikla eftirtekt utanlands. í Noregi er mikið rætt og ritað um hvað rétt sé að gera. Þeir, sem eru á móti því, að konum sé leyft að tala í kirkjunum, bera það fyrir sig, að postulinn Páll hafi bannað kon- um að tala opinberlega (1. Kor. 14). Hinir, sem álíta, að þær konur, sem hafi köllun til prédikunarstarfs, eigi að hafa fullan rétt til þess að tala í kirkj- unum, ef svo ber undir, benda mönnum á 21. kap. í Postulasögunni. Þar er sagt frá því, að þegar Páll kom til Cesareu, dvaldist hann í húsi Fílippusar um hríð. Filippus átti 4 dætur, sem spáðu, þ. e. töluðu opinberlega. Lúkas talar ekkert um, að það hafi hneykslað Pál, og má af því ráða, að honum hafi ekki þótt það neitt syndsam- samlegt í Cesareu, að konur töluðn opin- berlega, vegna þess, að það hneykslaði engan þar í söfnuðinum. Það er ekki svo erfitt að skilja, hvers vegna Páll bannaði konunum í Korint að ganga slörlausar (1. Kor., 11.) og að tala opinberlega. I söfnuðinum í Korint voru margir Gyðingar, sem höfðu tekið kristna trú. Þeir voru vanir því frá blautu barnsbeini, að konur gengju æfinlega með slör fyrir andlitinu, því þær konur, sem gengu slör- lausar, voru alment álitnar léttúðugar. — Hinar heiðingjakristnu konur í Korint gengu ekki með slör, og þegar þær þar á ofan byrjuðu að tala opinberlega, hneyksluðust hinir Gyðingakristnu svo mjög, að Páll varð að banna konunum að tala opinberlega og skipa þeim að taka upp slörið, ekki vegna þess, að nein æðri skipun lægi til grundvallar. Ef svo hefði verið, hefði Páll að sjálfsögðu tekið það fram í bréfum stnum til hinna safn- aðann lfka. I Korint hneykslaði það. Þess vegna mátti það ekki eiga sér stað, því kristn- um manni sæmir ekki að gera það, sem hneykslar aðra (1. Kor. 10,22. Róm. 14,21). Nú hafa konur fyrir langa löngu lagt slörið niður, og enginn talar um, að það sé á móti orðum ritningarinnar. Það þykir ekki lengur neitt ótilhlýði- legt, þótt konur tali á mannfundum. Þegar konur mega leggja út af guðs orði í samkomuhúsunum, — hvers vegna mega þær konur, sem hafa köllun til þess, ekki eins gera það í kirkjunum ? Síðustu blöð skýra frá því, að sex merkar norskar konur, sem allar eru starfendur í K. F. U. M. —• Maria Anker, Henny Dons, prófessorinna Michelet (dóttir Stórjóhans prests), Dorothea Schjoldager, Maria Sinding og Ida Welhaven — hafi sent stjórnarráðinu áskorun um að leyfa konum sama málfrelsi í kirkjunum og óprestvfgðum mönnum. Svarið var ókomið, er síðast fréttist. I Stokkhólmi var Miss Shaw boðin ein af stærstu og skrautlegustu kirkjunum — Gustaf Vasa kirkjan —, en þótt Miss Shaw sé bæði vígður prestur og þar á ofan doktor í guðfræði, fékk hún ekki að fara upp í prédikunarstólinn. Ur því varð mikil óánægja, því helmingur af áheyrendunum þóttist ekkert hafa heyrt af því, sem hún sagði, vegna þess, að hún stóð á óhentugum stað. Kirkjustjórnin í Sviss hefir nýlega gefið konum aðgang að prestsembættum. Kirkjulífið þar kvað vera mjög dauft, og hefir kirkjustjórnin gert þetta út úr neyð, í von um að eitthvað rofaði til. /. Ó. t r Sighvatnr yírnason. fyrv. alþingismaður. Síðastl. fimtudag, 20. þ. m., and- aðist á heimili sínu hér í bænum fyrv. alþingismaður Sighvatur Árna- son, á 88. aldursári. Hann var fæddur 29. nóv. 1823, sonur Árna (d. 1853) Sveinssonar sáttasemjara á Ysta-Skála Jónssonar dbrm. þar, og konu hans Jórunnar (d. 6. des. 1885) Sighvatsdóttur bónda í Skálakoti Einarssonar. Sig- hvatur kvæntist tvítugur að aldri, fór þá að búa f Eyvindarholti undir fjöll- um og bjó þar f 58 ár, frá 1843— 1901. En þá fluttist hann til Reykja- víkur og var hér upp frá því. Hann var hreppstjóri undir Eyja- fjöllum í 34 ár, sáttasemjari 30 ár, sýslunefndarmaður 24 ár og þing- maður Rangvellinga árin 1865 —67, 1875—99 og 1902; sat alls á 18 þingum. Heiðursmerki dbrm. fékk hann 1899. Sighvatur var tvíkvæntur, átti fyrst Steinunni IsleifsdóttUr bónda á Selja- landi Gissurarsonar. Þau giftust 30. apríl 1843 og voru rúm 40 ár í hjónabandi. Hún dó 7. nóv. 1883. Börn þeirra eru Jórunn kona Þorvald- ar Björnssonar lögregluþjóns og Sig- urður bóndi á Þórunúpi. í annað sinn kvæntist Sighvatur 26. apríl 1885 og átti þá Önnu Þorvarðsdótt- ur prests Jónssonar á Prestsbakka. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra á lífi eru Sigríður kona Tómasar Jóns- sonar kaupm. hjer í Rvík og Árni, nú verslunarstjóri Thomsens verslunar. Trúnaðarstörf þau, sem Sighvati hafa verið falin um langan aldur, sýna, að hann hefur verið vel metinn maður. Hér í Rvík hafði hann á hendi síðustu árin bókavarðarstörf Alþýðubókasafnsins. Síðasta alþingi ætlaði honum dálftil eftirlaun eða ellistyrk úr landssjóði. Jarðarför hans fór fram í dag. Fáein orð um hag giftra kvenna og mentun ungra stúlkna. Misjafnir eru dómar manna um síðasta alþingi eins og oftar; þykir mörgum deil- ur og rifrildi þingmanna keypt of dýru verði, en þarfar lagabætur ekki að sama skapi margar. Þó mun flestum góðum drengjum koma saman um, að framkoma alþingis í kvenréttindamálinu hafi verið lofsverð, og hafi þar verið stigið spor, er auka muni sæmd þjóðarinnar og hvetja aðrar þjóðir til eftirbreytni, — enda þótt sumir kvíði öllum þeim æsingi, er þeir búast við að aukist drjúgum við kosningu með auknum kjósendafjölda. En það furðar mig, hvað lítið er hreyft við þeim skónum, sem harðast kreppir að mörgu kvenfólki, og í raun og veru væri miklu meira mannúðarverk að losa um, heldur en auka kosníngarréttinn, þótt eg lasti það ekki, — og á eg þar við, hvað meginþorri giftra kvenna er ómynd- ugur og ófrjáls 1 efnalegu tilliti og utan heimilis sfns. Eins og kunnugt er, hafa karlmennirnir þar öll ráðin, þeir geta veðsett aleigu sína fyrir sjálfa sig eða aðra, án þess að konan hafi hugmynd um það, — ráðist í fyrirtgeki, flutt sig búferlum, þótt kon- unni sé það þvert um geð, og samkvæmt venjunni og samkvæmt einhverjum göml- um þrælsótta, þarf konan að biðja að lofa sér að fara, hvað stutt sem hún fer út fyrir heimilið, og biðja að gefa sér, ef hún þarf að eignast föt utan á sjálfa sig eða börnin sfn, að eg nú ekki nefni annan eins »óþarfa« og skálar, bollapör og þess háttar búsáhöld,. alt það þurfa fjölda margar konur að biðja að gefa sér, þótt allir heilvita menn sjái, hvað það er heimskulegt. Sumir bændur eru jafnvel svo »sanngjarnir«, að þeir telja mestalla aðra úttekt í heimilis þarfir, en matvöru, svo sem rúmfatnað, kafifi og sykur o. fl. þ. h., g j a f i r h a n d a k o n u n n i. Suroir eiginmenn eru reyndar sparir á þessum »gjöfum«, en örlátir að eltirtölum við konuna, sem þeir marghétu að elska »eins og lífið 1 brjósti sér«, og »bera á höudum sér, svo hún steytti ekki fót sinn við neinum örðugleika« — á meðan þeir voru ekki búnir að ná lögbundnum yfir- ráðum yfir sjálfri henni — og eignum hennar. Neyðist þá konan stundum til að »stela« ofurlitlu ullarhári eða einhverju öðru af búinu, sem hún getur keypt fyrir.. En vitanlega verður það að fara dult^ því að það er þjófnaður náttúrlega, ef k o n a n tekur nokkuð af »sameigninni« án vilja eða vitundai hús'bóndans!! Það þarf ekki neina sérlega spádóms- gáfu til að sjá, hvað þess háttar siður, sem enn mun almennur, þótt ókunnugum dyljist það — hefir lamandi áhrif á alt siðferðisþrek kvenna. Það er ekki svo sem að þær konur einar sitji í þessari ambáttarstöðu, sem eiga einhverja óþokka að eiginmönnum eða lifa í »ófarsælu hjónabandi«, sem kallað er, sei, sei, nei. Konur sæmdarmanna í ssannfarsælu hjónaböndunum« verða sannarlega einnig alloft að biðja um smátt og stórt, enda þótt þær finni ekki eins sárt til þess og hinar, af því að þær fá »bænir« sínar veittar, þegar kostur er,—ogþegarmenn þeirra eru í góðu skapi, því að sæmdar- menn eru stundum úrillir og misjafnlega bónþægir, svo sem kunnugt er. Eg veit ekki hvað öðrum finst, en mér liggur stundum við að roðna af því að vera karlmaður, þegar eg heyri konur segja eitthvað þessu líkt: »Góði minn, viltu ekki gefa mér í föt handa drengnum okkar?» — sElskan mfn, gefðu mér 25 aura«. — (»Hvað ætl- arðu að gera við þá?« er þá alloft fyrsta svarið). — »Gæskan mín, lofaðu mér til kirkju á sunnudaginn kemur og lánaðu raér hann Grána«, — það skiftir engu, þótt konan hafi átt Grána áður en hún giftist, eða látið kaupa hann fyrir arf sinn, — hún á það altaf undir náð og skapferli mannsins síns, hvort hun fær að rfða honum til næstu bæja. »Viltu gefa mér reifið af henni Móru minni, hjartað mitt?« verður hún að segja, enda þótt hún hafi komið með Móru í búið. — Því að þegar hún er gift, má hún í hæsta lagi »eigna sér« skepnu, en ekki ráða yfir henni. Séreign konunnar er alls engin örugg vörn gegn öllum þessum rangindum, því að bæði verður það jafnan hrein undan- tekning að óreynd brúður æski þess sátt- mála meðan það er ekki beinlínis lög- skipað við ö 11 hjónabönd, og auk þess styður þessi gamla ambáttarvenja að því að húsbóndanum er auðvelt að ná yfir-'

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.