Þjóðólfur - 11.08.1911, Blaðsíða 2
t'JOÐOLKUR.
114
betegnede Anliggender"). Þegar nú
einnig er litið á, að sambandssáttmál-
inn átti að byggjast á frjálsu og full-
valda löggjafaratkvæði beggja sam-
bandsþjóðanna, þá var fullveldi Islands
í öllum sínum málum þar með við-
urkent, þó það með sjálfum sambands-
sáttmálanum takmarkaði eða bindi full-
veldi sitt í hinum sameiginlegu mál-
um, meðan sáttmálinn stæði óbreyttur.
Auk þess sýndi 6. gr. sáttmálans, að
ekki var um neitt afsal á fullveldinu
að ræða í hinum sameiginlegu málum,
heldur var dönskum stjórnarvöldum
aðeins falin meðferð þeirra einnig fyrir
hönd íslands, þangað til öðruvísi yrði
ákveðið með lögum, er löggjafarþing
beggja sambandsþjóðanna hefðu sam-
þykt. íslandi var þannig geymdur
réttur til síðar meir að taka þátt í
meðferð hinna sameiginlegu mála, og
fá þannig aftur fulla hlutdeild í því
fullveldi, sem það hafði takmarkað við
sig og falið öðrum ;um stundarsakir.
Auk þess var íslandi (í 9. gr.) áskil-
inn réttur til á 25—37 ára fresti að
fækka sambandsmálunum niður í ein
3, og taka þannig aftur við fullveldi
sínu í hinum 5 að þeim tíma liðnum,
hvort sem hinni sambandsþjóðinni lík-
aði það betur eða ver.
Um álit Jóns Sigurðssonar á mál-
efnasambandi verður ekkert ráðið af
ritum hans nema óbeinlínis. Hann fór
aldrei fram á það, og minnist aldrei
á það. Hann tekur þvert á móti fram,
að hvorki hann né þjóðfundarmenn-
irnir hafi ætlast til, að ísland yrði
neitt „ríki“, heldur „sérstakur ríkis-
hluti" með frjálslegu stjórnarfyrirkomu-
lagi (NF. XVI, 98). En þegar litið er
á andann í öllum ritum hans, þá er
óhætt að fullyrða, að hann hefði manna
síst slegið hendinni á móti því, að ís-
land væri viðurkent sem ríki og sam-
bandið aðeins málefnasamband, enda
stefnir og krafa Þjóðfundarins um, að
nafn íslands væri tekið upp í titil kon-
ungs, í þá átt (NF. XVI, 92). Að
hann því ekki fór fram á málefnasam-
band, mun eingöngu hafa stafað af
þvi, að hann sá ekki nokkra leið til
að fá slíkri kröfu framgengt, og vildi
því sem hygginn stjórnmálamaður tak-
marka kröfur sfnar við það, sem nokk-
ur von gæti verið um að fengist, held-
ur en að stofna sambandsmálinu í
ógöngur með ófáanlegum kröfum(sbr.
ummæli hans í Andv. I, 63 og 95).
En hitt mun óhætt að fullyrða, að
hann mundi hafa gripið feginshendi
við tillögu um málefnasamband og að
ísland yrði viðurkent sem ríki, ef slíkt
hefði staðið til boða. Þá mundi hann
og hafa tekið því tveim höndum, að
samningu sambandssáttmálans væri
hagað, eins og gert var 1908, fyrst
með skipun millilandanefndar af Dön-
um og íslendingum, eins og hann sjálf-
ur stakk upp á 1848 (NF. VIII, 18),
og að tillögur þeirrar nefndar svo væru
lagðar fyrir fulltrúaþing beggja sam-
bandsþjóðanna, og sáttmálinn þannig
bygður á frjálsu og fullvalda samþykt-
aratkvæði þeirra beggja — einmitt því,
sem hann lagði mesta áherslu á og
hélt fastast fram. Þá var líka innlim-
unarstefnan alveg úr sögunui, sem fram
að árinu 1908 var tvísýnt um að væri
að fullu niður kveðin. Því þó að
samband það, sem Stöðulögin stofn-
uðu til, væri að vísu „veldissamband",
þar sem ákveðið var, að ísland skyldi
vera „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis,
með sérstökum landsréttindum", þá
var sá heljargalli á þeim lögum, að
þau voru aldrei samþykt né viður-
kend af fulltrúaþingi íslendinga, þó
íslendingar létu sér lynda að búa við
þau. Og frá Dana hálfu var því
haldið fram, að ríkisþingið hefði haft
vaid til að samþykkja þau bæði fyrir
hönd Danmerkur og íslands, sem yfir-
löggjafarþing alls ríkisins eða Dana-
veldis, og bar sú skoðun óneitanlega
talsverðan keim af tilhneiging til inn-
limunar. íslendingar hafa aftur á
móti ýmist með öllu neitað gildi stöðu-
laganna, eða álitið þau aðeins gild á
íslandi sem gefin af konungi einum,
sem einvöldum, fyrir íslands hönd, eins
og vér höfum haldið fram áður í Eimr.
(II, 5—8, V, 45—46) og vér síðar
höfum séð, að líka hefur verið haldið
fram af hálfu merkra íslendinga skömmu
eftir birting laganna (sbr. Víkv. (1873)
I, 5—6). En hér skar millilandanefnd-
in hreint úr, þar sem í henni var við-
urkent frá Dana hálfu, að þeir vildu
nú algerlega hverfa frá þeirri skoðun
um yfirlöggjafarvald ríkisþingsins, sem
haldið hefði verið fram við samningu
Stöðulaganna (sbr. aths. við 1.—3. gr.
í áliti nefndarinnar), og láta hinn nýja
sambandssáttmála byggjast á frjálsu
og fullvalda Iöggjafaratkvæði beggja
sambandsþjóðanna. Með því var aðal-
krafa Jóns Sigurðssonar að fullu og
öllu uppfylt, og hver minsti snefill af
innlimunartilhneiging horfinn úr sög-
unni.
En mundi þá Jón Sigurðsson hafa
getað felt sig við, að samband Dan-
merkur og íslands væri nefnt „veldi
Danakonungs" („det samlede danske
Rige" ?) Verður nokkuð um það ráðið
af ritum hans eða framkomu? Já,
fyrst og fremst af því, að hann á al-
þingi, bæði 1867 og 1869, samþykti,
að ísland skyldi kallast „óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis" (NF. XXVII,
13, 39), og í annan stað af því, að
hann í sinni frægu ritgerð um lands-
réttindi íslands (gegn prófessor Larsen)
tekur fram, að hann og Þjóðfundar-
mennirnir hafi bygt á því, *að ríkið
vœri heild, sem hver ríkishluti vœri
háður« (NF. XVI, 91). Það má því
með fullri vissu segja, að hann mundi
ekki hafa amast við því, að ríkisheild-
in eða sambandsveldið væri kallað
„veldi Danakonungs", eða „det sam-
lede danske Rige", — ekki síst, þegar
nafn íslands var jafnframt tekið upp
í titil konungs.
V. PERSÓNUSAMBAND. Svo
kallast samband milli tveggja fullvalda
ríkja, þar sem konungurinn einn er
sameiginlegur og ekkert annað.
Þesskonar samband bar tvívegis á
góma í tíð Jóns Sigurðssonar. Af því
hann hafði í „Hugvekju til Islendinga"
1848 mint á Gamla-sáttmála og að
sambandið hefði þá verið við kon-
unginn einn, þá var þetta af sumum
skilið svo, að hann vildi halda fram
persónusambandi eða hreinu konungs-
sambandi. Ut af þeirri hreyfingu, sem
ritgerð Jóns vakti á íslandi, kom þá
út löng ritgerð í „Reykjavíkurpóstin-
um“, eftir merkan íslending, og segir
þar meðal annars: „En við því mun
naumast vera að búast, að stjórnin í
Danmörku, hvað frjáls og frjálslynd
sem hún að öðru leyti verður, muni
gefa kost á því, að ísland hafi ekki
neitt annað samband við Danmörku
en sama konungsnafn. Þessháttar sam-
bandi mundi ísland ekki heldur geta
náð við nokkra aðra þjóð, þó það
ætti einhvern tíma að koma á daga
þess, að skilja við Danmörku og bind-
ast öðru ríki" (Rvkurp. III, 40). Þessu
svarar Jón Sigurðsson með allmiklum
þjósti, og segir: „Þetta kann vel að
vera, en hver hefur ímyndað sér sam-
bandið svoé Það verður að minsta
kosti miklu nánara, ef það væri eftir
þeim hugmyndum, sem vér ætlum
hentugastar", og telur síðan upp all-
mörg mál, sem hann álíti, að ætti
að verða sameiginleg (NF. IX, 61).
Hér virðist því nærri stappa, að
hann álfti það svo mikla fjarstæðu, að
fara fram á persónusamband, að hann
skoði það sem móðgandi getsakir við
sig, að ætla honum slíkt. Þetta virð-
ist líka hafa hrifið, því nú bólar ekk-
ert á persónusambandshugmyndinni
fyr en á Þingvallafundinum 1873, þeg-
ar svo miklir æsingamenn voru komnir
í spilið, að við sjálft lá, að Jón Sig-
urðsson misti algerlega taumhaldið. Á
þeim fundi var af nefndinni í stjórnar-
málinu borið upp frumvarp til stjórn-
arskrár, og hljóðaði 1. gr. hennar
þannig:
„ísland er frjálst þjóðfélag út af
fyrir sig, og stendur í því einu sam-
bandi við Dani, að það lýtur hinum
sama konungi og þeir".
Jafnframt var og (í 2. gr.) farið fram
á frestandi synjunarvald. Alt skyldi
verða að lögum, sem samþykt hefði
verið á 3 alþingum í röð, þótt kon-
ungur neitaði að staðfesta það.
Gegn þessu frumvarpi nefndarinnar
töluðu Jón Sigurðsson, Jón Guðmunds-
son og nokkrir aðrir, er þá studdu að
málum: „Fundurinn mundi hæglega
geta orðið „öðrum til athlægis og eng-
um til gagns", ef hann samþykti frum-
varpið. Hver maður, er hefði dálítið
vit á stjórnarhögum, yrði að geta séð,
að enginn konungur gæti samþykst
annari eins ákvörðun og þeirri, er
nefndin hefði stungið upp á í 2. grein
sinni, þar sem alþingi væri gefið vald
til að setja lög í mót vilja konungs.
Vildum vér hafa slíka lagaákvörðun,
þá yrðum vér að segja alveg skilið
við konung og stofna lýðveldi. 1. gr.
nefndarinnar mundi eigi heldur geta
náð samþykki konungs eða alþingis.
Vér gætum vel verið frjálst þjóðfélag,
þótt vér hefðum sum mál sameiginleg
við Dani, og öllum, er vit hefðu á
stjórnmálum, mundi þykja það stór-
kostlega ísjárvert, að segja algert skilið
við Dani, einkum er litið væri til á-
greinings við önnur ríki. Danir eða
einstakir danskir stjórnarherrar hefðu
viljað beita ofríki við oss, en þó að
vér kæmumst í samband við einhverja
aðra þjóð, mundum vér eigi sæta betri
hag. Kostir þeir, er aðrir byðu oss,
gæti hæglega orðið verri". (Víkv.
I, 3U-
Eftir langar umræður var horfið frá
frumvarpinu og stungið upp á að senda
alþingi og konungi bænarskrár með 6
niðurlagsatriðum, og hljóðar hið fyrsta
þeirra svo:
„Að lslendingar séu sérstakt þjóð-
félag og standi í því einu sambandi
við Danaveldi, að þeir lúti hinum
sama konungi og það".
Jón Sigurðsson og hans fylgismenn
mæltu enn fastlega á móti þessu niður-
lagsatriði : „Sjálfsagt yrði hver íslend-
ingur að heimta, að þjóð hans væri
álitin sérstakt þjóðfélag, en enginn
mentaður maður neitaði því nú, og
eins hefði stjórnin, tinkum á seinni
árum, margoft viðurkent það. . . .
Þjóðerni voru væri í engu misboðið,
þó að vér héldum þeim málum, er vér
höfum nú sameiginleg við Dani auk
konungs. ... Menn gætu jafnvel sagt,
að það væri töluverður hagur fyrir
ísland, að hafa þessi mál sameiginleg
við Dani, því að með eigin kröftum
mundum vér eigi geta komið miklu
eða nokkru til leiðar í þessum efnum".
Aftur voru aðrir mjög meðmæltir þessu
atriði: „Vér mundum", sögðu þeir,
eigi þurfa hjálpar Dana eða annara
sambandsþjóða með. Allur heimur
væri nú svo siðaður, að enginn mundi
ráðast á vopnlausa þjóð; það fengist
aldrei full viðurkenning á því, að vér
erum sérstakt þjóðfélag, ef vér hefð-
um samband við aðra þjóð um annað
en konung, og yrði ekki ákvörðun
hér um tekin inn í stjórnarskrá vora,
fengjum vér eigi jafnrétti við Dani".
(Víkv. I, 32).
Niðurstaðan varð sú, að niðurlags-
atriðið varð samþykt með 24 : 7 atkv.,
en hin öll í einu hljóði. Síðan var
kosin 3 manna nefnd, til að færa kon-
ungi bænarskrá fundarins, og í hana
kosnir: Jón Sigurðsson, Jón Guðmunds-
son og Tryggvi Gunnarsson. En þá
kom þetta fyrir:
„Jón Sigurðsson lýsti því þegar
yfir, að hann gæti sjálfsagt eigi flutt
þá bænarskrá fram fyrir hans hátign
konunginn, er færi fram á það, er
hann hefði mótmælt. Og þegar ein-
stakir fundarmenn sögðu, að þeir með
kosningunni hefðu viljað sýna Jóni það
traust og þá virðingu, er þeir bæru
fyrir honum, taldi hann á þá fyrir
það, að þeir hefðu getað haldið hann
svo óstöðugan og hviklyndan, að hann
nú vildi fylgja því fram, sem hann
nýlega hefði mótmælt. Það væri
skylda hvers manns, jafnan að fylgja
sannfæringu sinni, og það væri lítið
traust til manns, að halda, að hann
mundi bregða út af því. Hefði fund-
urinn haft traust á sér, þá hefðf hann
aðhylst tillögur sínar"- (Víkv. I, 33).
Niðurstaðan varð á endanum sú, að
alþingi tók ekki kröfuna upp um per-
sónusamband til greina (sbr. And. I,
97), og úr sendiförinni til konungs
varð ekkert.
Þegar á þetta er litið, er víst tæp-
lega hægt að halda því fram, að Jón
Sigurðsson hafi verið persónusambandi
meðmæltur. Og eftirtektarvert er það,
að hann í andmælum sínum álítur, að
sú krafa mundi leiða beint til algerðs
skilnaðar við Dani, eins og lfka er
rétt. Einkennilegt er líka að sjá, hve
sviplíkt formælendur persónusambands-
ins á Þingvallafundinum 1873 töluðu
því, sem vér eigum nú að venjast hjá
ýmsum angurgöpum vorra tíma.
VI. SKILNAÐUR. Hrein skilnað-
arstefna mun lítt eða ekki hafa komið
fram í tíð Jóns Sigurðssonar, því hann
tekur fram, að hann þekki engan, sem
vilji að sambandið slitni eða reyni að
slíta það (NF. IX, 60). Hann hefur
því ekki haft ástæðu til að minnast
mikið á skilnað í ritum sínum. En af
ummælum hans á Þingvallafundinum
1873 má ráða, að brytt hafi á skiln-
aðarstefnunni þar, ef ekki fengist per-
sónusamband. En hann skoðar þá
stefnu sem hreinasta barnaskap, þvf
hann segir, að „öllum, sem vit hefðu
á stjórnarmálum, mundi þykja það
stórkostlega ísjárvert. að segja algert
skilið við Dani". Af þeim má enn-
fremur sjá, að hann álítur, að ekki
geti komið til tals, að íslendingar
stæðu einir sér og sambandslausir,
því slíkt væri of hættulegt, þegar litið
væri til ágreinings við önnur ríki.
Þeir yrðu því að leita sambands við
einhverja aðra þjóð, en vér mundum
þá eigi sæta betri hag en hjá Dönum,
þótt þeir stundum hefðu viljað beita
oss ofríki. Kostir þeir, er aðrir byðu
oss, gætu hæglega orðið verri. Og
þar sem Jón Sigurðsson lftur þannig
á skilnaðarstefnuna, áður en vér feng-
um stjórnarskrá og löggjafarvald og
meðan Danir voru oss sem örðugastir,
þá má nærri geta, hve mjúkum hönd-