Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.09.1911, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 23.09.1911, Qupperneq 1
1 63. árg. Reykjavík, Föstudaginn 23. september 1911. JB 36. Hjer með tilkynnist kaupendum blaðsins y>Pjóðólfur<s. og öðrum við- skiftamönnum hans, að herra Sig- urður Jónsson bóksali, Lindargötu i, hefur tekið að sjer alla afgreiðslu blaðsins og innheimtu. Eru því kaupendur blaðsins og aðrir við- skiftavinir þess vinsamlega beðnir að snúa sjer til herra Sig. Jóns- sonar með borgun á blaðinu, bceði fyrir þennan árgang og eldri ár- ganga, og annað það, er afgreiðslu blaðsins viðvíkur. — Hann hefur einnig á hendi innheimtu fyrir aug- lýsingar og ber að semja við hann um nýjar auglýsingar, eins ög alt annað, er að rekstri blaðsins lýtur. Reykjavík 22. sept. 1911. Útgefendurnir. íslendingar hafa lengi fundið til þess, hvað þeir eru hörmulega illa staddir í allri verslunarsamkepni við aðrar þjóð- ir. Það er ekki eingöngu lega lands- ins, sem þar hefur verið þröskuldur á vegi. Vanþekking útlendinga á lands- högum hjer og fáfræði sjálfra vor um verslunarhætti og viðskiftalíf annara jyóða hafa valdið mestu um, hvað lítil not ísland fram á síðustu ár hefur haft af verslunarfrelsi því, sem Danir neyddust til að láta af hendi við oss fyrir tæpum 60 árum. Fyrir löngu hefur mönnum hugkvæmst, að hugsanlegt væri að nokkur bót yrði á þessu ráðin, ef ís- lendingar hefðu verslunarráðunaut í út- löndum -— og helst fleiri en einn sjálfum sjer og erlendum viðskiftavin- um sínum til stuðnings og leiðbeining- ar. Meiri hlutinn á alþingi 1909 greip þessa gömlu hugmynd og kom henni í framkvæmd. En sú framkvæmd hef- ur orðið á þá leið, að betur væri að málið hefði verið látið óhreyft að því sinni. Fyrsta og versta yfirsjón „Sjálfstæð- is"liðsins í þessu máli er sú, að það aflagaði þegar frá upphafi hina gömlu hugmynd um verslunarráðunaut, — víkkaði verksvið hans og fól honum önnur erindi, verslunarmálum allsendis óskyld og ósamrýmanleg. Ætla mætti að það væri einum manni ærið starf, að greiða fyrir verslunarmálum íslands í Evrópu. En „Sjálfstæðis“liðið er stórhuga; það fól manninum þar að auki að koma fram sem eins konar allsherjarfulltrúi menningar vorrar í Evrópu — og sem trúboði „Sjálf- stæðis"manna út á við. Þennan hurð- arás reisti flokkurinn um öxl Bjarna Jónssonar frá Vogi og erengin furða, þótt hann hafi ekki reynst maður til að valda slíkri byrði. Menn hafa dæmt Bjarna Jónsson hart fyrir frammistöðu hans í þessu kynlega embætti. Og vafalaust hafa ummæli blaðanna um starfsemi hans oft verið óbilgjörn og áreitnisleg. En þegar litið er á það, hvernig „Sjálf- stæðis“liðið hjer hefur spilt góðri hug- mynd og hvað undarlegan skilning Bjarni hefur haft um rekstur þess starfs, sem honum var á hendur falið, þá þarf engan að kynja, þótt mótstöðu- menn „Sjálfstæðis"flokksins hafi ekki altaf tekið á þessu máli með silki- hönskum. Enda hafa afglöp flokksins og viðskiftaráðunauts hans verið svo áþreifanleg, að jafnvel hinir auðsveip- ustu fylgifiskar Sjálfstæðismanna hafa hafa bænað sig í hljóði og signt sig yfir öllu því framferði. ísland hafði þörf á verslunarráðu- naut, það vissu „Sjálfstæðis"-menn. En þeir vissu því miður einnig, að flokkur þeirra og stefna (eða rjettara sagt stefnuleysi) í sambandsmálinu, er fyrirlitin nálega af hverjum þeim manni í Evrópu, sem nokkur kynni hefur af íslands málum — að undanteknum nokkrum málþrefurum í Noregi og einum ritstjóra í Svíþjóð. Þetta þúrfti vissulega að lagfæra, og því var gripið til þess ráðs, að láta ísland ráða vel- launaðan verslunarerindreka í sína þjónustu, sem væri fulltrúi og tats- maður )>Stjálfstœðis«flokksins í út- löndum. Að stjórnin fól einmitt Bjarna Jóns- syni þetta embætti sýndi þegar í upp- hafi, að þetta var tilgangur flokksins. Ótrúlegt er að nokkrum manni þyki of nærri höggið Bjarna Jónssyni, þó að fullyrt sje, að hann sje ekki versl- unarfróður maður. Engum lifandi manni hefði til hugar komið að veita honum verslunarráðunautsstarfið, ef ekki hefði annað búið undir. En hann var (og er) sanntrúaður „Sjálf- stæðis“maður og hafði farið með trú- boð flokksins víðs vegar hjer um land og orðið mikið ágengt. Nú átti því að hleypa honum á hina vantrúuðu heimsálfu og sjá hversu þá skipaðist. Þetta eitt og ekkert annað hlýtur að hafa verið tilgangur flokksins. Það væri gaman að heyra hljóðið í „Sjálfstæðis“mönnum, ef frumvarps- menn gerðu eitthvað viðlíka, þegar þeir komast til valda. Ætla að ýlfrið yrði ekki ófagurt í málgögnum „Sjálf- stæðis"manna, ef stjórn mótstöðumanna þeirra sendi á landsjóðs kostnað mann út í lönd til þess að fegra og gylla pólitiska stefnu sína í blaðagreinum og samræðum við útlendinga? En von- andi er, að ekki þurfi ráð fyrir sliku að gera. Slfkur fautaskapur má ekki verða að fastri fslenskri stjórnarvenju. Sjálfsagt verður því haldið fram af hendi „Sjálfstæðismanna, að það sem hjer er sagt sjeu öfgar einar. Og verður þá líkast til reynt að benda á, að viðskiftaráðunauturinn hafi ekki látið verslunarmál landsins afskiftalaus með öllu, heldur reynt að vinna þeim gagn eftir föngum. En fyr mætti nú vera, en að viðskiftaráða.nauturinn hefði enga tilburði haft í þá átt, að vinna eitthvað til gagns fyrir verslun lands- ins, þar sem það þó frá upphafi átti að vera einkastarf hans. Maðurinn hlaut til málamyndar að gera eitthvað í þá átt, rjett til þess að láta það eitthvað heita. En um það munu flestir íslenskir fjesýslumenn lúka upp einum munni, að þeir hafi ekki orðið varir við neinn árangur af þeirri starf- semi hans. Enda mætti furðu gegna, ef svo væri, þar sem maðurinn er allsendis ófróður um verslunarmál og þar að auki mörgum öðrum störfum hlaðinn. Bjarni Jónsson mun hafa tekið við embætti sínu með þeim skilningi á því, að hann ætli aðallega að koma fram í útlöndum sem menningarfull- trúi og „sjálfstæðis“frömuður, en að verslunarmálin mættu fremur sitja á hakanum. Þetta getur að mörgu leyti afsakað hann, — það er „Sjálfstæðis"- flokkurinn og stjórn hans, sem á sök á því, hvert verksvið Bjarna Jónssyni var markað. En samt sem áður er margt athugavert í framkomu hans, þótt ekkert tillit sje tekið til verslun- armálanna. í fyrsta lagi hefur mörgum þótt það kynjum sæta, að hann, sendiherrann og þjóðernisfulltrúinn, linnir aldrei lát- um í því að brígsla innlendum mót- stöðumönnum sínum um landráð og bandalag við erlenda óvini þessa lands. Þetta hetur hann gert bæði í ræðu og ritum, í bundnu máli og óbundnu. I síðasta eintaki Birkibeina lýsir hann t d. þjóðinni svo í kvæði einu, að hún standi nú „hugdeig og hnípin" yfir svikum barna sinna og mun enginn villast á, hvert því skeyti er beint. Getur nú ekki Bjarni Jónsson skilið, að mönnum þyki það fremur kynlegur sendiherra, sem yrkir landráðanfð um mótstöðumennsína.semekkert hafa ann- að til saka unnið, en að vera honum ósammála um mikilsvert málefni? Og getur hann ekki skilið, að margir hafi þungan grun um, að úr því að hann er svona hjartanlega sannfærður um, að við „hinir" sjeum svikarar, þá kunni hann ef til vill við og við að láta eitthvað bera á því í fyrirlestrum sínum í útlöndum eða f samræðum við útlendinga? Hjer á landi þylur hann syknt og heilagt óðinn um svik og svívirðingar frumvarpsmanna. Get- ur hann þá furðað, þótt sumum þeirra standi stuggur af pólitiskri starfsemi hans í útlöndum? Honum væri áreið- anlega sæmra að vera nokkru iágmælt- ari en hann hefur verið um íslenska list í útlöndum og nokkru orðvarar um mótstöðumenn sína hjer á landi. Tiltrú manna til hans sem fulltrúa vors í útlöndum mundi ekki rýrna við það. Einnig að öðru leyti hefur embættis- færsla Bjarna Jónssonar verið mjög svo óvenjuleg. Starfsvið hans er í útlöndum og þar á hann auðvitað að halda sig. En í allan fyrra vetur sat hann rólegur hjer í Reykjavík, frá því í nóvember þangað til í júní. Þeir flokksmenn hans, sem halda því fram, að starf hans í útlöndum sje bráð- nauðsynlegt og til stórra gagnsmuna fyrir viðskiftalíf landsins, ættu sem fyrst að gefa skýringu á því, hvernig á því stendur, að hann vanrækti svo embætti sitt og að stjórnin ljet hon- um haldast það uppi. Ekki er það nein vörn f málinu, að hann hafi þurft að sitja á alþingi. Því að í fyrsta Iagi þurfti hann þess ekki — stjornin hefði þvert á móti átt að banna hon- um þingsetu, um leið og hún veitti honum embættið. Óg í öðru lagi þurfti hann ekki, þó að honum væri leyfð þingsetan, að vera hjer nema þá mánuði, sem þing var haldið. Vetrar- seta hans hjer í Reykjavík er því ekkert annað en fáheyrð embættis- vanræksla, sem aðeins getur afsakast með því, að starfsemi hans í útlöndum sje einskis virði. En það mun hvorki hann nje flokksmenn hans vilja játa. Það er annars til marks um þær hinar furðulegu staðhæfingar, sem menn leyfa sjer í flokkadeilunum hjer á landi, að því hefur verið haldið fram, að viðskiftaráðunauturinn ætti að eiga sæti á alþingi, til þess að meira yrði tekið tillit til hans í útlöndum. Eins og það liggi ekki í augum uppi, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að viðskifta- raðunauturinn geti aflað sjer trausts meðal annara þjóða, er það, að hann sje sem minst riðinn við flokkadeilur hjer á landi, svo að á því geti ekki leikið neinn efi, að hann sje fulltrúi alls landsins, en ekki neins sjerstaks flokks. Nú er þá þessu velferðarmali þjóð- arinnar svo komið, að starfsemi við- skiftaráðunautsins er í minna en engu áliti hjer á landi, og má nærri geta, hvort það. eitt út af fyrir sig ekki muni rýra álit hans einnig í útlöndum. Þetta hefur áunnist með þvf að nota eitt af nauðsynjamálum landsins til flokksþarfa og skipa einn af æstustu flokksmönnum á landi hjer einmitt í það embætti, sem mestan þurtti hófs- manninn og best þokkaðan af öllum flokkum! En foringjar „Sjálfstæðis"- manna virðast prýðilega ánægðir með alt saman. Þeir hafa launað Bjarna Jónssyni með því, að festa fjárveiting- una til embættisins við nafn hans, svo að falli hann úr sögunni, þá er embættið úr sögunni um leið. Og sýnist því alt bera að einum brunni um það, að þeir telji ekki embættið svo mikils vert sem þeir láta.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.