Þjóðólfur - 23.09.1911, Síða 3

Þjóðólfur - 23.09.1911, Síða 3
ÞjOÐOLFUR. 139 *ffarélag Sláturfjalags Suéuríanés 1. timabil haustkauptiðar 1911: Sauðakjöt 1. flokks, 40 pd. og yfir 0,24 Dilka — 1. — 25 — 0,23 Veturg. 1. 30 — - — 0,23 Sauðakjöt 2. — 33—39 — 0,23 Dilka — 2. — 0,21 Veturg. 2. — undir 30 0,21 Lömb 3. — 0,20 Annað fje 3. — 0,20 4. flokks fje 0,17 Mör 0,32 Slátur fæst daglega með sama verði og undanfarin ár. Reynsla er fengin fyrir þvi, að best er að kaupa við fjelagið, og að bæjarmönnum er áríðandi, að byrgja sig að vörum frá því í tima. Sendið pantanir yðar áður en besta kjötið er saltað niður til útflutnings. Steinolíu er lang-bezt að kaupa hjá cJes SEimsan. annars, að „málið" muni ekki sigra í því gervi, sem það nú hefur, en hitt tel jeg víst, að hreyfingin muni stuðla að því, að Noregur öðlist sjerstakt þjóðmál á sínum tíma. Sem stendur er fullkominn mála-glundroði í Noregi". Hvað er að frétta? Háskólaenibœttin. Ráðherra hefur veitt Jóni jónssyni sagn- fræðingi kennaraembættið í sögu íslands og bókmentum við háskólann. En docents- embættið í guðfræði hefur sjera Sigurður P. Sivertsen á Hofi hlotið. Látinn er hjer f bænum Ragnar Þorsteinsson, sonur Þorsteins Guðmundssonar yfirfiski- matsmanns. Hann var efnilegur maður og mjög vinsæll af öllum, sem kyntust honum. Botnía kom hingað frá útlöndum á sunnudag- inn var. Farþegar: Þorleifur H. Bjarna- son kennari og kona hans, Benedikt Þór- arinsson kaupmaður, Karl Einarsson sýslu- maður frá Vestmannaeyjum o. fl. Flora kom norðan um land frá Noregi á laugardagskveldið var. Meðal farþega: dr. Ólafur Danfelsson með frú og börn- um og Ólafur ritstjóri Felixson frá Ála- sundi í Noregi. Sterling fór 1 gærmorgun til útlanda. Farþegar: Sveinn Björnsson málafærslnmaður, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og frk. Halla systir hans, frk. Elín Stephensen, frk. Flísabeth Kristjánsdóttir (ráðherra), mæl- ingamennirnir dönsku o. fl. Austri kom hingað í nótt með fjölda farþega, þar á meðal docent Sig. P. Sivertsen. ólaíur ritstjóri Felixson frá Álasundi í Noregi kom hingað til bæjarins með Flóru, og ætlar hann sjer að dvelja hjer nokkurn tíma. Erindi hans hingað til lands er að safna efniíbókum íslenska atvinnuvegi, sem forlag eitt ( Noregi hefur ráðist í að gefa út. Er svo til ætlast, að sem best verði vandað til bókar þessarar, hún á að verða full af myndum og í henni eiga að verða ritgerðir um íslenska atvinnuvegi fyr og síðar eftir merka ís- lendinga. Tilgangurinn er sá, að gjöra Island kunnara meðal norskra fjesýslu- manna en það hefur verið hingað til. Hr. Ólafur Felixsson hefur dvalið í Noregi hin síðustu 25 ár, lengst af í Niðarósi og Álasundi. Mestan þann tíma hefur hann fengist við blaðamensku. Hann var fyrst meðritstjóri blaðs eins í Niðar- ósi, síðan varð hann ritstjóri »mál«blaðs- ins «Heimhug« í Álasundi, en hin síð- ustu 12 ár hefur hann verið aðalritstjóri »Sunnmöre Folketidende«, sem kemur út í Álasundi og er aðalmálgagn vinstri- uranna þar um slóðir. Sýnir þetta að Ólafur Felixsson hefur aflað sjer mikils trausts og álits í Noregi. Hann er kynj- aður úr Rangárvalfasýslu, sonur Felix Guðmundssonar, sem eitt sinn bjó á Ægi- sfðu. Um ull og utlarverkun. Skýrsla til stjórnarráðsins yfir íslandi. Frá Sigurgeiri Einarssyni. Frh. ----- Haustnll. Hún er mest öll flutt út óþvegin. Allir lögðu þeir áherslu á það, Ame- ríkumennirnir, er jeg þar um spurði, að hún yrði þvegin, því að þeir töldu haustullina góða, og hún væri að mun fíngerðari en vorullin. í íslenskri haustulleru nú 25—25% af óhreinindum, en það er nokkru meir en í sunnlenskri vorull. Að öllum þeim upplýsingum athug- uðum, er jeg fjekk um haustullina, tel jeg heppilegast, að hún sje þveg- in á sama hátt og vorull. En flokk- un á henni er talin óþörf. Hyernig íslcnska ullin er nú. Eins og öllum, er þar við fást, er vitanlegt, þá þarfhver verksmiðja, er notar ull, að hreinþvo hana. Engin ull, hversu vel sem hún er verkuð, er svo vel þvegin, að minna sje en 8°/o af óhreinindum í henni, enda má, vegna tolllaganna í Bandaríkjun- um ekki vera minna en það af óhrein- indum í ullinni, er þar kemur. íslensku ullinni er allmjög ábóta- vant hvað þvottinn snertir. Besta ull, er komið hefur frá Norð- urlandi, hefur haft 120/0 af óhrein- indum, annars hefur norðlensk ull 12—18% óhreinindi. Sunnlensk og önnur íslensk ull er að mun verri, því að óhreinindi henn- ar eru frá 16—25%; auk þess er mjög kvartað yfir því, hversu mikið af grasi, Iyngi og sandi sje í henni; er hún yfirleitt afarilla þvegin og illa með farin að dómi Ameríkumanna. En þetta, hversu mikill óhreininda- mismunur er á ullinni, hefur mikil áhrif á verð hennar. Sá, er ullina kaupir, verður altaf að reyna að sjá um, að hann skaðist ekki á kaupun- um, og verður því altaf að áætla, hversu mörg pund af alhreinni ull hann fær. Er kaupandi veit t. d., að fjórði hluti allrar sunnlenskrar ull- ar getur verið óhreinindi, er hætt við, að hann áætli 25 ogjafnvel 28 — 30°/o, en hins vegar getur ullin verið mikið betri, jafnvel nokkur hluti niður í i6°/o; þess vegna er það, að það er mikil verðhækkun, er má vænta að fáist, er ullin er svo verk- uð, að seljandinn getur sjálfur sagt, hversu mikil óhreinindi eru f ullinni, eins og t. d. Syriubúar og Donske- búar gera, enda fá þeir gott verð fyrir ull sína. Það er því engum efa undirorpið- að það er hagnaður að því að verka ullina sem best, enda voru ullarkaup- menn á þeirri skoðun, og einn af stærri ullarnotendum ritar mjer með al annars svo: „Ef ullin væri vel þvegin og hreins- uð af grasi og sandi og síðan þurk- uð vel, áður en um hana er búið, þá mundi hún standast betur samkepn- ina á ullarmarkaði vorum". Pvotturinn. Það, sem mest ríður á við ullar- verkunina, er, að vunda ullarþvottinn sem mest. Á ullarþvottinum, eins og hann er nú, eru ýmsir annmarkar sem öll- um eru kunnir, en auk þeirra vil jeg bæta við: að „þvælið" eða vatnið, sem not- að er, er víst jafnaðarlega alt of heitt, og ullin til muna skemd með því. Það á ekki að vera heitara en um 430—57° C. mest, eftir því, hversu óhrein ullin er. Annað er „þurkurinn". Ullin er nú alment þurkuð á gras- velli, oft á túnunum eða í grend við þau. Þetta veldur því, að oft og ein- att, þegar ullin er tekin saman, er slitið óvart og í flýti upp gras, er fer saman við ullina. Ýmsir aðrir annmarkar eru á þvott- inum, en besta ráðið til þess að bæta úr þeim efnum tel jeg, að komið sje upp þvottastöðvum, er þvoi alla ull- ina fyrir þau svæði, er þangað eiga að sækja, og að ullin frá þeim sje flutt út; en haft sjerstakt merki fyrir þvottastöð hverja, líkt og rjómabúin hafa nú. Með þessu vinst það, að ullin verð- ur mikið betur verkuð, ef æfðar og vanar konur fást við þvottinn, og merki hverrar einstakrar þvottastöðv- ar ætti að geta verið til þess, að tryggja henni gott álit, ef ullin yrði vönduð að frágangi. Sá siður, er nú viðgengst sumstað- ar, að taka ullina frá þeim bændum, er best þvo hana, og setja hana saman við þá, er verst er þvegin, verður til þess, að ekkert af vör- unni fær álit, og bændur missa alla löngun til vöruvöndunar. Ef þvottastöðvar gætu komist á fót, rjeðu þær bót á þessu meini. Sjálfsagt er það, að þvottastöðv- arnar starfi undir eftirliti, og að ull þeirra verði flokkuð. Glæpir hjá dýrum. I tímariti einu bresku gefur dýravinur nokkur skýrslu um »glæpalíf« dýranna. Byggist sú skýrsla á athugunum, sem hann hefur gert í dýragarðinum í Lundúnum. Fyrir nokkrum tíma var í garðinum hvíta- björn einn. Það var siður hans, er deil- ur komu upp í hjúskapnum, að varpa beru sinni 1 vatnsþróna og setjast síðan ofan á höfuð henni. Þar sat hann uns hann þóttist viss um að hafa sannfært hana um, að hún hefði á röngu að standa. Einu sinni fór hann fram yfir hegningar- tímann, svo að 5 mfnútum munaði, og druknaði þá beran. Svo virtist og sem hann væri um margt oddborgari og hinn mesti »svindlari« eða svikahrappur, ef hann hugðist geta haft nokkurn ábata í aðra hönd. Það var t. d. siður hans, að hann klemdi mat sinn, sem venjulega var fiskur, milli rimlanna í búri sínu, svo hátt uppi, að hrekklausir áhorfendur bjuggust ekki við, að hann fengi náð upp. Sfðan settist hann við grindina og góndi Kjötkvarnir, pottar, taurullur, tauvindur, kaffibrennarar, kaífikvarnir, straujárn o. fl. búsáhöld eru og ódýrust hjá c7es aEimsen. upp á fiskinn mjög ámátlega og svengd- arlega, uns einhver grandlaus áhorfandi vorkendist yfir hann og reyndi að krækja í fiskinn með regnhlíf sinni eða staf. En þá beið bersi ekki boðanna og krækti í — ekki í fiskinn, heldur— regnhlífina. Varðmaður fullyrti, að hann hefði safn- græðgi á regnhlífar, líkt og menn á trí- merki og bækur. Oftlega náði hann með þessum hætti tjórum eða fimm regnhlífum. Sem vænta má, eru aparnir snjallastir 1 glæpunum. Þeir gefa oft ekki eftir hin- um slyngustu vasaþjófum. Flóttatilraunir eru altlðar meðal dýr- anna 1 dýragarðinum. Fræg er einkum tilraun beru einnar, sem kölluð var Bar- bara. Hún háfði brotist út og alt var í uppnámi; en loks var hún með vjelum veidd. Menn lögðu fisk á veginn frá búrinu þangað sem hún var; en við því mátti hún ekki, og át sig úr frelsinu inn 1 dýblisuna. Margur maður er beru líkur. E í ti r*in seli. Þann 12. septbr. þ. á Ijest á Flókastöð- um f F'ljótshlíð Guðrún Arnbjörnsdóttir, 85 ára gömul, 12 dögum fátt í (f. 24 sept. 1826). Foreldrar hennar voru Arnbjörn Olafsson, bónda á Torfastöðum Ólafsson, og Guðríður Þorsteinsdóttir, Eyjólfssonar af Skógaætt hinni yngstu, en móðir Guð- ríðar var Ingibjörg Wium. Ólst Guðrún heitin upp hjá foreldrum sínum f Háa- múla og sfðar á Flókastöðum og þar var hún sfðan alla ævi. Hún var gift Vig- fúsi Sigurðssyni, stúdents f Varmahlfð, Jónssonar prófasts í Holti undir Eyjafjöll- um. Bjuggu þau á Flókastöðum fram um 1890, er tengdasonur þeirra tók við búinu. Vigfús maður hennar lést fjör- gamall eftir aldamótin. Þau áttu 2 dæt- ur barna, og er önnur þeirra, Guðrlður, gift Isleifi ísleifssyni bónda á Flókastöð- um. — Guðrún heitin var hin merkasta kona, gestrisin og góðhjöituð, yfirlætislaus, en fastheldin 1 skoðunum, og þó með skyn- semd. Hún var frfð sfnum og vel vaxin ung, en beygðist við elli ng misti sjón nálega með öllu. Hún var glaðlynd og gamansöm, kvik á fæti alla tíð. Jafnan hafði hún eitthvað fyrir stafnr. Hún var kona svo fjölgáfuð, að ekki getur hennar líka í alþýðustjett, og þótt víðar sje leit- að; kvenna fróðust í íslenskum fræðum alls konar, en þær munu fáar nú á þessu landi konur, sem þess verður um getið. Fátt var það, er hún hefði ekki skygnst f; jafnvel í grasafræði og pólitfk var hún heima. Lftt mun hún hafa skygnst u~i út fyrir sýsluna, og vart mun hún hafa komið til Reykjavíkur eða í kaupstaði. Gott er að hafa lifað löngum lffsferli við íof allra manna. P.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.