Þjóðólfur - 27.10.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.10.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 159 Afrek „Sjálfsíæðis‘‘manna. Það er sagt, að viðburðir eða nýjungar i aðsigi varpi skugga sín- um fram undan sér. Eitthvað svipað þvi mun nú eiga sér stað þessa dagana hér á íslandi. Menn hafa það einhvern veginn á til- finningunni, að kosningarnar á morgun muni snúast Heimastjórn- armönnum i vil, — að það sé svona i þann veginn að snarast yfir um hjá Sjálfstæðismönnum. Þetta liggur í loftinu, — jafnvel sjálfstæðismenn játa það og láta höfuð drúpa, enda finna þeir sjálfir, að foringjarnir og fulltruarnir hafa haldið svo illa á spilunum, að engin er viðreisnar von. Spilið er tapað. Og samt hafa þeir frá fyrstu byrjun haft rangt við og svikið lit. Pe.ir hafa mcira og minna brugð- ið öll heit sín við kjósendur þessa lands. 1. Þcir lofuðu þvi við kosningarn- ar 1908 að kngja Dani til að ganga inn á ríflegri samninga i bambandsmálina. Hver varð svo raunin á? Engir samning- ar fengust og ekki útlit fyrir að neinir samningar fáist við Dani fyrst um sinn eftir orðum Björns Jónssonar að dæma. 2. Þeir lofuðu sparnaði og um- bóturh á fjárhag landsins. Hverj- ar urðu efndirnar? Ný lands- sjóðslán og fjárhalli meiri en dæmi eru til áður, án þess þó a stofnað væri til nokkurs mannvirkis eða arðberandi fyr- irtækja i landinu. Sjálfstæðis- maðurinn Guðmundur Hannes- son læknir játaði það hrein- skilnislega i ísafold síðastliðinn vetur, að flokkurinnhefði hvarfl- að frá stefnuskrá sinni i þessu atriði. 8. Þeir lofuðu að greiða fyrir verslun og samgöngum. Hvern- ig fór það? Þeir skipuðu við- skiftaráðunaut og lögðu á borð með honum svo skifti tugum þúsunda, án þess að nokkur maður hafi getað sýnt eða sann- að að hann hafi unnið landinu tviskildings gagn, enda erþaðá allra vitorði, að sá maður ber ekkert skynbragð á verslun og viðskifti. — Ofan á þetta höf- uni við fengið helmingi dýrari og óaðgengiiegrj gufuskipasamn- inga en nokkru sinni fyr. 4. Þeir þóttust bera fyrir brjósti heill og hag Landsbankans. Hvcrnig sýndu þeir það? Með því að gera það fiumhlaup á bankann, að eigi þótti annað iiklegra um sinn, en að riða mundi honum að fulluogstór- spilla lánstrausti hans. Erþetta fullu samræmi við framkomu flokksinsháður, er hann fyrir allmörgum árum bar fram til- lögu iim að afnema Landsbank. ann með öllu og selja öll pen- ingaráð t landinu i hendur er- lendu hlutafjelagi. 5. Þeir þóttust vilja efla innan- landsstjórn og kalla nú mót- stöðullokksinn Heimanstjórnar- menn í óvirðingarskyni. Enhvað verður svo þegar þeir komast til valda? Sjálfstæðisráðherr- ann sest að i Kaupmannahöfn og hefst þar við mánuðum saman, undirbýr þar öll laga- frumvörp til síðasta þings og smjaðrar fyrir Dönum og daðrar við þá á allar lundir. Hann kunni þetta betur við sig, höfð- inginn, á herragarðinum en hjerna heima hjá okkur i hjá- leigunni. 6. Þeir þóttust vilja svifta Dani botnvörpusektunum. En eins og öllum er kunnugt, ber for- ingi þeirra sjálfur fram á síð- asta þingi tillögu um, að veita Dönum ldutdeild i sektunum, og greiðir atkvæði með þvi. Hjer sýnist þvi vera djúp stað- fest á milli tlokksins og for- ingjans, og eigi nema um tvent að veya: Annaðhvort verða þeir að höggva af sjer höfuðið, eða foringinn að höggva af sjer halann, — og mun hvorugt þykja gott. 7. Þeir geisa hátt á móti stöðu- lögunum og þykjast hvergi vilja við þau kannast, en samt neita þeir að afnema þau og setja í staðinn frjálsleg sambandslög þegar það er í boði. Svona mætti lengi halda áfram. Sporin má lengi rekja, — eintóm víxlspor og svikaspor. Fögur lof- orð — fáar efndir, Og auðvitað kann þetta ekki góðri lukku að stýra. Ivjósendur eru farnirað hafa eitthvert veður af þessari hræsnis- pólitík og falla frá floknum. Hann er áxæiðanlega farinn að fella fjaðr- irnar, — og það er von. Það má segja um hann hið fornkveðna: Týnd er æra, töpuð er sál! Menn vissu það áður, að fylgi Sjálfstæðislloksins var i rjenun, en fundu það fyist í alvöru á þing- málafundinum siðastliðinn sunnu- dag. Þá fjekk það engum dulist, að flokkurinn er búinn að missa það, sem mestu varðar, en það er: traust kjósenda. Par með er dauðadómnrinn inn- siglaður. Þingmálafundur Reykvikinga. Vegna þess að hin blöðin hafa þeg- ar flutt allítarlegar skýrslur um fund þennan, verður hjer farið fljótt yfir sögur. Fundarstjóri var kosinn landritari Klemens Jónsson. Fyrsti ræðumaður var Lárus H. lljarnason. Hann mintist fyrst á sambandsmalið og horfur þess. Tjáði sig jafn and- vígan skilnaði og meirihlutafrv. frá 1909, en frv. millilandanefndarinnar vildi hann vinna alt það gagn, sem hann gæti. Lýsti því yfir, að flokkur hans mundi ekki leiða málið til lykta, a næsta þingi, en vildi annars gera alt sein f hans valdi stæði „til þess að vinna að góðum lyktum þess máls, bæði utanlands og innan, með því að reyna að sannfæra landa mína um ágæti þess og telja Dani á að standa við gefið loforð". Vildi leggja alt í sölurnar fyrir það mal, nema sæmd sína! Um stjórnarskrátfrv. siðasta þings sagði hann, að mörg akvæði þess væru góð og æskileg, en sum í meira lagi athugaverð. Meðal góðu ákvæðanna taldi hann: rjett alþingis til að heimta aukaþing — betur að alþingi hefði haft þann rjett, þegar bankamálið var á ferðinni! Ennfremur: að endurskoðendurnir sjeu 3 og hlutkjörnir, heimildin til að að- skilja rfki og kirkju, afnám konung- kjörinna þingmanna og jafn kosninga- rjettur og kjörgengi karla og kvenna. Meðal hinna athugaverðu ákvæða taldi hann fyrstogfremsthinageysitniklu aukning kjósenda, þar sem auk kvenna öll hjú í landinu eiga að fá kosningar- rjett. Þetta ætti að gjörast alt í einu og kjósendur þeir, sem nú ráða fyrir landinu, mundu þannig komast í al- gerðan minni hluta. Þar að auki ætti að lögbjóða kjósenda-atkvæði um lög- gjafarmál, en það væri í rauninni ekki annað en bein skerðing hins halofaða þingræðis. Alþingi yrði á þann hátt líkara undirbúmngsnefnd en löggjafar- þingi. Auk þess kjósendaatkvæði þvf óþarfara, sem kosningarjettur er rýmri og loks alt það fyrirkomulag erfitt við- fangs, þar sem samgöngur eru strjálar og stirðar. Um skipun alþingis þess að getar, að hjúum er ætlað þar sæti, þó að þau sje ekki kj'órgeng í hrcppsnefndir, sýslunefndir eða bœjarstjórnir ! Ráðherrafj'ólgunina taldi ræðumaður óheppilega, alt of kostnaðarsama og einuni manni ekki ofvaxið að hafa stjórn svo fámennrar þjóðar á hendi. Nær hefði legið, að heimila fjölgun raðherra, heldur en að valdbjóða hana, Um bannlögin sagði ræðumaður að reynslan ætti þar að vera æðsti döm- ari. Fyrir henni ættu bæði bannvinir og bannfjendur að beygja sig — það væri baðurn vansalaust. Þá mintist ræðumaður á syndaregist ur fyrv. stjórnar og flokks hennar. Höfuðsyndin væri meðferð flokksins á sambandsmáiinu, — hann hefði eyði lagt malið, sparkað undan því öllum samningagrundvelli og stæði því nú ráðalaus og stefnulaus og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Rœðumaður hafði pað eftir Jóni háyfirdómara Jenssyni, að Bj'örn Jónsson fyrv. ráðit. hefði viljað aðhyllast frv. minni hlutans frá loop, en hefði ekki þorað það vegna 1 fiokks sins!! Ennfremur mintist ræðumaður á bankafarganið, Thoremálið og silfu bergsmálið — gaf stutt yfirlyt yfir á- virðiugar „Sjálfstæðis"manna í þeim málum. Um viðskiftaráðunautinn sagði hann, að mokað hefði verið í hann helmingi hærri launum en fjárlögin heimiluðu, og þar á ofan hefði verið lagður ólöglegur ferðakostnaður á 2. þús. kr. I Noregi hefðu viðskifta- rágunautar venjulega 2500 kr, í árs- laun, í hæsta lagi 5000 kr., en við- skiftaráðunautur vor hefur haft meira en 10 þús. kr. á ári. Enn mintist ræðum. á Rúðuborgar- ferðina alræmdu og fjarveitinguna til hennar, og loks talaði hann um fjár- haginn. Sýndi hann fram á, hve „Sjálfstæðis-menn eiga þungum sök- um að svara í því máli. Tók hann til dæmis, að a síðasta þingi báru nokkrir þeirra fram tillögur til hækk- unar gjöldunum eins og hjer segir: 1. Björn Kristjánsson: . . 53,000 kr. 2. Björn Jónsson: . . . 64,638 — 3. Bjarni Jónsson: . . . 98,266 — 4 Jón Þorkelsson einn . . . 130,500 með öðrurn . 11,200—141,700 — Hafa þá þessir 4 „Sjálfstæðis'menn reynt að hækka gjöldin um samtals 357,604 kr. Ræðumaður taldi fjárhaginn mjög fskyggilegan, en vonaði að eitthvað gott mundi leiða af störfum millilanda- ; nefndarinnar. Lagði hann áherslu á, að framvegis ætti löggjafarvaldið að í gæta meira jafnrceðis tnilli sjávar og i sveita í alögum sínum en hingað til. j Samkv. landsreikningunum 1908 — 1909 hefði abúðar- og lausafjárskatturinn j numið 105 þús. kr. bæði arin, en a j sama tíma hefði sjávarútvegurinn og | kaupstaðir og þorp goldið um 580 þús. kr. í landsjóð. Gjöldin til land- búnaðarins hefðu hins vegar á nefndu tímabili numið um 260 þús. kr., en til sjávarmanna hefði ekki gengið nema 150 þús. kr., þar með taldar 82 þús. til vita og 26 þús. tii bryggjubygg- inga. Þetta misrjetti þyrfti sem fyrst að leiðrjetta, fyrst og fremst með því að sjávarmenn fengju fleiri sœti á þingi. Rvík ætti t. d. ekki að hafa færri en 4 þingmenn. —Ræðum. endaði mál sitt með ósk um að laugardag- urinn 28. okt. 1911 yrði landinu til meiri hamingju en fimtudagurinn 10. sept. 1908. — Lárus Bjarnason flutti ræðu sína á- gætlega vel, var aldrei myrkur í máli nje tviræður, en hiklaus og akveðinn og þó hófsamur í orðum. Luku flestir upp einum munni um það, að hann hefði sjaldan talað betur, enda var mali hans vel tekið. Næstur honum talaði Magnús Hlön- dahl. Hann talaði um ekkert annað en silfurbergið, lýsti aliar sakargiftir, sem a hann hefðu verið bornar út af því mali, tilhæfulausan róg og lygi. En engar sannanir kom hann fram tneð fyrir sínu mali, og mun óhætt að fullyrða, að öllum, sem á hann hlustuðu, hafi þótt vörn hans fremur Ijett a metunum. Næstur talaði Gndm. Finnbogason. Hann talaði eindregið og akaft móti bannlögunum, og var sa hluti ræðu hans vel fluttur. Af því sem hann sagði um sambandsmalið varð ekki ráðið, hvorum flokknum hann tylgir. Þó skildist mönnum helst, að hann mundi hallast að „Sjalfstæðis"flokknum í því | máli. Þa talaði Halldór Daníelsson. Hann hefur jafnan verið frumvarps- maður góður, en alveg virtist hann nú vonlaus um það mál, og fanst mönnum hann heldur daufur í dálk- inn. Annars talaði hann um stjórnar- skrárfrv., sem hann var að mörgu leyti óánægður með og um bannlögin. Hann er ákveðinn mótstöðumaður þeirra, en hafði þó litla trú a, að þau yrðu afnumin á næsta þingi. Því næst talaði Jón Jónsson dósent. Þetta eru höfuðatriðin úr ræðu hans: Stjórnarskrárfrv. síðasta þings hef- ur bæði kosti og galla. Kostirnir: afnám ríkisráðssetunnar, kosningarjett- ur og kjörgengi kvenna, afnám kon- ungkjörinna þingmanna og þjóðaratkv. í sambandsmálinu. Höfuðgalla þess taldi hann hina hóflausu rýmkun kosn- ingarjettarins. Vildi þó heldur sam- þykkja frv. óbreytt, heldur en eiga þaö á hættu, að engin stjórnarskrár- breyting næði fram að ganga. Hann vildi ekki að hreyft væri við aðflutningsbanninn nema áður hefði farið fram almenn atkvæðagreiðsla um land alt. Sambandsmálið taldi hann svo illa leikið af „Sjálfstæðis“flokknum, að litlar líkur væru til að Islendingum yrði auðið að ráða bætur á því fyrst um sinn. í fjármálum kvaðst hann mundu fylgja þeirri stefnu, að ekki ætti að samþykkja ný gjöld, nema um leið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.