Þjóðólfur - 17.11.1911, Qupperneq 4
172
ÞJOÐOLFUR.
Mikill iiskur
hefur verið norður við Horn, að því
er fregnir segja. Hafa íslensku botnvörp-
ungarnir hlaðið sig þar, og eru nú farnir
til Englands til að selja fenginn.
II. J. Ilansen bakari. Því
er miður, að íslenskur iðnaður hefur
lengi verið töluvert á eftir tímanum,
en nú virðist svo sem hann ætli að
fara að rjetta við smátt og smátt.
Hjer taka nú æ fleiri og fleiri dug-
legir handiðnarmenn til starfa, og alt
miðar að því, að mönnum skiist, hver
nauðsyn er á því, að fylgjast með
tímanum.
Jeg varð þannig alveg forviða hjer
á dögunum, er jeg sá bakarabúð með
algerðu nýtísku-sniði inni á Laugavegi
61. Er þar fyrirtaks þrifalega um alt
gengið, og meðal annars getur þar að
líta hreyfivjel, sem hnoðar deigið í öll
brauðin. Þessi hreyfivjel er í hliðar-
herbergi út frá sjálfri bakarabúðinni.
Sá, sem hefur komið þessu á laggirn-
ar, er ungur maður, Hans J. Hansen
að nafni, og er svo að sjá, sem hann
hafi komið því öllu mjög haganlega
fyrir, enda er sagt að hann sje þekt-
ur að fadæma dugnaði og samvisku-
semi við iðn sína. Hann hefur líka
nað allmiklu viðskiftamagni á ekki
fleiri árum, en iiðin eru stðan hann
hóf verslun sína.
Ó. F.
„MormönaviIIan‘‘.
Af því að jeg sá í 37. tölublaði „Þjóð-
ólfs" grein með yfirskriftinni „Mormóna-
villan", þá ætla jeg að svara höf. greinar-
innar nokkrum drðum, enda þótt greinin
sje ekki svaraverð, því að hún ber þess
ljósan vott, að hún er skrifuð af hatri og
ósanngirni. Mjer finst hjer vel við eiga 15.
erindið úr 11. sálmi Passíusálmanna:
„Oft má á máli þekkja
manninn, hver helst hann er;
sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst;
fullur af illu einu
illyrðin sparar síst“.
Ef mynd höfundar þessarar greinar er
ekki vel teiknuð í áminstu erindi, þá veit
jeg ekki, hvar góða mynd af honum er að
finna.
Jeg fór til Utah 1881 og hef verið þar
síðan, og hef jeg aldrei sjeð nje heyrt, að
Mormónar hefðu aðra biblíu en þá, sem
kristnir menn hafa og þykjast byggja trú
sína á. Höf. segir í ritgerð sinni: „Sam-
kvæmt biblíu Mormóna mega ekki með-
limir safnaðarins eiga meira en nauðsynlegt
er til matar og klæða". Hjer fer höf. of
langt út í mál, sem honum er algerlega
ókunnugt; honum hlýtur sjálfum að vera
kunnast, að hann brestur þekking til að
rita um þetta efni.
Jeg vil vitna það fyrir öllum, sem þetta
blað lesa, að allir meðlimir Jesú Krists
kirkju af þeim síðustu daga heilögu, sem
heimurinn kallar Mormóna, hafa fullan rjett
og frjálsræði yfir öllum sínum eignum og
mega gefa, selja eða lána svo mikið eða
lítið sem þeim þóknast, hvort heldur er til
kirkjunnar eða annara. Kirkjan heimtar
ekki einn eyri af nokkrum manni eða konu;
tíundin, sem gefin er til hennar, er gefin af
frjálsum vilja, eftir því, sem einum og sjer-
hverjum þóknast, því að við trúum, að sú
tlund sje rjettmæt og hafi verið og sje guðs
boð frá upphafi. En ölmusupijedikara höf-
um vjer enga, því að vjer trúum ekki, að
guðs orð og náðarboðskapur eigi að selj-
ast sem hver önnur vara.
Brjefið, sem höf. minnist á í greininni, að
skrifað hafi verið 4. apríl þ. á. af gömlum
manni í Utah, sem á að hafa komið þang-
að með 10,000 dollara, sem Mormónar eiga
að hafa tekið af honum, gæti jeg best trú-
að, að aldrei hefði verið skrifað í Utah-
Enginn sanngjarn maður getur bygt neinn
dóm um Mormóna á því, þó að það aldrei
nema hafi komist í kristiiegt dagblað frá
Silkiborg.
Viðvíkjandi þvf, að Lorenzo Anderson
hafi sjeð sitt óvænna og flýtt sjer af landi
burt vegna bæklings Friðriks Friðrikssonar,
er þess að geta, að það er tilhæfulaus
heilaspuni höfundarins. Andersson fór hjeð-
an eingöngu vegna þess, að hann undi sjer
ekki hjer á landi, enda er ekki gott að sjá,
hvers vegna hann hefði ekki getað verið
kyr hjer á landi, eins og fjelagi hans, Jón
Jóhannesson, sem svaraði vel og rækilega
bæklingi P'riðriks. Hafi f. O. ekki sjeð
það svar, þá ætti hún að útvega sjer það
sem fyrst, svo að hún geti dæmt um sjálf,
hver þar bar hærri hiut.
Höf. segir, að þetta ár hafi einn Mor-
mónatrúboði unnið hjer á landi. Svona ber
öil ritgjörð höf. ljósan vott um ofmikla eða
oflltla þekking á hlutunum. Höf. segir
meðal annars, að fslendingar geti átt ven á
þeim hópum saman hingað til lands. Þar
mun höf. ratast satt af munni; jeg vona,
að hingað komi fleiri áður en jeg fer af
landi burt, sem ekki verður fyr en jeg verð
tilbúinn.
Hvað fleirkvæninu viðvíkur, sem höf. verð-
ur svo skrafdrjúgt um, þá er þess að geta,
að fleirkvæni var algerlega aftekið með iög-
um 6. ok}. 1890 og hefur það sfðan ekki
átt sjer stað meðal Mormóna. Þætti mjer
gott, ef siðfeiði manna væri ekki verra hjer
á landi, hvorki í þeim efnum nje öðrum, en
meðal hinna marg ofsóttu Mormóna, sem
heimurinn hatar og svívirðir, án allra saka.
Annars virðist það liggja nær að reyna að
útrýma hórdómi og lauslæti hjer á landi,
heldur en að úthrópa Mormóna fyrir fleir-
kvæmi. Sópi hver frá sfnum eigin húsdyr-
um fyrst og síðan annara, ef þörf gerist.
Það er sannfæring mfn, að það skaðaði
ekkert höf. áminstrar greinar að fá sjer
meiri skólauppfræðslu, og ætti hún þá að
fara á þann skóia, þar sem kend er sann-
girni, manndygð og kærleiki. En einmitt í
þeim greinum gæti hún fengið ágæta upp-
fræðslu hjá Mormónum f Utah.
Læt jeg svo staðar numið í þetta sinn.
Halldor Jónsson
(frá Utah).
Fleiri greinar um þetta mál verða ekki
teknar í „Þjóðólf".
Afarmiklar birgðir
nýkomnar.
Seljast óvanalega ódýrt.
Sfurla dónsson.
Fiður,
mjög ódýrt.
Sturla Sónsson.
Álfatnaður,
fataefn, einnig sjerstakar
buxur, jakkar og vesti,
komu nú með Ceres, og
selst með afarlágu verði.
Sturla jinsson.
J\f EÐ því að jeg fer nú til ét-
landa og dvel þar fram eftir vetr-
inum, hef jeg falið hr. pípugerðar-
manni Böðvari Jónssyni í Reykjavík
að annast alla framkvæmd á tilbún-
ingi og sölu á steinsteypu-netastein-
um þeim, er jeg hef fundið upp og
fengið einkaleyfi fyrir hjer á landi og
í Danmörku.
Menn eru því beðnir að snúa sjer
til herra Böðvars Jónssonar með alt.
það, er lýtur að pöntun, kaupum og
greiðslu á andvirði þeirra netasteina,
er steyptir verða á meðan jeg er
fjarverandi.
pt. Reykjavfk, 3. nóv. 1911.
fisólfnr Pálison,
frá Stokkseyri.
Eins og ofanrituð auglýsing sýnir,
het jeg tekið að mjer að búa til og
selja netasteina þá, sem ísólfur Pals-
son hefur fundið upp og fengið einka-
leyfi fyrir.
Að verkinu vinnur maður, sem frá
því fyrsta hefur verið við steypu á
steinunum. Þeir, sem vilja fá sjer
merki á steinana, verða að semja við
mig um leið og pantað er, svo komið
verði í veg fyrir, að þeir eigi sam-
merkt öðrum.
Mig er að hitta við vinnu í stein-
steypuhúsinu „Steinar" við Mýrar-
götu, og þar fast einnig netastein-
arnir.
Pantið sem fljótast.
Virðingarfyjst.
lSöóvar Jónsson.
piattostemning.
En dygtig Pianostemmer og fagud-
dannet Instrumentmager agter, hvis
tilstrækkelig Tilslutning findes at be-
söge Island. Alle Reparationer ud
föres. Bestillinger bedes indsendt und-
er Adrs.: Pianostemmer <•>.
Igurn, Aarlius.
Ledige Fater kjöpes.
Arthur Andersen, Tönsberg, Norge.
fyrir fullorðna, unglinga og
drengi, nýkomnir,
einnig
Vetrarjakkar
Og
Sportjakkar.
Sturta cJónsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Hálslin
°g
Hálsbincli
nýkomið.
Sturla Jönsson.
Nærfatnaður,
miklar birgðir.
Síuría Sónsson.
11--------—--------■
Tóbaksbúöin
„TlKIMDR",
Laug’aveg’ 5.
Vjer höfum stærst úrval!
Vjer seljum ódýrast:
Vindla,
Vindlinga,
Munntóbak,
Neftóbak,
Reyktóbak.
Munið, að lang-bestu tó-
bakskaupin gerast á
Lau^ave^ 5.
Carl £árnsson.
H—-----------------n
V/t/WV'. ’VAJWJ mm ÉilMl J brúkuð islensk, alls- ? konar borgxr enginn l betur en J 11<-1 ” í Helííiison ^ (hjá Zimsen)
Alt fyrin* hálft verð.
Biðjið um vora stóru, eftirtektaverðu
Verðskrá með c. iooo myndum. Sendist
ókeypfs án kaupskyldu. Mesta úrval á
Norðurlöndum af úrum, hljóðfærum, gull-
og silfurvörum, glysvarningi, veiðivopnum,
hjólhestum o. fl.
Nordisk Vareimport, Kebenhavn N.
Heiðraðir katipendur blaðs-
ins ijær og nær, sem knnna að
hafa fengið — eða fá blaðið fram-
vegis — með yanskilum, cru yin-
samlegast beðnir að tilkynna af-
greiðslumanni sem fyrst livaða
tölublað þá vantar, og skal þá
bætt úr því svo fljótt scm nnt er.
Rilstjóra „Pjódólfs“ er ad
hilta í Bergsladaslrœti 9
Hittist venjulega heirna kl.
6 -7 e. h.