Þjóðólfur - 22.12.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.12.1911, Blaðsíða 1
 ÞJÚÐÓLFUR. 63. árg Reykjavík, Iaugardaginn 22. desember 1911. Jti 50. Sikisráðsákvxðið. f þjóðsögunum segir frá því um inenn, sem illar vættir viltu um, að hvernig sem þeir reyndu til að komast til mannabygða, þá kom það alt fyrir ekki, — þeir sneru altaf aftur til sama staðarins, gengu eins og með ósýnilegt tjóðurband um hálsinn, hringsóluðu altaf kring- um sama blettinn. Það þurfti tákn og stórmerki frá æðri og belri heimi til þess að hafa villuna af þeim. íslensk pólitík virðist vera í eitt- hvað svipuðum álögum. Deilan milli fslendinga og Dana hefur lengst af staðið um sjermálin, — það var frá öndverðu jafnan hin íslenska stefna, að reyna að losa þau með öllu undan dönsku valdi, en Danir þæfðu á móti og sátu við sinn keip þangað til 1908; þá gerðust þau stórtíðindi, að þeir tjáðu sig fúsa til þess að afsala sjer með öllu öllum forráðum sjer- málanna og láta þar að auki af hendi við íslendipga eftir nokkurn tíma flest þau mál, sem þeir þang- að til höfðn viljað telja sameigin- leg. Þetta gerðist um Dani. En af íslendingum er það að segja, að mikill meiri hluti þjóðarinnar reis upp, dæmdi alla hina fyrri póli- tisku baráttu marklaust flan og vitleysu og þótti riú, sem ekki væri lítandi við neinum umbótum á sambandinu, ef íslendingar fengju ekki jrfiri'áðin yfir hermálum, — sem ekki eru til, — og utanríkis- málum, — sem enginn maður alt frani að þeim tíma hafði nefnt á nafn í hinum pólitisku deilum Dana og íslendinga.— Hjer á landi hafði, eins og alkunugs er, verið hin harðasta rimma trá því 1902 um sjermálin. Báðir þingflokkar höfðu komið sjer saman um það á þingunum 1902 og 1903 að við- . urkenna vald ríkisráðs yfir sjer- málunum og höíðu þannig þver- lega hrotið í bág við hina fyrri stefnu íslendinga. Þá reis upp Landvarnarflokkurinn og mótmælti þeirri stefnu kröftulega þangað til 1908. Þá hvarf mikill meiri hluti þess flokks að skoðunum mót- stöðumanna sinna um, að ríkis- ráðsákvæðið væri með öllu þýð- ingarlaust; í því fólst nú engin inn- limun, ísland var ríki eftir sem áður. Aftur á móti voru nú Heimastjórnarmenn farnir að að- hyllast hina fyrri skoðun Land- varnarmanna, að ríkisráðsákvæðið væri annað og meira en þýðingar- ■ laust íormsatriði, — þeir töldu það *nú einn af höfuðkostum frum- varpsins, að það leysti sjermálin úr rikisráði. Allir íslenskir þing- flokkar hafa hlaupið kringum sjálfa sig í þessu ‘máli, eins og rakkar, sem elta sjálfs sín rófu, án þess nokkurn tíma að geta bitið í hana. — — Það hefur jafnan, síðan 1908, verið viðkvæðið hjá »Sjáífstæðis«- leiðtogunum, þegar þeir voru intir eftir því, á hvern hátt þeir ætluðu sjer að koma sambandsmálinu áleiðis, að allur væri dagur til stefnu : þó að hið nafntogaða sam- bandslagafrumvarp þeirra væri fall- ið til jarðar eins og hver annar marklaus hjegómi, þá væru ekki öll sund lokuð fyrir því, — með stjórnarskrárbreytingum gætu þeir smámsaman herjað út úr Dönum allar þær umbætur á sambandinu, sem ísland þarfnaðist. Þeim var að vísu bent á, að það væri í meira lagi tvísýnt, hvort sú leið væri fær. íslendingar hefðu þegar reynt hana til þrautar, og þar að auki hefðu þeir nú, með því að skipa milli- landanefndina, játað, að alt sam- bandsmálið væri samningsmál, og mundu því Danir ekki bregðast vel við, ef íslendingar færu nú upp á eigin eindæmi að reyna að koma fram breytingum á sambandinu. En auðvitað skeltu »Sjálfstæðis«- menn skollaeyrum við þessari röksemd, eins og öllum öðrum skynsamlegumathugasemdum mót- stöðumanna sinna, — og á síðasta þingi kom svo báðum þingflokk- um saman um, að nema ákvæðið um flutning sjermálanna í ríkisráði burt úr stjórnarskránni. Nú voru allir sáttir og sammála um, að það væri hið mesta nauðsynjamál! En nú virðist svo, sem grunur þeirra manna, sem efuðust um, að íslendingar mundu geta komiðþess- ari eða öðrum umbótum á sam- bandinu í framkvæmd með inn- lendri lagasetning, ætla að rætast. Annarstaðar hjer í blaðinu eru prentuð ummæli J. C. Christen- sens, fyrv. ráðanejdisforseta, um burtfelling rikisráðsákvæðisins úr stjórnarskránni. Þar talar sá mað- ur, sem nú um langan aldur hefur verið þingríkastur í Danmörku, og má enginn ætla, að hann tali hugs- unarlaust eða af fljótfærni um þetta mál. Hann fullyrðir, að kon- ungur muni aldrei samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið, ef alþingi sitji fast við sinn keip. Hann teflir konungi fram gegn Islendingum, en vitanlega er þó mergurinn máls- ins sá, að hann og flokkur hans tjáir sig hjer með ótilleiðanlegan til þess að leggja samþykki sitt á, að sjermálin verði leyst úr ríkis- ráði. Svo þetta hefur þá áunnist eftir mikið strit og stríð, — efttr starf millilandanefndarinnar og margra þinga, eftir Iangvinnar og skæðar deilur bæði utanlands og innan,— að vjer stöndnm ennþá í sömu sporum! Okkur hefur ekki þok- að áfram um eitt þverfet, — þvert á móti, Danir virðast nú ráðnir í því að halda sem fastast við gaml- ar, rótgrónar kreddur sínar og slaka ekki til við íslendinga í neinu. Afleiðingarnar af pólitík »Sjálf- stæðis«manna virðast því nú orðnar svo skýrar og áþreifanlegar, að ó- trúlegt er að nokkur villist framar á því, hver happaráð þeir hafa lagt þjóðinni. Að því er til sam- bandsmálsins kemur, hafa þeír ekki getað efnt eitt einasta loforð sitt. Ekki ein einasta spá þeirra hefur rætst. Hver einasta fullyrðing hef- ur reynst tál og hjegómi. — Skyldi nú enginn aí foringjum »Sjálf- stæðis«manna fyrirverða sig fyrir framkomu síná? Ef nokkuð má marka ísafold, er svo að sjá, sem þess muni langt að bíða. í tveimur siðustu ein- tökum blaðsins er grein J. C. Christ- ensens gerð að umtalsefni. í fyrri greininni er ekki minst á annað en það eitt, að þeim J. C. Christen- sen og Kristjáni ráðherra Jónssjmi virðist ekki bera fyllilega saman um afstöðu konungs til ríkisráðs- ákvæðisins. Þetta á auðvitað að verða efni í miklar sakargiftir á hendur ráðherra, — en á öðrum stað hjer í blaðinu gefur ráðherra upplýsingar um samræður sínar við konung um þetta mál og er ekki hin minsta ástæða til að bera brigður á, að þær upplýsingar sjeu að öilu leyti rjettar. J. C. Christen- sen getur ekki verið sannfróðari um, hvað þeim hafi farið á milli, ráðherra og konungi, heldur en ráðherra sjálfúr. Líkast til liggur svo í öllu saman, að konungi hef- ur í sumar verið um og ó, hvað gera skyldi, en er nú orðinn full- ráðinn í að standa á móti burt- felling ríkisráðsákvæðisins, enda er hann ekki einn í leiknum í Dan- mörku, r^ðherrar hans hinirdönsku og alt almenningsálit í Danmörku mun heimta af honum, að hann sje ekki alt of stimamjúkur við ís- lendinga í þessu máli. Það sýnist því ekki nein ástæða til að fara að hamast að ráðherra vorum út af þessu atriði. — í hinu síðara tölu- blaði talar ísafold fyrst með alveg óvenjulega falskri rödd um að nú eigi að vera sátt og samlyndi innan lands, allir eigi að standa sem einn maður og láta engan bilbug á sjer finna. Blaðið fellir svo nokk- ur krókudílstár yfir því, að viðbúið sje, að oss bresti enn sam- lyndið og samtökin, — og sýnir svo sjálft vilja sinn til samvinnu og sameiningar á þann hátt, að það brígslarfrumvarpsmönnum um að þeir muni svíkjast úr leik i þessu máli. Þau brígsl byggir blaðið á nokkrum orðum í fremur óheppi- legri grein eftir Jón ólafsson, sem birtist í siðasta blaði »Reykjavikur«. Um hitt þegir blaðið auðvitað: að það eV þess eigin pólitík, sem hefur leitt þjóðina út í allar þessar botulausu ógöngur. Enda er ísa- fold ekki láandi, þó að hún vilji sem tæst um það tala. Hitt á sýnilega að verða fangaráðið, að magna ófriðinn innanlands, ausa bríxlum og svívirðingum yfir inn- lenda mótstöðumenn sína, til þess að reyna að breiða yfir það, að pólitík »Sjálfstæðis«manna hefur ljeð Dönum slikan höggstað á íslendingum, sem þeir aldrei áður hafa haft, hvorki fyr nje síðar.----- — Enginn veit nú, hvað verða muni. Útlitið hefur sjaldan verið tvísýnna en nú, sambandsmálið er komið í þá flækju, sem bágt mun verða úr að greiða. Rjett er þó minnast þess, að þó að J. C. Christ- ensen eigi mikið undir sjer, þá er hann hvorki almáttugur nje óum- breytanlegur, og ef fimlega verður haldið á málunum af Islendinga hálfu, þá er auðvitað ekki örvænt um, að ekki finnist einhver leið út úr ógöngunum. En til þess að slíkt geti lánast, þurfa íslendingar að vera einhuga og samtaka, og ættu þeir því nú eitt skifti að gjalda varhuga við þeim mönnum, sem aldrei láta neitt annað en flokks- ofstæki stjórna gerðum sínum og ekki virðast hafa neitt annað tak- mark með pólitík sinni, en að svala sjer á innlendum mótstöðu- mönnum. Hálslin og Hálsbindi, stórt úrval. Síurla Síónsson. Repláp (Waterproof) fyrir konur og karla, nýkomnar. Stnrla jónsson. I Nýjar Kvöldvökur ■ Fást í bókaverslun Sig. Jónssonar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.