Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.01.1912, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 13.01.1912, Qupperneq 2
6 ÞJOÐOLFUR. Flokkaskiftingin við síðustu kosningar. Hjer birtist í töfluformi yfirlit yfir flokkaskiftinguna við síðustu kosn- ingar, og er skýrsla þessi gerð svo nákvæmt sem kostur er á: Tala Kjördæmi Ileinia- stjórnar- menn Sjált- stæðis- menn Flokk- leys- ingjar Alls 1 Reykjavík 830 624 224 1678 2 Borgarfjörður 229 89 318 3 Mýrsýsla 126 101 227 4 Snæfellsness & Hnappadalss. 243 144 387 5 Dalasýsla "75 133 208 6 Barðastrandarsýsla 119 235 354 7 Vestur-ísafjarðarsýsla 114 112 226 8 ísafjörður 111 65 115 291 9 Norður-xsafjarðarsýsla 100 232 332 10 Strandasýsla 100 96 196 11 Húnavatnssýsla 245 159 20 424 12 •Skagafjörður 160 229 22 411 13 Eyjafjörður 395 91 37 523 14 Akureyri 188 134 322 15 Suður-Þingeyjarsýsla 327 126 453 16 Norður-Þingeyjarsýsla 90 91 181 17 Norður-Múlasýslu 194 136 23 353 18 Seyðisfjörður 88 60 134 19 Suður-Múlasýsla .. 299 193 55 547 20 Austur-Skaftafellssýsla 68 82 150 21 Vestur-Skaftafellssýsla 131 57 188 22 Rangárvallasýsla 236 201 437 23 Árnessýsla 277 259 124 660 24 Vestmannaeyjar 99 72 171 25 Gullbringu & Kjósarsýsla ... 236 433 19 688 • Alls 5080 4154 639 9873 Hjer koma skýringar: 1. Hjer er kunnugt, hversu margir kusu þá saman L. H. B. og J. J. og þeir einir taldir heimastjórnarmenn, en sjálfstæðismenn þeir, er kusu þá saman, M. Bl. og J. Þ.; hinir milli flokka. Væru þeir, er kusu H. D., sem er sambandsmaður, öðrum þræði móti þeim L. H. B. og J. J. taldir heimastjórnarm., og sjálfstæðismenn þeir, er kusu G. F. móti J. Þ. og M. Bl., þá yrðu hjer 926 heimastj.m., 639 sjálfstæðism. og 113 flokksleysingjar. En það tel eg rangt, því vitanlega var þeim G. F. og H. D. teflt upp á milli og móti vilja flokkanna. En eftir löngu-vitleysunni hans Árna í »ísaf.« ættu að vera hér í bæ 639-j-1!3 = sex hundruð níutíu og fimm Og hálfur sjálfstæðismaður. »ísaf.« hefir þó aðra enn vitlausari tölu, ef vitlausara getur verið. »Vísir« telur og svo sem hjer er gert, ensáertalið hefur niður atkvæðin fyrir hann, hefur eigi gert það rjett, og skakkar því örfáum atkvæðum hjer hjá honum. Það ber raunar víðar við, að mis- reikningur á sjer stað þar, eða misritanir. 2. og 21. Hjer eru kjósendur Kr. J. og Sig. Egg. taldir heimastj.m. Á aðra lund er ekki hægt að telja þá, þar sem þeir eru studdir til kosrt- inga af heimastjórnarmönnum, þar sem »ísafold« og »Ríkið« börðust fast- lega móti þeim og þar sem sjálfstæðismenn tefldu öðrum mönnum fram gegn þeim, er þeir hlóðu lofi, en harðlöstuðu hina (sbr. ísaf. og Ríkið). Að telja kjósendur þeirra sjálfstæðismenn, nær ekki minstu átt, af ofan- greindum orsökum; nær vegi væri þá að telja kjósendur þeirra flokk- leyáingja, eins og Vísir gerði, en það er vitanlega ekki rétt heldur. Vel má það vera, að einhverjir gamlir sjálfstæðismenn hafi kosið þessi þing- mannaefni; en eru þeir þá ekki snúnir frá flokknum, er þeir kjósa gegn honum? Svo virðist mjer. 3—6. Um þessar tölur er ekkert deilt. 7. Hjer tekur ísaf. með ógilda seðla, en það er ekki rjett, þar sem ókunuugt er um útlit annara ógildra seðla, nema þá hjer í Rvík, en þar voru fleiri frá heimastjórnarmönnum (flestir með að eins einum) en hinum. 8. Kjósendur sr. Sig. Stefánssonar eru hjer taldir milli flokka, og ekki unt að telja á annan veg, þar sem hann stilti sig sem milliflokkamann og báðir flokkar stiltu á móti honum. Að telja á annan veg væri fölsk skýrsla, en svo gerir þó Árni í »familíublaðinu«. 9., 10., 14., 15., 16. enginn ágreiningur. 11.—13., 17., 19., 25. Hjer er þess gætt, hversu margir hafi hlotið að kjósa sinn af hvorum flokki, og þeir taldir milli flokka. Vel getur verið, að þeir sjeu fleiri, en um það er ekki auðið að segja, vegna þess að atkvæðin hafa ekki verið rituð niður á þá lund. Að leggja saman tölu þá, er bæði þingmannaefni sama flokks fengu, og deila með 2, er ekki rjett aðferð, og ónákvæmari en þessi. 19. Hjer er atkvæðafjöldinn leiðrjettur samkvæmt leiðrjetting dr. Valtýs í Lögrjettu. Annars eru tölurnar hinar sömu og í Rv. 2/i2 1911, en vera má að einhverju smáu skakki einhversstaðar, en reynt er að gera þær svo rjettar sem auðið er. 20., 21., 24. enginn ágreiningur. 23. Hjer er kjósendunum skift í flokka eftir því hvaða flokkar studdu þingmannaefnin, en ekki eftir því, hvernig þingmannaefnin stiltu sjer; ef það væri gert, ætti að telja alla kjósendur þar milli flokka, því svo 'tjáði þingmannaefni sig vera, og sum þeirra, minsta kosti Jón alþm. Jónatansson, hafa gert það opinberlega. En hjer gerir Árni skýrslu sína á ný vísvitandi ranga, og telur alla kjósendur í Árnessýslu »Sjálfstæðis«- menn — en til þess brestur öll gögn. Hjer er, eins og annarstaðar, ekki hægt að fara eftir öðru en því, hverjir studdu þá til kosninga, og þar sem ísafold studdi sr. K. H. og J. Jónat., og Lögrjetta Sig. Sig. og H. Þ. og verður að reikna eftir því. Og svo er gert hjer, en ekki kæmi mjer á óvart, þó milliflokkamenn væru þar fleiri en hægt er að sjá af tölunum. H. Þorst. fjekk 277 atkv., en Sig. Sig. 401, mismunur 124, er hafa hlotið að kjósa Sigurð og með honum til skifta Jón eða sr. Kjartan, — þeir eru flokksleysingjar. Þá er gerð grein fyrir skýrslunni, og sýnir hún Ijóst, að Heimastjórn- armenn eiga góðum meiri hluta að fagna, og að »SjáIfstæðis«menn hafa farið geysiilla með völd sín að dómi þjóðarinnar — og allra skynbærra manna, frá því þeir tóku við völdum. Með sama reikningi og hjer er talið fjellu kosningar svo: Heimastj.m. »Sjálfstæðis«m. Flokksleysingjar Alls kosið 1908 3389 4511 228 8128 1911 5080 4154 639 9873 eða að nærfelt allir, er öðlast kosningarrjett á tímabilinu, hafa kosið með Heimastjórnarmönnum, og er það gleðilegt, því sá er æskuna hefur með sjer hefur framtíðina með sjer og sigurinu sín megin. »Ef æskan vill rjetta þjer örfandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi«, segir skáldið. Tölurnar virðast og benda til þess, að þeir, er fallið hafa frá »Sjálf- stæðis«flokknum, sjeu að mestu flokksleysingjar. En Heimastjórnarmeun verða að gæta þess, að fara vel með völd sin, og flana ekki út í fen og foræði, svo sem siálfstæðis-víravirkis- höfuðmyrkrapaurinn hefur gert. Og það er engin hætta á öðru en þeir geri það; þeir sýndu það, er þeir fóru með völdin áður. Heldur verða »Sjálfstæðis«menn ver úti nú, en ef hlutfallskosningar hefðu verið, hefðu þeir fengið 14 sæti, Heimastjórnarmenn 18, en flokks- leysingjar 2; en þar sem Heimastjórnarmenn 1 fyrra áttu að fá 17 sæti (sbr. Lögrjettu 28. okt. 1908, og því hefur ekki verið mótmælt), en fengu aðeins 9, þá er ekki hægt að segja, að »Sjálfstæðis«menn verði hart úti. Og illa fer það á þeim, að kveina mjög yfir því, þar sem þeir 1908 töldu hið sama rjett vera fyrir frumvarpsmenn, enda getur altaf svo farið í einmennings eða tvimenningskjördæmum; eina tryggingin gegn því er, að skipa efri deild svo sem frumvarp Jónanna fór tram á, einvörðungu hlut- fallskosningum þingmönnum um alt land í efri deild, og hafa einmennings- kjördæmi til neðri deildar. En á móli því fyrra virðist ísaf. ætla að berjast, því það tryggir hverjum sæmilegum minnihluta vísan talsmann í þinginu. Hver kjósendaflokkur, er aðhyllist einhverja sjerstaka skoðun — og telur að minsta kosti 800 manns (með núverandi atkvæðafjölda) á víst eitt sæti i efri deild. Ekkert frumvarp, er fram hefur komið, hefur jafn vel trygt minnihluta talsmann. En það vill ísaf. ekki. Hún ein — familiublaðið — vill ráða. En hún ræður ekki. Þjóðin ræður. Tanni. Tárabrúin eftir Thomas Hood. Ennþá svo ólánssöm ung stúlka — þreytt, hefur bilað of bráðla og bana sjer veitt. Hefjið lík hóglega, handatök bHð 1 hóglega, hlýlega, hún er svo fríð! Lfkt eins og líkslæða leggjast nú klæðin svannans hins svipfagra, — sja, hve það flæðir! Hefjið þið hlýlega hrundina’ úr græði. Höndlið ei hart ’ana, hugarvíl snart 'ana, hugsið ögn mannlegal Burt er nú blettur hver, bjart það sem eftir er — aðeins hið kvenlega! Hnýsist ei heldur í, hver orsök veldur því, að hún fór hallvega; — annar víst um það sjer, eftir ljet dauðinn hjer aðeins hið fallega. Eitthvað þótt áfatt sje, Evu barn víst hún telst; burt þveginn sorinn sje, slý henm’ í munni felst. Hagræðið harinu’ á hvörmunum lúnu; flykkið þið fallega fljettunum brúnu. Faldið að fötunum fötin, sem mærin bar, meðan við hyggjum að, hvaðan hún var. Atti hún föður, átti hún móður, átti hún systur og átti hún bróður? Atti hún einhvern vin annan sjer nærri; átti hún elskhuga öllu’ öðru kærri? Ó, hvílik aumkun er, engin meðaumkvun er undir þjer, sól! Ó, hvilik sorg að sjá, sjá að heil borg þar lá, hvergi þó skjól. Mist hafði ’ún móður og mistan föður, svift var hún systur og síðan bróður. Og fyrir atvik myrkt elskhuginn líka sveik, virtist guðs forsja firt, fátæk og veik, Þar sem að lograuð ljós litstafa blaklían ós stóð hún og starði á stórhýsin rík og ha; enginn var inni sa, er vildi skjólshús ljá. Dökk var hin dimma nótt, drótt öll var sofnuð rótt; ein gekk hón úti hjá ánni með vota bra. Brátt hún á brúnni stóð, brúnni, sem taknar þjóð Táranna brú. \

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.