Þjóðólfur - 13.01.1912, Page 3

Þjóðólfur - 13.01.1912, Page 3
ÞJOÐOLFUR. 7 Tafði’ hún á Tárabrú, tómlát og dimm var sú; svanninn ei sinti þvi, sorgin ei inti’ að því. Hugstola’ af nauðunum, hló hún við dauðanum. Dauðinn gaf frið og fró, fólst þar í sveiminum. Eitthvað burt, aðeins ró, út -j- burt úr heiminum. Urvinda út hún stökk, ofan í djúpið sökk, alt varð í senn. Enginn þar lagði lið, ljek hún svo dauðann við; hörmung þá hugsið þið harðbrjósta menn! Útmálið, ímyndið alla þá dauðabið; neytið, ef nennið þið, árvatnsins enn! Hefjið lík hóglega, handatök blíð! hóglega, hlýlega, hún er svo fríð! Áður en dávaldur alt hefur lostið, áður en ná kaldan níst hefur frostið, leggið til limuna, litbrugðna, fjörvana; sveipið hægt sjáaldur sálað og brostið. Stirðnað er auga’ að sjá starir þó dauðum frá, líkt og hún ennþá á örlög sín blíni. Er ei sem örvænting út úr þeim skínif Knúin í dauðann af köldu mannþeli, kvalin af nauðanna náttdimmu jeli er hún nú látin svo ung og svo væn. Krossleggið armana yfir um barminn, að legið geti hún líkt og í bæn. Skóp hún sjer dauða, en dæmið með hægð; felið þið líf hennar lansnarans vægð. A. Bj. 57 Forlögin neituðu okkur um vináttu þína; þú stóðst okkur miklu ofar í andlegu tilliti; við vorum hamingjusöm, þú ekki. I mfnum augum hefur Hertha aldrei dáið, hún lifir í barni sínu við hlið mjer. Hertha dóttir okkar er nú 18 ára gömul og lifandi eftirmynd móður sinnar. Jeg er orðinn heilsu- laus. Suðræna loftslagið, sem eg hefl lifað í árum saman, læknar ekki hin vanheilu lungu mín, og jeg er þegar farinn að svipast um eftir manni, sem taki Herthu mina að sjer þegar jeg fell frá. Megum við koma til þín? Viltu taka á móti okkur? Þjer mun áreiðanlega þykja-vænt um þessa flekk- lausu ungu stúlku, þegar fram líða stundir. Þegar jeg er að skrifa þetta, stöðv- ast pennin. Djúphygni lærdómsmað- urinn og heimspekingurinn hefur lík- lega ekki sömu skoðun og jeg, og þó sendi jeg honum þetta brjef." Gamli maðurinn sat niðurlútur yfir þessu brjefi. Það var dauðaþögn í kringum hann, og enginn gat raskað Bxnðajörin 1910. Það nafn ber bók, sem bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar hefur nýlega sent á bókamarkaðinn. í bókinni er ferðasaga norðlensku bændanna og bændaefnanna, sem fóru kynnisferðina til Suðurlands í fyrra sumar. Bókin er skrifuð af tveim Þingeyingum, sem valdir hafa verið skrifarar fararinnar, þeim Sigurði Jónssyni bónda og skáldi á Arnarvatni og Jóni Sigurðssyni bú- fræðing á Ystafelli. Allir munu kann- ast við höfund „fjalladrotningarinnar", og allir bændur þekkja föður Jóns, Sigurð Jónsson, sem verið hefur og er ritstjóri Tímarits kaupfjelaganna. Nöfn þessara manna á titilblaðinu gera það strax að verkum. að maður vænt- ir allmikils af bókinni og byrjar á að lesa hana fullur vonar um ánægju og gagn af lestrinum. Og maður verður ekki fyrir vonbrigðum. Bókin er ágæt- lega vel rituð, og hrein skemtun að lesa hana. Frá mörgu skýrir hún ljóst og vel og flestir munu fá mikinn fróð- leik um hjeruð þau, sem þeir hafa ferðast um, ef þeir ekki eru þar ná- kunnugir áður. En eins og vænta mátti, þar sem höfundar fóru fljótt yfir og voru öllu ókunnir áður, hafa slæðst allmargar villur og missagnir inn í bókina og vil jeg leiðrjetta nokkrar þær helstu, sem jeg hef orðið var við við laus- legan yfirlestur. Víðast hvar er eng- inn greinarmunur gerður á því, hvort taiað er um dauðan eða lifandi mann. Þegar þátttakendur fararinnar eru tald- ir upp, er t. d. ekki hægt að sjá, að Jósafat á Holtastöðum, Jón (Skúla- son) á Söndum, sjera Davíð (Guð- mundsson) á Hofi, Guðlaugur í Hvammi og Þórarinn í Laxárdal sje látnir. Um alla þessa menn er talað, eins og þeir sjeu á bæjum þeim, er þeir bjuggu síðast á og þeir sagðir „á Holtastöð- um“, „á Söndum" o. s. frv., eins og jeg nú líka hef gert hjer að ofan. Annars kemur þetta víðar fram. Þeg- ar talað er um Skálholt, stendur t. d : „Þar býr Skúli læknir og frú Sigríð- ur, dóttir Sigurðar á Kópsvatni, bróð- ur Helga í Birtingaholti". Rjett aður er sagt frá því, að tvíbýli sje í Skál- holti, og getur því ókunnur lesari varla annað en haldið, að þau Skúli og Sigríður búi sitt á hvorum parti jarðarinnar. Ekki er heldur hægt ann- að en álíta, að Sigurður sje á Kóps- vatni og Helgi bróðir hans í Birtinga- holti. En báðir þessir menn eru nú fyrir löngu komnir undir græna torfu, og Sigríður sál., dóttir Sigurðar heit. frá Kópsvatni, var kona Skúla, og bjuggu þau á hálfri jörðinni. Nú er annar Helgi í Birtingaholti, en sá er sonarsonur þess Helga, er hjer ræðir um. Svaðastaðir í Skagafirði eru sagð- ir vera í Blönduhlíð, en eru í Hofs- staðaplássi. Vöntun þykir mjer það allmikil, að ekki er j^tið um hvers synir menn eru, nema á nokkrum stöðum, skal jeg nefna þá Árna (Þor- kelsson) á Geitaskarði, Jón (Hannes- son) frá Þórormstungu (á Undirfelli), Palma (Símonarson) Svaðastöðum, Gísla (Magnússon) á Frostastöðum, og fleiri mætti nefna, ef vildi. Runóltur Runólfsson bóndi í Norð- tungu er sagður hreppstjóri. í Lands- hagsskýrslunum gátu þeir sjeð, að þetta er ekki rjett. En allra bænda, þeirra, sem jeg hef sjeð, er hann snyrtimannlegastur í framkomu sinni, og hefði átt vel við að geta þess. Þegar talað er um Guðm. Ólafsson á Lundum, sakna jeg þess, að ekki er getið um, að hann er forkólfur alls fjelagsskapar í Borgarfirði, að sínu leyti eins og Ágúst Helgason í Birt- ingaholti er það í Árnessýslu. Bónd- inn á Stórakroppi í Reykholtsdal heitir Kristleifur, en ekki Kristlaugur, eins og hann er nefndur á bls. 38. Sigurvegarinn í fslensku glímunni að Þjórsártúni hjet Haraldur Einarsson, en ekki Sigurðsson, eins og hann er sagður á bls. 60. — Ótalda láta þeir austustu hvísl Markarfljóts, sem þó ber sjálft nafnið „Markarfljót", í henni rann fljótið mest fyrir 20—30 árum, en nú hefur það haldið sig mest í Þverá þessi síðustu árin. Þó hef jeg heyrt, að nú væri það aftur farið að færa sig, meira komið í „Fljót- ið“, en orðið minna vatnsmagnið í Þverá. Sumarið 1910 var ekki bygt íbúðarhús á Hruna, að því er jeg best veit, en hrest mun hafa verið við húsið þá um sumarið. Vöntun þykir mjer, að ekki skuli Skipholts vera minst. Guðmundur Erlendsson er þar býr með Þórunni (Stefensson) konu sinni, er mesti myndarbóndi og kona hans ekki síðri í sinni röð. Annars er kvennanna hvergi getið, og þó eru það þær, ekki síður en bóndinn, sem skapa Pianó-stilling. Duglegur píanó-stillari og þaullærður hljóðfærasmiður hefur í hyggju að koma til íslands, ef nægilegt verkefni býðst. Alls konar viðgerðir leystar af hendi. Pantanir, með utanáskrift: Pianostemmer G. Igum, Aar- hus, óskast sendar. heimilisbraginn, og eins vel munu þær hafa tekið móti Norðlendingunum og bændurnir. Vegagerð telja þeir litla í »Borgar- firði«. Þetta held jeg ekki sje hægt að heimfæra upp á Borgarfjörð, þó það ef til vill megi heimfærast upp á Borgarfjarðarsýslu. Borgarbrautin er í Borgarfirði og eins hluti af brauíinni frá Borgarnesi til Stykkíshólms, sem nú er komin hart nær að Hafurs- fjarðará. í búnaðarþætti telja þeir ekið með uxum á Hvanneyri, en til þessa hefur það ekki verið gert, að minsta kosti ekki í tíð Halldórs Vil- hjálmssonar. sem nú er þar skólastjóri. í niður-Borgarfirði má óhætt telja garðrækt eins góða og á Suðurlands- undirlendinu, þ>ó höfundar gefi í skyn að svo sje ekki. Aftan til í bókinni er getið nokk- urra merkisheimila. Vildi jeg óska, að höfundar hefði sjeð sjer fært að nefna fleiri. ítarlegar hefði mátt segja frá ýmsu bæði í búnaðarþætti og byggingarþætti, en þeim er vor- kunn þótt stutt sje yfir sögu farið, þeir höfðu of nauman tíma til að kynnast til hlítar. Aftast í bókinni eru 10 myudir. Engin er þar af húsdýrum og hefði þó verið æskilegt að fá fyrirmyndar- dýr mynduð með. Vil eg t. d. benda á naut Halldórs Vilhjálmssonar á Hvanneyri, fje Vigfúsar Pjeturssonar á Gullberastöðum, hross Valdimars Guðmundssonar í Vallanesi og kýr Ágústs Helgasonar í Birtingaholti. — Alla þessa menn gistu bændurnir, og hefði því átt vel við að mynda gripi þeirra, sem eru afbragð flestra annara. En þrátt fyrir þetta, sem jeg hef talið upp, sem galla á bókinni, og þrátt fyrir smá-prentvillur og villur, sem ótaldar eru, verður ekki annað sagt, en bókin sje eiguleg, og því trúi jeg ekki, að nokkurn bónda iðri þess, þó hann kaupi hana og lesi. Pappírinn er góður og bókin stutt (167 bls.) og kostar innheft kr. 1,50. Páll Zóphóníasson. 58 ró hans. Alt í einu reis hann á fætur, strauk hárið upp frá enninu og gekk út að glugganum. í hinum gráu, hvössu augum hans var kynlegur glampi. Úti bljes vindurinn yfir toppa grenitrjánna, og hristi vatnsdropana niður á greinarnar. Hinar loðnu auga- brýr barónsins drógust saman, nýjar kynlegar hugsanir brutust um í huga hans. Var hann fær um að sjá Herthu stíga upp úr gröf sinni? — Að vísu; á hans aldri eru menn færir um alt; — hjer vottaði fyrir beiskjubrosi á hinum þunnu vörum hans. En — hann sá einnig af skarpskygni sinni afstöðu málsins, — hinar mögulegu afleiðing- ar þess. Þegar faðir ungu stúlkunnar dæi, hvað gat hann þá gert fyrir hana? — Einbúalíf hans hæfði ekki ungri stúlku. Hrukkurnar á enní hans dýpkuðu. Honum datt Albert —, bróðursonur hans og erfingi —, í hug. Hann var ungur, eins og Hertha —, hún og 59 hann voru nánustu vandamenn hans, ef hún líktist móður sinni eins mikið og faðir hennar sagði. Albert hafði ef til vill gott af að giftast snemma, en hún — — — Hann var í þungum hugsunum. Þær virtust hringsnúast í huga hans — aldrei þessu vant. Hann greip stynjandi um gagnaugun — var hann orðinn brjál- aður? Æ-nei. Stuttri stundu síðar sat hann rólegur við skrifborð sitt og skrifaði föstum dráttum: „Þakka þjer fyrir, Herbert! Komdu með dóttur þína. Hús mitt og hjarta eru reiðubúin til að taka á móli þjer og henni"--------- IV. Lange fiðluleikari var mjög ánægður. Hinn góði í-ómur, sem gerður var að framsögu dóttur hans, hafði glatt hann mjög. Hann var fyrir víst tuttugu sinnum búinn að segja konu sinni frá sigri Matthildar. Hún sjálf var mjög '60 þreytt og óglöð, og gat naumast sint kenslustörfum fyrir höfuðverk. Móður hennar var upp á síðkastið farið að detta margt í hug. Hinrik, þessi undirföruli drengur, hafði alt af einhver launmæli við Matthildi, en hver þau voru, grunaði hana ekki. Hin fagra og tignarega dóttir hennar bar ægishjálm yfir henni, svo hún þorði ekki að spyrja hana, en að yfir- heyra Hinrik, var árangurslaust — en eitthvað var það, sem ekki var í góðu lagi. Maður hennar mátti alls ekki fá neina vitneskju um þetta, því það gat fremur orðið til skaða en gagns, vegna bráðlyndis hans. Svo hún þagði, og hafði í laumi gætur á því, sem fram fór. Hinrik var brjefheri. Hann færði Matthildibrjef frálautinantinum, „mági" sínum, eins og hann kallaði Albert jafnan í viðtali við systur sína. Al- bert sat fyrir hounm, þegar hann kom úr skólanum, og laumaði brjefunum til hans. Þenna dag skrifaði hann mjög ástúðlegt brjef, og bað hana

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.