Þjóðólfur - 13.07.1917, Page 1

Þjóðólfur - 13.07.1917, Page 1
ÞJOÐOLFUR LXIY. árg. Eyrarbakka 1S. júli 1917. Nr. 18 F’jóðólfur kemur venjulega út hvern föstudag. Argangurinn kostar innanlands 4 kr. til næstu ársloka en 5 kr. erlendis. Aigreiðslu annast póstafgreiðslu- maður Sigurður Guðmundsson en inn- heimtu og aígr. á Stokkseyri og Eyrar> bakka annast verzlm. Jóhannes Kristi jánsson. Auglýsingar í blaðið verða að vera komnar til Jóh. Kristjánssonar, verzlm. á þriojudagskvöld. <$il íascnóanna ! Drátiur hefir orðið á útkomu Jiessa blaðs. Ber það til, að prent> ari blaðsins, hr. Þorfinnur Krist> jánsson, lagði niður vinnuna fyrir~ varalaust í öndverðum júnímám uði, og hefir það tékið nokkurn thna að fá mann í hans stað. Nú er bcBtt úr þessu, og mun reynt að bæta síðar upp þau blóð er úr hafa fallið. Vinnan og stríðið. Við og viÖ heyrist upp til sveit. anna frá hinum ráðandi lýð í kaupi stöðum og bæjum, að nú sé nauði synlegt 'að nota sem bezt gæði lándsins á öllum sviðum, spara við sig útlendar fæðútegundir, og nota til matar ýmsar jurtir, er vaxa hér á landi. Það er óttinn, sultaróttinn, sem kemur þessum röddum af stað, og oft heyrist talað um að vel só sloppið, hjá þessari þjóð, ef fólk lifir sæmilega af harðærið; hvað þá ef niðurstaðan yrði sú, að hag< ur þjóðarinnar, eftir Indriða mæli- kvarða, hefði fremur batnað en hitt, ef öll styrjaldarárin yrðu lögð til grundvallar. Það er öllum kunnugt, að flest það sem bar að gera til öryggis íyrir land og lýð frá því er stríð- ið hófst, hefir verið látið ógert. í staMnn fyrir að !áta íslenzku skipin flytja til landsins mjöl og ýmsa nauðsynjavöru, voru þau látin llytja allskonar óþarfa og með því gera sitt til að tæma pyngjur landsmanna. Fyrst þogar allar bjargij- eru bannaðar, þá er farið af stað með, svo nokkru nemur, að húgsa um inatvörukaup í stór- *tíl fyrir landið. Hvílík flónskal Hvílíkt andvaraleysi i Vitanlega heflr hin stórvirta flskiveiðaútgerð valdið því að nokkru leyti, hve landið ar illa statt með matvæli, kol og olíu, því sú hít heíir næst- um verið óseðjandi og því t.ekið upp nær alt lestarúm íslenzkra skipa, og annara, sem til landsins hafa siglt frá þvi stríðið hófst. Ber sizt að lasta atorku ótvegs manna, en betur hefði mátt halda á lestarúminu en gert hefir verið. En sleppum þessu. Annað var það, sem eg vildi vekja máls á með línum þessum. Fað er orðinn viðurkendur sann- leikur um allan heim, að það verða ekki eingöngu hermennirnir, sem á stríðsvöllunum berjast, sem að lokum sigra. Sigurinn verður eins miklð þakkaður fólkinu, sem vinn- ur heima í löndunum. Það er sama, hvort það er bóndinn eða húsfreyjan, sem stýrir plógnum, eða daglaunamaðurinn, sem vinn- ur hin auðvirðilegustu námuverk heima á fósturjörðu sinni. Vinn- an! Vinnan! Sú þjóð sem 'mest og bezt vinnur, sigrar að lokum. Pannig verður það líka hér hjá oss. Vinnan gefur sigurinn. Land- búnaðarmenn hér á landi verða að vinna betur og meira en átt hefir sér stað áður. Vel getur farið þannig, að næsta haust verði erfitt að seija landbúnaöarafurðir, kjötið fæst máske ekki flutt til norðurlanda og enska verðið á því er hégómi, sem enginn bóndi get- ur sætt sig við eða á__ nokkurn hátt framleitt fyrir eins og nú standa sakir. Ef verð 1. flokks kjöts keinst ekki upp að 2 kr. pr. kg. hór í vörugeymsluhúsi, þá er auðsætt tap á búskapnum. En bændur verða að sjá við þeim leka. Þeir verða að heyja miklu meira en verið hefir, vinna lengur og leggja meira á sig og fólk sitt. Byrja fyr að slá en venja hefir verið, þó illa sé sprottið, það borgi ar sig, og tryggja sig fyrir óþurki eftir föngum, með því að koma sór upp súrheystóftum í vor. Verkafólkið heimtar hátt kaup. Bændur verða aí heimta mikia vinnu. Erlendis vinna karlmenn í skotgryfjum og konur í banvæn um verksmiðjukytrum, og vinna þar upp á líf og dauða. Hér gefst mönnum kostur á að vinna að heilnæmri sveitavinnu, lífshættu- laust, og það ætti engum að vera vorkun að inna af hendi með gleði, þegar hátt kaup og sæmilegt við- urværi er í aðra hönd. Loks verða bændur að tryggja sér peningalán í bönkunum í haust, ef svo fer að enginn kostur verði að seija aíurðirnar með sæmilegu verði. Bankarnir eru sagðir • fullir af fé, og þeim ætti ekki síður að yera óhætt að lána bœndum fyrir aukinn bústofn, en fiskiveiðaút- gerðarmönnum fyrir að bíða eftir háu markaðsverði fyrir sína frami leiðslu, eða jafnvel fyrir vatasöm mótorbátakaup, eins og sagt et að stundum hafi átt sér stað á fyrir- farandi árum. Bankarnir gætu sett bændum það skilyrði, að lána þeim einum peninga í haust til aukins bústofns, sem hefðu vottorð forðagæzlm manna um nægan heyafla og ann- að fóður handa fénaði sínum, því ekki er ætlast tii að menn setji á „guð og gaddinn", þó menn séu hér með hvattir til að bjarga sér á þessum síðustu og verstu tím- um eftir því sem hægt er. Bóndi. Leiðrétting viðvíkjandi Sf. Sl, Eg hefi nýlega lesið grein „Dýrtíð og verðiagsnefnd", í Pjóðólfi nýja, 24/4 sl. Fat er þessi póstur: „Þá var Sf. Sl. of fljótt á sér með sölu á kjöti og gærum, og þá var óhæfilega lágt verð sett kjöt félagsins, bæði það sem selt var í Rvíkurbæ og til niðursuðu þar. Enda hefir einn maður úr framkvæmdarstjórn Sf. Sl. lýst því opinberlega yf>r (V. G. í Land- inu), að Reykvíkingum hafi verið beinlínis gefið stórfé er kjöttaxtinn var ákveðinn, hvaðan sem fram*- kv.n. hefir komið heimild til þeirr- ar ráðstöfunar". Þrjú atriði í pósti þessum vil eg reyna að leiðrétta: 1. Selt of fljótt; 2. Yfirlýsing mín; 3. Heimild framkvæmdanefndar. 1. Selt of fljótt. Um kjötsöluna var ekki fullsamið fyrenréttfyrir byrjun sláturtímans: 2000 tn. til Noregs á 135 kr. tn. hér á höfninni við útskipuu, eða 1. des., ef ekki yrði flutt út fyr. Út- flutningsleyfi til Noregs fékst á sl. hausti, en ekki gátu kaupendur náð kjötinu hóðan fyr en um miðj- an marzmánuð. Ef þessari sölu hefði verið liafnað, eru engar iíkur tií þess, að tekist hefði að selja kjötið b«t,ur,-eða flytja það út síð- an. Þessar 2000 tn. lægju þá lík- tega hér en óseldar úti á bæjar- mölinni, og fyrir það verður að greiða hátt lóðargjald á hverjum mánuði. (Þó mörgum þætti dýr og óþarflega stór lóð Sf. Sl. í byr- jun, er hún þegar að verða of líti il). Kosta verður töluverðu til þess að bæta saltlegi í tunnurnar jafnóðum og lækkar i þeim. Og núna, í þurki og sumarhita, mundi kjötið spillast ef úti væri, eða máske eyðileggjast alveg at salt- leysi. Nóg þykir nú að hafa til varðveizlu í húsum Sf. nokkur hundruð tunnur frá Vík, sem ekki hefir tekist enn að selja fullu verði, þrátt fyrir itrekaðar tiiraunir. Sláturjól. Var því ekki „of*fljótt á sér“, heldur seidi það á síðustu stundu. Mátti ekki semna vera. Sama gildir um söluna til niði ursuðuverksmiðjunnar. Nú auð’ sær hagur að svo stórri sölu í fullu útsöluverði. Lengi stóð á s&mningum við verksmiðjuna, og ætl&ði hún held’ ur að fá kjötið flutt frá öðrum stöðum, heldur en kaupa það hér hærra verði. Hefði fel, slept þeirri sölu, ætti það að líkindum nálægt 890 tn. saltkjöts, fleiri en nú, óseldar. Mörg hundruð tn. saltkjöts liggja enn óseldar víðsvegar hér á landi. L. Zölner stórkaupm. bauð landsi stjórninni, 2—3 þús. kjöttn. til kaups með innkaupsverði (um 130 kr.) þar sem þær liggja. Og talið er víst, að hann — ekki meiri slóði — eigi þær enn óseldar. Hann fær ekki innflutningsleyfi til Noregs fremur en aðrir. Lands- stjórnin hér heftir ekki útflutningi inn, og stjórn Englands gefur út- flutninginn eftir með ábyrgð stjórn< ar Noregs. Og á því strandar nú, að hún vill ekki ábyrgjast að alt verði notað þar í landi, ef meira kemur en þegar hefir verið flutt þangað. Mikið af norðlenzku kjöti heflr verið til sötu i Reykja'úk i allan vetur. Nú er það auglýst daglega í bæjarblöðunum, frá ýmsum stöðx um og hjá mörgum mönnum. Framkv.n. er því ekki Ijóst eftir lívaða happi hún hefði átt að bíða með kjötsöluna. — Hitt er henni Ijósar, að þeir sem fullyrða mest og hrópa hæzt, vita að ]afnaði minst hvað þeir segja. . Svipað má segja um gærusöl- una. Uppbótin a gærurnac frá 1915, sem vanst við sölu til sama félags, gaf bændum meiri peninga en 14 aura á hver 8 kg., er í hæzca lagi gat fengist hjá öðrum seint og síðar, fram yfir meðal söluverðið. Gærusalan er líka háð sama lögmálí og kjötsalan, um vaxtakostnað af lánsfé, ahættu við útflutningsteppu o. fl. Og það var ekbi títið hagræði fyrir fólagið, að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.