Þjóðólfur - 21.09.1917, Page 2

Þjóðólfur - 21.09.1917, Page 2
88 f’JOÐOLFUR Alþingi var slitið síðastliðitin mánudag og hafði það þá afgreitt 61 lög og 21 þingsályktun. Fjárlögin voru afgreidd án þess til fundarhalda kæmi í samemuðu þingi. Tekjuhalli þeirra er áætl- aður um 800 þús. kr. fyrir fjár- hagstímabilið, og tekjurn&r áætli aðar fyrir bæði árin c. 4 miljónir og 300 þús. kr. Ressar eru helstu fjárveitingarn- ar: 'Greiðslur af lánum lands- sjóðs rúm 687 þús. (bæði árin), til æðstu stjórnar 188 þús., til al- þingiskostnaðar 120 þús., til dóm- gæzlu og lögreglustjórnar kr. 335690', til útgjalda við lækna-r skipunina 603 þús. kr. — alt bæði árin. Holdsveikraspítalanum eru ætlaðar c. 60 þús. kr., geðveikra1 hælinu á Kleppi 48 þús. og heilsu- hælinu á Vífilsstöðum 60 þús. kr. hvort árið. Til -póstmála veitast rúmar 160 þús. kr. hvortárið; til flutningabrauta 54200 kr. f. á. og 57500 kr. síðara árið; til þjóð- vega veitast kr. 109900 f. á. og 128 þús. síðara árið. Er þar rneð talin fjárveiting til brúar á Eeyja- fjarðará (35 þús. f. á. og 50 þús. s. á) og til brúar á Jökulsá á Sól- heimasandi (25 þús. kr. siðara ár- ið, íyrri veiting). Til eimskipafé- lags íslands eru veittar 40 þús. kr. hvort árið, og styrkur veittur til bátsferða á Faxaflóa, Breiða- firði,. um Austfirði norðarlega og sunnarlsga og til Suðurlandsbáts 18 þús. kr. hvort árið á hverjum stað. Til ferða um ísafjarðardjúp eru veittar 7500 kr. f. á. og 10 þús. kr. s. á. og til ferða á Húna. flóa 20 þús. kr. hvort árið. Auk þess eru styrkir veittir til mótorbátsferða um smærri svæði og er þeirra mestur styrkur til vélbátsferða við Rangársand 1800 kr. hvort átið. Til lagningar nýrra símalína eru veittar kr. 25500 f. á. og 45 þús. kr. s. á. og til loftskeytastöðvar í Flatey 30 þús. kr. s. á., gegn því að héraðið taki þátt í kostnaðin- um eftir því sem stjórnin ákveður. Vita vill þingið byggja nýja: Akranessvita 11 þús. f. á., Galtar- vita 4 þús. f. á., Stokksnessvita 19500 kr. s. á. og Gerðatangavita 6000 kr. s. á. Fjárveitingum tíl nýrra brúa, símalína og nýrra vita, heimilast stjórninni að fresta til síð&ra árs- ins eða íella alveg niður ef þörf krefur. Til háskólans veitast 79 þús. kr., til mentaskólans 45 þú^, til gagnfræðaskólans á Akureyri c. 21 þús., til kennaraskólans kr. 15600, til stýrimannaskólans hr. 9400, til vélstjóraskólans kr. 5400, til bænda- skólans á Hólum 8900 á Hvann- eyri 8900, alt hvort árið. Til iðnskólans eru veittar kr. 7600, til verzlunarskóla 6 þús. kr., til húsmæðrafræðslu 1800 kr., til yfir- setukvennaskólans kr. 4300, til kvennaskól 18 þús. kr., alt hvort árið. Til alinennrar barnai fræðslu eru veittar 64 þús. kr. hvort árið og að auki 25 þús. kr. f. á tii barnaskólabyggingar í Vest* mannaeyjum. Til unglingaskóla utan kaupstaða 15 þús. hv. á., til gagnfræðaskólans í Flensborg kr. 8500 hv. á„ til kenslu heyrnar- og málleysingja 7 þús. kr. hvort árið. Til sundkenslu og leikfimi kr. 3900 hv. á. Til landsbóka- safnsins 27 þus. f. á. og 23 þús. s. á. og að auki til hússins (ljós, niti og ræsting) 6 þús. kr. hv. á. Til Þjóðskjalasafnsins kr. 7750 hv. á. Til Þjóðmenjasafnsins 10 þús. hv. á. og að auki f. á. 3 þús. kr, utanfararstyrkur til þjóðmenja- varðar. Þá kemur urmull af fjár- veitingum, sem oflangt er upp að telja, styrkir til mentafélaga, smærri bókasafna og einstakra manna, en flestir eru þeir styrkir smávaxnir. Stærsta fjárveitingin er 40 þús. kr. f. á. til þess að byggja hús yfir listaverk Einars Jónssonar, 6 þús. kr. til að semja ísl. orðabók og 5 þús. kr. f. á. utanfararstyrkur til Jóns sagnfræð- ings. Til skálda og listamanna eru veittar 12 þús. f. á. og 14 þús. siðara árið; er sá styrkur eigi sundurliðaður, en nefnd manna sett til að útbýta honum. ?á fær og Bjarni frá Vogi 1200 kr. hv. á. til þess að þýða Goethes Faust. Til verklegra fyrirtækja eru veitt- ar kr. 573200 (bæði árin). Þar af fær Búnaðarfélag íslands 60 þús. kr. hv. á. og skóggræðskin 15 þús. hv. á. Fiskifélagið fær 26 þús. hv. á. og 12 þús. kr. hv. á. handa erindreka erlendis. Til Bjargráðasjóðs eru veittar 22 þús. kr. og til landhelgissjóðs 20 þús. kr. hv. á. Aðrar fjárveitingar eru fiestar smáar. Til eftirlauna samkvæmt eftir> launalögum vsitast kr. 105880 bæði árin, en auk þess eru veittar c. 25 þús. hvort árið til sérstákra eftirlauna og styrkveitinga. Lánveitingar úr viðlagasjóði eru veittar sem heimild til stjórnar- innar. Yiðlagasjóðsrentan er nú 5®/,. Helstu iánsheimjldirnar eru 90 þús. kr, til íaflýsingar á ísa- firði og 55 þús. kr. til rafveitu á Patreksfirði. Fjárlögin voru afgreidd í e. d. á þann hátt sem hér er skýrt frá. Við eina umraðuín.d. voru smá- breytingar gerðar, og var hin helsta þeirra að veita Indriða Einarssyni sk ifstoíustjóra full embættislaun að eftirlaunum. Voru fjárlögin síðan samþykt við eina umr. í e. d. og þar með afgreidd sem lög frá Alþingi. Af öðrum aðgerðum þingsins má nefna að stjórninni heimilast að selja landsmönnum 2800 tons af kolum á 125 kr. Dýrtíðaruppbót starfsmanna landssjóðs var breytt allmikið í e. d. og málið afgreitt frá henni á þessa leið: Dýrtíðaruppbótin reiknast* af launaupphæðinni eftir því sem hér segir: 1. Af ársl. 1500 kr. eða minna 40*/0 2. Af ársl. 2300 kr. 30®/e 3. Af ársl. 3100 kr. 20°/0 4. Af ársl. 3900 kr. 10*/. 5. Af ársl. 4700 kr. O*/0 og skal reikna millibilið á milli þeirra launahæða eftir líkingunni par sem y táknar uppi bótarprósentuna og x launa- upphæðina í hundruðum króna. Auk þess greiðaat 70 kr. fyrir hvern framfæring, séu árslaunin minni en 4 þús. kr. 20 þús. veit- ist sem dýrtíðaruppbót til pósta eftit tillögum póstmeistara. Um dýrtíðaruppbót presta er komist svo að orði: Þó skal jafnan draga frá dýrtíðaruppbót presta, sem hafa ábúð á kirkjujörð og afgjald henn- ar er metið til fasts peningagjalds upp í laun þeirra, sama hundraðs- hluta af afgjaldinu eins og dýrtíð- aruppbótin er reiknuð eftir. — Frv. síðan samþ. við eina umr. í n. d. og afgreitt sem lög frá Alþingi. Tekjuskattsfrumvarp var *am- þykt, en felt úr því ákvæði um skatt fyrir 1916. — Samþykt var og þingsályktunartiiiaga um að selja landssjóðsvörur sama verði í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Fossamáiið var í sam. þingi sett í » manna milliþinganefnd, er stjórnin skipar og er verkefni þeirrar nefndar á þessa leið: 1. Að athuga hverjar breytingar nauðsynlegt er að gera á núgild- andi fossalöggjöf. 2. Að afla sem ýtarlegastra upp- lýsinga og skýrsina um fossa á landinu og notagildi þeirra. 3. Að athuga hvort tiltækilegt sé, að landið kaupi vatnsafl og starfrækji það. \ 4. Að athuga hvort og með hvaða kjörum sé rétt að veita fossai félaginu „ísland" og öðrum slíkum félögum, er umsóknir kunna að senda, lögheimild til að starfrækja fossa hér á landi. Nefndin Bkal senda stjórninni álit sitt og tillögur, ásaint laga- frumvörpum, er hún kann að semja, eins fljótt og því verður við kom- ið, og væntir þingið þess fastlega að það geti orðið, sérstaklega að því er 1. og 4. lið snertir, svo timanlega, að leggja megi fyrir næsta þing. Af frumvörpum, er þingið hefir samþykt síðustu dagana má nefna frv. um lögræði (maður lögráður eða fullmyndugur 21 ára), og frv. það, er getið var um í síðasta blaði um afnám lagaákvæða um sveitarstyrk sem hjúskaparmein- bugs. Annars væntir Þjóðólfur þess að geta á næstunni biit yfir- lit yflr störf þingsins í heild sinni. Ófriðurinn. Ribot forseti er farinn frá stjórn í Frakklandi, en Painleve (Peng- lev) er orðinn forsætisráðherra f hans stað. Á vesturvígstöðvunum sýnist lítið ganga, talað um að Þjóðverjar hafi sótt á hjá Lange- mark í Be)gíu, en unnið ekkert á, og eicthvað munu Frakkar sækja á nálægt Verdun. Á vígstöðvum ítala hafa Aust- urríkismenn sótt á um hríð eink- um hjá St. Gabriele, en ganglítill sýnist ófriðurinn þar, og ekki hafa ítalir náð Triest ennþá. Á Balkan hafa frakkneskar og rússneskar hersveitir náð ýmsum smábofgum í Albaníu, en annars er þar sama þaufið; að vísu talað um sókn Salonikbhers Bandamanna við Ochridavatn, en þar um slóðir hefir sá her verið í alt sumar. Frá Rúmeníu berast nú engar fréttir, en illa standa Rúmenar að að vigi, ef Rússar eigi herða á sókn sinni fyrir norðan þá í Bukoi vinu. í síðasta tbl. var getið um ósamlyndi milli Kerenskys sem nú ræður öllu á Rússlandi og Korniloffs hershöfðingja og að Korniloff hefði gert uppreisn og haldið með miklum hluta Síberíu- herdeildanna áleiðis til Pétursborg- ar til þess að steypa Kerensky af stóli, er það grunur manna, að Korniloff hafi staðið í sambandi við keisarasinna og viljað koma þar á einveldisstjórn aftur. En meiri hluti hers og flota fylgdi Kerensky að málum, þar á meðal herdeildir Pétursborgar, og hélt Kerensky með miklu liði frá Pétx ursborg til móts við Korniloff. Vita menn ógerla um vopnavið- skifti, en skeyti ftá 14. þ. m. til Morgunblaðsins segir Kerensky hafa lýst því yfir, að hann hafi ger- sigrað sveitir Korniloffs. Hefir Korniioff og helstu foiingjum hans verið stefnt fyrir herrétt og Kornii loff situr sjálfur í varðhaldi. Marg- ir sýnast hafa verið við samsæri Korniloffs riðnir, því að Rodzianko, sem áður var forseti Dumunnar, Lvoff prins og 80 flokks- menn han3 hafa verið teknir fast- ir. Lvoff var fyrstur ráðaneytisi forseti eftir að keisarinn var svift- r i Cnsfiar fiúfur Mikið úrrai nýkomið í verzlun Andrésar Jónssonar. >

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.