Þjóðólfur - 08.10.1917, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.10.1917, Blaðsíða 3
Þjoðolfur 97 sem greiðust. Nú sem stendur eru svo mikil þrengsli á símalín- unum, að langt má heita um ófært. Vestur-íslensk liðsöfriun. Lögberg 2. ágúst segir svo frá: „Maður frá Argyle, sem Bardar- son heitir, segist hafa verið svik- inn í herinn. Hersöfnunarmenn hafl komið þangað út; sagt að herskylda kæmist á eftir fáa daga og þeir sem þá færu í herinn, hefðu við verri kjör að búa en sjálfboðaliðar. Þeir sögðu Bardar- son, að hann gæti skrifáð undir skjal, sem heimilaði honum að ganga inn sem sjálfboðaliði ef her- ! skylda kæmist á, en bindi hann ! ekki til þess að fara i herinn anm | ars. Undir þetta skjal skrifaði i hann, en eftir nokkra daga var hann heimtaður í herinn en neit± aði. Pá var send herlögregla og hann tekinn með valdi. Hann kærði þetta og sagðist hafa verið svikinn í herinn, en dómarinn úr- skurðaði, að hann yrði að vera kyr, því hann gæti ekki trúað því, að menn sem legðu lífið í sölurn- ar fyrir landið, neyttu eins óhreinna ráða og Bardarson bæri þeim á brýn. Bardarson hafði fjögur vitni og hinir fjögur á móti“. Vonandi er svona liðsafnaður undantekning en ekki regla meðal Janda þar vest.ra. Skólarnir eru nú viðast. hvar um það bil að taka til starfa. Barnafræðsiu til sveita, mun víðast hvar haldið uppi eins og undantarin ár; er það og sjálfsagt, þar sem engir kostnaðarliðir hækka aðrir en fæði kennara. Öðru máli gegnir í kaup- túnunum, þar sem skólahaldinu fylgir kolaeyðsla í stórum stil. Þar eiu engir vegir færir aðrir en að takmarka kensluna stórum; mun og því ráði fylgt á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Barnaskóh inn á Eyrarbakka er hugsað til að starfi í 4 mánuði þannig, að kensla fer frarn aðeins í annari kenslu- stofunni, annan daginn fyrir yngri börn og hinn daginn fyrir eldri. Svarar þetta til þess, að skólinn í heild sinni sé rekinn í tvo rnáni uði. Á Stokkseyri, þar sem kola- eyðslan er miklu minni, mun hug- myndin að halda uppi kenslu í annari skólastofunni allan vetun _ inn. Þann tímann sem skólinn | er ekki rekinn, er hugmyndin, að kennari skólans hafi eftirlit með hefmafræðslu. Pað segir sig sjálft, að þetta eru sorgleg örþrifaráð, en önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Er þess mjög að óska, að þeir verði ekki fleiri vetrarnir, sem við slík kolavandræði er að búa. — í Reykjavík munu flestir skólar starfa nema kennaraskólinn. Hann mun eiga að liggja niðri og dvel- ur forstöðumaður hans 1 Birtingai holti í vetur. En undarlegt er : það, að því ei til mentaskólans \ kemur, að ekki skuli vera gerð í tíma sú ráðstöfun um rekstur hans, sem verði mönnum um land alt heyrinkunn. Siðustu Reykjavíkur, blöð búast við, að bokkjuin gagm fræðadeildarinnar verði haldið uppi í vetur, en engin föst vitneskja liggur þó fyrir um þetta. Er á |>essu öhæfilegt. sleifaralag frástjórm arinnar hálfu, sem ekki má láta óátalið. ---<>.<><>----- cTrettir. Docentinn. Síra Magnús Jónsson á ísafivði hefir nú fengið veitingu fyrir docentsembættinu við guðfræði deild háskólans, en á ísafirði er í hans stað settur prestur S i g u r- geir Sigurðsson, guðfræð- iskandidat. Lagarfoss er kominn til Reykjavíkur úr Ameríkuför sinni. Giullfoss var kominn til Halifax þann 28. sept. á leið hingað með fullfermi. Fredericia, skip steinolíufélagsins silgdi á sandrif nálægt New-York. Tefst við þetta svo þess verður ekki að vænta fyr en um mánaðamót. Koiaskip, 6 þúsund smálestir að stærð kom til Reykjavíkur 29. sept., að sögn með kol til landsstjóinarinm ar. Getur það eigi lagst inni á höfninni fyrir stæiðar sakir fyr en búið er að flytja úr því nokk- uð af farminum. Rússneskt skip er nýlega komið til Reykjavíkur með salt til „Kol og salt“. Söknm ]ieas að liitunartoiki eru ekki komin í prentsmiðjuna, en frost undanfarna daga, hefir ekki verið hœgt að prenta blaðið fyrri. Botiivörpungar íslenzkir, 10 talsins, hafa verið seldir Frökkum. Dj'rtiðaruppbót á dagpeningum sínum fengu þingmenn, 30°/0. Kennaraskólinn starfar ekki í vetur. Kolin frá Dufansdal segir Vísir að íeynist ágætlega. Hafa nú verið sendir fleiri verkamenn þangað vestur og líklegt, að eitthvað af kolunum fáist keypt síðar, þegar Reykjavik er búin að gleypa í sig það sem hún þykist þurfa. Seglskipið „Espano" kom til Stokkseyrar 23. f. m. frá Cadiz, hlaðið salti til kaupfélagsin^ Ingólfur. Fer aft- ur til Cadiz með saltfisk frá kaupi félaginu Ingólfur og Hekla. cfapast h‘ fir á veginum frá Eyrarbakka til Stokkseyrar, svart höfuðsjal. Finnandi er beðinn að skila því til Guðmundar Jónssonar, Heklu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísfi Skúiason. Prentsmiðja Suðurlands. , 64 Viltu ekki !ofa henni að vera þangað til hún frískast"? spurði Hans ofur spakur. „A Furugörðum hefir aldrei neinum verið synjað matar sem þess heflr þurft“, svaraði Þorleifur, „og ekki læt eg ganga lengi eftir mér með að Ijá þeím rúm og hjúkrun sem þess biðja. Farðu með stúlkuna og láttu konuna mína annast um hana“. Ingiríður varð glöð við og stóð upp, henni fanst sér svölun í að fá að vera góð við einhvern, og með ástúð og nærgætni tók hún við stúlkunni, en Hans fór af stað eftir lækni. Nú kom þó ofurlítil breyting á dauðakyrðina, sem ríkt hafði á bænum. Ingiríður vék varla frá rúmi sjúklingsins, og tvisvar ók Porleifur sjállur af stað og sutti lækni til þess að líta eftir henni. Stúlkan var fríð sýnum með svarf, hár og stór, skínandi fögur augu síkát og fjörug, svo nú var oft hlegið í Furugörð- um, þótt varla hefði mátt tala þar orð áður. Hans og henni var svo vel til vina, að trúlegt var að ein- hver kynni hefðu þau fyr haft, hvort af öðru. — Jafnvel Por* leifur sjálíur kom stundum inn til hennar, og engum var betur lagið en henni að mýkja skap hans. Loks var það einn dag, að Þorleifur kinkaði kolli til hennar áður en hann fór út; þótti þetta mestu undur, og Hans neri saman lófunum af ánægju og hugsaði með sér: „Gæti eg einu sinni á æfinni komið því til leiðar, að hann Þorleifur yrði að fyrirverða sig svo, að mesta stórmenskan færi af honum, þá væri alt það þungbæra, sem eg hefi orðið ab þola hér, þó gokiið oinhverju. — Porleifur og syndin á sama bekk I Hamingjan góða! Það væri dásamlegt, að sjá þau saman. 61 hegða þór betur framvogis. Drykkjuslarkara vil eg ekki hafa í ætt minni“. Svo fór Þorleifur út og aflæsti hurðinni á eftir sér. Guðleifur sá nú að hann var kominn í varðhald hjá föður sínum, og var bæði hryggur og reiður yfir. Pá heyrði hann að rjálað var við gluggann, og sá að Hans var þar úti fyrir. Fyrst sagði eitthvert óijóst hugboð honum, að óvíst væri, hve affarasælt yrði að fara að ráðum þess, sem við gluggann var, en brátt gekk hatin þó að glugganum og opnaði hann. „Nú er heldur laglega komið fyiir þér“, sagði Hans, „hér færðu nú að kúra mánuðum saman, laxmaðuf, því hann faðir þinn er harðari en svo í born að taka, áð hann vægi þér í nokkru“. „Pað þarf sterkt búr til þess að geyma örninn í“, svaraði Guðleifur þuriega. Hans blístraði háðslega og svaraði: „Já, örninn hefirsterka vængi, en krákum er hægt að halda í búri“. „í ætt okkar hefir aðeins verið til ein kráka, sem varpað hefir skugga á hana“, svaraði Guðleifur. Hans skildi sneiðina, sem ’nann aldrei áður hafði orðið fyrir af Guðleifi. En hann var oiðiun vanur að taka öllu með þögn og þolinniæði, og lifði í voninni um það, að siðar mundi sér gef- ast færi á að hefna harma sinna. „Mér hefir altaf þótt. vænt urn þig, eins og' eg ætti þig sjált- ur“, sagði Hans, „og nú ætla eg að sýna það í verkinu, að eg vil þér vel. Hérna eru 80 krónur, sem eg hefi smámsaman safnað til þess að eiga ef mér lægi á. Nú er bezt að eg láni þér þær, drengur minn, þú þarft fremur á þeim að halda en eg. Fað er engum unglingi holt að vera lokaður inni í dimmu her* bergi. Aræðinn maður getur altaf elt lánið uppi, eí hann leitar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.