Þjóðólfur - 08.10.1917, Síða 4

Þjóðólfur - 08.10.1917, Síða 4
98 f>JOÐOLFUR Mannalát. Nýlega er látinn hugvitsmaður~ inn mikli, Magnús bóndi Þórarins* son á Halldórsstöðum í Laxárdal í Ringeyjarsýslu. Hann fann með- al annars upp véi til þess að hreinsa i æðardún, kom upp spuna og kembingavélum á bæ sínum og notaði bæjarlækinn til þess að reka með vélarnar. Magnús var djúp~ vitur maður, drengur hinn beztj og mesta trygðatröll vinum sínum. Rá er nýlega látinn Friðjón bóndi Jónsson á Sandi í Ringeyji arsýslu, merkur bóndi, gáfumaður og góður drengur. Hann var fað1 ir skáldanna, Guðmundar og Sig- urjóns, sem mörgum eru kunnir. Dáin er og snögglega hér á Eyr- arbakka 24. f. m., Sigríður Gríms- dóttir frá Oseyrarnesi, kona Þor- kels Rorkelssonar á Eyrarbakka, góð og vönduð kona. Ófriðuriim. A Vesturvígstöðvunum sækja nú Bretar á vestan t.il 1 Belgíu hjá Langemark, þar sem Rjóðverjar sóttu fram um daginn, og svo nokkru sunnar og austar hjá Zon- nebek, sem er 5 kilometer fyrir austan borgina Ypres og Yser- skurðinn, ' þar sem lengst heflr verið barist; má af því sjá hvað erfið sóknin reynist Bandamönnum. Eitthvað hafa Bretar þó unnið á og tekið nokkur þúsund Rjóðverja höndum. — Hjá Verdun hefir veri ið sókn af hendi Pjóðverja, en lítið unnist á. Af öðrum vígstöðvum á Frakklandi berast engar fréttir. Af vígstöðvum ítala berast eng- ar fréttir, en sagt að þeir séu að búa sig undir nýja sókn, sem muni bráðlega hafin. Einhvern sigur er sagt að lið þeirra í Tri- polis hafi nýlega unnið á Tyrkj- um. Framsókn Rússa á austurvígi stöðvunum er lokið. Hafa Þjóð- verjar ráðist þar fram og náð bæði Jacobstadt og Dýnaborg, en Rúss- ar halda liði sinu undan á stóru svæði. Astandið á Rússlandi er herfilegt og þótt Kerensky sé'dug- andi maður, mætir hann mót> spyrnu hjá mörgum, hvort sem sakir eru til eður eigi. Fjárhagi ur Rússa er hinn versti og ríkis- skuldir þeirra svo miklar, að Jap- anar hafa nýlega neitað þeim um lán. Pá bætir og missættið við Finna ekki úr ástandinu. Þing forseti Finna hefir kallað þing þeirra ' saman, en Nekrossov, landsjóri Rússa á Finnlandi hefir lokað þing- húsinu, innsiglað dyrnar og hótað að beita hervaldi gegn þinginu. Aft' ur hafa hersveiti^ Finna í liði Rússa neitað að berjast. — Jafn- aðarmannafundur stendur yfir í Þétursborg. Af Balkan fréttist lítið; talað um að Pjóðverjar bjóði Rúmenum í sérfrið. Ekki gera Bandamenn | mikið úr friðarumleitun páfa og svari Pjóðverja við henni, enda hefir svar Michaelis ríkiskanzlara þeirra verið nokkuð á huldu, og sagt er, að hann sé litt sjálfstæð- ur maður, en láti leiðast af her> valdinu og höfðingjaflokknum þýzka.. Asquit hefir lýst því yfir í þingi Breta, að ekki gangi Bret> ar að því, að alt sé í sömu skorð- um og fyrir ófriðinn. Merkust er sú frétt, ef sönn er, sem „Morgunblaðið" 1. okt. flytur um að Wilson Bandarikjaforseti sé að undirbúa ráðstefnu til þess að reyna koma á friði. Kynleg j stjónnnálamenska, að hafa nýlega sagt Pjóðverjum stríð á hendur, en vilja nú semja frið við þá, nema ef svo væri, að hann óttað- ist óeitðir innanlands af völdum Þjóðverja, sem búsettir eru vestra. (xóði kunningi! Yiltu vera svo góður og skila mér háifkagg- anum sem eg léði þér í fyrra haust. Ólafur Snorras., Einarshöfn Nærsveitamenn vi tjið blaðsins til Sigurðar Gnðmundssonar, kpm. 3 Slitbuxnr £ mjög' sterkar XX nýkomnar í versiun Andrésar Jónssonar, Eyrarbakka, Vefjargarn bl. og óbl. fæst i Arerzlun cJlnórdsar úónssonar\ 62 63 þess, á bærium þeim arna verður aldrei maður úr þér — það er eg viss um. Farðu burtu úr sveitinni, ráðstu í vinnumensku einhversstaðar langt í burtu, og láttu mig svo vita hvar þú ert, svo skal eg skrifa þér og láta þig vita þegar föður þínum er runnin reiðin og hann er farinn að sakna þín, sem ert einasta barnið hans“. „Ætli það væri ekki ráðlegra, að vora kyr hér heima, halda sér frá drykkjuslarki og herða heldur á vinnubrögðunum. Eg hugsa að faðir minn fyrirgefi mér það aldrei, ef eg fer að strjúka burtu“, sagði Guðleifur. í þessum efnum þekkirðu illa hann föður þinn“, svaraði Hans, „þú fæið aldrei að strjúka um frjálst höfuð íramar, og hann beislar þig svo, að þú verður að láta að taumunum eins og hestarnir hans. Pú vetður aldrei frjáls maður nema þú bjóðir honum byrginn. Sýndu að þú hafir einhvern vilja sjálfur, þá færðu að njóta þín en annars ekki“. „Pað væri nú ef til vill ekki svo fráleitt, að sjá svolítið af henni veröld“, sagði Guðleifur hálf deigur. „Já, komdu út á stigann, drengur rninn", sagði Hans. Pað er engin bót í að draga það til morgúns, sem hægt er að gera í nótt". Guðleifur stakk peningunum í vasa sinn og fór út um glugg' ann, en ákafan hjartslátt hafði hann. Honum fundust það þung spor, að fara burtu úr foreldrahúsum, og hann þóttist heldur ekki hafa fulla ástæðu til þess að ráðast, í shkt stórræði. En Hans sagði honum frá, hvílíka feikna gleði og hamingju hann ætti í vændum þegar hann væri orðinn frjáls og engum háður, og Guðleifur gekk rösklega af stað' með honum; honum kom þá ekki til hugar hvað inörg þreytusj.oi' hann ætti eftir að stíga áður en hann næði aftur til föðurhúsanna. Þegar Þorleifur kom upp á herbergi sonar síns daginn éftir, var það tómt. Hann skimaði í allar attir, fölnaði lítið eitt í andliti, en labbaði svó í hægðum sínum ofan aftur. Ingiriður mætti honum í stiganum, hann ýtti henni frá sér, en hún horfði á hann óttaslegin, því að henni sýndist hrukburnar í andliti hans fleiri og dýpri en vant, var, og augun ennþá hðrkulegri, en ekki naælti hann orð frá munni. Fyrir ±iðjan dag vissu allir á bænum, að Guðleifur var horfinn, en enginn þorði að spyrj'a um hann eða nefna hann á nafn svo faðir hans heyrði, og þótt móðir hans gréti liðlan'ga nóttina, lét hútí ekkert á sér sjá á daginn, því að hún var hrædd um að Porleifur mundi þá reiðast. Harður hafði Porleifur þótt i horn að taka áður, en við þennan atburð versnaði hann um all- an helming, það var eins og hann væri orðinn að steini. A Furugörðum var nú alt dautt, og dapurt, og það var eins og heimilið væri líkblæju hjúpað. Fólkið læddist um bæinn og talaði í hálfum hljóðum síðan Guðleifur strauk burtu. Ingiríður drógst upp af sorg og kviða yfir syni sínum; Porleifur var sam- ur og áður, en rósemi hans var þó aðeins hjúpur, sem hann bar utan á sér; i hjarta hans rlkti söknuður og óyndi; honuni þóttí vænna um Guðleif en hann vissi sjálfur. Þá bar það við eitt kvðld, að Hans kom heim og bar í fangi sér Tatarastúlku *) sem hann lagði á gólfið við fætur Porleifs. „Eg var svo slysinn", sagði hann, „að riða ofan á stúlkuna þá arna áðan í myrkrinu, svo hún handleggsbrotnaði. Eg gat ekki skilið haria eftir eina og svona á sig komna í dimmunni. *) Tatarar eru þjóðflokkur sem ferðast um lönd, lifir á smíðum og á að spá íólki o. fl.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.