Þjóðólfur - 26.10.1917, Page 2
108
PJOÐOLFUR
ur trúandi til þess en hreppsnefnd-
um, að ákveða, hverri aðferð skuli
beitt í hverju einstöku tilfelli, og
sízt myndi nokkur hætta á því,
að hreppsnefndirnar léku þurfaling-
ana of hart. Hreppsnefndirnar
myndu vel vita það, að þær ættu
æru sína og drengskap undir því
að fara vel með vald sitt, og þær
myndu vissulega beita pví svo,
að velja mildari leiðina gagnvart
þurfalingnum, svo framarlega sem
nokkuð væri til, er gæti talist
horium til máisbóta. Og það verð-
ur að teljast miklu heppilegri og
sanngjarnari leið, að leggja málin
á vald mætra máttna, sem skera
úr vandanum eftir því sem þeir
vita sannast og réttast, en að láta
ait vera rígskorðað með lagaboð-
um, sem engin tök væru til að
komast hjá, að oft kæmu illa og
ósanngjarnlega niður, hvað vel og
nákvæmlega sem þau svo væru
samin.
Ef fátækramálið verður tekið
upp til ‘gagngerðrar íhugunar, og
það þ'yffti sannaflega að géra sem
fyrst, þá ber mikla nauðsyn til að
það verði skoðað frá sem flestum
hliðum. Og ekki sízt er það flokk-
un þurfalinganna og mismunáridi
meðferð eftir því, sem þá þyrfti
að koma til álita. En þá verður
jafnframt ab hugsa fyrir stofnun-
um, þar sem hægt só að sjá þurfæ
lingunúm fyrir framfæri. Enn sem
komið er, er engin leið til önriur
en sú, að koma þeirn fyrir hjá
privatmönnum, eða þá að leggja
þeim framfærslueyri heim til sín.
Og' báðar þessar leiðir erú mjög
varhúgaverðar. Hin síðarnefrida
gerír alt eftirlit erfltt og alian aga
ómöguiegan, en meðan hvorttveggja
þetta vantar geta ómagarnir sífeit
gengið uþp eftir baki'nu á frami
færenáum sínúm. Og það er þó
ekki 'meiningín. Hin leiðin, að
koma þeim fyrir hjá privatmörin'
um, ér aitaf að verða erfiðati, eft-
ir þvi sém heimilisástæður manna
breytast samkvæmt kröfum tím-
ans. Oá'malmenni ög börn geta
fjölda mörg heimili ekki tekið,
hvað fegin sem þau vildu, og
ómeriskuþurfálinga, sem búast má
við að séu bæði latir og baldnir,
er alls ekki á allra manna færi
að „hándtóra" • Nauðsynin verður
því kriýjandi að koma upp stofn-
unufn, bæði fátækrahúsum og letii
görðúm, enda mun svo vera víð-
ast hvar um hinn mentaða heím.
Á fát'ækrahúsunum ættu að vera
sérstakar deildir, bæði fyrir gam-
almérini, sém nytu þar góðrar að-
búðár í elli sinni, og fyrir börn,
þar sem þau fengju gott og reglu-
bundið uppeldi, En á ietigörðuri'
um ættU ómennín óg siðleysingj-
arnir að vera, knúðir til vinnu
harðri hendi, ýmist á stofnuninni
sjálfri eða annarsstaðax, éítir ráð-
stöfuri stofftúnarinnar. Ætti Svo
kaup slíkrá mánna áð ganga til
íramfæráiu ómegðar þeirra, og út
ættu þeír ekki að komast, nema
þeir aririaðhvort hefðu afplánað
lramfæfsluskuldir ' sínar, eða þeir
hefðu mahnast svo, að óhætt álít-
ist, að láta þá eiga með sig sjálfa.
Gjaldenduvnir telja engan vegin
eftir framfærslueyri til heiðarlegra
þurfalinga, sem ekki geta séð fyri
ir sér sjálfir. En á hinu er þeim
vorkunn, þótt þeir frábiðji sér, að
vera hafðir að fótaþurku fyrir let-
ingja og siðlaus ómenni, hvort
heldur eru karlkyns eða kvenkyns.
Og á þessu ástandi er það, sem
þeir að sjálfsögðu heimta umbæt-
ur. Erm heflr ekkert verið gért í
þessu,|og er drátturinn þegar orð-
inn svo langur, að meira er en
nóg. Vonandi er það, að stjórnin
taki fátækramálin svo gagngert til
meðfeiðar, að úr þessum misfell-
um verði bætt. —
Eitt er það enn, sem þingið vill
láta sjórnina athúga, og er það
sveitfestistíminn. Um það mál
hefir mjög Verið áður deilt, og
skal því ekki neitað, að mjög verð-
ur sveitfestisniðurstaðan ranglát
oft og einatt eftir gildandi lögum.
Um það mál skal ekki rætt hér
að sinni. Fað eitt heflr þó sveit-
festin til síns ágætis, að með
hentti er viðurkent, að skyldum
fylgi réttindi, þegar vinna í eim
um hrepp um víst árabil er skil-
yrði fýrir sveitfestinrii. En hitt
er óskiTjanlegt, að þingið ekki skuli
afnema jafnranglátt og vitlaust
sveitfestisskiiyrði og f æðingar-
hreppurinn er. Segir það
sig þó sjálft, að sú hugmynd er í
bei'nni mótsögn við dvalarhugmynd-
ina, og móti þeim skyldum hreppt
anna koma engin réttindi, þar sem
engin sveit nokkurn tíma getur
notið þess að lögum, þótt’ jafnvel
heimsins mesti peningaburgeis væri
í henni fæddur. Ef nokkurt vit
ætti að vera í fáeðingárhreppsfcug-
myndirini, yrðu einhver hlunnindi
að koma á móti skyldunum, t. a.
m. þau, að fæðingarhreppárnir
erfði þá menn, ór dæju án þess
að eiga beina lögerfingja, eða því
um líkt. En þegar um engin slík
hlunnindi er að ræða, á ekki heid-
ur að vera um neinar skyldur eða
ábyrgð að ræða.
Fað er óþarfi að rekja það hir,
h4að heimskulegar og ranglátar
afleiðingar fæðinga,rhrepp3ákvæðið
eiriatt hefir. Nægir að riefna það,
að fyrir fáum átum var þyngsti
ómaginn i eiftrii svéit. hér sunnan-
larids kvenmaður, sem sveitin hafði
það eitt af að segja, að hún var
fædd þar á einum bæ, þar sem
móðir hennár heimilislaus var gést-
komandi eða hýst á flakki! Og
sú huginynd, sem upphaflega mun
hafa legið til grundvallar fyrir
fæðingarhreppnúm, að flestir ílent-
ust og sförfuðu í fæðingarsveit
sinni, er ekki frambærileg lengur.
Skárra væri það, að fæðingar-
hreppurinn yrði afnuminn, en hver
maður sveitlægur þar sem hann
gæfist úpp. Þeir sem væru æfi-
ómagar ættu þó að lenda á frami
færi landsíns í heild sinni. Og ef
sérstákar ráðstafanir yrðu gerðar
um meðíerð ómenskuþurfalinga,
þá yrði þetta væntánlega einna
skársta lf usnin á öllu sveitfestis-
endemiriú.
-------».B.»... -
Lýsingar
á veikindum.
---- Nl.
Því fer fjarri, að eg ætli inér
að^kenna mörmum í stuttri blaða-
grein, að lýsa veikindum sjúklinga
svo að vel sé, en hitt er það, að
eg vildi hvetja menn til þess, að
gera slíkar lýsingar eigi ver úr
garði, en þeir eru færir um, þótt
veikindin sýnist eigi mikilfengleg i
byrjun, því að eg veit af langri
reynslu, að margir eru færir um
að athuga algenga kvilla og lýsa
þeim betur en oft er gert. — Fess'
ar fráleitu lýsingar stafa fremur
af kæruleysi, léttúð og Von um
að þetta sé eitthvað lítilvægt, held-
ur en af því að menn bresti greind
r.il þess að gera lýsingarnar betur
úr garði. En þess ber jafnan að
gæta, að kviilar, sem sýnast iítil-
vægir, geta oft orðið alvarlegir.
Best er að skrifa á blað lýsingu
sem senda á lækni og byrja þá
jafnan á því að segja nafn, aldur
og heimili sjúklingsins. Þá ska)
geta þess, hvort veikin er gömul
og sjúklingurinn hefir lengi kent
hennar, eða hvort hún er nýlega
byrjuð, og skal ætíð reyna að
rekja orsök og aðdraganda veik>
innar, ef unt er. Svo er að lýsa
sjálfri veikinni eins og hún hagar
sér þá sem stendur, og gæta þess
að láta sjúklinginn segja sér sem
mest um líðan sína. Sé um mann
með óráði að ræða eða barn, verða
þeir að lýsa veikinni sem stunda
sjúklinginn. Auðvitað getur greind-
ur maður af heimili sjúklingsins
lýst veikinni munnlega við lækni.
Oít hættir sjúklingum við að lýsa
helst verkjum, ef þeir fylgja veik>
inni, þvi að við þá vilja allir losna,
en þótc gott sé að fá vitneskju
um þá, þá er það eitt ekki nóg.
ðll veikindi eru annaðhvort með
sóttfeða án sóttar. Mikið er fengi
ið ef læknir fær þegar í stað að
vita, hvort sjúklingur ,er sóttveiki
ur eða ekki, því ættu sótthita*
mælar að vera sem víðast til, og
menn að læra að nota þá. Vanti
slíkan mæli, má telja hvað mörg
slög lifæðin við úlfnliðinn slær á
mínútu. Það ætti altaf að geta
um, hvað æðin slær ótt þegar
sóttveiki er á ferðum; það getur
haft mikla þýðingu fyrir lækni að
vita um það.
Umfram alt má það ekki eiga
sér stað, að fólk sé að hlaupa í
veg fyrir ferðamenn og biðja þá
fyrir eínhver lausleg skilaboð til
læknis um veikindi manna. Peg-
ar svo stendur á, ætti æfinlega
að fá þeim í hendur skriflega lýs-
ingu, og sú lýsing á helst að tína
til smátt og stórt um sjúklinginn;
gerir ekkeit, þótt eitthvað sem
fram er tekið um hann sé óþarft.
Það verður að muna eftir, að
ferðamaðurinn þekkir ekkert til
sfúklingsins og getur engar upp>
lýsingar um hann gefið, þótt iækn-
ir spyrji hann. Sem dæmi þess,
hvað mikið ríður á að vera athug-
ull þegar )ýsa skal yeikindum,
n*fni eg það, að einu sinni kom
bóndi til min, og spurði mig ráða
við áköfum verki sem vinnumaði
ur hans hafði nýlega fengið frá
hægra herðablaðinu og fram með
síðu, fylgdi verkinum hrollur og
iriikil sóttveiki, svo þessu svipaði,
í fljötú bragði séð, til brjósthimnú-
bólgu. En bóndinn hafði farið að
athuga eitthvað síðuna og sá þar
tvær ofurlitlar vatnsblöðrur og gat
þess við mig „svona. hinsegin*.
Fyrir þessa aðgætni bóndans sá
eg st,ra.i, að sjúklinguiinn var að
fa ristil.
Svona getur eitt éinstakt ein<*
kenni stundum leitt lækni á r'étt*
leið, þótt einkennið sýníst lítilvægt.
En það er ekki nóg, að iýsa
eingöngu því, sem sjúkiingnum
finst helst þjá sig, það verður líka
að geta þess í heilsufari hátís,
sem er í góðu lagi. E! t. d. ein-
hver maður fær snögglega tak
um geirvörtu aftur í herðablað,
þá eru það engar smávegis upp-
lýsingar fyrir )ækni, ef hann f»r
að vita um leið, að maðurinn hai
engan skjálfa fengið, hafi engan
hósta óg sé ekkertsóttveikur, kafi
bærilega matarlyst og æðin slái
60 til 70 slög á mínútu.
Maga og meltingarkvillar eru
algengir hér á landi, og oft leitað
ráða læknis við þeim, en ekki
sjaldan er því gleymt í iýsinguria
af þeim kvillum, að geta þass,
hvort hægðir sjúklingsins eru í
góðu lagi, og er það þó einkenní
sem áríðandi er að vita um, þeg’
ar um meltingarsjúkdóma er að
ræða, og raunar altaf gott að fá
vitneskju um það.
Eg vil sérstaklega taka, fram,
að þegar um útbrot er að rseða,
verður að reyna að lýsa, hvernig
þau eru á lit, hvort vessi rennur
úr þeim, ,eða þau eru þur, hvart
klæjar í þeim eða ekki, og lok*
hvar á líkamanum þau eru helst.
Það var aldrei ætlun mín að
skrifa neinn leiðarvisi til þess að
lýsa sjúkdómum, heldur aðeins að
minna menn á það, að ef þörf
þykir á að leita læknisráða við
einhverri veiki, þá má ekki kasta
til þess höndum, að lýsa þeirrí
veiki, heldur verður að vanda þá
lýsingu sem best, svo læknirinn
geti gert sér einhverja gréin fyrir
því við hvaða veiki hann er að
fást, og sjúklingurinn serii í hlut
á, gert sér einhverja von um ár-<
angur af gerðum læknisins.
Gætu þessar línur orðið til þe#s
að vekja menn í þessu efni, ©r
tilgangi mínum náð.
Á. Bl.
" 1 ,.|.|.liili'».. 1 í s-asBsammmmi
Alklæði
Ijómandi fallegt nýkomið í
verzi. Andrésar Jónss.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gfslf Skúiason.
' Prentímiðja Buðurlands,