Þjóðólfur - 26.10.1917, Blaðsíða 4
116
ÞJOÐOLFUR
Hallgrímskirkjan
í Saurbæ.
Nú í haust er það aíráðið að
ldita samskota um alt land til
þesS að reisa vandaða steinsteypj-
kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd,
þar sem Hallgrímur Pjet-
ursson v&r prestur. Er ætlast
til þess að kirkja þessi heiti Hall-
grímskirkja, óg tilgangurinn sá,
að hún verði minnismerki, sem is*
lenBk þjóð reisir þessum ágætis-
manni, sem á meiri ítök í hugum
íslenzkra manna, en nokkur annar
maður, lífs eða liðinn. 6ess má
vænta, að íslenzk þjóð taki þess-
ari málaleitun hið besta og svo
hefir verið þar sem til hefir spurst,
enda er alsiða hjá öllum menning-
arþjóðum að heiðra minningu lát
inna ágætismanna með því að
koma upp stofnunum, er beri nafn
þeirra og haldi uppi sömu starf-
semi, sem þeir, eða starfi í sam-
ræmi við óskir þeirra eða áhuga-
mál. Og smekklegri og fegurri
viðurkenningu er ekki unt að sýna
Hailgrími Péturssyni, en að byggja
upp kirkju hans, svo hún
verði veglegt og vandað hús, sem
beri vott um þá ást, sem menn
jafnan hafa á Hallgrími, þótt aldi
irnar líði.
Ekki er tilætlunin, að kirkja
þessí verði stserri en við hæfi safn-
aðarins, en hitt ætti að takast,
að gera hana bæði að utan og
innan, ems vandaða og prýðilega
og kostur er á. Saurbæjarsöfnuð-
ur hefir þegar lofað mjög mynd-
arlegri hluttöku, en vitanlega er
það ekki á hans færi að gera kirkj-
una svo úr garði af eigin ramleik,
að hún geti orðið Hallgrími sæmi-
legur minnisvarði. Til þess á líka
öll íslenzl: þjóð að hjálpa, og eng-
inn vafi á, að hún gerir það.
Oþarf er að menn gefi stórgjaflr,
en gleðilegt væri að til hluttöku
kæmi frá sem allra flestum, þótt
ekki væri nema lítið frá hverjum.
t
Sigurður Guðmundsson, óðals-
bóndi á Selalæk, apdaðist 23. þ.
m. eftir langvinna vanheilsu, nál.
60 ára gamaíl.
Sigurður var með fremstu bænd-
um hér sunnanlands, atorkumaður
mikill og hagsýnn. Hann byrjaði^
búskap sinn í Vetleifsholtshelli, og"[
kom þar upp miklu búi, en er
eignarjörð hans, Selalækur, losnaði
úr ábúð, fluttist hann þangað, en
hafði þó undir sitt fyrra ábýli.
Var það hrein ur.un að koma að
Selalæk, svo var þar alt. stórmanm
legt og prúðmannlegt,@ enda gerði
Sigurður þar afarmiklar jarðarbæt-
ur, og hús öll mun hann hafa
reist að nýju, þar á meðal vandi
að íbúðarhús úr steinsteypu, og
mun það hafa verið fyrsta steim,
sreypuhús á Suðurlandsundirlend*
inu.
Sigurður lét mjög til sín taka
um öll framfaramál, og var oft
kosirn í trúnaðarstöður. Vissu
menn sem var, að honum var
óhætt að treysta, því að maður.
inn var hinn vandaðasti og besti
drengur. Áhugamaður var hann
líka um landsmál og héraðsmál.
Sigurður var þjóðkunnur maður
fyrir rit sín, einkum ritgerðir sín-
ar um byggingar og búreikninga.
Skrifaði hann og margar blaða-
greinaf um þessi efni, og lenti þá
stundum í ritdeilum. En enginn
maður gat verið sanngjarnari og
sáttfúsari við mótstöðumenn slna
en Sigurður, og mjög tamdi hann
sér kurteisi í rithætti, þótt hon-
um væri mikið niðri fyrir. Var
því bæði óþarft. og óviðeigagdi fyri
ir mótstöðumenn hans, að niðra
honum og viðhafa við hann gífur-
yrði.
Hér skal enginn dómur lagður
á ritstörf Sigurðar, enda væri það
ekki unt i stuttu máli. Hitt aft-
ur er óhætt að fullyrða, að það
sem hann ritaði, var sprottið af
einlægri ósk til þess að vera mann-
félaginu til gagns og gera mönn-
um kunna s í n a reynslu, svo hún
gæti orðið öðrum til eftirbreytni
eða viðvörunar. Sýndi það sig
þar, hversu mikill áhugamaður
Siguiður var, og hvað vel hann
skildi þá skyldu manna, að miðla
öðrum af því sem þeir hafa. Maði
urinn vildi ekki liggja á liði sínu,
heldur gera öðrum alt það gagn
sem hann mátti, og hvarvetna
koma fram til góðs.
Kvæntur var Sigurður Ingigerði
Gunnarsdóttur, er lifir mann sinn.
Börn þeirra eru Gunnar, cand. jur.
í Reykjavík, og tvær dætur í for-
eldrahúsum, Guðbjörg og Kristín.
-<wx>"
%3?rétiir.
Willemoes
er farinn fyrii nokkru til Ame-
ríku eftir steinoliu.
í Fossancfnd
eru nú skipaðir: Jón Þorláks-
son, Guðmundur Eggerz og auk
þeirra þingmennirnir Bjarni frá
Vogi, G. Björnsson landlæknir og
Sveinn í Firði.
Búmannsklukkan
verður færð aftur þann 15. nóv.
næstkomandi, seinkað um einn
klukkutíma.
fiardínutau
margar tegundir
nýkomið í verzlun
cHnórdsar *3ónss.
Glult hrútlamb
sem eg ekki á, var mér dregið 1
hust; mark lambsins er: sneið-
rifað framan hægra, standfjöður
framan vinstra. Réttur eigandi
vitji lambsins til mín.
Kálfhaga, 20. okt. 1917.
Brynjólfur Olafsson.
74
eg vil ekki binda mig i vist heilt ár“, sagði hann, „en meðan
þú ert hérna upyi 1 seli, verður hugur minn samt hjá þér“.
„fá lízt mér illa á vinnubiögðin þín“, sagði hún, „því að
hugurinn þarf helst að verafvið það sem verið er að vinna“..
„Sigríður“! sagði harm.
„Guðleifur“! sagði hún.
„Eg átti við það“, sagði hann lágt, „að eg kem hingað upp
eftir á hverju kvöldi og lít inn til þín“.
„En kemur að luktum dyrum“, sagði hún, „því eg tek ekki
á móti heimsókn neinna kunningja".
„Já, en eg er meira en kunningi", sagði hann, „mér finst
eins og einhver bönd tengi okkur saman, og guð gefi, að við
verðum hvort öðru til gleði. En .þá verðurðu fyrst að lofa mér
að bera sorgir þínar með þér. Segðu mér, hvað amar helst að
þér, elsku Sigríður.
Hún horfði fyrst, kynlega á hann, eins og hún vildi grensl-
ast eftir yfir hverju hann byggi áður en hún segði honum nokki
uð um hagi sína. Loks sagði hún hálfvegis í gamni, hálfvegis 1
alvöru.
„fað amar alt og ekkert að mér eftir því sem á það er
litið“.
„Nú skil eg þig ekki“, sagði hann.
„Pað er engin furða, því eg á oft bágt með að skilja mig
sjálf“, sagði hún, „en það get eg sagt þér, að eg hefl reynt fá-
tækt, bágindi og skort, eg hefi rnist foreldra mína og systkini
og stend uppi ein míns liðs, er, eg vinn nú sarnt fyrir mór og á
gott atlæti þar sem eg er. Það eru gamlar raunir, sam stund-
um varpa skugga á leið mína“.
„Já, en sólin dreifir skuggunum", sagði hann, „og eg vildi
svo gjarnan verða sólin þín“.
75
„Hamingjan góða“! sagði hún, „skárri er það nú sólin! Sú
mundi heldur skína á leið mína! Þú skalt heldur ekki halda,
að eg þekki ekki hvað gleði er. Hún kemur stundum að mér
eins og storm-þytur, eg veit ekki bvaðan — og eg veit heldur
ekki hvað af henni verðui. fegar eg var, að klæða mig í morg-
un, kom svona gleðikast að mér; eg var svo sæl, að eg hefði
getað kallað upp yfir mig aí fögnuði, og svo mikilfengleg var
gleðin, að mér fanst eg ætla að takast á loft og alt umhverfis
mig og í sálu minni varð að glitrandi sólarljóma. En svo, óðar
en eg vissi af kom angurværðin og lagðist eins og farg á mig,
svo eg varð svo sorgbitin að mér fanst eg ekkert geta hugsað
eða gert“.
„Guð komi til s'túlka", sagði Guðleifur, „eg fer að verða
hræddur við þig“.
„Þú eít eini maðurinn, sem eg hefi sagt þetta — aðrir
mundu hlægja að mér, og eg þoli ekki hlátur og háð, þegar
hjartað í mér titrar af harmi“, sagði Sigríður.
Guðleifur sat litla stund hugsandi, svo sagði hann:
„Þú ert ekki tær um einveruna hérna upp í fjöllum. Eg
verð að fara mefo þig ofan í bygð“.
„Og osturinn og smérið“! sagði Sígríður, „á það að verka
sig sjálft“? Það held eg að húsbónda mínum lítist bærilega á“!
„Jæja, nú verð eg að fara", sagði Guðleifur, „vertu sæl á
rneðan“.
„Þangað til þú kemur og sækir mig“? sagði hún í gletni.
„Já, þangað til eg kem og sæki þig“, sagði Guðleifur alvöru-
geflnn og lagði af stað ofan af fjallinu.
Sigríður gekk spölkorn frá selinu, dró andann þungt, settist
niður í grasið og horfði á eftir honum; en hann leit aldrei aftur.
fað var eins o^ hann þyrði ekki að horfa aftur til hennar, »em