Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 4
36 ÞJÓÐÓLFUR Innlendar fréttir og tfning'iiT’. Tíðin er indæl, fágæt slík tíð um þetta leyti, Skrifar svo rosk- inn maður, að slíkt vor muni hann ekki síðan 1879. 1890 hafi verið gott vor, en þó jafnist það ekki á við þetta vor. Pingskemtun. Mikla skemtun höfðu áheyrendur af þingfundi síðasta laugardag. Var þá rætt um fossanefndina. Gísli Sveins- son o. fl. hafði borið upp fyrir- spurn til stjórnarinnar um fossa- nefndina og störf hennar. Skýrði hann þar frá því, er fáum var víst áður kunnugt, að landstjórn vor hefði í fyrra falið Klemenz Jónssyni, fyrverandi landritara, að rannsaka, hver ætti fossa á afréttum og sum önnur fríðindi þar. Settist nú landritari við og tók að rannsaka fornar rúnir um þessi efni, las á landskjala- safni og vann vel og lengi. í haust hafði hann komizt að einhverri niðurstöðu um ráðn- ing þeirra myrku stafa, er hann fékkst við. En er til kom og stjórnin krafði hann sagna um álit hans, neitaði hann með öllu að láfa nokkuð uppi um þetta efni, af þeirri sök, að hann væri í stjórn fossafjelagsins »Ti- tan«. Hefir stjórninni tekizt illa til að fela þessum lögfræðingi efni þetta til rannsóknar, er henni gleymdist að spyrja um, hvort hann sjálfur væri ekki við riðinn fossafélagið. Verður þetta málinu til tafar, og er illa farið. Það varð Ijóst af umræðunum, að Bjarni frá Vogi hefir tekið að sér sögulega rannsókn á málinu, en hr. Guðm. Eggerz, yfirvald Árnesinga, á lögin að kanna um.hver afrétta-fossa á. Er mælt, að það sé vandamál ekki lítið. Annars urðu umræðurnar mestmegnis hnútuköst, einkum er á leið, og hlógu menn dátt að. Áttust þeir einkum við og skemtu hið bezta, nafnarnir, Sigurður prestur og Sigurður fjármálaráðherra, en litt mun landið hafa grætt á þeirri sennu. ; Allmjög hafði þeim Gísla Sveins- syni og Bjarna frá Vogi lent j saman í fundarlok. Fyrirspurninni svaraði at- vinnumálaráðherra þannig, að hann las bréf frá fossanefnd, þar sem hún skýrði frá, að hún ætti ólokið rannsókn á öilu því, er henni hefði falið verið að rannsaka. Nokkuð var þráttað um það tvent, hve vel hefði tekizt val í fossanefnd, og livort þingflokkar þeir, er stjórnina styðja, hefðu heimtað sinn inanninn hver í fossanefnd. Hátt á 12. þúsund kr. hefir nefndin kostað til þessa. 15 kr. eru hverjum nefndarmanni goldn- ar á dag, er þeir halda fundi. Heyrzt hefir, að allir ætli nefndarmenn að sigla í sumar; var minnzt á það i umræðum, en um það urðu menn engu sannfróðari á fundinum. Þjóðólfur drepur síðar á fossa- málið. Prestskosning hefir nú farið fram í Oddaprestakalli. Hlaut kosningu cand. theol. Erlendur Þórðarson frá Svartárkoti í Bárðardal. Næstur honum var cand. theo. Tryggvi Hjörleifsson Kvaran að atkvæðatölu. Þrír prestar ungir sóttu og fengu sama sem ekkert. Vóru það þeir séra Guðbrandur Björnsson í Viðvík, séra Þorsteinn Briem á 102 leifur um kvöldið viö Ingiríði, »mér ferst nú orðið ekki að ásaka hann, og þarf ekki að hreykja mér hátt sjálfur“. Guöleifur kom aftur heim að Furugörðum og var það öllum gleðiefni. Hann var nú orðinn alheill aftur ,eftir fótbrotið. Þor- leifur var við hann í allri umgengni eins og hann hefði aldrei af heimilinu farið. En ef Guðleifur vildi sýna föður sínum híý- leik og ástúð í viðmóti, dró Þorleifur sig í hló; hann var fálát- ur og afskiftalítill við alla, nema Sigríði. Með henni vildi hann helzt vera. Fyrstu nóttina, sem Guðleifur svaf aftur í heimahúsum, gerði mesta foraðsveður, svo að brast og brakaði í gamla húsinu. Sigríði var ekki svefnsamt og vakti lengi fram eftir nóttunni. Þá varð hún alt í einu vör við skæran bjarma, sem brauzt gegn- um næturmyrkrið. Hún þaut upp úr rúminu út að glugga og varð þess skjótt vör, að eldur var kominn upp í bæjarhúsunum og orðinn svo magnaður, að lítil von var um, að hann yrði slöktur. Fyrst vakti hún alla heimamenn og fór svo út í fjós og peningshús til þess aö hleypa skepnunum út, svo að öllu lifandi varð bjargað. Nú varð alt í uppnámi á bænum. Fólkið hljóp út og inn og rakst hvað á annað, hestarnir hlupu umhverfis bæinn og kýrnar bauluðu; alt varð hálf-trylt af hræðslu og lá við, að sumar skepn- urnar æddu inn í eldinn, því að hlýjan af bálinu dró þær til sin og birtan glapti þeim sýn. Nú vaknaði kjarkurinn og þrekið í Þorleifi. Hann skipaði fyrir með hárri röddu, ffvað gera skyldi, skepnurnar lót hann reka burtu af túninu, öll útihús voru varin fyrir eldi, en það furðaði Hrafnagili og séra Ásmundur Guðmundsson í Stykkishólmi, er allir þykja klerkar góðir og eru menn vel gefnir. Prestskosning þessi er ekki ófróðleg. Kemur það nú í ljós, sem mjög oft við prestskosn- ingar hér, að söfnuðir kjósa einkum unga menn og óreynda, vilja þá fremur en reynda menn, jafnvel þótt ungir séu. Fer þeim líkt og alþingi, er ein- att hefir falið þeim stjórn lands- ins, er setið hafa í fyrsta sinn á löggjafarþingi eða selið þar skamma hríð. Prestlaunalögin eru að sumu leyti fyrirmynd þess, hvernig launalög eiga ekki að vera. Brauðin eru öll gerð jöfn að landssjóðslaunum. Vandlega sneitt hjá því að láta prestana hafa nokkuð að sækjast eftir.— Eða er þetta fyrirkomulag laun- anna tilraun til að venja klerka vora af að hugsa um Mamm- ons gæði og jarðneska fjársjóði? Ekki þykir mér ólíklegt, að ís- lenzku kirkjunni verði slíkt »sport« dýrara en velunnarar hennar og verndarar kæra sig uin. Er merkilegt, að helztu menn kirkjunnar sjálfrar liafa átt þátt í slíkum lögum. Við þetta bætist nú, að prest- ar vorir mega búast við að húka á sömu þúfunni alla sína æfi, nema ef þeir hafa lag á að gera eitthvað það, er þeir verða klæddir úr hempunni fyrir, eða geta komizt í banka eða að kaupfélagi, sem nokkuð hefir tíðkazt í seinni tíð. Er það að líkindum glæsilegasti árangur prestslaunalaganna, sá er til þessa hefir sést. Og sýnir það, hvernig tekst, er snúa á hugum manna að öllu frá tímanlegum efnum. Forseti Þjóðvinafélagsins í stað Tryggva Gunnarssonar var njdega kosinn Benedikt Sveins- son, alþm. og bankastjóri. PrcntTilla í 8. tbl.', 30. bls., 3. dálki, 8. línu að neðan: skóla- skyldufræðslunni, fyrir skólaskyldu- færslunni. Ritstjóri: Sig-nrðnr Guðimmdssou. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg. Kaupstefna. Að tilhlutun Búnaðarsambands Suð- urlands verður haldin kaupstefna að Þjórsártúni 21.júní n. k. og hefstá hádegi. Gefst mönnum þar kostur á að hafa á boðstól- um allskonar varning, sauðfé og slórgripi gegn því að greitt sé 1 °/° andvirði þess, er selja á, sem greiðist forstöðunefnd kaupstefnunnar. Nánari upplýsingar verða til sýnis hjá Ólafi ísleifssyni, Pjórsártúni. 10. maí 1918. Forstööunefndin. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur iandsins. • Símnefni: Álafoss. Klæða verksmiðj an „Álafoss“ hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna í fullum gaiigi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu i lopa, plötii og* band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! Það borgar sig eigi að nota handaílið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiöslu verfcsmid|unnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.