Þjóðólfur - 07.09.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.09.1918, Blaðsíða 4
100 ÞJOÐOLFUR Frh. frá 1. síðu. járnskipa; hafskipa af beztu og fullkomnustu gerð til vöruflutninga yfir meginhöf; — stálskipa, þetta frá 5 — 10 þúsund ton að stærð, sem gengi fyrir Diesel-hreyfivélum. Ef vér ættum í ófriðarlok svo sem 10—15 miljóna tonna skipastól af þessu tagi til vöruflutninga, gæt- um vér náð í vorar hendur mikl- um hluta allra vöruflutninga á sjó og ættum þá hinn bezta verzl- unarflota í heimi. Ef vér á sama hátt færum að umbæta og smíða flugvélar í stór- um stíl og hreyfivélar í flugvélar, þá hjálpuðum vér miklu meir til þess að vinna sigur í ófriði þess- um, en þótt vér sendum svo sem tvær miijónir af mönnum vorum til blóðvallanna á Frakklandi. Og þá, þegar ófriðurinn væri til lykta leiddur, mundum vér vera rnest megandi í loftinu. Nú þegar eru flugvélar vorar, þær sem kendar eru við Handley-Page, svo Öflug- ar orðnar að með þeim mætti auðveldlega fljúga yfir Atlantshaf- ið. Þær hafa hreyfivélar sem brenna steinolíu, og tveggja manna áhöfn. Það hefir verið flogið frá London til Róm með þessum flug- vélum á 7 tímum, en með járn- brautarlest og sjóleið yfir sundið (Ermarsund), tekur ferðin 25 tíma. Eftir svo sem eitt ár ættum vér auðveldlega að geta farið frá New York til London á þrjátíu klukku- tímum og koma þannig á hinum fyrstu póstferðum í loftinu. Svona sigurvinningar munu færa oss „siðferðislegan" ávinning og auk þess hagnaðar sem vér hefð- um af þeim og veita oss rétt til að láta til vor taka á hinum miklu friðarþingum, sem munu binda enda á þenna vansæla ófrið8. H. O'Hara í Pearson’a Magazin, December 1917). J31tt og þetta. Smávegis um Nevr íork. Eitt barn fæðist þar á hverjum 5 mínútum og einn maður deyr á hverjum 6 mínútum. Einu sinni á hverjum tveim klukkustundum ferst þar rnaður af slysum. Annnan hvern dag er einhver myrtur. Á hverjum 13 mínútum eru gefin saman hjón. Um 800.000 manns ferðast þar daglega með neðanjarðar járnbraut- inni. Ðaglegar tekjur af strætisvögn- um eru 60—70.000 dollarar. 150 gallónum (um 600 lítr.) af vatni, er ætlað á hvert nef þar í borginni á dag. í New York eru fleiri írar, en í sjálfri Dublin (höfuðborg írlands) og nærri eins margir ítalir og í Rómaborg. Einu sinni á hverjum 48 mín. fer þar skip út úr höfninni. Strandlína eða innanmál hafn- arinnar er 444 enskar mílur og eru þar af 306 mílna hafskipa- bryggjur. Flatarmál þess svæðis, sem borgin tekur yfir, er 317 fermílur enskar, eða um 14 þanskar mílur, eða jafn stór og sá hluti Reykja- nesskagans, sem yrði vestan þeirr- ar línu, sem dregin væri beint til suðurs frá Hvaleyri við Hafnar- fjörð. Auglýsid í Þjóðólfi! Hann fer á hvert heimili í Ar- nes- og Rangárvallasgslu og :,: mjög víða um alt land. :,: — Upplag 2500. — Auglgsingum sé komið til af- greiðslu- og innheimtumanns blaðsins, Björns Björnssonar bókbindara, Laugaveg 18. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni: Álafoss. Klæða verksmið j an „Álafoss" hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna í fullum gangi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í 1 lopa, plötu og band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! f*að borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið ÁSafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum voriíin. Sendið því ull yðar strax til Afgpreiðslu verksinlðjunnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík. „Yíking“ skilvindan heflr hlotið lof þeirra manna er reynt hafa. Skilur 120 og- 220 htra á klst. Verð 150 og 250 krónur, fæst hjá Jóh. 0gm. Oddssyni Laugaveg 63. BSflF" Ýms varastykki í skiivindur fyrirliggjandi. 8 Hann slepti henni þegar og hljóp til dyranna, opnaði þær upp á gátt, og lokaði þeim á eftir sér, og tók upp skammbyssur sínar. Seks menn stóðu frammi fyrir honum. Tvær kúlur þutu fram bjá höfði hans og lentu í hurðinni. Þá hleypti hann af í snatri skoti eftir skot, og þrír menn féllu. Skammbyssurnar voru tómar, og þrír menn voru eftir. Það virtist úti um hann. En í því var skotið fyrst einu, svo öðru skoti, úr glugganum, og fjórði maðurinn féll. Pierre stökk á annan, en hinn sneri við og flýði. Það urðu harðar sviftingar litla stund, þá stóð Pierre upp — einn. Stúlkan stóð í dyrunum. „Komdu, elskan mín“, sagði hann; nú verðurðu að fara með mér“. aJá, Pierre", sagði hún, og brá fyrir æðisglampa á andliti heDnar. „Eg hefi drepið menn líka — þín vegna". Þau hlupu niður eftir hæðinni, og fóru til he3thúss kastal- ans. Fólkið var á hraðri ferð um götur bæjarins, og bjart var af log- andi kyndlum; en þau fóru krókaleið og komust heilu og höldnu til hesthússins; Pierre ætlaði að fara að fara inn, en þá kom út maður. Það var Liddall. Hann hafði hesta sína þar, og hafði söðl- að einn, því að hann hélt, að Pierre kynni að þurfa þess við. Pierre skýrði í fám orðum frá því, sem gerst hafði, og Lid- dall spurði: „Þarf stúlkan að fara líka? Það eykur á hættuna og þar að auki — “. „Eg fer, hvert sem hann fer“, mælti hún í hásum róm. „Eg hefi drepið menn. Eg og hann erum eitt nú“. Liddall sagði ekki orð, en sneri inn, lagði á annan hest og leiddi hann út að vörmu spori. „Hvaða leið?“ spurði hann, „og hvar á eg að leita hestanna." „Vestur til íjallanna. Hestana muntu finna hjá Tóte Blanche 9 Hill, ef við komumst þangað; ef ekki, þá eru peningar undir hvítu furunni hjá kofanum mínum. Vertu sæll“. Þau þeystu af stað. En menn voru þegar komnir á hestbak í aðalgötunni, og einn var langt á undan hinum og hélt til brúar þeirrar, er þau urðu að fara yfir. HanD varð á undan þangað, og sneri hestinum um þvera brúna, er var mjó. Pierre knúði hest sinn fram fyrir hest stúlkunnar, og reið beint á höfuð og herðakamb hestsins, er veginn tepti. Hestur hans var þyngri og feldi hinn. Riddarinn skaut um leið og hann féll, en hitti ekki, og Pierre og stúlkan voru þegar komin yfir. Maðurinn fallni skaut aftur, og enn hæfði hann ekki. Þau komust góðan kipp á undan. En auð sléttan lá fram undan þeim, og ómögulegt að leynast. Reiðin varð að skera úr, því að mennirnir höfðu þegar hafið eftirreiðina. í klukkustund riðu þau hart. Þau sáu eltarmennina ekki langt á eftir. Alt í einu hrökk Pierre við og saug upp í nefið. * „Það er kviknað i sléttunni", sagði hann fagnandi, ögrandi. Rétt i* sama bili þeytti skýjum inn í sjóndeildarhringinn, og bjarma brá á loftið. Eldurinn fór með ógnar-hraða, og færð- ust þau óðfluga nær honum. Eldurinn nálgaðist sem hafalda, geystist fram til beggja handa, svo sem vildi hann lykja um þau. Stúlkan mælti ekki orð; hún var allsóhrædd. Hún ætlaði sér að gera það, sem Pierre gerði. Hann leit við til þess að gá að eltarmönnunum. Þeir höfðu snúið við og þeystu nú aftur sömu leið og þelr höfðji komið. Hestur hans og stúlkunnar gengu samsíða. Hann horfði á hana hvast, órólega. „Viltu ríða áfram“, spurði hann með ákefð. „Við erum milli tveggja elda“. Hann brosti og mintist orða sinDa við Liddall. „Áfram“, mælti stúlkan, og röddin var sterk og hrein, og óstjórnlegur sigurblær í röddinni; „þú skalt ekki fara einn“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.