Þjóðólfur - 11.09.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.09.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árganguiv Reykjavík, miðrikudag 11. sept. 1918. 25. tolnblað. ÞJÓÐÓLí’UR keœur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðsl- an er í Hafnarstræti 16 (níðri). Opin kl. 1—4. Áfram. Það er nu á allra síðustu tím- um eins og heldur sé að lifna yfir landbúnaðinum íslenzka, eða gefur manni von um að svo sé. Er það gleðilegur vottur þess, að dýrtíðin hefir eigi drepið allan kjark úr mönnum, þegar ráðist er 1 ný og hér áður óþekt kostnað- arsöm fyrirtæki til umbóta bún- aði vorum, á þeim vandræðatím- um, sem nu eru. Eiga þeir þökk skilið sem gerast brautryðjendur á þessum sviðum, hvort heldur það eru einstakir menn, eða heil (sveitar-) félög. En það eru spor stigin í rétta átt, að útvega ný- tízku vinnuvélar til bústarfa. Von- andi þurfa eigi mörg ár að líða ennþá, þangað til þessi hlutur er svo almennur orðinn, að mönnum þyki eigi tíðindum sæta, þótt dug- legur bóndi fari og kaupi sér sams- konar vinnuvélar og stéttarbræð- ur hans nota í öllum öðrum menningarlöndúm. Þjóðólfur hefir nýlega farið á 'hnotskóg eftir fróðleik um eina slíka nýtízku vinnuvól, sem nú er nýkomin hingað til landsins. Er það að því er vér vitum frekast, hin fyrsta vinnuvél af þvi tagi hér á landi. Það er mjaltavélin hans Boga á Lágafelli. — Mjalta- vélin Suceess. Heimildarmönn- um Þjóðólfs segist svo frá: „Vél þessa fókk hirin alkunni dugnaðar- og framkvæmdamaður, Bogi Þórðarson, nú í vor og er hún ein af hinum mörgu mjalta- vólum, sem uppfundnar eru og smíðaðar í Vesturheimi. Við út- vegun vélarinnar, var það haft fyrir augurn, að fá þá vél, sem sterkust væri og einföldust og verður því áriegur viðhaldskostn- aður vólar þessarar sára lítill, — aðeins nokkrar krónur, þar sem árlegur viðhaldskostnaður flestra annara mjaltavéla, nemur tugum króna. Um veið þessarar vélar er það að segja, að sökum þess hve einföld hún er, þá er hún flestum mjaltavélum ódýrari — og marg- íalt ódýrari en þær allra marg- brotnustu, sem þó hafa alls enga yfirburði yfir þessa, en eru miklu torveldari í allri notkun og þurfa meiri umhirðu". Fullkominn útbúnaður til að mjólka með eina kú í einu, heitir á ensku „Unit“ og skal það eftir- látið öðrum að smíða íslenzkt ný- ýrði í þess stað. Útsöluverð í Vesturheimi á hverri „Unit“, er 60 dollarar. Getur einn maður annast hreyfivólina, eða dæluna og 3—5 „Unit“ í einu, — eftir því hversu greiðfært er um fjósið. Það þykir til vinnandi að kaupa mjaltavél, þar sem eru átta kýr og þaðan af fleiri og þar sem kýrnar eru ekki yfir tuttugu ættu fimm „unit“ að duga, og því íærri, sem kýr eru færri; t. d. ættu þrjú, „unit“ að duga til að mjólka tólf kýr, o. s. frv. Með mjaltavélinni þarf hreyfi- vól. Fyrir 3—4 „unit“ þarf lJ/2 hestafla steinolíu eða benzín hreyfi- vél; einnig má nota rafmagn til að knýja mjólkurvélina. Á dælan að slá -i5 slög á mínutu hverri. Hreyfivólar þessar mætti einnig nota til að dæla vatni, þar sem svo hagar til, koýja þvottavélar, skilvindur, strokka, hverfisteina, trafakefli o. s. frv. Verð á hreyfi- vélum þessum, er í Vesturheimi eitthvað frá 50—100 doll. eftir gæðum og stærð. Hvorki þessi mjaltavél, né nein önnur amerísk mjaltavél, er fljót- ari að mjólka, en röskur maður, en tímasparnaðurinn er í því fal- inn, að einn maður getur séð um mjöltun á ]>rem til fimtn him i einu. „Það er einhver „danskur?" vís- dómur, sem komist hefir inn í höfuðið á sumum mönnum hér á landi, aS mjólkurvélum sé yflrloitt hætt við að mjólka blóð úr kún- um, en hversu, sera þetta kann að vera með vélar, sem smíðaðar eru í Norðurálfu, þá eru víst fáar eða engin amerísk mjólkurvél neitt blóðtökuverkfæri; að minsta kosti er óhætt að fullyiða það um mjólkurvélina „Success", að hún skemmir ekki kýrnar neitt, hvorki í þessu né öðru og flestar kýr þarf að strefta eftir að vélin hefir verið tekin af þeim, — að minsta kosti fyrst í stað, meðan þær eru ekki vanar vélinni. Sumar kýr „selja“ tæplega meira en hálfa nyt í fyrstu skiftin sem vélin er bor- in á þær, en brátt taka þær að „selja" svo vel, að ekki streftast meir úr þeim en hálfur peli í mesta lagi. Þannig reyndist það á Lágafelli, en nú er ekki hægt að nota vólina þar, sökum „ben- zín“-leysis, því nú er ekki „ben- zin“ fáanlegt til annars en bif- reiðaferða, ef dæma skal eftir um- ferðinni um Reykjavíkurbæ*. Síðan þetta var ritað, hefir frézt að „benzín" hafi komið með e/s „Lagarfoss" frá Vesturheimi, svo líklega veiður það þá falt öðrum en bifreiðaeigendum einum hér eftir. Annars væri vert að athuga, hvort eigi væri réttast að selja þá vöru eftir seðlum, eins og stein- olíu og suðuspritt. Bitstj. Loftskeyti. Parfs 2. sept. kl. 15. Viðureignin á vígstöðvum Frakka er sem hér segir: Umhverfis Ca- nal du Nord hafa verið ákafar stórskotahríðar. Frakkar hafa hrundið af sér tveim gagnáhlaup- um Þjóðverja í Champagne og halda stöðvum sinum. Við Ailette hafa Frakkar sótt á að nýju með góðum árangri í skógunum austan við Coucy-le- Chateau og austan við Pont saint- Mard. Hafa þar tekið 100 fanga. Áhlaup óvinanna í Champagne hjá Auberive hefir engan árangur borið. — Að öðru leyti ekkert markvert að frétta frá vígstöðv- unum. París 3. sept. kl. 0,5. í gærdag hafa hersveitir Frakka er fóru í fyrra kvöld yfir Canal du Nord hjá Nesle hæðunum, haldið áfram sókn fyrir austan skutðinn og náð fótfestu í hlíðun- um austan við 77. hæð. Hafa þær tekið þar nokkra fanga. Milli Ail- . ette og Aisne hafa Frakkar haldið áfram sókninni á hásléttunum fyrir austan Crecy-fjall og Juvigny. — Þrátt fyrir grimmilega vörn Þjóðverja hafa Frakkar tekið Leuille og Terny-Sorny. Frakkar hafa þar á ofan sótt fram norðan við Crony. Rólegt annarsstaðar á vígvellinum um daginn. Berlin 2. sept. Opinber skýrsla að kvöldi. Bret- ar hafa gert áhlaup milli Scarpe og Somme. Fyrir norðan Peronne og suðvestan Arras, varð þeim nokkuð ágengt. Varalið vort tók þar á móti þeim, — var áhlaupum þeirra hrundið beggja megin við Bapaume. Milli Oise og Aisne hafa Frakkar aukið áhlaup sín eftir ógutlegustu stórskotahríð, síðdegis í gær. París 3. sept. kl. 15. Hernaðurinn á frönsku vígstöðv- unum er sem hór segir: í nótt voru stórskota-orustur á Somme- stöðvunum og milli Oise og Aisne. Áhlaup óvinanna umhverfis Nesle og í Vogesafjöllum hafa orðið ár- angurslaus. Annarsstaðar kyrt. Frá Síberíu. Samkvæmt tilkynn- ingu frá Semenoff hershöfðingja 31. ágúst, hafa Bandamenn tekið Oliviania i skyndiáhlaupi. Þar náðu þeir 4 fallbyssum, föngum og tals- verðu af skotfærum. Skeyti frá Tomsk herma þaðan góð tíðindi. Þing (dúma) Síberíuríkis kom sam- an 15. ágúst (í Tomsk), voru þar mættir fulltrúar allra stétta og stjórnmálaflokka. Á þingi þessu var samþykt svohljóðandi tillaga: „Þingið ákveður að kveðja alla vopnfæra yngri menn til vopna til að berjast á móti Miðveldunum. Jafnframt virðir það allar gerðir Bolchevika að vettugi®. Berlin 3. sept. að kröldi. Milli Scarpe og Somme var kyrfc í dag. Beggja megin við Noyon var smá-áhlaupum Frakka hrund- ið. í kvöld hafa magnast nýjar orustur milli Ailette og Aisne. Wien 3. sept. Hvergi stórorustur á vígstöðv- um Austurríkismanna. París 4. sept., kl. 0,5. Frakkar hafa farið yfir Somme gegnt Egenancourt. Nokkru sunn- ar hafa hersveitir Frakka náð fót- festu í Genory þorpi fyrir austan Canal du Nord og tekið 200 fanga. Fyrir austan Noyon hafa Frakkar haft framgang að nýju og tekið nágrennið við Saleny. í orustun- um í gær milli Ailette og Aisne hafa Frakkar tekið 1200 fanga. Áhlaup Þjóðverja hjá Viclent hafa orðið árangurslaus. París 4. sept. kl. 15. Frakkar hafa náð á sitt vald skógi hjá Chapitre, norðaustan af Chevilly og suður á bóginn að Bussy. Þeir halda áfram sóknmni og sækja fast eftir Þjóðverjum, sem hörfa til Crisolles. Fyrir norð- an Ailette hafa Frakkar fært her- línu sína áfram vestur af Coucy le Chateau og Jumencourt að sunnan, en að austan hafa þeir sótt fram til Leuily, hafa tekið Clamecy og Bray og brotist inn í Bucy le Long. Fangatala Frakka er yfir 1500. Hersveitir Frakka hafa farið yfir Vesle á mörgum stöðum. Berlin 4. sept. (að kvöldi). Til þessa er ekki skýrt frá nein- um stór-orustum. Milii Scarpe og Somme sóttu óvinirnir á hinar nýju stöðvar vorar. Milli Aille og Aisne var hrundið áhlaupumFrakka. Wien 4. sept. Norðan til í Tonale-skarði tóku fjalla-hersveitir vorar af óvinunum í skyndi-áhlaupi Punto san Matte- mo, Monte Mantello o. fl. jökul- tinda. Viðureign þessi hefir öli orðið á jöklum eða í sjó, í ógöng- um upp til fjalla. Er slíkt ekki heiglum hent. París 5. sept. kl. 0,5. Hersveitir Frakka háfa undan- farna daga brotið á bak aftur þrá- láta mótstöðu Þjóðverja, sem gera gagnáhlaup við og við til að tefja íyrir framsókn Frakka norður af Oise og við Vesle, en halda þar þó undan. Milli Canal du Nord og Oise eltu framsóknarherir Frakka afturfylkingar Þjóðverja,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.