Þjóðólfur - 10.10.1918, Blaðsíða 4
120
ÞJOÐOLFUR
Sæll er sá sem gleðinnar leitar
á réttum stað, því hann flnnur
hana; og sönn gleði, fundin á
réttum stað, er varanleg og strá-
ir geislum á alt lífið.
Hamingjusamur er hver sá mað-
ur í hvers hjarta að gleðin býr,
en fáir hafa full not gleðinnar
nema aðrir taki þátt í henni með
þeim, enda bezta undirrót sannr-
ar gleði að gleðja aðra, og sam-
eiginlegar gleðistundir eru oft
áhrifaríkar og vekjandi varanlega
gleði í brjóstum þátttakenda, því
á hverri gleðistundu vaknar líf í
hjarta og hug, eins og landið yng-
ist upp í æskuprýði á sólbjörtum
vordegi.
Yér erum hér saman komin í
dag til að gleðjast sameiginlega,
gleðjast hvert með öðru, gleðjast
með og til heiðurs þeim háttv.
brúðhjónum, sem nú halda há-
tíðlegan sinn heiðursdag. En hér
er um meira en venjulegt brúð-
kaup að ræða. Hér er hátíðlegt
haldið hálfrar aldar afmæli hjú-
skapar þeirra öldnu heiðurshjóna,
Þorgerðar Jónsdóttur og Markúsar
Jónssonar. í dag halda þau gull-
brúðkaup sitt. í dag eru 50 ár
liðin síðan að þau voru saman
vígð í hjónaband, samkvæmt lands-
lögum og að sið kirkju vorrar;
þessi dagur gefur því öðrum frem-
ur tilefni til fagnaðar, tilefni til
þakklætis og góðra óska.
í dag göngum vér upp á sjón-
arhæð minninganna og látnm
hugann horfa til liðins tíma,
skygnast yfir áfangann sem far-
inn er, og hvað er þar að sjá?
Vitanlega skin og skugga, því þótt
vegurinn sé að mestu beinn og
greiðfær, skín sólin ekki allítað-
ar jafn bjart, og á langri leið er
óhjákvæmilega mörg erfið brekka
sem þreytir og torfæra sem tefur.
Þótt eg vegna æsku minnar,
sjái ekki glögt nema lítinn spöl
af þessum hálfrar aldar áfanga,
langar mig til að fara fám erðum
um það sem eg kem auga á og
sýnist máli skifta.
Nú á gullbrúðkaupsdag þessara
hjóna, sjáum vér, í anda, ungan
mann og mey, hrifln af ást og
hamingjuvonum; tengd trygðabönd-
um, heita hvort öðru æfilangri
trygð og trúmensku. Sjáum þau
stofna heimili sitt. — Hula var
yfir brautinni fram undan, en von-
in, trúin og kærleikurinn voru
þeirra ijósgjafi og ieiðarnesti, og
því gátu þau ókvíðin byrjað brúð-
kaupsferð sína, án þess að vita
hve lengi hún myndi vara, eða
hversu greiðfær leiðin reyndist.
En guð, sem ástina tendraði og
hugina leiddi saman, lagði bless-
un sína yfir sambúðina, svo að
vonirnar margar rættust og fyrir-
tækin hepnuðust, og þegar á alt
er litið, er óhætt að segja, að
hjónabandið hafi verið farsælt, að
hamingjan hafi verið þeirra föru-
nautur; og búskapur þeirra bless-
aðist og blómgaðist smátt og smátt,
og heiðarlega hafa þau staðið í
stöðu sinni, og margir munu þeir,
sem nú á þessum degi minnast
gömlu hjónanna með þakkiáts-
semi og hlýjum huga, því það er
almælt, að þau hjón hafi ætíð
viljað gott gera, verið bætandi í
hvívetna. Hús þeirra heflr opið
verið og öllum heimill greiði og
góðgerðir, sem að garði hafa bor-
ið. Á heimilinu heíir ríkt iðni og
reglusemi, og margt er það í þeirra
heimilisháttum sem vert er eftir-
breytni. Gömlu hjónin eru íslenzk
í anda og háttum, og heimili þeirra
hefir verið sann-íslenzkt. Þetta
get eg vottað sem nákunnugur
heimilinu síðari árin.
Eins og kunnugt er, hefir gamli
maðurinn, gullbrúðguminn, legið
rúmfastur æði langan tíma und-
anfarið, kom eg þá oft til hans,
og altaf var andinn hress og
hressandi víðsýni lýsti sér í tali
hans, og ávalt þegar eg kvaddi
hann var eg einhvers fróðari og
léttur í lundinni. Með ánægju minn-
ist eg nú margra þessara stunda,
og eg hygg að fleiri geymi marg-
ar slíkar minjar. Eg veit það, að
á þessari stundu anda margar
hlýjar tilfinningar, þakklæti og
góðar óskir til gömlu hjónanna
frá þeirra mörgu vinum og vanda-
mönnum bæði nærverandi og fjar-
verandi; því margt er að þakka,
og þakkarvert er langt og vel
unnið æfistarf. Og börnin, sem
þau, auk sinna eigin barna, að
meira eða minna leyti hafa alið
upp, munu einnig og ekki hvað
sízt. bera þakklæti og hlýjar óskir
í brjósti.
50 ár eru liðin — talsvert lengri
tími en meðalmanns æfi, síðan
gömlu hjónin héldu hátíðlegan
brúðkaupsdaginn sinn á þessum
sama stað og við erum nú. Ekki
veit eg hve margir af þeim sem
hér eru núna hafa þá verið við-
staddir, — víst einhverjir, en lík-
lega fáir. Engan mun þá hafa ór-
að fyrir þessum degi eða þeirri
minningar-athöfn sem hér er hald-
in. En minningar þær sem þessi
dagur vekur, munu lengi vara og
vekja gleði í brjóstum okkar allra.
f dag er gullbrúðkaupsdagur
gömlu hjónanna. Dagur sem vek-
ur ótal minningar og verður lengi
minst. Og eitt er það með öðru
sem eykur gildi dagsins, og það
er, að tvö barna-börn hinna öldnu
hjóna byrja í dag sína hjúskapar-
braut, eru saman gefin í hjóna-
band einmitt þenna 50 ára af-
mælisdag hjónabands þeirra, afa
og ömmu. Og ennfremur sjá þau
fyrsta barna-barna-barnið sitt til
skirnar borið þenna minningarsæla
dag, sem á fáa sína líka, að eg
hygg. Það er mjög sjaldgæft að
hjónum auðnist sameiginlega að
s'á hjúskap barna-barna sinna, eða
afkomendur sína í 4. lið. Þessi
dagur er því sannnefndur merkis-
dagur, ekki aðeins fyrir brúðhjón-
in eldri og yngri, heldur og fyrir
hérað vort og íbúa þess.
Að síðustu víl eg í nafni okkar
aljra, færa ykkur gömlu heiðurs-
hjónum hlýjustu þakkir fyrir langt,
og vel unnið dagsverk; fyrir sam-
veruna, greiðana og góðgerðirnar
bæði fyr og nú; fyrir starfið alt í
þarfir heimilis ykkar og sveitar-
innar; hlýjustu þakkir fyrir alt og
alt.
Og ioks viljum vér öll sameig-
inlega í Jesú nafni óska, þess, að
guð gefl ykkur sólríkt og friðsælt
æflkvöld, að sól trúarinnar og kær-
leikans ijómi skært og hlýtt á
þann hluta leiðar ykkar, sem er
ófarinn. Guð blessi ykkur, kæru
gömlu hjón.
Og sömuleiðis viljum við öll
innilega biðja guð um blessun til
handa ungu brúðhjónunum, sem
í dag binda hjúskap sinn. Hann
blessi ykkar tengdu trygðabönd,
og gefi ykkur langa, starfríka og
farsæla æfldaga. Sól hamingjunn-
ar skíni skært á ykkar æfileið og
ánægjan sé ykkar förunautur æf-
inlega.
Með þeim óskum lýk eg máli
mínu, þakka áheyrendum, og óska
öllum oss gleði og hamingju á
ófarnri leið.
M. E. Einar Sigurfinnsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Magnús Björnsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
10
verður háttað. (»Andi« sem fer í miðil, er sams-
konar vera þeirri sem eg nefni draumgjafa; draum-
lífið verður nefnilega, einsog eg hefi minst á stutt-
lega í öðrum ritgerðum, fyrir þátttöku sofandans i
meðvitund annara, sem vaka; mun skamma stund
verða um það deilt, þegar menn snúa sér alvar-
lega að þvi að rannsaka þetta mál).
Lögmál þetta sem lýst var að nokkru, hefi eg
fundið með rannsókn á.eðli drauma; og þegar það
er fundið, fer margt að verða skiljanlegt, sem að
vonum hefir þótt dularfult. Einsog t. a. m. þetta,
að það eru síður »vandamenn« miðilsins sjálfs
heldur en »látnir vinir og vandamenn« sitjaranna,
sem tala fyrir munn sofandi miðils. Vér hættum
að furða oss á þessu, sem hinum alkunna anda-
trúarrithöfundi og miðli Stainton Moses gramdist
svo mjög og þótti svo óskiljanlegt, að á fundum,
þar sem hann var miðillinn, voru það ekki þeir
»andar« sem hann þráði sjálfur að fá samband
við, sem töluðu fyrir munn hans, og það sem and-
arnir töluðu um, voru ekki hans áhugaefni, held-
ur fundarmanna (sitjaranna). Vér skiljum hvers-
vegna enskur eða amerískur miðill, sem kann ekki
frönsku, talar þó fiönsku í sambandsástandi, þeg-
ar Frakkar eru viðstaddir; hversvegna miðill sem
lcann ekkert í indversku, talar í sambandsástandi
indversku, þegar Indverji er viðstaddur o. s. frv.
Ef menn kynna sér frásagnir af miðilfundum,
munu þeir finna fjölda mörg dæmi þess, hvernig
áhrif sitjaranna á miðilinn ráða því, hver það er
sem talar fyrir munn miðilsins, og hvað það er
sem talað er. Sambandinu«er stjórnað af eðlisnauð-
11
syn, en hitt er misskilningur, að »andarnir« geti
farið í miðilinn eftir vild, til þess að tala við þá
sem á fundinum eru.
Frægasta dæmið af þessu tagi er það sem sagt
er frá í postulasögunni. Segir þar, að postularnir
»urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að tala
öðrum tungum, einsog andinn gaf þeim að mæla«.
Hér er um samskonar fyrirburð að ræða einsog
þegar miðlar sem kunna ekki frönsku eða ind-
versku, tala þau mál í sambandsástandi. Einnig
þeir tala einsog »andinn gefur þeim að mæla«. Og
vér fáum að vita, að postularnir hafi talað einmitt
mál þeirra manna sem viðstaddir voru; það er
sagt, að mannfjöldi hafi komið þar saman og brugð-
ið mjög við »því, að þeir heyrðu, hver og einn, þá
mæla á sína tungu«. Sagan er líklega sönn, og
ekkert því til fyrirstöðu að hún geti verið það.
Þá má enn minna á hin óheppilegu áhrif sem
próf. Fiournov hafði á hinn ágæta miðil sem hann
nefnir Helenu Smith; gæti bók Flournoys sem
heitir Des Indes á la planéte Mars, »frá Ind-
landi til Mars« (en ætti að heita »frá Mars til
Indlands«) orðið efni í ekki ófróðlega rit-
gerð. Helena Smith breyttist á eftirtektarverðan
hátt eftir að Flournoy fór að vera á fundunum,
og grunar prótessorinn ekki hvernig á þeim breyt-
ingum stendur. En sjálfur var hanní valdur að
breytingum þessum, með þeim hætti sem getið er
um áður: fyrir áhrif frá honum (induktion) breytt-
ust sambönd miðilsins, og sambandsástand. Ind-
versku setningarnar t. d. sem H. Smith fór að
koma með eftir að Flournoy fór að vera á fund-