Þjóðólfur - 27.06.1919, Blaðsíða 2
2
neíndarinaar, hve ósammála nefnd-
armennirnir hafa orðið um veruleg
atriði málefnisins, því að ekki má
ætla, að þeir haíi slitið félagsskap-
inn vegna aukaatriða. Og er í
þessu sambandi ekki síst á það að
líta, sem nú er komið í hámæli,
að meirhluti nefndarinnar láti þá
skoðun í ijós, um eignarrétt á
vatnafli í landinu, er brýtur alger-
lega í bága við réttarmeðvitund
alþjóðar og gengur í berhögg við
allar aðgerðir þings og stjórnar á
liðnum tíma. Er hér átt við hina
svonefndu vatnsránskenning, sem
þegar hefir verið rædd í blöðunum,
áður en hún kemur fram í dags-
Ijósið opinberlega og vænta má að
aldrei fæðist fullburða. En að svo
miklu leyti, sem kenningar og
tillögur nefndarinnar ganga i þá
átt, að svifta hina einstöku eigendur
þeim rétti, sem bæði ljóst og leynt
hefir æfinlega verið viðurkendur
þeirra eignarréttur, þ. e. til vatns-
afls þess, er fylgir óðulum þeirra
og löndum, þá er það hlutverk
allra góðra manna á landinu, að
aftra því, að stigið sé þverfet út á
hina háskalegu eignarránsbraut, er
nú herjar veröldina og teflir öllu
mannlegu skipulagi í voða; og
þess verður vel að gæta, að takist
forgöngumönnum þessarar eignar-
tökustefnu að stíga fæti inn á svið
hins friðhelgaða eignarréttar, þá
eru þeir þar allir fyr en nokkurn
varir, og yrðu menn sviftir viður-
kendum eignarrétti til vatnsaíls,
er nú þykir mestn.r slægur í að
ná undan eigendunum, mundi
fleiri eignum einstaklinga verða
hætt, þegar þessir herrar væru
komnir á spenann.
Það er því skylda Pjóðólfs, að
gera sitt til þess, að slíku fram-
ferði verði mótmælt og nái ekki
fraingangi, og þótt einhverjir lög-
fræðingar ijái þessum eignarráns-
kenningum fylgi sitt, þá höfum vér
eigi fremur trú á, að nokkur lög-
fræðingur sé óskeikull í tillögum
sínum og skýringum, er að lögum
lúta, fremur en vér ætlum páfann
í Róm óskeikulann um málefni
kirkjunnar. Er því hollast fyrir
alla að fara hér eftir þvi einu, er
þeir álíta réttast, en ekki þeim
afkáralegu kenningum, sem réttar
meðvitund allra manna mótmælir.
Hitt er alt annað mál, að enn
verður að telja ótímabært. að
teknar séu ákvarðanir um fyrir-
komulag á starfrækslu fossa vorra
og vatnsaíls. Hvort veita skuii
útlendum féiögum, sem beiðst
hafa leyfis til að færa sér í nyt
vatnsafl það, er þau hafa hér yfir
að ráða, hin umbeðnu ]eyfi og
með hvaða kjörum, eða hverjum
þeirra skuli veitt það. Áður en
slikar ákvarðanir eru teknar, verður
almenningi að gefast svigrúm til
að átta sig á því helsta, er máli
skiftir. r’ví að þótt hér sé að ræða
um eitt hið stærsta framkvæmda-
mál, sem naúðsynlegt er að bráð-
lega verði ráðið til þeirra lykta,
að framkvæmdir þær geti hafist,
sem eigi verður um deilt, að horfa
til þjóðþrifa og hætt er við að
standi og falli að meira eða minna
leyti með starfrækslu fossaflsins,
Þ JÓÐÓLFUR
þá má engan veginn ganga þar
til verks blindandi eða rasandi.
Hér er svo mikið í húfi, að vel
takist til, að þótt verltlegar fram-
kvæmdir út af fyrir sig séu mikils
virði, og jafnvel eitt af lífsskil*
vrðum í framtíðiimi hér í Sunn-
lendingafjórðungi verði framkvæmd-
ir í stórum stíl í sambandi við
notkun fossanna, þá skiftir allra
mestu, að vel og skynsamlega sé
þar gengið til verks. Vér miðum
ekki einungis við stórvirki og
verklegar framkvæmdir, heldur
ræktun og framfarir lands og lýðs
í sameiningu, og það er svo margt
ef að er gáð, sem þá kemur til
greina og enn er órætt og í þoku
fyrir öllum lýð. Þjóðólfur ætlar að
gera það sem í hans valui stendur
til þess, að opna víðsýni manna
og benda á leiðir fram úr óvissunni,
sem málefni Suðurlandsundiriendis
eiga nú við að búa, og ér það
skylda allra héraðshollra manna,
að gera sitt til þess, að góð raála-
lok fáist, svo að nu hefjist blóma-
öid í sögu Sunnlendinga, í stað
þess, sem sumir hræðast, ab
bændastéttin, er hefir verið líf og
kjarni þjóðarinnar á liðnum ötdum,
líði undir lok, er hin sterkari öfl
taka til starfa í sveitunum. Það
er því vandinn, að öllu verði vel
stilt í hóf, er hin óliku öfl mætast.
Það má eigi þröngva svo kostum
þeirra, sem á annað borð verða
studdir af þingi og stjórn til stór-
virkjanna, að þeim verði ókleyft
að hefjast handa, eins og hitt má
ekki eiga sér stað, að vatnsvirkja-
íramkvæmdunum verði hleypt af
stokkunum fyr en vel er séð fyrir
því, að bændalýðurinn, sem fyrir
er, haldi þjóðlegu sjálfstæði sínu
og menningu, þrátt fyrir breyting-
arnar.
Aiþingi, sem háð verður á þessu
sumri, getur því ekki og má ekki
ráða fóssamálum vorum til lykta
með þVí, að ákveða hvernig leyfum
skuli háttað til erlendra fossa-
félaga. Það væri að taka ákvörðun
að baki þjóðarinnar, hver sem
niðurstaðan yrði. Og að minsta
kosti ætti löggjöfunum að skiljast,
að það er ótvíræð skylda þeirra
gagnvart Árnesingum, sem ný-
breytnin á fyrst og fremst að
koma niður á, og þar næst Ratig-
æingum, að taka fult tillit til jafn
sjálfsagðra krafna og hér eru
gerðar. Það er ekki farið fram á
annað en öryggi og varúðarráð-
arráðstafanir, sem gera þarf fyrir
þjóð vora og ættland, áður en
gert verður út um það, sem ráða
má örlögum íslendinga um ókomn-
ar aldir. Minna verður því eigi
krafist, en að álit fossanefndar-
innar komi fram í dagsbirtuna og
almenningi gefist kost.ur á að
glöggva sig á þvi, áður en nokkuð
er útkljáð um starfræksluleyfi fyrir
útlend fossafélög. En nú er útséð
um það, að tii þess vinst enginn
tími fyrir eða meðan stendur á
þessu þingi. Ef við sleppum tæki-
færi til að hrinda öðrum eins
stórmálum í viðunandi horf, sem
fossamálin eru, og kunnum að
fresta með því vorum eigin áhuga-
málum, sem sum eru mjög að-
kallandi, þó ekki sé nema járn-
brautarlagning og hafnarmál, svo
að eitthvað sé nefnt, þá er þar
eigi öðru um að kenna en seinlæti
fossanefndarinnar, hvort sem hún
getur afsalcað drátt sinn á að
ljúka störfum og birta niðurstöð-
una eða ekki.
Þjóðólfur vill því leggja það til
málanna og krefjast þess, að
vatnsránskenningunni, komi hún
annars fram í alvöru, verði mót-
mælt á allar lundir og hún kveðin
niður þegar í stað, að útlendum
fossafélögum verði ekkert Jeyfi veitt
á þessu alþingi til þess að starf-
rækja íslenska fossa, og að þing
og landsstjórn geri sitt til þess,
að heildarálit fossanefndarinnar
verði sem bráðast birt almenningi,
ef það á að birtast nokkurntíma,
og kosti kapps um það að öðru
leyLi, að afla almenningi fræðsiu
um það, er verða má til skiinings-
auka viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu
fossastarfrækslu.
Hvað liður
áveitunum?
Stóru áveiturnar, sem eiga að
koma í láglendissveitunum milli
Þjórsár og Hvítár-ÖIfusár, eru
eins og kunnugt er þrjár talsins:
Flóaáveitan, Skeiðaáveitan og
Miklavatnsmýraráveitan. Þar af
er Flóaáveitan fyrirhugaða sú
langstærsta, enda mun hún eiga
lengst í land og er þar á engu
verklegu byrjað, að frátöldum
mælingunum. Næst er að útvega
lán til fyrirtækisins og mun lands-
stjórnin, eða réttara sagt fjármála-
ráðherrann, hafa ætlað að gera
tilraun til þeirrar lántöku í utanför
sinni nú í vor. Hvort það hefir
borið árangur, er oss eigi kunnugt
um, en roun að sjálfsögðu vitnast
nú í þingbyrjun.
Takist ekki að útvega fé til
áveitunnar sem landssjóðslán, veit
Þjóðólfur, að stjórnendur Lands-
bankans hafa góðan vilja til þess,
að verða útvegumennirnir, og mun
óhætt að gera sér fylstu vonir um,
að þar muni láuið fást, enda er
það sjálísagt, að þjóðbanki vor,
Landsbankinn, geri sitt til þess,
að annað eins nauðsynjamál og
]andbúnaðarst.órvirki, sem fram-
kvæmd flóaáveitunnar er, nái fljótt
og vel framgangi. En svo nauðsyn-
legt sem það er, að áveitunni verði
fiýtt eins og hægt er, skiftlr það
þó rniklu meira, að áveitulánið
fáist með þolanlegum kjörum,^-og
þá sérstaklega að gjaldfresturinn
verði ekki óhæfilega stut.tur, en
hitt, hvort verkið byrjar svo sem
missiri fyr eða, seinna. En vonandi
er þó, að nú verði skamt að bíða
þangað til byrjað verður, enda má
það ekki dragast lengi. Kaupgjaldið
er orðið svo hátt og víðast hvar
eigi meiri uppgripaslægjur en svo,
að mikið þykir leggjandi í sðlurnar
til þess að fá umbæturnar.
Skeiðaáveitan er aftur á móti
komin vel á veg. Sknrðgröftur
sjálfsagt meira en hálfnaður og er
búist við að Skeiðamenn verði
hraðvirkir við það sem eftir er
skurðanna, því að nú fá þeir góðan
liðsauka þar sem er heljarmikil
skurðgrafa, er vinnur með vélar-
krafti og er margra manna maki,
íafnveJ að hún afkasti á við hundrað
menn með skófluna. Skurðgröfu
þessa keypti Geir Zoega, vegamála-
stjóri í Amnríku snemma í vor;
mun hennar von til landsins með
Lagarfossi um þessar mundir.
verður sjálfsagt einna erfiðast að
flytja bákn þetta frá Lyrarbakka
upp á ákvfirðunarstaðinn, því að
grafan kvað vera allþung, meiri en
svo að fluiningabílar beri hana
hjálparlaust, en von mun vera á
einhverjum dráttartækjum til að
létta undir með þeim. Er myndar-
legt, hve vel Skeiðamenn fylgja á
eftir við áveituverkið, er hvílir nú
að öllu leyti á þeirra eigin herðum.
Verða Skeiðin fögur og byggileg
sveit, þegar áveitan þar er fullgerð
og komin að þeim notum, sem
henni er ætlað.
Miklavatnsmýraráveitan er nú
farin að koma að nokkrum notum:
var það þó fyrst í fyrrasumar að
nokkurt lag væri á henni og að
grasspretta bæri hennar vott. Og
þótt aðaláveituverkið sé þannig að
mestu leyti fullgert, eða eigi að
heita það, vantar samt mikið á,
að alt sé komið í það lag á áveitu-
svæðinu, sem þarf til þess að
áveitan njóti sín. Fyrirhleðslur og
afveitu- eða fráræsisskurði vantar
meira og minna á flestöllum
áveitujörðunum, og er mikið verk
og dýrt að koma því öllu í við-
unandi horf.
Skólinn
fyrirhugaði á Suðurlandsundirlend-
inu, sem lengi hefir verið nefndur,
en aldrei unnið fyrir með því at-
fylgi, að nokkur verulegur skriðui
kæmist á málið, »r nú að verða
áhugamál allra hér fyrir austan,
sem á annað borð sjá fram fyrir
tærnar á sér og nokkur mannræna
er í. Þjóðólfur vill skipa sér í sveit:
þeirra sem ætla að vinná að tak-
markinu, að fá skólan stofnaðan,
Ekki skóla með dottandi kennaraliði
og ónýtri reglugerðafræðslu, til að
eyðileggja minnið og sljóvga skiln
inginn, heldur skóla, sem hefir
fyrst og fremst það verkefni, að
manna æskuJýðinn, gera hann þjóð-
rækinn og héraðsrækinn, víðsýnan
og viljafastan og vaxinn því, að
gæta framvegis þeirrar arfleifðar,
sem varðveist hefir í meira en
þúsund ár, en það er íslenskt
þjóðerni og tunga. En vera má
að þessi arfur vor, þjóðernið og
tungan, eigi fyrir sér nýja eldraun
og það í þessum sveitum, svo að
ekki veiti af að gera það, semi
hægt er, til varnar þjóðararfi
vorum. Öflugur skóli í þessum
héruðum, er hefir það mark og
mið, sem hér hefir verið nefnt,
er það eina sem duga má. Eftir
nokkra árat.ugi verða þeir, er nú
alast upp i þessum sveitahéruðum,
sokknir ofan í botnlausa hringiðu,
orðinn eintómur daglaunalýður,
sem fær kannske hátt kaup, en