Ný tíðindi - 24.08.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 24.08.1852, Blaðsíða 1
NY TIÐINDI. 18. bl. 34. d. ágiistmánaðar. 1852. ITIeð innilegum harmi munu allir mannvinir og menntavinir heyra sorg- arfregn þá, að Sveinbjörn Egilsson, doctor theologiœ og fyrverandi rector við hinn Iærða skóla í Reykjavík, skildist við þenn- an heim 17. dag þ. m. En öllum náungum hans og ástmönnum ollir dauði hans sárs saknaðar, sem vænta má. Mannvinirnir harma, því að einhver hinn mesti úr flokki þeirra fjell frá, þar sem hann var; vísinda- mennirnir harma, því að vísindin biðu það skarð við dauða hans, sem ó- metanlegt er, ekki einungis fyrir þetta land, þar sem visindamönnum er svo þunnskipað, heldur og hvervetna þar sem fróðleikur er stundaður; því fáar voru þær fróðleiksgreinir, sem honum var ekki sýnt um, og sú snilld og lipurð fylgdi öllum visindastörfum hans, sem fáum er auðin. Náungar hans syrgja, frúin ástúðlegasta mann, börnin innilegasta og við- kvæmasta föður, lærisveinar hans hinn elskulegasta, blíðasta og liprasta kennara; því honum var lagið það sem svo fáum er gefið, að þeir hafa jafnan þótt afbragðsmenn, sem þeim gáfum hafa verið gæddir — en það er að gagna og gleðja um leið. Vjer kveðum þvi upp það álit vort, að doctor Sveinbjörn Egibison hafi verið um flesta hluti frá- bær maður, og getum ekki dulið þá ósk vora, jafnvel þó hún sje vonum meiri, að landi voru mætti auðnast að fá hans lika sem flesta. ' Vjer erum ekki færir um, að lýsa honum nákvæmar á þessum stað, en vjer ætlumst til, að þeir, sem þekktu hann, muni minnast hans andlega atgjörvis, ágætis og lipurleika, hógværðar hans og stillingar, og að þeir muni kannast við, að þvi ágætari sem andi mannsins er, því síð- ur verði honum lýst, þó að minningin sje glögg og ljós.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.