Norðri - 01.11.1855, Page 1

Norðri - 01.11.1855, Page 1
\ 0 K l> R l. 1855. 3. ár. lóvembep. • #3. f fjórbúngslækni á Norfeurlandi, var fæddur á Meluin í Hrútafiríii 29. d. júlím. 1798. Foreldrar hans Jón Jónsson, göfugur bóndi, af ætt lögmanns Eggerts Olafssonar, og Gufelaug E i rí k s d ó t tir, mesta skynsemdar og merkiskona, dóu frá honum er hann var ekki fullt fjögra ára. Var honum þá kom;í) til sjera Stefáns Benediktssonar, sem 6Íban varíi prestur aí> lijarbarholti, hvar hann upp ólst fram ylir fermíngu. Strax þar á eptir fór hann til herra A. Helgasonar, sem þá var prestur afe Reynivöllum í Kjós, en varö síbar stiptprófastur; numdi hann þar skólalærdóm, og útskrifaíist frá velnefndum herra stiptpró- fasti meb bezta vitnisburbi. Ab þessari lærdóms iírn lokinni fór hann á skrifstofu herra konferenzrábs M. Stephensens í Vibey og var skrifari þar í 6 ár; því næst var hann 1 ár barnakennari hjá kaupmanni- 0 Möller í Reykjavík, og veik hann svo þa&an til Kaupmanna- hafnar, í þeim tilgángi, ab nema Iæknisfræbi vib háskólann þar; og var hann innan 6 ára búinn ab taka embættispróf í tjebum vísindum meb lieidri og beztu vitnisburbum yfir- kennara sinna. Meban hann dvaldi þar, mun hann fremur hafa verib heilsugóbur, en veikt- ist þó eitt sinn, og lá þá sárveikur á Fribriks spítala í 3 vikur, af sama sjúkdómi — lúngna- bólgu — sem nú tók sig upp aptur og varb hans banamein. Eptir ab vera búinn ab af ljúka lærdómsstörfum sínum sótti hann um læknisembættiö hjer á Norburlandi, sem konúngur lfridrili hinn sjötti allra mildilegast veitti honum 11. d. marzm. 1832. Yfirgaf hann þá Höfn meb bezta orbslír, samt ást og virÖíng allra þeirra, er hann þekktu (sem von var til, því hann hafbi frá únga aldri verib hvers manns hugljúfi og cinstakt valmenni), og fór hann um sumarib híngab til landsins og settist ab á Akureyri og bjó þar til daubadags. ÁriÖ 1838, 2. d. nóvemberm., giptist hann systur-og fóstur-dóttur verzlunarfulltrúa A. Mohrs á Akureyri, jómfrú iiine Marie ölsen, liver eb nú ásamt tveimur efnilegum börnum þeirra syrgja hann. 22. d. júlím. næstl. fór hann ab heiman — hjeban frá Akureyri — og ætlaÖi snögga ferÖ norÖur á Húsavík, aÖ sækja dóttur sína, sem um tíma hafÖi dvaliÖ þar hjá mjer. Hann nábi þángab seint um kvöldib örmæddur eptir ferbina. þenna dag var og mikill hiti og hvassvibur; og af hestbaki hafÖi hann dottiö á leiÖinni og fengib vonda biltu, en kvart- abi þó ekki um abrar afleiÖíngar af henni enn sárindi í vinstra fætinum. En um nóttina tóku hann veikindi mikil — tak og lúngnabólga — og þab svo göysilega, ab ekki hafÖi honum komiÖ dúr á augu alla þá nótt. AÖ vísu linabi sjálft takiÖ nokkuÖ næstu daga þar á eptir, en vesnabi aptur á 5. degi veikindanna Hann bar þenna sinn þúnga sjúkdóm, sem gubs órannsakanlega ráÖi þóknabist aÖ leggja á hann, meÖ stakri þolinmæÖi og honum eiginlegri hugprýbi, án þess, ab nokknrt sinn heyrbist eitt umkvörtunar- eÖa óþolinmæbis- orÖ frá vörum hans, og andaÖist sfbla dags 29. júhm. Hann varb mjög harmdaubur á NorÖurlandi, því hann var valmenni mesta, höfÖfnglyndur og mjög vinsæll, vitur og vel læröur, hógvær og velviljabur, ráÖhollur og einlægur þeim, er hans leituÖu, mikib góÖgjarn og gjafmildur vib fátæka, góÖur lækni ylir höfuÖ, en einkum sem hand- lækni var hann afbragbsheppinn og hjartanlega umhyggjusamur viÖ a]la sína sjúklínga; trúfastur vinur og ástríkasti ektamaki og faÖir. þeim mun tilfinnanlegri varb líka missi hans öllura hans viuum, en einkanlega nánustu ástvinum hans, því missirinn syndist þeim óbætanlegur; enda mun hans góbfræga eptir lifandi ekkja syrgja hann af hjarta, allt þángab til fundum þeirra ber saman í öbrum heimi. ' ■. p. t. Akurnyri 14. dai» míveniberináaabar 1853. J. Jolmsen.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/78

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.